Föstudagur, 26. september 2008
Evran og matseðill Evrópusambandsins
Kostulegasta staðhæfingin í fjölskrúðugri umræðu um Ísland og Evrópusambandið síðustu mánuði er að Íslendingar þurfi að sækja um aðild að ESB til að fá úr því skorið hvaða kostir séu þar í boði. Fyrst að því búnu geti þjóðin áttað sig á um hvað málið snúist og gert upp hug sinn til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir sem þannig mæla gera það trúlega á ólíkum forsendum. Annars vegar tilheyra þeir hópi þeirra sem hafa uppgerðan hug til aðildar að ESB og telja slíka framsetningu til þess fallna að komast yfir þröskuldinn með aðildarumsókn. Hins vegar er fólk sem lítið hefur sett sig inn í baksvið Evrópusambandsins og heldur að í samningaviðræðum sé hægt að ganga að borði og efna þar í samkomulag sem falli að íslenskum hagsmunum. Sem nýlegt dæmi um fulltrúa hinna fyrrnefndu má nefna Jónas H. Haralz og Einar Benediktsson sem í hálfa öld hafa verið fylgjandi aðild. Í síðari hópnum er freistandi að telja drjúgan hluta þeirra framsóknarmanna sem fylgja nýrri línu Guðna Ágústssonar að hafa enga stefnu en krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður sem fyrst.
Reglur ESB liggja á borðinu
Grundvallarreglur Evrópusambandsins liggja fyrir og í þeim felast þeir kostir sem blasa við ríkjum sem sækja um aðild. Það þarf ekki umsókn eða samningaviðræður til að draga þær fram í dagsljósið. Svigrúm framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem fjallar um umsóknir nýrra ríkja er lítið sem ekkert til að víkja frá meginreglum sambandsins í samningum um aðild. Sveigjanleikinn í samningaviðræðum af hálfu ESB hefur hingað til falist í að fresta um skamma hríð gildistöku einstakra ákvæða gagnvart viðsemjendum en ekki að undanskilja þá varanlega frá meginreglum. Upplýsinga um þetta geta menn aflað sér með því að fara yfir samningsniðurstöðu við einstök ríki, m.a. Noreg, Svíþjóð og Finnland á árinu 1994. Það er engin sókn nú innan Evrópusambandsins eftir að fjölga aðildarríkjum, hvað þá að breyta sáttmálum þess til að koma til móts við nýja umsækjendur. Það er því óheiðarlegt að reyna að telja almenningi trú um að Ísland eigi völ á einhverjum undanþágum sem máli skipta við samningaborð.
Undanþágukrafa varasöm
Hinn 15. september sl. birtist í Fréttablaðinu viðtal við aðstoðarevrópumálaráðherra Svíþjóðar Håkon Jonsson. Flokkur hans, Frjálslyndi þjóðarflokkurinn, studdi í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003 upptöku evru, en hún var felld með miklum mun, þannig að Svíþjóð er ekki aðili að Myntbandalagi Evrópu. Í viðtalinu varar sænski ráðherrann eindregið við því að Íslendingar leggi í upphafi hugsanlegra aðildarviðræðna fram stífar kröfur um undanþágur frá gildandi reglum ESB, m.a. á sjávarútvegssviði. Með því segir hann myndu vakna spurningar um grundvallarafstöðu Íslendinga, hvort þeir vilji í raun undirgangast það sem aðild felur í sér eða ætli að leita eftir inngöngu á forsendum sem þeir velji sér sjálfir. Af svipuðum toga eru hugmyndirnar um að Ísland taki einhliða upp evru án aðildar að ESB.
Að smeygja upp á þjóðina beislinu
Sú staða sem kappsfullir talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu reyna nú að ná fram er stórvarasöm fyrir þjóðarhagsmuni. Upptaka evru er gerð að meginatriði í stað þess að fjalla heiðarlega um eðli og þróun Evrópusambandsins, það fullveldisafsal sem felst í aðild og áhættuna sem tekin væri um yfirráð náttúruauðlinda innan íslenskrar efnahagslögsögu. Í evru-aðild á að vera fólginn sá hókus-pókus sem bjargað geti gjaldþrota efnahags- og peningamálastjórn síðustu ára. Samtök atvinnulífsins og Samfylkingin leggjast hvað fastast á þessa sveif, studd af kunnuglegum öflum í Framsóknarflokknum. Þessir aðilar ætla mönnum að gleyma því að undirrót verðbólgu og óstöðugleika síðustu ára er fyrst og fremst sú stóriðjustefna og óhefta útrás fjármálafyrirtækja sem fyrri ríkisstjórnir bera ábyrgð á. Sú stefna var vissulega studd af ofangreindum aðilum, Samfylkingin þar ekki undanskilin. Sömu öfl vilja nú halda hrunadansinum áfram, m.a. með óbreyttri ef ekki hertri stóriðjustefnu.
Í ákefðinni að smeygja ESB-beislinu upp á þjóðina er þagað þunnu hljóði um þá staðreynd að aðild að Myntbandalagi Evrópu stendur aðildarríkjum ESB ekki til boða nema að uppfylltum ströngum skilyrðum sem fyrst og fremst taka mið af hagsmunum stórkapítalsins í ríkjum Mið-Evrópu. Áróðurinn fyrir að Ísland eigi hið snarasta að sækja um aðild að ESB til að geta tekið upp evru sem lausn frá tímabundnum vanda er helber blekking, til þess fram borin að koma Íslandi sem fyrst inn í Evrópusambandið. Nær væri að menn einbeittu sér að því að stjórna málefnum lands og þjóðar í krafti þess sem þrátt fyrir allt lifir eftir af fullveldinu.
Hjörleifur Guttormsson,
náttúrufræðingur
(Greinin birtist áður í Morgunblaðinu 24. september 2008)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Þetta var hræðilegt! Hvað gerir ESB nú?
- Skrítið að nota Evruna sem ástæðu fyrir ESB aðild
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 314
- Sl. sólarhring: 476
- Sl. viku: 2395
- Frá upphafi: 1188531
Annað
- Innlit í dag: 275
- Innlit sl. viku: 2171
- Gestir í dag: 261
- IP-tölur í dag: 258
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.