Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi á meðal ungs fólks innan ESB allt að 24%

euroFjöldaatvinnuleysi hefur lengi verið viðvarandi vandamál innan Evrópusambandsins og þá ekki síst í þeim ríkjum sem nota evruna sem gjaldmiðil sinn. Hefur atvinnuleysi gjarnan verið hátt í 10% að meðaltali á evrusvæðinu og á stundum verið jafnvel meira en það. Sá hópur sem hvað verst hefur komið út úr þessu er ungt fólk á aldrinum 15 til 24 ára.

Hér að neðan má berja augum nýjustu tölur Hagstofu Evrópusambandsins (þegar þetta er ritað) um atvinnuleysi í þessum aldursflokki í aðildarríkjum sambandsins. Athugið að hér er allajafna ekki á ferðinni tímabundið atvinnuleysi vegna þeirra efnahagsvandræða sem til staðar er í heiminum um þessar mundir heldur er um að ræða ástand sem hefur verið viðvarandi í þessum löndum um árabil og jafnvel áratugaskeið.

Líklegt er talið að atvinnuleysi í aðildarríkjum Evrópusambandsins, einkum þó þeim sem nota evru sem gjaldmiðil, eigi eftir að aukast verulega á næstu mánuðum vegna efnahagsástandsins í heiminum sem evrusvæðið hefur vitanlega ekki farið varhluta af frekar en ríki utan þess. Einnig er talið að það muni taka evrusvæðið mun lengri tíma að ná sér á strik aftur frekar en t.a.m. íslenska hagkerfið.

Evrusvæðið:
Austurríki 8,3%
Belgía 17,7%
Finnland 15,8%
Frakkland 17,7%
Grikkland 22,7%
Írland 10,8%
Ítalía 20,8%
Holland 5,1%
Kýpur 9,0%
Lúxemburg 15,5%
Malta 11,2%
Portúgal 15,4%
Slóvenia 9,7%
Spánn 24,1%
Þýskaland 9,8%

Önnur Evrópusambandsríki:
Bretland 13,9%
Búlgaría 14,2% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Danmörk 5,8% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Eistland 6,6% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Lettland 8,8% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Litháen 9,7% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Pólland 17,0%
Rúmenía 18,4%
Slóvakía 17,9% (gengi gjaldmiðilsins tengt við evruna)
Svíþjóð 15,5%
Tékkland 10,1%
Ungverjaland 19,8%

Heimildir:
Hagstofa Evrópusambandsins
Wikipedia


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 113
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 2522
  • Frá upphafi: 1165896

Annað

  • Innlit í dag: 97
  • Innlit sl. viku: 2188
  • Gestir í dag: 97
  • IP-tölur í dag: 95

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband