Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Mánudagur, 31. október 2011
Evran klýfur ESB í tvennt
Suður-Evrópuríki hafa tapað 30 til 40 prósent af samkeppnishæfni sinni gagnvart ríkjum Norður-Evrópu, einkum Þýskalands, á þeim áratug sem liðinn er síðan evran varð sameiginlegt mynt ólíkra hagkerfa Evrópusambandsins.
Ambrose Evans-Pritchard líkir evrunni við óhamingjusamt hjónaband þar sem annar helmingurinn, Suður-Evrópa, er orðinn þurfalingur og upp á Norður-Evrópu kominn um lífsbjargir.
Andstaðan gegn evru-samstarfinu eykst bæði í Norður-Evrópu, þar sem fólk er ekki tilbúið að niðurgreiða lífskjör sunnar í álfunni, og í Suður-Evrópu, þar sem andúðin á kröfum að norðan um skert lífskjör er talin miskunnarlaus inngrip í innanríkismál.
Evran er um það bil að ganga af Evrópusambandinu dauðu.
Evran dæmd til að falla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. október 2011
Vinstri grænir boða herta ESB-andstöðu
Landsfundur Vinstri grænna herti á andstöðu flokksins við ESB-leiðangur samfylkingarhluta ríkisvaldsins. Vinstri grænir eru andvígir aðild sem fyrr og setja auk þess fram fortakslausar kröfur. Í ályktun landsfundarins er því hafnað að Össur utanríkis framselji landhelgina til Brussel og að Íslendingar haldi samningsumboði fullvalda þjóðar í fiskveiðimálum.
Lissabon-sáttmálinn, grunnlög Evrópusambandsins, fyrirskipar yfirráð sambandsins yfir fiskveiðilandhelgi aðildarríkja og samningsumboðið um fiskveiðar er í Brussel.
Aðlögunarferlinu er hafnað með þessum orðum: ,,Þá mun VG tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stendur."
Landsfundurin hvetur trúnaðarmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs að tóna andstöðuna við ESB-aðild.
Samfylkingin er með andvana ESB-umsókn í fanginu.
Ályktun um utanríkismál samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. október 2011
Evru-rökin fyrir ESB-aðild eru ónýt
Sterkustu rök aðildarsinna eru að evran sem gjaldmiðill færi Íslandi hagsæld. Eftir að evran tók upp á því að færa Írum, Grikkjum og Portúgölum eymd og volæði féll á rökin. Í síðustu viku komu til landsins alþjóðlegt lið hagfræðinga til að taka stöðuna á Íslandi og kreppunni.
Skemmst er frá að segja að hagfræðingarnir töldu íslensku krónuna hafa bjargað því sem bjargað varð við hrunið.
Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði fer sérstaklega yfir evru-rökin og úrskurðar þau léttvæg.
Þegar sterkustu rökin fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu eru fokin út í veður og vind er næsta mál á dagskrá að leggja umsóknina til hliðar. Skrifum undir hjá skynsemi.is
Hafnar rökum stuðningsmanna evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. október 2011
Óbreytt andstaða Vinstri grænna við ESB-aðild
Formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, Steingrímur J. Sigfússon, boðaði óbreytta andstöðu flokksins við aðild að Evrópusambandinu. Ríkisstjórnarhluti Samfylkingar mun halda til streitu umsókninni en þingmenn og ráðherrar Vinstri grænna berjast gegn framgangi umsóknarinnar.
Evrópusambandið krefur Ísland um aðlögun að Evrópusambandinu. Á einhverjum tímapunkti þarf ríkisstjórnin annað hvort að sleppa eða halda umsókninni.
Naumur meirihluti ríkisstjórnarinnar á alþingi mun leiðir til þess að hvorki mun miða afturábak né áfram með ESB-umsóknina.
Stefnan óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. október 2011
Setulið ESB ræður ferðinni í Aþenu
Evran leysir ekki vanda heldur býr hún til skelfilegar aðstæður eins og Grikkir reyna nú um stundir. Í neyðaráætlun sem leiðtogar Evrópusambandsins samþykktu í Brussel í vikunni er gert ráð fyrir því að setulið frá ESB muni yfirtaka rekstur gríska efnahagskerfisinsog sjá til þess að niðurskurður sem ákveðinn er í Brussel verði framkvæmdur í Grikklandi.
Þegar gríska efnahagskerfið steytti á skeri var ríkisstjórninni í Aþenu nauðugur kostur að þiggja lánsfé frá Evrópusambandinu. Án eigin gjaldmiðils var ekki hægt að ná tilbaka tapaðri samkeppnisstöðu með gengisfellinu.
Ítrekuð lán til Grikkja eru veitt með æ harðari skilmálum. Brusselvaldið vill senda þau skilaboð í hvern krók og kima evrulands að lán frá Evrópusambandinu fæst ekki án þess að leifum fullveldis sé fórnað.
Grikkir verða hjálenda Evrópusambandsins, sem var kannski ekki hugmyndin þegar land Platón og Sókratesar gekk inn í ESB.
Evran hefði ekki bjargað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. október 2011
ESB og evra er tilboð um áhrifaleysi og eymd
Innganga í Evrópusambandið fæli í sér framsal á auðlindum og við fengjum áhrifaleysi í staðinn. Upptaka evru myndi valda efnahagslegri eymd þar sem við myndum farga krónunni en hún hefur einmitt aðlagað hagkerfið breyttum aðstæðum.
Matin Wolf á Financial Times afhjúpaði blekkingar aðildarsinna á fundi í gær. Salurinn hló þegar hann spurði Jóhönnu, Össur og kó. hvort þau höfðu ekki fylgst með því sem væri að gerast í Evrópusambandinu. Hláturinn stafaði eflaust af því að áheyrendur vissu sem er að ríkisstjórnin er með bundið fyrir bæði augu í Brusselleiðangri sínum.
Martin Wolf var til skamms tíma einarður talsmaður evru og Evrópusambandsins. Hann hefur horft upp á evrusamstarfið gliðna séð hversu veikar undirstöðurnar eru undir sambandinu. Sumir læra af reynslunni á meðan aðrir stinga höfðinu í sandinn.
Wolf segir krónuna reynast vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. október 2011
Ísland á skuldabál evru-ríkjanna
Evrópusambandið getur ekki komið sér saman um hverjir eigi að sitja neyðarfundi um framtíð evrunnar. Sarkozy forseti Frakklands sagði um helgina að Cameron forsætisráðherra Breta ætti ekki að sitja fundi um evruna þar sem Bretland væri eitt af tíu ríkjum Evrópusambandsins sem ekki hefði evru að lögeyri.
Hroki Sarkozy er í engu samræmi við eymdarstöðu evru-ríkjanna 17. Þau kölluðu snemma til Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til að hjálpa sér; síðan voru Bandaríkin spurð um fjármagn til að leysa skuldakreppuna og því næst Kína. Um helgina fóru evru-ríkin með betlistaf til smáríkisins Noregs og báðu um framlag í neyðarsjóð til hjálpar Grikkjum, Spánverjum, Ítölum, Írum og Portúgölum.
Evru-svæðið stendur í ljósum logum skuldabáls og samdráttar. Enginn möguleiki er að vandi evrulands hjaðni í bráð. Og þangað ætlar ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms J. með lýðveldið okkar.
Beðið eftir fregnum af evru-svæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. október 2011
Þjóðríkin í uppreisn gegn Evrópusambandinu
Ríkisstjórn Bretlands fékk kjaftshögg í gær þegar 80 stjórnarþingmenn studdu kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild Breta að Evrópusambandinu. Þýska þingið ræðir í dag nýjustu tillögur um að dæla peningum þýskra skattgreiðenda í hít evrópskrar samneyslu, þar sem Berlín borgar en Aþena eyðir.
Þýskir fjölmiðlar gera ekki ráð fyrir að ákvarðanir á vettvangi Evrópusambandsins muni bjarga sambandinu úr úlfakreppu skuldavandans. Evrópusambandið getur ekki tekið erfiðar ákvarðanir vegna þess að sameiginleg ábyrgð aðildarríkja á sambandinu þynnir út ábyrgð hvers og eins.
Samdrátturinn sem blasir við í hagkerfi álfunnar mun hraða þeirri þróun að þjóðríkin taki málin í sinar hendur. Evrópusambandið er komið í tilvistarkreppu.
Samdráttur er yfirvofandi í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. október 2011
Aðeins 18,6% Norðmanna vilja í ESB
Stuðningur við aðild að Evrópusambandinu hefur aldrei mælst minni í Noregi. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vilja aðeins 18, 6 prósent Norðmanna aðild að Evrópusambandinu en 70,8 prósentu eru á móti og rúm tíu prósent óákveðin.
Í sex og hálft ár hafa mælingar sýnt meirihluta Norðmanna á móti aðild.
Norðmenn hafa í tvígang fellt aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu, árin 1972 og 1994.
Sunnudagur, 23. október 2011
50% afsláttur til Grikkja,hvað með Spán, Írland og Portúgal?
,,Sjálfviljug" afskrift banka á 50 prósent af ríkisskuldum Grikkja er krafa Evrópusambandsins sem annars hótar að setja Grikki í gjaldþrot - og þá fá bankarnir ekki neitt. Fyrir utan þá ömurlegu aðstöðu sem Grikkland er í, að vera leiksoppur í slagsmálum stórvelda við fjármálamarkaði, vaknar sú spurning hvað verður um ríkisskuldir annarra stórskuldugra evru-ríkja.
Afskriftir á ríkisskuldum Grikkja undir forræði Evrópusambandsins skapar fordæmi fyrir önnur evru-ríki með óviðráðanlegar skuldir.
Neyðarfundur evru-ríkja á miðvikudag verður kannski helst sögulegur fyrir að búa til ný vandamál.
Bankar gefi Grikkjum 50% afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 108
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar