Leita í fréttum mbl.is

Lýđrćđiđ hafnar stjórnarskrá ESB aftur

steingrimur_jInnan Evrópusambandsins hefur lengi veriđ unniđ ađ ţví ađ ţróa sambandiđ í átt ađ ríkjasambandi í ćtt viđ ţađ sem viđ ţekkjum frá Bandaríkjunum. Mikilvćgur liđur í ţessari ţróun hefur ađ undanförnu veriđ áform um ađ fá samţykkta sérstaka stjórnarskrá fyrir Evrópusambandiđ. Ţađ voru ţví talsverđ áföll fyrir ţessi áform ţegar vćntanlegri stjórnarskrá sambandsins var hafnađ í ţjóđaratkvćđagreiđslum bćđi í Hollandi og í Frakklandi áriđ 2005. Sérstaka athygli vakti ađ ţessi tvö ríki, í innsta kjarna Evrópusambandsins, höfnuđu stjórnarskránni. Ţarf vart ađ spyrja hvernig fariđ hefđi í öđrum ríkjum ţar sem stuđningur viđ samrunaferliđ hefur hefđbundiđ veriđ minni ef ţar hefđi veriđ kosiđ. Sumir héldu ađ ţar međ vćri samrunaferliđ úr sögunni úr ţví ađ almenningur hefđi komist ađ lýđrćđislegri niđurstöđu um ađ hafna breytingum í ţá átt.

Embćttismenn ESB voru ţó á öđru máli og áttuđu sig fljótlega á ţví ađ ţađ hefđu veriđ mistök ađ leyfa fólkinu sem býr í viđkomandi löndum ađ ákveđa sjálft um framtíđ sína. Ţannig varđ Lissabonsáttmálinn eđa umbótasáttmálinn svokallađi til. Ţar eru gerđar efnislega sömu breytingar á ESB og lagđar voru til í stjórnarskránni, eini munurinn sá ađ breytt var um nafn, „stjórnarskrá“ varđ ađ „sáttmála“ og ţar međ var komist hjá ţví ađ láta almenning kjósa um máliđ. Ađ sjálfsögđu var ţá mikiđ talađ um ađ sáttmálinn og stjórnarskráin vćru tvennt ólíkt en illa tókst ađ leika ţađ leikrit til enda. Eitt sinn hrökk t.d. upp úr Valéry Giscard d'Estaing, fyrrverandi forseta Frakklands og forseta stjórnarskrárnefndar Evrópusambandsins, ađ Lissabonsáttmálinn vćri hiđ sama og stjórnarskráin sem búiđ var ađ hafna en „ađeins hafi veriđ breytt um form til ađ komast hjá ţjóđaratkvćđagreiđslum“.

Írar fá einir ađ kjósa... og segja nei
Stjórnvöld eins ríkis ákváđu ţó ađ leyfa almenningi í landi sínu ađ segja sína skođun á ţessu öllu og lagđi sáttmálann fyrir ţjóđaratkvćđi. Reyndar hefur hćstiréttur landsins úrskurđađ ađ meiriháttar breytingar á tengslum landsins viđ ESB verđi ađ fara í ţjóđaratkvćđagreiđslu en kannski hefur reynsla Íra af ţjóđaratkvćđagreiđslum um málefni ESB líka spilađ inn í. Áriđ 2001 kusu Írar um Nice-sáttmálann og höfnuđu honum af ýmsum ástćđum, ekki síst vegna ţess ađ margir töldu ađ međ honum vćru hagsmunir smáríkja fyrir borđ bornir en líka vegna ţess ađ hann ţótti brjóta gegn hlutleysisstefnu Íra í utanríkismálum. En ESB-sinnar létu ekki ţjóđina segja sér fyrir verkum og efndu til annarrar ţjóđaratkvćđagreiđslu ári seinna og beittu ótrúlegum hrćđsluáróđri til ađ fá sáttmálann loks samţykktan. Hjá Evrópusambandinu virđist nefnilega á köflum ríkja ţađ sérstaka viđhorf til lýđrćđis ađ ţá einungis eigi ađ taka mark á almenningi og niđurstöđum kosninga ađ ţćr séu samruna- og sambandsríkjaöflunum í Brussel ađ skapi.

En nú eru Írar sem sagt aftur búnir ađ segja skođun sína á valdatilfćrslunni frá Írum til ESB og aftur sögđu ţeir nei. Írar hafa hafnađ Lissabonsáttmálanum. Ţar međ hafa ţrjár milljónir Íra einar fengiđ ađ greiđa atkvćđi um máliđ, af 490 milljón íbúum ESB í heild sinni. Hótanir eru ţegar farnar ađ heyrast úr ýmsum hornum sambandsins um ađ gera ekkert međ niđurstöđu írsku ţjóđarinnar. Vandamál er komiđ upp sem ţarf ađ „leysa“ sagđi einn snillingurinn í Brussel. En í bili verđur ţó ađ minnsta kosti enginn Lissabonsáttmáli eins og ađ var stefnt. Skilyrđiđ fyrir upptöku hans var samţykki allra ríkja sambandsins.

Lýđrćđiđ virt ađ vettugi í ESB
Írska kosningin nú er ađeins eitt dćmi af mörgum um lýđrćđishallann innan ESB, um ţćr ógöngur sem hin evrópska sambandsríkishugmyndafrćđi er komin í gagnvart almenningsáliti álfunnar. Reynt er ađ komast hjá ţví ef nokkur kostur er ađ spyrja almenning álits. Ef skođanir kjósenda falla ekki ađ hugmyndafrćđi embćttismanna og hagsmunaafla bak viđ tjöldin er annađhvort kosiđ aftur eđa hótunum beitt í endurteknum kosningum ef ţćr eru ţá yfirleitt haldnar. Viđ bćtist ađ kosningaţátttakan til Evrópuţingsins er komin vel undir helming kosningabćrra manna, sums stađar í rétt rúmlega 20%, og hefur minnkađ viđ hverjar kosningar frá ţeim allra fyrstu áriđ 1979. Slík kosningaţátttaka segir meira en mörg orđ um gjána milli almennings og ráđamanna innan Evrópusambandsins.

Ísland getur státađ af virku lýđrćđi og mikilli ţátttöku í kosningum. Jafnframt hafa hér veriđ uppi hugmyndir um ađ ţróa lýđrćđi áfram í átt ađ auknu beinu lýđrćđi ţar sem kjósendur fái međ virkari hćtti ađ kjósa um stór álitamál. Af ofansögđu er ljóst ađ slíkt virkt og raunverulegt lýđrćđi, ađ ekki sé nú talađ um aukiđ beint lýđrćđi, rúmast illa innan vébanda Evrópusamruna-hugmyndafrćđinnar. Hyggjum ađ ţessu, góđir landsmenn, ţegar Evrópumálin eru rćdd og munum ađ Írar eru frćndur okkar.

Steingrímur J. Sigfússon,
formađur Vinstrihreyfingarinnar – grćns frambođs

(Birtist áđur í Morgunblađinu 18. júní 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.3.): 44
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 1151
  • Frá upphafi: 993135

Annađ

  • Innlit í dag: 39
  • Innlit sl. viku: 989
  • Gestir í dag: 39
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband