Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra segir að krafa um ESB-aðild sé ekki aðgengileg

Geir Haarde, forsætisráðherra, á heiður skilinn fyrir að sýna ákveðni og taka það skýrt fram að Evrópusambandssinnum yrðu ekki kápan úr því klæðinu ef þeir reyndu að hagnýta sér þá alþjóðlegu fjármálakrísu sem í gangi er til þess að reyna að koma áhugamáli sínu að. Í samtali við Stöð 2 í hádeginu fyrir utan Ráðherrabústaðinn sagði hann aðspurður að ef sett yrði fram krafa um Evrópusambandsaðild í þeim viðræðum sem nú eru í gangi um lausn vandans hér á landi þá væri sú krafa ekki aðgengileg. Skýrar er ekki hægt að tala. Enda kemur slík aðild málinu ekkert við og myndi ekki leysa neitt af þeim vandamálum sem við er að etja.

Þetta er ekki sízt vegna þess að Seðlabanki Evrópusambandsins hefði í bezta falli mjög takmarkaða möguleika á að koma íslenzkum bönkum til aðstoðar og gæti alls ekki verið bakhjarl fyrir þá sem þrautalánveitandi. Til þess hefur bankinn hvorki heimild samkvæmt lögum sambandsins né fjármagn. Íslenzku bankarnir yrðu eftir sem áður að treysta á hérlend stjórnvöld og íslenzka Seðlabankann í þeim efnum. Rétt eins og á sér nú stað í aðildarríkjum evrusvæðisins. Þar gildir lögmálið: "Every man for himself." Eða réttara sagt: "Every state for itself."

Hjörtur J. Guðmundsson

(Birtist áður á bloggsíðu höfundar)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 1464
  • Frá upphafi: 1120095

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1219
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband