Leita í fréttum mbl.is

Evrópa sérfrćđinganna

katrin jakobsdottirMargt athyglisvert kom fram í ferđ Evrópunefndarinnar til Brussel sem farin var í vikunni en undirrituđ var ţar eina konan í ellefu manna hópi sem hitti nítján talsmenn ESB, ţar af átján karlmenn. Umfjöllun fjölmiđla um ferđina hefur einkum snúist um eitt atriđi sem var könnun nefndarinnar á ţví hvort hugsanlega vćri hćgt ađ taka upp evru og verđa ađili ađ myntbandalagi ESB međ tvíhliđa samkomulagi án ţess ađ ganga inn í Evrópusambandiđ. Ţetta erindi var hins vegar eingöngu í formi könnunar enda hefur ríkisstjórnin ekki mótađ sér ţá stefnu ađ ţessa leiđ eigi ađ reyna til ţrautar og ţví er vart hćgt ađ segja ađ nefndin hafi formlega fariđ međ ţetta erindi, fremur ađ ţetta hafi veriđ kannađ hjá embćttismönnum og hvort einhver lagaleg rök mćltu gegn ţessu.

Í stuttu máli sagt voru svör ţeirra embćttismanna sem nefndin hitti nánast einhlít: Evra verđur ekki tekin upp án ađildar ađ Evrópusambandinu og án ţess ađ Íslendingar uppfylli Maastricht-skilyrđin sem snúast um efnahagslegan stöđugleika. Innganga í ESB tekur ađ lágmarki um ţađ bil ár — en gćti tekiđ okkur mun lengri tíma ţví ađ breyta ţyrfti stjórnarskránni. Eftir ţađ tćki viđ a.m.k. tveggja ára vera í myntbandalaginu og síđan vćri hćgt ađ taka upp evru, svo fremi sem skilyrđin vćru uppfyllt. Skilabođin voru ţví ţessi: Hvađ sem Íslendingar ákveđa ađ gera verđa ţeir ađ taka til heima hjá sér, takast á viđ efnahagsástandiđ og ná stöđugleika. Evran er engin töfralausn og auđvitađ er ţađ ekki heldur svo ađ evruríkin hafi siglt í gegnum núverandi samdráttarskeiđ án vandrćđa.

Nefndin kynnti sér einnig sjávarútvegs- og landbúnađarstefnu ESB og ţar kom međal annars fram ađ ţó ađ byggt sé á reglunni um hlutfallslegan stöđugleika, sem ţýđir ađ ţjóđir veiđa ţar sem ţćr eiga sögulega veiđireynslu, ţarf samt sem áđur ađ semja um veiđar úr deilistofnum sem gćti haft mikil áhrif á íslenskan sjávarútveg. Undanţágur eru ekki gefnar frá stefnunni nema á mjög ţröngum forsendum, t.d. út frá verndarsjónarmiđum, og ţá tímabundnar. 

Lýđrćđiđ í ESB
Ţađ sem stóđ ţó upp úr ađ mati undirritađrar var uppbygging Evrópusambandsins sem slík. Sambandiđ er mikiđ skrifrćđisbákn og ţađ er engin furđa ađ ţađ hafi veriđ gagnrýnt fyrir lýđrćđishalla. Sáttmálar ţess eru flestir miklir dođrantar skrifađir á tungumáli sérfrćđinga og flestir talsmenn sambandsins sem viđ hittum voru á ţví ađ ţjóđaratkvćđagreiđslur vćru mjög til óţurftar enda gćti almenningur ekki skiliđ slíka sáttmála. Ţađ vćri ástćđan fyrir ţví ađ Frakkar og Hollendingar sögđu nei viđ stjórnarskrá sambandsins á sínum tíma og Írar sögđu nei núna viđ Lissabon-sáttmálanum. Međ öđrum orđum: Í hvert sinn sem sambandiđ leggur stefnumál sín í dóm almennings segir almenningur nei. Og ástćđu ţess telja talsmenn sambandsins vera ţá ađ almenningur skilji ekki flókna hluti.

Sömu rök má auđvitađ hafa gegn öllu lýđrćđi og ţessi ţróun er varhugaverđ. Ţannig tel ég ađ niđurstöđur ferđarinnar séu ekki síst ţćr ađ Íslendingar eiga ekki ađ hrekjast inn í ESB út af núverandi efnahagsástandi enda ţurfum viđ hvort eđ er ađ ná tökum á ţví sjálf. Innganga í ESB getur aldrei byggst eingöngu á efnahagslegum rökum heldur hljótum viđ ađ velta fyrir okkur eđli ESB og hvernig ţađ er ađ ţróast. Sérstaklega ţarf ađ rćđa lýđrćđismálin sem eru međal mikilvćgustu hagsmuna Íslendinga og hvađa áhrif ţađ hefur á íslenskt samfélag ađ fćra ţungamiđju allrar ákvarđanatöku suđur til Brussel ţar sem menn virđast telja valdinu best komiđ hjá sérfrćđingunum.

Katrín Jakobsdóttir
varaformađur Vinstrihreyfingarinnar - grćns frambođs
 
(Birtist áđur í 24 stundum 26. september 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 106
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 969413

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 505
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband