Leita í fréttum mbl.is

Ađeins einn kostur: krónan áfram

kristinn-h-gunnarssonVandinn í efnahagsmálum er meiri en veriđ hefur í rúman hálfan annan áratug. Viđ honum ţurfa stjórnvöld og landsmenn ađ bregđast og eiga ţann eina kost ađ gera ţađ af eigin rammleik, á eigin ábyrgđ og međ eigin úrrćđum. Viđ getum ekki búist viđ ţví ađ skattgreiđendur erlendis vilji taka á sig byrđar og greiđa skuldir annarra ţjóđa. Ef viđ leitum nú til annarra, svo sem Evrópusambandsins, og viljum fá ađ taka upp gjaldmiđil ţeirra, ţá er veriđ ađ óska eftir fjárhagsađstođ og hún fćst ekki nema gegn gjaldi. Ţađ ţarf alltaf ađ borga til ţess ađ komast út úr efnahagsvandanum. Ađ auki ţarf ađ koma á efnahagslegum stöđugleika međ lágum vöxtum og lágri verđbólgu áđur en gjaldmiđilssamstarf er til umrćđu.

Ţađ er sama hvernig litiđ er á máliđ, Íslendingar ţurfa alltaf sjálfir ađ ná tökum á efnahagsmálunum međ sinn eigin gjaldmiđil, krónuna, áđur en lengra er haldiđ. Ţví til viđbótar, ţá er hugsanlegur ávinningur af ađild ađ Evrópusambandinu eđa gjaldmiđilssamstarfi, svo sem á vexti og verđlag, bundinn ţví ađ rekin sé skynsamleg efnahags- og ríkisfjármálastjórn innanlands. Viđ tryggjum ekki erlendis í ţessum efnum. Ţegar upp er stađiđ er ţađ alltaf í okkar höndum hvernig til tekst, innan sem utan Evrópusambandsins. Núna reynir á ríkisstjórnina og framtíđ hennar veltur á ţví hvort hún veldur verkefni sínu. Ţađ er ekki góđs viti ađ helmingur ríkisstjórnarinnar er upptekin af Evrópusambandinu og talar ţannig ađ ađild ađ ţví komi í stađinn fyrir efnahagsstjórnun.

Skárri horfur
Ađ undanförnu hafa atvinnurekendur kvartađ yfir háum vöxtum og skorti á lánsfé og frá verkalýđshreyfingunni hefur mest boriđ á áhyggjum af vaxandi atvinnuleysi. Nýjustu upplýsingar stađfesta ţetta ekki, enn sem komiđ er. Samtök atvinnulífsins gerđu könnun međal félagsmanna sinna í síđustu viku og hún leiddi í ljós ađ 72% svarenda höfđu ekki glímt viđ lausafjárskort og ađ tćpur helmingur fyrirtćkjanna hyggst halda óbreyttum fjölda starfsmanna til áramóta. Framkvćmdastjóri samtakanna viđurkenndi ađ niđurstađan kćmi sér skemmtilega á óvart. Eđlilega ţví hann hefur haft stór orđ uppi um yfirvofandi hrun. Hagstofan birti svo í vikunni upplýsingar um atvinnuţátttöku og atvinnuleysi á 2. ársfjórđungi 2008. Ţađ reyndist hafa minnkađ frá sama tíma í fyrra, var 3,1% í stađ 3,2%. Atvinnulausir voru ađ međaltali 5.700, en voru 5.800 í fyrra og 7.200 á 2. ársfjórđungi ársins 2006.

Ţađ eru ekki komin fram ţau áhrif sem óttast var, sem betur fer. Líklegt er ađ samdráttur í atvinnu komi mun seinna fram en haldiđ hefur veriđ fram, sem gefur stjórnvöldum meiri tíma til ţess ađ undirbúa ađgerđir og tímasetja ţćr ţannig ađ ţćr komi í kjölfar lćkkandi verđbólgu. En hafa verđur í huga ađ ţótt störfum muni ef til vill fćkka um 3-4000 á nćsta ári ţá er ţađ ađeins um 15% af ţeim 25.000 sem starfandi hefur fjölgađ frá 2004. Stćkkun vinnumarkađarins um 16% á ađeins 4 árum er gríđarleg og endurspeglar mikla ţenslu í íslensku efnahagslífi. Mikilvćgt er ađ stjórnvöld og ađilar vinnumarkađarins fari ekki á taugum og leggi raunhćft mat á ađstćđur. Engin ástćđa er til ţess, hins vegar, ađ draga úr ţví ađ erfiđleikar eru framundan bćđi hjá almenningi og fyrirtćkjum. Til dćmis glíma bćndur viđ miklar verđhćkkanir á sínum ađföngum sem eru ţeim ţungbćrar.

Jafnvćgi í viđskiptum
Mikilvćgast er ađ draga úr umsvifunum í ţjóđfélaginu og ná jafnvćgi í viđskiptum viđ útlönd. Undanfarin ár hafa einkennst af erlendri lántöku fyrir innlenda neyslu og ýmis útgjöld. Segja má ađ hluti af lífskjörunum hafi veriđ tekin ađ láni erlendis. Slíkt gengur ekki til lengdar og ţađ endađi auđvitađ međ ţví ađ gengiđ féll. Nú er komiđ ađ skuldadögunum og ţá ţarf ađ draga saman seglin ţar til ađ jafnvćginu er náđ. Ţví fyrr sem ţađ gerist ţeim mun betra. Ţá styrkist gengiđ ţar sem ţörfin fyrir gjaldeyri en ekki meiri en frambođiđ og ţađ verđur stöđugra. Eitt af ţví sem ţarf ađ huga ađ er stađa viđskiptabankanna og skuldsetningu ţeirra erlendis. Huga ţarf ađ reglum um fjármagnsflutninga sem styđja viđ jafnvćgi á gjaldeyrismarkađi.

Verđbólgan sem nú ríđur yfir er ađ hluta til af orsökum sem viđ ráđum ekki viđ en ađ stórum hluta til vegna ţenslunnar innanlands. Háir vextir eru óhjákvćmilegir međan verđbólgan er svo há sem raun ber vitni. Verđi orđiđ viđ kröfum um vaxtalćkkun strax ţá er hćtta á ţví ađ vextir verđi neikvćđir. Ţađ kemur skuldurum ađ vísu vel fyrst um sinn, en viđheldur ţenslunni og ţar međ verđbólgunni međ ţeim afleiđingum ađ sparifjáreigendur og lífeyrissjóđir munu tapa. Ţess vegna er lykilatriđiđ í efnahagsstjórnuninni ađ ná niđur verđbólgunni. Ţađ eiga allir mest undir ţví ţegar til lengdar lćtur, sérstaklega skuldsett heimili og fyrirtćki.

Kristinn H. Gunnarsson,
ţingmađur Frjálslynda flokksins

(Birtist áđur í Morgunblađinu 19. júlí 2008 og á heimasíđu hofundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Mars 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.3.): 12
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 992430

Annađ

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 406
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband