Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið – fyrir hverja?

gudbergur.jpgÞingmenn Samfylkingarinnar nýta hvert tækifæri til þess að koma Evrópusambandsáróðri á framfæri. Fremst fara þar í flokki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Á slíkum óvissutímum sem nú ríkja er það forkastanlegt ábyrgðarleysi af fólki í helstu ábyrgðarstöðum þjóðarinnar að blanda slíkri pólitík inn í núverandi ástand. Það er ekki á bætandi. Verkefni dagsins er að hækka gengi krónunnar og koma á einhverjum stöðuleika en ekki að draga enn frekar úr trúverðugleika krónunnar eins og Samfylkingin leggur sig nú í líma við.

Í landsfundarályktun Samfylkingarinnar frá árinu 2007 um Evrópumál segir: „Eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna er að skapa atvinnulífi og fjölskyldum rekstrarumhverfi og starfsskilyrði sem búa í haginn fyrir áframhaldandi velsæld, meiri lífsgæði og aukinn stöðugleika. Íslensk heimili búa við hæstu vexti og hæsta matvælaverð í Evrópu.“ Ég velti því fyrir mér hvaða fyrirtæki Samfylkingin á við; eru það þau hundruð fyrirtækja sem bændur reka víðsvegar um landið eða þau fyrirtæki sem hafa með matvælavinnslu að gera?

Staðreyndin er sú að ef Ísland gengi í Evrópusambandið, myndi opnast fyrir óheftan innflutning á matvælum frá Evrópu og stór hluti þessara fyrirtækja missa rekstrargrundvöll sinn og leggjast af. Er Samfylkingin kannski að hugsa um sjávarútvegsfyrirtækin? Staðreyndin er sú að ef Ísland gengi í Evrópusambandið myndum við missa yfirráðarétt yfir okkar helstu auðlind, hafinu sjálfu. Við fengjum einhvern aðlögunartíma en síðan myndu reglur Evrópusambandsins taka hér fullt gildi.

Í Evrópuályktuninni er einnig hugað að velsæld fjölskyldna. Ég velti fyrir mér hvaða fjölskyldna. Eru það bændafjölskyldur, fjölskyldur sem lifa af sjávarútvegi eða matvælavinnslu eða þær fjölskyldur sem treysta á tekjur frá þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem þjónusta fyrrnefndar greinar atvinnulífsins? Samfylkingin lítur einnig framhjá því grundvallaratriði að án matar er engin velsæld, hvorki hjá fjölskyldum né fyrirtækjum. Nú þegar framleiðum við ekki nema um 50% þeirra hitaeininga sem við neytum og því ætti frekar að auka matvælaframleiðslu á Íslandi en að grafa undan rekstrarskilyrðum hennar með inngöngu í Evrópusambandið. Einangrun landsins undanfarnar vikur ætti að hafa kennt okkur það.

Í ályktuninni kvartar Samfylkingin undan háu matvælaverði á Íslandi. Slíkur samanburður af Samfylkingarinnar hálfu hefur verið settur fram á röngum forsendum. Samfylkingin hefur sagt matvælaverð á Íslandi það hæsta í Evrópu í krónum talið en hefur ekki tekið fram að t.d. í Portúgal þar sem matvælaverð hefur verið með því lægsta, nota Portúgalar stærri hluta tekna sinna til matarkaupa en Íslendingar. Hvernig skyldi slíkur samanburður líta út nú eftir fall krónunnar? Haldið er fram að meiri stöðuleiki fáist með upptöku evru en undanfarið hefur evran fallið um 19% gagnvart dollaranum. Það er nú stöðuleikinn þar. Það sem Samfylkingin virðist ekki skilja er að það er ekki til nein töfralausn og grasið er ekkert grænna hinum megin við lækinn.

Við Íslendingar eigum heima í stórkostlegu landi sem býr yfir miklum auðlindum sem við erum öfunduð af um allan heim. Gefum auðlindirnar ekki frá okkur og treystum á okkur sjálf. Það er alla vega ekki hægt að treysta stjórnmálamönnum sem ekki treysta sér sjálfir til að stjórna landinu og vilja færa valdið til Brussel.

Áfram Ísland.

Guðbergur Egill Eyjólfsson,
bóndi og nemi við Háskólann á Akureyri

(Birtist áður í Morgunblaðinu 2. nóvember 2008)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 5
  • Sl. sólarhring: 125
  • Sl. viku: 2117
  • Frá upphafi: 1112159

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1912
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband