Leita í fréttum mbl.is

Frá lýđrćđi til evru

kristinn-h-gunnarssonHiđ almenna fyrirkomulag efnahagsmála í lýđrćđisríkjum er á ţann veg ađ ríkisstjórn međ meirihluta ţjóđţings á bak viđ sig ber höfuđábyrgđ á ríkisfjármálum, svo sem ákvörđun skatta og útgjalda. Jafnframt hefur ríkisstjórnin í hendi sér tćki peningamálastjórnunarinnar beint eđa óbeint međ áhrifum sínum á löggjöf. Grundvallaratriđiđ er ađ ţeir sem nú fara međ valdiđ eru kosnir og styđjast viđ meirihluta kjósenda í störfum sínum. Evran brýtur upp ţetta mynstur. Upptaka evru ţýđir ađ stjórn peningamála er fćrđ í hendur sameiginlegs yfirţjóđlegs stjórnvalds í Seđlabankanum í Frankfurt.

Stjórnvöld í einstökum ríkjum hafa ekkert yfir Seđlabanka Evrópu ađ segja. Athyglisvert er ađ fram kemur í bókinni: Hvađ međ evruna? eftir ţá Eirík Bergmann Einarsson og Jón Ţór Sturluson, sem kom út fyrr á ţessu ári, ađ völdin sem Seđlabanka Evrópu eru fćrđ, séu óafturkrćf. Leiđin til evrunnar er leiđin undan áhrifum kjósenda. Hún er leiđin frá lýđrćđinu.

Lćkkun launa
Bókin, sem ég nefndi áđan: Hvađ međ evruna? er fróđleg lesning og ágćtt innlegg í umrćđuna um Evrópumálin. Ég vil hvetja áhugamenn um ţessi málefni til ţess ađ kynna sér efni bókarinnar. Höfundar eru fylgjandi evrunni og ađild ađ Evrópusambandinu, en reifa máliđ engu ađ síđur út frá báđum hliđum. Ţar er međal annars rakin sú breyting á launum og vinnumarkađi sem verđur ţegar gengi og vextir í einu ríki eru ekki lengur ákvarđađir út frá ađstćđum ţar heldur á miklu stćrra efnahagssvćđi. Eđlilega tekur Seđlabanki Evrópu miđ af heildinni í störfum sínum. Gengisbreyting er
ţá ekki lengur leiđ til ţess ađ lćkka framleiđslukostnađ í niđursveiflu heldur verđur eina ráđiđ í viđkomandi ríki bein launalćkkun eđa aukiđ atvinnuleysi. Ég hygg ađ verkalýđshreyfingin á Íslandi hafi aldrei samiđ um lćkkun launa og ólíklegt er ađ hún muni gera ţađ.

Á ţetta mun örugglega reyna í evruumhverfi. Breytileg launaţróun eftir löndum hverfur ekki úr sögunni viđ ţađ eitt ađ taka upp evru, ekkert frekar en breytilegir vextir milli evrulanda. Ţeir Eiríkur Bergmann og Jón Ţór benda á í bók sinni ađ laun í nokkrum evrulöndum hafi frá 1999 hćkkađ meira en t.d. í Ţýskalandi og Austurríki. Ţađ veldur hćrri framleiđslukostnađi og fyrirtćki ţar standa lakar ađ vígi í samkeppni viđ fyrirtćki í löndunum ţar sem launin eru lćgri. Eina leiđin til ţess ađ jafna samkeppnisskilyrđin er ađ lćkka launin međ beinum hćtti eđa horfast í augu viđ atvinnuleysi. Önnur úrrćđi hafa stjórnvöld ekki.

Fjármálastefnunefnd
Sú stađreynd ađ stjórn peningamála er hjá Seđlabanka Evrópu en efnahagsstjórnunin ađ öđru leyti í höndum ríkisstjórna veldur togstreitu ţarna á milli. Peningamálastefna og ríkisfjármálastefna verđa ađ spila saman. Ţetta veldur ţví ađ uppi eru kröfur um aukin áhrif hins yfirţjóđlega valds Evrópusambandsins í efnahagsmálum. Ákvörđun um sameiginlegan gjaldmiđil getur varla leitt til annars en einhverrar útgáfu af Evrópuríki međ miđlćga efnahagsstjórn, ađ öđrum kosti er vandséđ hvernig evran muni eiga framtíđ fyrir sér.

Ţeir Eiríkur Bergmann og Jón Ţór Sturluson eru greinilega á ţeirri skođun og leggja til ađ ţegar Ísland hefur tekiđ upp evruna verđi sett á fót sérstök fjármálastefnunefnd, skipuđ sérfrćđingum á sviđi hagfrćđi og efnahagsmála. Hin nýja nefnd fari međ stjórn á tilteknum afmörkuđum tekjustofnum hins opinbera og ţurfi ekki ađ fá stađfestingu Alţingis eđa framkvćmdavaldsins á ákvörđunum sínum. Ţetta telja ţeir afar mikilvćgt ţar sem annars gćti tekiđ alllangan tíma ađ móta ađgerđir og fá ţćr samţykktar á ţjóđţinginu. Ţá fer myndin ađ skýrast, evran er greinilega upphaf vegferđar frá lýđrćđinu byggđ á vantrú á ţjóđkjörnum stjórnmálamönnum og á oftrú á sérfrćđingum.

Kristinn H. Gunnarsson,
ţingmađur Frjálslynda flokksins

(Birtist áđur í 24 stundum 29. júlí 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Feb. 2021
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 56
  • Sl. sólarhring: 57
  • Sl. viku: 125
  • Frá upphafi: 992049

Annađ

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 46
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband