Leita í fréttum mbl.is

Íslandi stjórnađ af brezkum stjórnvöldum?

hjortur jÍ Staksteinum Morgunblađsins laugardaginn 8. nóvember sl. sagđi ađ andstćđingar ađildar ađ Evrópusambandinu vćru farnir ađ benda á ađ framkoma brezkra og hollenzkra stjórnvalda í garđ okkar Íslendinga gerđi ekki slíka ađild fýsilegri en ella. Orđaval Staksteinahöfundar, ritstjórans Ólafs Ţ. Stephensens, var ađ vísu nokkuđ öđruvísu í samrćmi viđ hans eigin pólitíska afstöđu til málsins en bođskapurinn var hinn sami. Ólafur sagđi ađ Icesave-máliđ svokallađ vćri ţó ekki líklegt til ţess ađ standa í vegi fyrir íslenzkri umsókn um Evrópusambandsađild til lengri tíma litiđ. Rökin voru ţau ađ ríkin, sem komiđ hafa af óbilgirni fram viđ okkur Íslendinga, vćru ekki ađeins bćđi í Evrópusambandinu heldur einnig ađilar ađ NATO, Evrópuráđinu og OECD ásamt Íslandi.

Ţessi röksemdafćrsla Ólafs lýsir furđulegri vanţekkingu á eđli ţeirra stofnana sem vísađ er til. Ég á erfitt međ ađ trúa ţví ađ velmenntađur stjórnmálafrćđingur eins og hann telji virkilega ađ ţćr séu allar sambćrilegar á ţennan hátt ţó erfitt sé ađ skilja orđ hans á annan veg. T.a.m. ađ Evrópusambandiđ sé sambćrilegt viđ NATO sem er byggt upp sem varnarbandalag á sama tíma og lítiđ vantar upp á ađ Evrópusambandiđ verđi ađ einu miđstýrđu sambandsríki. Stofnanir Evrópusambandsins hafa gríđarleg völd í dag yfir málefnum ađildarríkja sambandsins, völd sem áđur voru stór hluti af fullveldi ríkjanna en eru ţađ ekki lengur. Völd stofnananna hafa sífellt aukizt á undanförnum árum og í dag er svo komiđ ađ leitun er ađ málaflokkum innan ađildarríkja Evrópusambandsins sem ţćr hafa ekki meiri eđa minni yfirráđ yfir.

Innan Evrópusambandsins gildir sú meginregla ađ vćgi ađildarríkjanna, og ţar međ möguleikar ţeirra til áhrifa, miđast fyrst og fremst viđ ţađ hversu fjölmenn ţau eru. Ekki ţarf ađ fara mörgum orđum um ţađ hversu óhagstćđur sá mćlikvarđi yrđi fyrir okkur Íslendinga. Fyrir vikiđ ráđa stćrstu ađildarríkin mestu í krafti stćrđar sinnar, ţá einkum Ţýzkaland, Frakkland – og Bretland. Ef viđ gengjum í Evrópusambandiđ myndu brezk stjórnvöld ţannig t.a.m. hafa margfalt meira međ stjórn Íslands ađ gera en nokkurn tímann íslenzk stjórnvöld og viđ Íslendingar. Ţađ er ţví ljóst ađ ţađ er algerlega út í hött ađ setja ţađ samasem merki á milli Evrópusambandsins annars vegar og NATO, Evrópuráđsins og OECD hins vegar eins og Ólafur Ţ. Stephensen vill gera í ţágu pólitískra skođana sinna.

Hjörtur J. Guđmundsson

(Birtist áđur á bloggsíđu höfundar)


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Maí 2024
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 1121213

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband