Leita í fréttum mbl.is

Engin fordæmi fyrir varanlegum undanþágum frá sjávarútvegsstefnu ESB

trawler.jpgOlli Rehn, stækkunarmálastjóri Evrópusambandsins, ítrekaði í viðtali við Fréttablaðið 8. nóvember sl. að engin fordæmi væru fyrir varanlegum undanþágum frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu sambandsins. Þetta er í samræmi við það sem sjálfstæðissinnar hafa bent á en hins vegar algerlega á skjön við það sem margir Evrópusambandssinnar hafa margoft haldið fram. Rehn er þó langt því frá fyrsti forystumaður Evrópusambandsins sem tekið hefur þetta fram en það gerði t.a.m. Franz Fischler, þáverandi sjávarútvegsstjóri sambandsins, ítrekað á sínum tíma og benti jafnframt á að slíkar varanlegar undanþágur væru einfaldlega ekki í boði.

Í viðtali Fréttablaðsins við Olli Rehn kom fleira athyglisvert fram. Þar sagðist hann einnig "þess fullviss að Ísland gæti uppfyllt aðildarskilyrðin [í sjávarútvegsmálum] og lagað sig að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB." Ísland á m.ö.o. að laga sig að sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins en það er hins vegar alls ekki í boði að sjávarútvegsstefna sambandsins verði löguð að hagsmunum Íslendinga. Þetta er í fullu samræmi við reynslu Norðmanna af síðustu aðildarviðræðum þeirra við Evrópusambandið fyrir um 15 árum síðan. Þeim var aðeins boðið upp á tímabundinn aðlögunartíma að sjávarútvegsstefnu sambandsins en varanlegar undanþágur voru ekki frekar í boði þá en í dag.

Við aðild að Evrópusambandinu heyrði íslenska fiskveiðilögsagan sögunni til og yrði eftirleiðis aðeins hluti af "Evrópusambandshafinu" eins og það er kallað. Öll yfirstjórn sjávarútvegsmála Íslendinga yrði færð til sambandsins. Þar yrðu teknar allar veigameiri ákvarðanir um íslensk sjávarútvegsmál. Aðkoma Íslendinga að þeim málum yrði eftir það nánast engin enda fer vægi aðildarríkja Evrópusambandsins innan þess fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Samkvæmt þeirri meginreglu sambandsins yrði vægi Íslands lítið sem ekkert og allir möguleikar til áhrifa eftir því. Þ.m.t. á sjávarútvegsmálin.

Heimild:
Hægt að semja fljótt um inngöngu í ESB (Fréttablaðið 08/11/08)

Tengt efni:
Sjávarútvegsstefna ESB ósamrýmanleg íslenskum hagsmunum
Sjómenn sem fyrr andvígir ESB-aðild
LÍÚ segir Evrópusambandsaðild sem fyrr ekki koma til greina
Evra í skiptum fyrir 200 mílna auðlind?
Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB fær falleinkunn í nýrri skýrslu

Ítarefni:
Héldu Íslendingar yfirráðum sínum yfir auðlind Íslandsmiða við aðild að ESB?
Hvert yrði vægi Íslands innan ESB?

Rétt er að hafa ávallt hugfast að umræðan um Evrópumálin snýst fyrst og síðast um það hvort við Íslendingar eigum áfram að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð eða hvort við eigum að ganga í Evrópusambandið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Feb. 2021
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.2.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 991998

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband