Leita í fréttum mbl.is

Húsfyllir á fundi um íslenskan landbúnað og ESB

Fjölmenni var á fundi Bændasamtaka Íslands um Evrópumál sem haldinn var í Sunnusal Hótels Sögu 10. desember sl. Gestur fundarins var Christian Anton Smedshaug frá norsku bændasamtökunum en hann skýrði frá baráttu gegn aðild Noregs að Evrópusambandinu sem háð hefur verið með góðum árangri allt frá árinu 1972. Vakti málflutningur hans athygli og ýmsar spurningar.

Afnám tolla of stórt högg fyrir norska bændur
Í máli hans kom fram að Norges bondelag hefur alla tíð verið í forystu þeirra sem barist hafa gegn aðild að Evrópusambandinu og byggist afstaða samtakanna á því að aðild fylgi of mikið valdaafsal til framkvæmdastjórnarinnar í Brussel og að afnám tolla á viðskiptum með búvörur innan Evrópu muni ganga svo nærri norskum landbúnaði að hann beri ekki sitt barr eftir inngöngu. Vitnaði hann þar um í reynslu Svía þar sem innflutningur búvara hefur aukist verulega en útflutningur ekki. Er nú svo komið að rekstur afurðastöðva í sænskum landbúnaði gengur illa og þær stærstu komnar í eigu Finna og Dana.

Afurðaverð er hærra í Noregi en Svíþjóð
Samanburður á afkomu sænskra og norskra bænda er þeim síðarnefndu mjög í hag. Afurðaverð til norskra bænda er í flestum tilvikum um eða yfir 50% hærra en í Svíþjóð. Það sé eðlilegt þar sem framleiðslukostnaður er af náttúrulegum ástæðum hærri í Noregi, en stór hluti landbúnaðar í Svíþjóð er stundaður sunnan við syðsta odda Noregs. Léleg afkoma og breytingar á styrkjakerfi ESB valdi því að dregið hafi úr kornrækt og annarri framleiðslu sænskra bænda eftir aðild.

Fyrsta spurningin sem Smedshaug var spurður var á þá leið hvað aðildarsamningar þyrftu að innihalda svo norskir bændur gætu fallist á þá. Svar hans var á þá leið að afnám tollverndar væri svo mikið högg fyrir norskan landbúnað að engir styrkir gætu bætt það upp. Eina leiðin til að laða norska bændur að ESB væri að leggja niður sameiginlegu landbúnaðarstefnuna.

Látum ekki tímabundna erfiðleika villa okkur sýn
Fundurinn á Hótel Sögu var lokahnykkurinn í fundaferð forystumanna Bændasamtakanna um landið en þar hafa þeir hitt um 700 bændur. Haraldur Benediktsson formaður hélt einnig ræðu á fundinum og skýrði frá því helsta sem þar hefur komið fram. Síðan gerði hann grein fyrir afstöðu BÍ til aðildar að ESB sem er afdráttarlaust nei. Benti hann á í því sambandi að afleiðingar frjáls flæðis búvöru frá ESB-löndunum þýddu hrun fyrir svína- og alifuglarækt í landinu. Þá sagði Haraldur að hagkvæmni sláturiðnaðarins yrði þurrkuð út og uppsagnir verkafólks kæmu strax til framkvæmda. Hann ítrekaði að það ætti að vera þjóðinni metnaðarmál að framleiða eigin matvæli og að ekki mætti fórna landbúnaðinum og láta tímabundna erfiðleika villa mönnum sýn. Að sögn Haraldar er vaxandi áhugi á umræðum um ESB meðal bænda en fæstir þeirra sjá tækifæri sín þar innandyra.

Líflegar umræður urðu eftir framsöguerindin og mörgum fyrirspurnum beint til framsögumanna. Á fundinum voru þingmenn allra flokka, auk landbúnaðarráðherrans, en einnig var þar nokkur hópur bænda úr nágrannabyggðum höfuðborgarinnar og annað áhugafólk um landbúnaðarmál.

Heimild:
Húsfyllir á fundi um íslenskan landbúnað og ESB (Bondi.is 11/12/08)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 825
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 727
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband