Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Laugardagur, 18. júlí 2009
Ráðherra segir kostnaðarmat vegna ESB-umsóknar óraunhæft
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir kostnaðarmat utanríkisráðuneytisins vegna umsóknar um inngöngu í Evrópusambandið upp á 990 milljónir króna vera algjörlega óraunhæft. Sú upphæð eigi eftir að hækka verulega. Hann segir ótímabært að sækja um inngöngu nú, í það eigi ekki að eyða fjármunum og vinnu.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 11. júlí 2009
Hvað kostar að sækja um inngöngu í Evrópusambandið?
Utanríkisráðuneytið áætlar að umsókn um inngöngu í Evrópusambandið og viðræður í kjölfarið kunni að kosta skattgreiðendur allt að einn milljarð króna. Hæglega má gera ráð fyrir að þessi kostnaður gæti farið í mun hærri fjárhæðir ef miðað er reynsluna af áætluðum kostnaði vegna ýmissa annarra verkefna á vegum hins opinbera í gegnum tíðina. Þetta var m.a. rætt á Alþingi í dag og voru útreikningar ráðuneytisins harðlega gagnrýndir fyrir að byggja á óskhyggju. Miklir óvissuþættir væru í þeim og gæti kostnaðurinn því hæglega margfaldast.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 11. júlí 2009
Þing ESB jafn valdamikið og ríki sambandsins
Fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, Hans Gert Pöttering, lét þess m.a. getið er hann lét af embætti 8. júlí sl. að þingið væri nú jafn valdamikið og ríki sambandsins. Hann hvatti við sama tækifæri eftirmann sinn til þess að berjast fyrir hagsmunum þingsins og lýsti ennfremur þeirri skoðun sinni að þingið ætti að beita sér fyrir því að auka enn völd sín gagnvart ríkjunum.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Þriðjudagur, 7. júlí 2009
Íslenskar auðlindir mikilvægar fyrir ESB
„Ég tel að frá sjónarhóli Evrópusambandsins sé það mjög áhugavert fyrir okkur að fá Ísland um borð. Þetta er mjög gömul menning og þeir búa við traustar lýðræðishefðir sem myndu styrkja norrænar hefðir um gegnsæi og góða stjórnsýslu. Og þeir eiga einnig náttúruauðlindir sem eru mikilvægar fyrir Evrópu eins og orku og fisk. Þannig að ég tel að það væri mjög gott fyrir okkur - og einnig fyrir þá - að verða hluti af Evrópusambandinu,“ sagði Eva Joly í viðtali við þýska fréttamiðilinn Deutsche Welle í dag.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 4. júlí 2009
Hvernig Írland hentar Evrópusambandinu?
Forsætisráðherra Írlands, Brian Cowen, lét þau orð falla nýverið í umræðum á írska þinginu að það væri tímabært að ræða það hvers konar Írland væri æskilegt í Evrópusambandinu í stað þess að ræða hvers konar Evrópusamband hentaði Írum best. Þetta eru fyrir margt athyglisvert ummæli og þá ekki síst frá sjónarhóli Íslendinga. Evrópusambandið verður aldrei klæðskerasaumað fyrir Ísland. Það liggur fyrir vikið þegar fyrir í öllum meginatriðum hvað innganga í sambandið hefði í för með sér fyrir hagsmuni Íslendinga.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Laugardagur, 4. júlí 2009
Trúa Íslendingar á jólasveininn?!?
Lars Peder Brekk, landbúnaðarráðherra Noregs, segir að Íslendingar trúi greinilega á jólasveininn úr því þeir haldi að þeir geti fengið sérstakar undanþágur varðandi sjávarútvegsmál innan Evrópusambandsins. Þetta kemur fram á norska vefnum VG. „Íslandi mun ekki takast að fá samþykki Evrópusambandsins fyrir því að þeir fái sérstakar undanþágur í sjávarútvegsmálum. Það er eins og að trúa á jólasveininn,” segir Brekk í samtali við fréttastofuna ANB.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
ESB reyndi að múta forsætisráðherra Króatíu
Króatía hefur sem kunnugt er sótt um inngöngu í Evrópusambandið en viðræður við landið hafa einkum strandað á landamæradeilum sem Króatar hafa átt í við Evrópusambandsríkið Slóveníu. Slóvenar hafa vegna þessara deilna staðið í vegi fyrir inngöngu Króatíu í sambandið. Króatíski forsætisráðherrann, Ivo Sanader, sagði af sér í dag m.a. vegna þessara deilna. Sanader upplýsti jafnframt af þessu tilefni að Evrópusambandið hefði boðið sér starf á sínum vegum með það fyrir augum að liðka fyrir lausn á deilunni við Slóvena en hann hafnaði því boði.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Evran hefði ekki hjálpað Dönum í efnahagskreppunni
Það hefði ekki hjálpað Dönum að vera með evrur í veskinu í stað danskra króna í yfirstandandi efnahagskreppu. Það er álit meirihluta 60 helstu hagfræðinga Danmerkur að því er danska viðskiptablaðið Börsen greinir frá. Börsen og fréttastofan Ritzau fengu svör 52 hagfræðinga við spurningunni. Um 60% voru þeirrar skoðunar að evran hefði ekki breytt ástandinu til batnaðar en 37% voru þeirrar skoðunar að evran hefði gagnast betur en krónar.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Fimmtudagur, 2. júlí 2009
Ragnar Sær til starfa hjá Heimssýn
Ragnar Sær Ragnarsson hefur verið ráðinn til Heimssýnar til að hafa umsjón með daglegum rekstri samtakanna. Ragnar Sær var þar til nýlega framkvæmdastjóri hjá THG arkitektum en var þar áður framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Bláskógabyggðar. Ragnar Sær er varaborgarfulltrúi í Reykjavík þar sem hann er búsettur og stundar meistaranám í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Háskóla Íslands. Ragnar er kvæntur Unni Ágústu Sigurjónsdóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau tvö börn. Heimssýn býður Ragnar velkominn til starfa.
Sjá nánar á heimasíðu Heimssýnar www.heimssyn.is.
Nýjustu færslur
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar – Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
- Klipptir strengir
- Skrýtið - en þó ekki
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 111
- Sl. sólarhring: 195
- Sl. viku: 1522
- Frá upphafi: 1208339
Annað
- Innlit í dag: 98
- Innlit sl. viku: 1417
- Gestir í dag: 91
- IP-tölur í dag: 91
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar