Leita í fréttum mbl.is

ESB-ađild óhugsandi án stjórnarskrárbreytingar

c_birgirAđild Íslands ađ Evrópusambandinu vćri ekki möguleg ađ óbreyttri stjórnarskrá. Fari svo ađ einhvern tímann í framtíđinni myndist pólitískur vilji til ţess ađ ganga í ESB er alveg ljóst ađ breyta ţarf stjórnarskránni áđur en samningar ţar ađ lútandi ná fram ađ ganga. Skođanir eru auđvitađ skiptar um ţađ hvort ESB-ađild sé ćskileg eđa ekki og ţar af leiđandi hvort sé ástćđa til ađ breyta stjórnarskránni ađ ţessu leyti.  Um hitt ćtti ekki ađ vera ágreiningur, ađ ađild fćli í sér svo mikiđ framsal fullveldis til fjölţjóđlegrar stofnunar, ađ hún gćti međ engu móti talist samrýmanleg núgildandi ákvćđum stjórnarskrárinnar.

Ekki samsćri vondra manna
Ţetta viđhorf til stjórnarskrárinnar og ESB byggir hvorki á meinloku né samsćri vondra manna um ađ trufla, tefja og spilla fyrir ESB-ađild, eins og ráđa mátti af ummćlum prófessors Ţorvaldar Gylfasonar á fundi í Háskóla Íslands sl. mánudag. Viđhorfiđ byggir ţvert á móti á eđlilegri túlkun á stjórnarskránni og samdóma áliti ţeirra frćđimanna á sviđi stjórnskipunarréttar, sem um máliđ hafa fjallađ.

Ţorvaldur hélt fram ţví sjónarmiđi, ađ 21. gr. stjórnarskrárinnar, ţar sem fjallađ er um samninga viđ erlend ríki, veiti heimild til ađildarsamninga viđ ESB. Ţetta er misskilningur. Annars vegar verđur ađ líta til ţess ađ 21. greinin tekur samkvćmt viđurkenndum sjónarmiđum í stjórnskipunarrétti til hefđbundinna ţjóđréttarsamninga en ađildarsamningar viđ ESB eru ekki ţess eđlis. Hins vegar er nauđsynlegt ađ líta til annarra greina stjórnarskrárinnar, einkum 2. gr., ţar sem tiltekiđ er hverjir fari međ handhöfn hinna ţriggja ţátta ríkisvaldsins, löggjafarvalds, framkvćmdarvalds og dómsvalds. Ţar er innlendum stofnunum faliđ ţetta vald og engar heimildir ađ finna til ađ framselja ţađ til annarra.

Samdóma álit lögfrćđinga
Í ţessu sambandi er rétt ađ rifja upp, ađ bćđi ţegar Íslendingar gerđust ađilar ađ evrópska efnhagssvćđinu og síđar ađ Schengen-samstarfinu komu upp umrćđur um ţađ hvort međ ţví vćri gengiđ of nćrri fullveldinu. Í báđum tilvikum byggđi meirihluti Alţingis á ţeirri forsendu ađ svo vćri ekki og studdist í ţví sambandi viđ lögfrćđilegar álitsgerđir ţar sem komist var ađ ţeirri niđurstöđu ađ samningarnir fćlu ekki í sér fullveldisframsal í andstöđu viđ stjórnarskrána. Álit lögfrćđinga á ţessum tíma var á hinn bóginn samhljóđa um ađ full ađild ađ ESB fćli í sér svo víđtćkt framsal ríkisvalds til fjölţjóđlegrar stofnunar, ađ ekki rúmađist innan núgildandi stjórnarskrár. Ekkert gefur tilefni til ađ ćtla ađ niđurstađan yrđi á annan veg í dag.

Skýrar heimildir í norrćnum stjórnarskrám
Vegna orđa Ţorvaldar Gylfasonar er einnig rétt ađ benda á ađ í stjórnarskrám annarra norrćnna ríkja er ađ finna skýra heimild til framsals ríkisvalds til fjölţjóđlegra stofnana. Ţađ er á slíkum ákvćđum sem t.d. Danmörk og Svíţjóđ byggja ađild sína ađ ESB og sambćrilegt ákvćđi er ađ finna í stjórnarskrá Noregs, ţar sem ađildarsamningar hafa raunar tvívegis veriđ felldir í ţjóđaratkvćđagreiđslum. Í ţessum löndum, sem búa viđ líkasta laga- og stjórnskipunarhefđ og viđ Íslendingar, hefur međ öđrum orđum veriđ taliđ nauđsynlegt ađ byggja ESB-ađild á stjórnarskrárákvćđum, sem berum orđum heimila fullveldisframsal af ţessu tagi, og engin rök standa til ţess ađ komist verđi ađ annarri niđurstöđu hér á landi.

Ţađ er ekkert launungarmál, ađ ég tel hagsmunum Íslands betur borgiđ utan ESB en innan. Ég hygg á hinn bóginn ađ í hópi ESB-sinna, bćđi međal lögfrćđinga og stjórnmálamanna, séu flestir mér sammála um ađ stjórnarskrárbreytingar vćru nauđsynleg forsenda ađildar. Prófessor Ţorvaldur Gylfason er fullkomlega á villigötum ţegar hann heldur hinu gagnstćđa fram og málflutningur hans er til ţess eins fallinn ađ afvegaleiđa umrćđuna um ţessi mikilvćgu mál

Birgir Ármannsson,
alţingismađur

(Birtist áđur í 24 stundum 21. maí 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1121213

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband