Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Hvers vegna er Noregur á evrunni?

Fréttablaðið fjallar í dag um mikilvæga ástæðu fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Jú, Ísland verður þá sett á evruklink ásamt öðrum ríkjum sambandsins! Að sögn var sérstaklega haft samband við embættismenn framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til þess að fá það staðfest að þetta mikilvæga hagsmunamál næðist í gegn og varpaði ritstjórn blaðsins væntanlega öndinni léttar þegar sú staðfesting fékkst.

Síðar í fréttinni koma fram vangaveltur um það hvers vegna Noregur er á klinki Evrópusambandsins í ljósi þess að Norðmenn hafa kosið að halda í sjálfstæði sitt líkt og Íslendingar og standa utan sambandsins. Skýringin frá Brussel var sú "að kortið eigi ekki að vera nákvæm lýsing á landafræði Evrópu heldur sýna Evrópu á listrænan og stílrænan hátt." Ísland uppfyllir s.s. ekki þau skilyrði enda eins og allir vita ekki hluti af Evrópu!

Staðreyndin á veru Noregs á evruklinkinu er þó allt önnur og kannski skiljanlegt að embættismaður Evrópusambandsins hafi ekki viljað gera grein fyrir henni. Málið er að í fyrri útgáfum af klinkinu var enginn Noregur og þá litu Svíþjóð og Finnland út eins og lafandi getnaðarlimur. Þetta þótti eðlilega ótækt og var því breytt í síðari útgáfum þess.

euro.jpg


Viðurkennir að yfirráðin yfir fiskimiðunum töpuðust

Hjörtur J. Guðmundsson vakti athygli á því á bloggsíðu sinni í gær að Össur Skarphéðinsson hefði séð sérstaka ástæðu til þess að taka það skýrt fram í Stokkhólmi þegar hann afhenti umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið að Íslendingar væru ekki tilbúnir að deila fiskistofnum ef af inngöngu í sambandið yrði. Sömuleiðis að hann teldi það verða erfiðast að ræða um sjávarútvegsmálin í viðræðum við ráðamenn í Brussel.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Össur viðurkennir að Íslendingar þurfi ekki á ESB að halda

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, viðurkenndi í viðtali við þýska fréttamiðilinn Deutsche Welle í gær að við Íslendingar hefðum enga þörf fyrir inngöngu í Evrópusambandið og gætum auðveldlega komið efnahagsmálum okkar í lag á ný utan þess.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Mat á ESB-umsókn Íslands gæti tekið meira en ár

Ráðherraráð Evrópusambandið samþykkti í dag að umsókn Íslands um inngöngu í sambandið færi til framkvæmdastjórnar þess sem metur hvort forsendur séu til þess að hefja viðræður um inngöngu landsins. Litlar líkur voru á því að ráðherraráðið veitti ekki samþykki sitt enda felst ekki annað í því en að umsóknin fari í umrætt matsferli. Viðræður geta ekki hafist fyrr en skýrsla framkvæmdastjórnarinnar liggur fyrir en greint hefur verið frá því í fjölmiðlum að meira en ár geti tekið að vinna hana.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Ráðherra vill fresta umsókn um inngöngu í ESB

„Ég hef þungar áhyggjur af samningsstöðu Íslands,“ sagði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í samtali við Ríkisútvarpið í dag. Hann sagðist af þeim sökum vilja fresta viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Í ljósi beinna og óbeinna hótana stjórnvalda í Bretlandi, Hollandi og fleiri ríkjum sambandsins verði að leysa milliríkjadeilur áður en sest verður að samningum um inngöngu.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Segir efnahagsleg rök fyrir inngöngu í ESB ekki halda vatni

Páll Vilhjálmsson fjallar á bloggsíðu sinni um gagnrýni Stein Reegård, aðalhagfræðings norska alþýðusambandsins LO, á rök Alþýðusambands Íslands fyrir aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í dag segir Reegård að efnahagsleg rök fyrir aðild að sambandinu séu byggð á veikum grunni. Hann segir kreppuna á Íslandi heimatilbúna og innganga í Evrópusambandið engu breyta um þær ráðstafanir sem stjórnvöld þurfi að grípa til.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Kostar umsóknarferlið að ESB yfir 10 milljarða króna?

Fjallað var um það á fréttavefnum AMX í gær að umsókn ríkisstjórnarinnar um inngöngu í Evrópusambandið hafi í för með sér að fjölga þurfi starfsmönnum í sendiráði Íslands í Brussel um 70-80 sem aftur muni hafa árlegan kostnað í för með sér upp á 30-40 milljónir á hvern starfsmann. Þessi kostnaður einn gæti því hlaupið á 2-3 milljörðum króna á ári en umsóknarferlið kann að taka 2-3 ár. Þar við bætist ýmis annar kostnaður og vegur þýðingarkostnaður mjög þungt í þeim efnum.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Þýskir hægrimenn andsnúnir frekari stækkun ESB

Þýski stjórnmálaflokkurinn CSU, sem er stærsti stjórnmálaflokkur Bæjaralands sem aftur er stærsta fylki Þýskalands, hefur lýst yfir andstöðu við umsókn Íslands um inngöngu í Evrópusambandið. Þá einkum á þeim forsendum að frekari stækkun sambandsins sé ótímabær auk þess sem flokkurinn segir að Evrópusambandið geti ekki bjargað Íslandi frá efnahagskreppunni. Þetta er haft eftir Markus Ferber, leiðtoga CSU á þingi Evrópusambandsins, í þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung í dag.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Umboðslaus ríkisstjórn sækir um inngöngu í ESB

Ríkisstjórn Íslands sótti um inngöngu í Evrópusambandið í morgun í kjölfar þess að Alþingi samþykkti í gær með naumum meirihluta að heimila slíka umsókn. Ljóst er að stjórnarflokkarnir standa ekki heilir á bak við málið eins og fyrirfram var vitað og þurfti að leita til stjórnarandstöðunnar til þess að koma því í gegnum þingið. Ennfremur er fyrirliggjandi að flestir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem kusu með umsókninni eru sem fyrr andvígir inngöngu í sambandið en létu undan hótunum um stjórnarslit ef málið yrði fellt.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Hollendingar lýsa andstöðu við íslenska ESB-umsókn

Hollenska dagblaðið Telegraf sagði frá því í dag að stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á hollenska þinginu væru andsnúnir hugsanlegri íslenskri umsókn um inngöngu í Evrópusambandið nema Icesave-málið svokallað yrði fyrst leyst, en öll ríki sambandsins verða að samþykkja umsóknir nýrra ríkja.

Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 108
  • Sl. viku: 1964
  • Frá upphafi: 1176818

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1789
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband