Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

96% stjórnarskrárinnar í "nýja sáttmálanum"

Ný rannsókn bresku hugveitunnar Open Europe hefur leitt í ljós að hinn "nýji sáttmáli", sem koma á í stað stjórnarskrár Evrópusambandsins sem Frakkar og Hollendingar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslum í byrjun sumars 2005, er nær nákvæmlega eins og stjórnarskráin. Aðeins 10 af 250 ákvæðum hins "nýja sáttmála" eru frábrugðin ákvæðum stjórnarskrárinnar. M.ö.o. eru 96% texta sáttmálans sá sami og í stjórnarskránni.

Heimildir:
New EU treaty is 96% the same as old Constitution (Openeurope.org.uk 24/07/07)

Tengt efni:
Forystumenn ESB viðurkenna að stjórnarskráin muni í raun halda sér


Viðskiptaráðherra áréttar að Evrópusambandsaðild sé ekki á dagskrá

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, viðraði í vikunni þá skoðun
sína að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Skoðanir
hans á Evrópumálunum eru eins og kunnugt er ekki nýjar af nálinni og koma
því síst á óvart. Hins vegar áréttaði Björgvin að einungis væri um að ræða
hans persónulegu skoðun og að aðild að Evrópusambandinu væri ekki á
stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.


Forseti framkvæmdastjórnar ESB líkir sambandinu við heimsveldi

"Við erum mjög sérstök smíði sem er einstök í mannkynssögunni. Stundum líki ég Evrópusambandinu sem sköpunarverki við skipulag heimsveldis. Við búum yfir stærð heimsveldis." Þannig mælti José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á blaðamannafundi þann 17. júlí sl.

Heimild:
Barroso hails the European 'empire' (Daily Telegraph 18/07/07)


Utanríkisráðherra ítrekar að það sé kostur að standa utan ESB

"Ég hef heyrt í dag hjá fulltrúum þeirra sem sitja á ísraelska þinginu að þeir telja að Ísland geti haft hlutverki að gegna ef að við raunverulega viljum og setjum okkur inn í mál og sýnum áhuga. Og þá ekki síst vegna þess – sem er náttúrlega kannski dálítið merkilegt – að við stöndum utan við allar stórar valdablokkir."

Þetta er meðal þess sem haft var eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Morgunblaðinu í gær, en hún er nú á ferð um Miðausturlönd. Stutt er síðan ráðherrann sagði í heimsókn til Afríku að talsverður stuðningur væri á meðal Afríkuríkja við framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og að í því sambandi gæti það reynst kostur fyrir Ísland að standa utan Evrópusambandsins.


mbl.is Utanríkisráðherra: Glufa opin í Mið-Austurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert til að semja um

Haft er eftir Olli Rehn, yfirmanni stækkunarmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í þýska dagblaðinu Die Welt í dag að Íslandi yrði tekið fagnandi ef það ákveddi að ganga í sambandið, aðildarviðræður við Íslendinga myndu taka stuttan tíma og litla samninganefnd þyrfti af hálfu þess til að ræða við Íslendinga. Þetta er vitaskuld afar skiljanlegt enda yrði um sama og ekkert að semja. Í öllum aðalatriðum snerist málið um að gangast undir reglur Evrópusambandsins eða ekki.


mbl.is Olli Rehn: Umsókn Íslendinga um aðild að ESB yrði fagnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjársvik innan ESB kosta 123 milljónir króna hvern virkan dag

Breska dagblaðið The Daily Express greindi frá því í gær að fjársvik í stjórnkerfi Evrópusambandsins kostaði skattgreiðendur innan þess meira en eina milljón punda hvern virkan dag, eða sem samsvarar um 123 milljónum íslenskra króna, samkvæmt tölum frá framkvæmdastjórn sambandsins. "Evrópusambandið heldur áfram að tapa háum fjárhæðum vegna fjársvika. Ef þeir sem ráða ferðinni í fjármálum sambandsins væru við stjórnvölinn á venjulegu fyrirtæki hefðu þeir verið látnir taka pokann sinn fyrir löngu. Evrópusambandið þarf á róttækum umbótum að halda, ekki sífellt meiri völd. Ekki hefur verið gengið frá bókhaldi smbandsins sl. 12 ár og ný vandamál virðast koma upp á yfirborðið í hverjum mánuði," sagði Neil O'Brien, framkvæmdastjóri bresku hugveitunnar Open Europe, af því tilefni.

Heimildir:
EU fraud costs £1million a day (Daily Express 10/07/07)
EU fraud costs £1 million a day (Open Europe 10/07/07)
EU budget black hole (Daniel Hannan 09/07/07)


475 milljarðar króna í áróður

Samkvæmt nýrri breskri rannsókn eyddi Evrópusambandið 3,8 milljörðum punda (475 milljörðum króna) af skattfé á síðasta ári í ýmis konar áróður í því skyni að fá íbúa aðildarríkjanna til stuðnings við sig.

Heimild:
EU pours £3.8bn into 'brainwashing campaign' (Sunday Telegraph 02/07/07)


Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 1413
  • Frá upphafi: 1208230

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1321
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband