Leita í fréttum mbl.is

„Krónan er ykkar styrkur“

hermann_oskarsson.jpg„Ég veit að það hljómar ekki vel á Íslandi þessa dagana en krónan er engu að síður ykkar styrkur í efnahagsástandi eins og nú ríkir. Danska krónan hjálpaði okkur ekki í kreppunni á sínum tíma,” sagði Hermann Oskarsson, hagstofustjóri Færeyja, á morgunverðarfundi sem fram fór á Grand Hótel í gær.

„Hvað getum við lært af Færeyingum?“ var yfirskrift fundarins, þar sem Hermann og Gunvör Balle, aðalræðismaður Færeyja á Íslandi, ræddu opinskátt um kreppuna sem skall á Færeyjum upp úr 1990. Í henni dróst þjóðarframleiðsla saman um þriðjung,  12% íbúanna flutti á brott og atvinnuleysi fór yfir 30% þegar mest var.

Bæði Hermann og Gunvör voru sammála í greiningu sinni á orsökum kreppunnar í Færeyjum; Langvarandi ofneysla almennings, pólitísk óstjórn og inngrip í efnahagsmál og andvaraleysi eftirlitsaðila.

Hermann sagði fólksflóttann hafa verið dýrasta gjaldið sem eyjarnar hefðu greitt. Hann sagði einnig að ef það væri eitthvað eitt sem Íslendingar gætu af færeysku kreppunni lært væri það að sporna gegn því með öllum ráðum að fólk flyttist úr landi.

Heimild:
„Krónan er ykkar styrkur“ (Líú.is 18/11/09)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 28
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 934
  • Frá upphafi: 1117706

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 833
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband