Leita í fréttum mbl.is

Þegar menn hugsa ekki

eu_constitutionHöfnun Íra á Stjórnarskrá Evrópusambandsins (sem einnig er kölluð Lissabon-sáttmálinn) hefur komið illa við Evrópusambandssinna víða og þ.m.t. hér á Fróni. Brugðist hefur verið við með ýmsu móti eins og gengur og gerist. Ein viðgrögðin hafa verið á þá leið að segja höfnun Íranna í raun vera ómarktæka þar sem kosningaþátttakan hafi ekki verið nema 53% og undir 45% utan írska höfuðborgarsvæðisins! Það er nefnilega það.

Þessir sömu aðilar gleyma að í byrjun árs 2005 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Spáni um Stjórnarskrá Evrópusambandsins þar sem um 40% kjósenda tók þátt og samþykkti meirihluti þeirra plaggið. Ómarktæk kosning væntanlega samkvæmt sömu formúlu. Þó man ég nú ekki eftir því að íslenzkir Evrópusambandssinnar hafi haft nokkuð við þá atkvæðagreiðslu að athuga. Enda niðurstaðan þeim að skapi.

Þátttaka í kosningum til Evrópusambandsþingsins hefur stöðugt minnkað til þessa og hefur í síðustu kosningunum verið vel innan við 50%. Í síðustu kosningum til þingsins árið 2004 var þátttakan aðeins 45,6% og var hún því væntanlega alls ómarktæk samkvæmt kokkabókum Evrópusambandssinna. Þeir sem á þinginu sitja núna í krafti þessara kosninga hljóta því að hafa nákvæmlega ekkert umboð til þess. Ekki satt?

Hjörtur J. Guðmundsson

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 524
  • Sl. viku: 2387
  • Frá upphafi: 1188757

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 2169
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband