Leita í fréttum mbl.is

Evran: Undraelexír?

orvar_marteinssonÍ fjölmiđlum sumarsins hefur fátt fariđ hćrra en umrćđa um gjaldmiđilsvandrćđi og Evrópusambandsađild. Mikiđ er gert úr vandrćđum okkar hérna á Íslandi, mikilli verđbólgu og kreppu. Lausnin sem helst er nefnd er ađ varpa gjaldmiđlinum okkar – krónunni – út í hafsauga og ganga í Evrópusambandiđ. Ţađ á ađ vera ţađ sem bjargar okkur. Ég ćtla ađeins ađ tjá mig um ţetta:

Í fyrsta lagi langar mig ađ benda á ţađ ađ ţegar evran var innleidd á Ítalíu lćkkađi ekki vöruverđ heldur hćkkađi um upp undir 50% (á mörgum vörum 100% til nokkurs tíma en leiđréttist svo ađeins). Launin hćkkuđu hins vegar lítiđ sem ekkert. Margt fólk lenti í miklum vandrćđum og ástandiđ er rétt um ţađ bil ađ ná sér á strik núna – mörgum árum seinna. Svipađa sögu er ađ segja um önnur Evrópusambandsríki.

Í öđru lagi eru skilyrđin fyrir upptöku evrunnar m.a. stöđugleiki í efnahagsmálum, lítill viđskiptahalli, lítil verđbólga og litlar erlendar skuldir. Ţannig ađ ţegar viđ mćttum taka upp hina ćđislegu evru sem á ađ lćkna alla okkar kvilla – ţurfum viđ ađ vera búin ađ losa okkur viđ kvillana sjálf. Ţađ er eins og ef mađur kćmi međ veikt barn til lćknis og hann segđist eiga frábćrt lyf til ađ lćkna ţađ. Ţađ eina sem ţyrfti ađ gera vćri ađ vera orđinn heilbrigđur til ađ fá lyfiđ!

Í ţriđja lagi velti ég ţví oft fyrir mér hvađ ţađ er sem fólk telur sig fá út úr evrunni. Lćgri vextir? Engin verđtrygging? Ok, má vera. En hvađ ţá? Getur fólk ţá haldiđ áfram ađ lifa um efni fram á lágvaxtakjörum? Heldur fólk í alvöru ađ ţađ verđi ekkert mál ađ fá peninga og aftur peninga, án ţess ađ borga nokkuđ fyrir ţađ? Heldur fólk ađ bankarnir láni óverđtryggđa milljón og sćtti sig viđ ađ fá ađeins andvirđi 900 ţúsunda til baka? Í hvađa draumaheimi lifir fólk eiginlega?

Í fjórđa lagi vil ég benda á ţađ ađ Evrópusambandiđ er ekki gjaldmiđill. Ýmsir ađilar hafa lýst ţví yfir ađ ţeir vilji ađildarumsókn ađ ES til lausnar á gjaldmiđilsvanda okkar. Ţađ er nokkuđ ljóst ađ krónan okkar er ekki gallalaus. En ađ ganga í Evrópusambandiđ er ekki bara ađ taka upp annan gjaldmiđil. Ţađ fylgir ţví svo óendanlega margt annađ – svo miklar hömlur, svo margir gallar, fullveldisframsal, sennilegar launalćkkanir og síđast en ekki síst óendanlegt reglugerđarfargan og hömlur á stćrri og sérstaklega smćrri fyrirtćki. Ég vil sérstaklega vara ferđaţjónustufyrirtćki viđ ađild. Hvađa sérstöđu eiga ferđamenn ađ sćkjast í hér á Íslandi ţegar allt verđur komiđ undir samrćmda Evrópusambandsstađla?

Mér finnst ţađ í rauninni lúalegt bragđ Evrópusambandssinna ađ nota sér efnahagslćgđina til ađ ýta okkur inn í Evrópusambandiđ. Efnahagslćgđin er úti um allan hinn vestrćna heim og eldsneytisverđ og matvćlaverđ hefur alls stađar rokiđ upp í hćstu hćđir. Kreppan hérna heima er ekki tilkomin vegna ţess ađ viđ erum ekki í Evrópusambandinu og lausnin er ekki sú ađ ganga ţar inn. Fyrir svo utan ţađ ađ kreppan verđur löngu búin ţegar viđ gćtum tekiđ upp evruna. Ţetta gerist ekkert á einni nóttu! Ég óttast hins vegar ađ međ Evrópusambandssinna viđ stjórnvölinn gangi hćgt ađ vinna í öđrum lausnum vandans. Sá vonarneisti hefur nefnilega kviknađ ađ kreppan geti veriđ nothćf átylla til ađ sannfćra okkur um nauđsyn ađildar.

Viđ ţurfum ađ líta í eigin barm. Hćtta ađ eyđa um efni fram, enda hlýtur ţađ ađ vera augljóst ađ ţađ gengur ekki upp til lengdar ađ eyđa meiru en mađur aflar. Sennilega verđur ţetta sársaukafull ađlögun en hún er óumflýjanleg og vonandi lćrdómsrík. Evran er engin undraelexír enda ţarf efnahagslífiđ ađ ná heilbrigđi til ađ mega njóta hans. Ţađ er hins vegar markmiđ sem verđur ađ nást.

Örvar M. Marteinsson

(Birtist áđur í Morgunblađinu 28. júlí 2008 og á bloggsíđu höfundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Apríl 2020
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 974089

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband