Leita í fréttum mbl.is

Lýđrćđisást ESB-sinna

bjarni_hardarsonŢrír af áköfustu talsmönnum ţess ađ Íslendingar gangi í ESB hafa nú tjáđ sig um kosninganiđurstöđur í Írlandi ţar sem ţjóđin hafnađi frekara samrunaferli ađildarţjóđanna. Írar eru eina ţjóđin sem fćr ađ kjósa um svokallađan Lissabonsamning en áđur höfđu Frakkar og Hollendingar hafnađ sömu hugmyndum ađ auknum samruna ţjóđanna í ţjóđaratkvćđagreiđslum.

Fyrstur til ađ gefa út opinbera skýringu á írsku niđurstöđunni var Árni Páll Árnason ţingmađur Samfylkingarinnar sem lýsti ţví yfir, vćntanlega ţá fyrir hönd írskra kjósenda, ađ ţeir hefđu í reynd veriđ ađ meina allt annađ en ađ hafna Lissabonsáttmálanum.

Nćstur kom varaformađur Samfylkingarinnar sem lýsti ţví yfir ađ kjósendur gćtu ekki haft rétt fyrir sér ţegar svo víđtćk samstađa vćri um máliđ međal stjórnmálamanna.

Ţriđja yfirlýsingin barst svo frá Baldri Ţórhallssyni forstöđumanni Smáríkjaseturs HÍ sem taldi fráleitt ađ smáríki eins og Írland fengi ađ hafna jafn göfgum áformum stórţjóđanna og nú vćri ekki annađ ađ gera en ađ Írar kysu aftur og kysu ţá rétt!

Nýr lýđrćđisskilningur
Evrópusambandiđ hefur á undanförnum árum innleitt nýjan og afar vafasaman skilning á lýđrćđi ţar sem litiđ er á almennar kosningar almennings sem leiđ til ađ ţvinga fram ákveđna og fyrirframgefna niđurstöđu.

Ţannig töluđu talsmenn ESB blygđunarlaust um ţađ sem smáholu í veginum ţegar Frakkar og Hollendingar höfnuđu efnisatriđum Lissabonsáttmálans í stjórnarskrárkosningum áriđ 2005. Niđurstađan varđ ţví ekki sú ađ taka miđ af afstöđu almennings og sveigja af leiđ. Ţess í stađ var komiđ í veg fyrir ađ fleiri ţjóđir álfunnar fengju ađ lýsa afstöđu sinni og sömu ákvćđi innleidd međ nýju nafni. Sú innleiđing heitir Lissabonsamningur og um hann skal ekki kosiđ í Evrópulöndunum enda vitađ ađ hann yrđi víđa felldur.

Ţannig er stefna ESB skýr og vilji almennings getur aldrei orđiđ til annars en trafala en aldrei breytt ţeirri stefnu. Enda svo um hnúta búiđ í málatilbúnađi ESB ađ alltaf er hćgt ađ saka almenning um skilningsleysi. Raunar skilur enginn til fulls ţá dođranta sem samband ţetta sendir frá sér og síst ţeir sem berjast af mestri ákefđ fyrir frama ESB. Ţar rćđur trú en ekki skilningur. Ţví er taliđ rétt og skylt ađ almenningur kjósi aftur og aftur ţar til hann sér ljósiđ og kýs rétt.

Leiđarahöfundur Fréttablađsins túlkar atburđi í ljósi ţessa rétttrúnađar og segir ađ auđvitađ verđi Brusselvaldiđ nú ađ leggja sig betur fram um ađ sannfćra almenning til ţess ađ slys eins og ţađ sem varđ í Írlandi endurtaki sig ekki. Hjá rétttrúuđum er auđvitađ útilokađ ađ sveigja eigi stjórnarstofnanir ađ vilja almennings eđa ađ niđurstöđur kosninga ráđi einhverju. Ţađ er almenningur sem á ađ trúa og hlýđa.

Sćnska leiđin og írska fullveldiđ
Sćnska leiđin inn í ESB er reyndar afar gott dćmi um ţá lýđrćđisást sem ESB-sinnar bera. Ţar í landi barđist minnihlutinn fyrir ađild um langt árabil og náđi ţeirri einstöku stöđu ađ efna til kosninga á ţví augnabliki í ţjóđmálaumrćđunni ađ ţá var meirihluti fyrir ađild.

Síđan ţá hefur stađan oftast veriđ sem áđur – meirihlutinn er andvígur ađild ţjóđarinnar ađ ESB en fćr sig hvergi hrćrt. ESB er ekki klúbbur sem ţjóđir ganga í og úr af léttúđ heldur endanlegur og lokađur félagsskapur sem engin dćmi eru um ađ ţjóđ komist út úr og til fyrra fullveldis. Og ţetta er leiđin sem íslensku ESB-sinnarnir vilja leiđa ţjóđ sína. Enginn ţeirra hefur svarađ ţví hversu oft yrđi kosiđ á Íslandi.

Ţađ gćtu ađ vísu veriđ nýir tímar framundan, ţökk sé skýrum ákvćđum írsku stjórnarskrárinnar um fullveldisafsal. Ástćđa ţess ađ kosiđ var um Lissabonsáttmálann á Írlandi eru skýr ákvćđi stjórnarskrárinnar ţar í landi um ađ fullveldisafsal geti ekki fariđ fram nema međ ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Fari svo ađ Írar reynist stađfastir í sinni afstöđu er eina leiđ Brusselvaldsins ađ vísa ţessum frćndum okkar út úr klúbbnum. Samrunaferli sem miđar ađ evrópsku stórríki getur vitaskuld ekki orđiđ ef ein ţjóđ beitir neitunarvaldi sínu sem hefur veriđ virt innan ESB.

En ţetta voru líka síđustu forvöđ ţví Lissabonsamningurinn ógildir um aldur og ćvi neitunarvald einstakra ţjóđa. Og inn í slíkt Evrópusamband eiga engar smáţjóđir erindi.

Bjarni Harđarson,
ţingmađur Framsóknarflokksins

(Birtist áđur í Morgunblađinu 21. júní 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Des. 2019
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.12.): 109
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 452
  • Frá upphafi: 970590

Annađ

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 391
  • Gestir í dag: 87
  • IP-tölur í dag: 86

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband