Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

76,3 % vilja þjóðaratkvæði um aðildarumsókn að ESB

Þrír af hverjum fjórum vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup. Aðeins tæp 18 prósent leggja litla áherslu á þjóðaratkvæði um aðildarumsókn.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hvernig myndu Svíar hjálpa?

Talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hafa einkum sagt að hraða þyrfti umsókn um inngöngu til þess að af henni yrði á meðan Svíþjóð færi með forsætið innan sambandsins en það gera þeir síðari helming þessa árs. Látið hefur verið að því liggja að á einhvern hátt myndu Svíar geta hraðað mjög afgreiðslu slíkrar umsóknar og jafnvel beitt sér fyrir því að Íslendingar næðu betri samningum við ráðamenn í Brussel en ella.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Þátttaka í kosningum til ESB-þingsins aldrei minni

Þátttaka í kosningum til þings Evrópusambandsins sem lauk í gær hefur aldrei verið minni. Aðeins um 43% þeirra sem voru á kjörskrá sáu ástæðu til þess að nýta kosningarétt sinn. Þátttaka í kosningunum hefur dregist stöðugt saman síðan fyrst var kosið árið 1979 en kosið er á fimm ára fresti. Þá greiddu 63% atkvæði, en síðan árið 1999 hefur þátttakan verið innan við 50%. Í kosningunum fyrir fimm árum síðan tóku 45,5% þátt og sem áður segir 43% í ár.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Varar við inngöngu í Evrópusambandið

Famkvæmdastjóri sænsks hugbúnaðarfyrirtækis varar við inngöngu Íslands í Evrópusambandið í samtali við fréttavefinn Vísir.is í dag. Guðrún Magnúsdóttir á meirihluta í og rekur ESTeam AB sem er sænskt hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir hugbúnað fyrir tungumál. Fyrirtækið vinnur meðal annars fyrir Evrópusambandið. Guðrún sem hefur verið búsett erlendis í til fjölda ára segir að að við lifum á tímum þar sem þjóðir geri hvað sem er til að komast yfir auðlindir annarra þjóða. Stríð um yfirráð séu oft háð án vopna.

Guðrún telur það þjóni ekki hagsmunum Íslendinga að sækja um aðild að Evrópusambandinu að svo stöddu. Hún kveðst hafa hafa verið ákafur stuðningsmaður aðildar Svíþjóðar að sambandinu á sínum tíma en forsendur þá hafi verið aðrar en þær sem snúi að Íslendingum í dag.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hvað þýða niðurstöður skoðanakönnunar Capacent Gallup?

Eins og kunnugt er framkvæmdi Capacent Gallup skoðanakönnun fyrir Heimssýn á dögunum þar sem spurt var hversu mikla áherslu ríkisstjórnin ætti að leggja á viðræður um inngöngu í Evrópusambandið, að leysa fjárhagsvanda heimilanna í landinu og að leysa vanda fyrirtækjanna í landinu. Niðurstöðurnar voru afgerandi og sýna að lítill stuðningur er við það að setja viðræður við Evrópusambandið í forgang en hins vegar yfirgnæfandi stuðningur við að það verði gert varðandi vanda heimilanna og fyrirtækjanna í landinu.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Aðildarviðræður felldar í skoðanakönnun

Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið eru ekki taldar brýnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup. Meirihluti þeirra sem taka afstöðu telur að leggja eigi litla áherslu á aðildarviðræður. Yfirgnæfandi meirihluti telur aðkallandi að leysa fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.

Skoðanakönnun Capacent Gallup sýnir að 95 prósent landsmanna telur brýnt að ríkisstjórnin leysi fjárhagsvanda heimilanna. Litlu lægra hlutfall, 91,5 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að sinna vanda fyrirtækja. Hins vegar telja aðeins 41,9 prósent svarenda æskilegt að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið um inngöngu Íslands. Hærra hlutfall landsmanna, eða 44,3 prósent, telur að ríkisstjórnin eigi að leggja litla áherslu á aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Kjósa eftir flokkslínu fremur en hagsmunum heimalandsins

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var af VoteWatch eru fulltrúar á þingi Evrópusambandsins mun líklegri til þess að greiða atkvæði um mál í samræmi við flokkslínu þess þingflokks sem þeir tilheyra en hagsmuni heimalandsins en fyrir 20 árum síðan.

Fyrir tveimur áratugum var flokkslínan aðeins ríkjandi í 50-60% tilfella í stærstu þingflokkunum en í 86% tilfella á síðasta kjörtímabili þingsins sem lýkur nú í byrjun júní.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 258
  • Sl. viku: 945
  • Frá upphafi: 1117544

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 827
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband