Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandiđ – fyrir hverja?

gudbergur.jpgŢingmenn Samfylkingarinnar nýta hvert tćkifćri til ţess ađ koma Evrópusambandsáróđri á framfćri. Fremst fara ţar í flokki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björgvin G. Sigurđsson. Á slíkum óvissutímum sem nú ríkja er ţađ forkastanlegt ábyrgđarleysi af fólki í helstu ábyrgđarstöđum ţjóđarinnar ađ blanda slíkri pólitík inn í núverandi ástand. Ţađ er ekki á bćtandi. Verkefni dagsins er ađ hćkka gengi krónunnar og koma á einhverjum stöđuleika en ekki ađ draga enn frekar úr trúverđugleika krónunnar eins og Samfylkingin leggur sig nú í líma viđ.

Í landsfundarályktun Samfylkingarinnar frá árinu 2007 um Evrópumál segir: „Eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna er ađ skapa atvinnulífi og fjölskyldum rekstrarumhverfi og starfsskilyrđi sem búa í haginn fyrir áframhaldandi velsćld, meiri lífsgćđi og aukinn stöđugleika. Íslensk heimili búa viđ hćstu vexti og hćsta matvćlaverđ í Evrópu.“ Ég velti ţví fyrir mér hvađa fyrirtćki Samfylkingin á viđ; eru ţađ ţau hundruđ fyrirtćkja sem bćndur reka víđsvegar um landiđ eđa ţau fyrirtćki sem hafa međ matvćlavinnslu ađ gera?

Stađreyndin er sú ađ ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ, myndi opnast fyrir óheftan innflutning á matvćlum frá Evrópu og stór hluti ţessara fyrirtćkja missa rekstrargrundvöll sinn og leggjast af. Er Samfylkingin kannski ađ hugsa um sjávarútvegsfyrirtćkin? Stađreyndin er sú ađ ef Ísland gengi í Evrópusambandiđ myndum viđ missa yfirráđarétt yfir okkar helstu auđlind, hafinu sjálfu. Viđ fengjum einhvern ađlögunartíma en síđan myndu reglur Evrópusambandsins taka hér fullt gildi.

Í Evrópuályktuninni er einnig hugađ ađ velsćld fjölskyldna. Ég velti fyrir mér hvađa fjölskyldna. Eru ţađ bćndafjölskyldur, fjölskyldur sem lifa af sjávarútvegi eđa matvćlavinnslu eđa ţćr fjölskyldur sem treysta á tekjur frá ţeim fjölmörgu fyrirtćkjum sem ţjónusta fyrrnefndar greinar atvinnulífsins? Samfylkingin lítur einnig framhjá ţví grundvallaratriđi ađ án matar er engin velsćld, hvorki hjá fjölskyldum né fyrirtćkjum. Nú ţegar framleiđum viđ ekki nema um 50% ţeirra hitaeininga sem viđ neytum og ţví ćtti frekar ađ auka matvćlaframleiđslu á Íslandi en ađ grafa undan rekstrarskilyrđum hennar međ inngöngu í Evrópusambandiđ. Einangrun landsins undanfarnar vikur ćtti ađ hafa kennt okkur ţađ.

Í ályktuninni kvartar Samfylkingin undan háu matvćlaverđi á Íslandi. Slíkur samanburđur af Samfylkingarinnar hálfu hefur veriđ settur fram á röngum forsendum. Samfylkingin hefur sagt matvćlaverđ á Íslandi ţađ hćsta í Evrópu í krónum taliđ en hefur ekki tekiđ fram ađ t.d. í Portúgal ţar sem matvćlaverđ hefur veriđ međ ţví lćgsta, nota Portúgalar stćrri hluta tekna sinna til matarkaupa en Íslendingar. Hvernig skyldi slíkur samanburđur líta út nú eftir fall krónunnar? Haldiđ er fram ađ meiri stöđuleiki fáist međ upptöku evru en undanfariđ hefur evran falliđ um 19% gagnvart dollaranum. Ţađ er nú stöđuleikinn ţar. Ţađ sem Samfylkingin virđist ekki skilja er ađ ţađ er ekki til nein töfralausn og grasiđ er ekkert grćnna hinum megin viđ lćkinn.

Viđ Íslendingar eigum heima í stórkostlegu landi sem býr yfir miklum auđlindum sem viđ erum öfunduđ af um allan heim. Gefum auđlindirnar ekki frá okkur og treystum á okkur sjálf. Ţađ er alla vega ekki hćgt ađ treysta stjórnmálamönnum sem ekki treysta sér sjálfir til ađ stjórna landinu og vilja fćra valdiđ til Brussel.

Áfram Ísland.

Guđbergur Egill Eyjólfsson,
bóndi og nemi viđ Háskólann á Akureyri

(Birtist áđur í Morgunblađinu 2. nóvember 2008)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 324
  • Frá upphafi: 968706

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband