Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Verkalýðshreyfingin gegn ESB

Verkalýðshreyfingin í Evrópu snýst gegn hugmyndum Frakka og Þjóðverja að auka miðstýringu á efnahagskerfum evru-ríkjanna. Stóru ríkin tvö hafa komið sér saman um ,,samkeppnissáttmála" fyrir Evrópu sem felur í sér samræmdar reglur á vinnumarkaði auk samræmingu á lífeyrisaldri meðal evru-þjóða.

Regnhlífasamtök evrópskra verkalýðshreyfinga, European Trade Union Confederation (ETUC), lýsa yfir andstöðu við aukna miðstýringu og telja hag verkafólks fyrir borð borinn.

Her er yfirlýsing ETUC.


Upptöku evru frestað í Litháen

Litháen ætlar að fresta upptöku evru en áætlanir gerðu ráð fyrir að evra yrði lögeyrir í Litháen árið 2014. Stjórnvöld óttast að evruvæðing hagkerfisins muni leiða til verri lífskjara, m.a. með því að lífeyrir lækki. Evruríkin eru 17 og glíma við margháttaðan vanda þar sem ein mynt þjónar ekki hagsmunum ólíkra hagkerfa.

Frestun Litháa á upptöku evru endurspeglar vaxandi óvissum um framtíð myntsvæðisins.


Rehn sagði nei við Árna Pál

Á blaðamannafundi eftir fund Árna Páls Árnasonar og Olli Rehn spurði Þorfinnur Ómarson þann síðarnefnda hvort til greina kæmi að Ísland fengi hraðafgreiðslu inn í myntbandalag Evrópu eða einhverskonar bakstuðning við gjaldmiðilinn þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt (en minnugir kunna að muna eftir fyrirheitum um þesskonar séraðstoð úr kosningabaráttunni og frá því þegar verið var að berja umsóknina í gegn um þingið).

Rehn svaraði því að Ísland yrði að fara hina venjulegu leið inn í myntbandalagið, ljúka aðlögunarferlinu, staðfesta aðild og uppfylla Maastricht skilyrðin áður en evrayrði tekin upp. Hann bætti því svo við að Íslendingum stæði til boða tæknileg aðstoð.

Á mannamáli þýðir þetta að Rehn sagði nei og af því að Árni Páll minntist á tæknilegu aðstoðina áður en Rehn svaraði spurningu Þorfinns má ráða að ráðherrann hefur borið upp sömu spurningu og fengið sömu svör.

(Tekið af bloggi Hans Haraldssonar)


90 prósent af ESB er utan EES

Aðildarsinnar reyna að telja fólki trú um að í gegnum EES-samninginn séum við með annan fótinn inn í Evrópusambandinu. Að ganga inn í ESB sé þess vegna ekki ýkja stórt skref. Einnig segja aðildarsinnar að við séum í stöðugri aðlögun að Evrópusambandinu á grunni EES-samningsins og því sé ekkert tiltökumál að aðlagast sambandinu enn frekar í aðildarviðræðum.

Sannleikurinn er allt annar. EES samningurinn er innan við tíu prósent af Evrópusambandsaðild. Verulega stórir málaflokkar standa utan EES-samningsins, svo sem landbúnaður, sjávarútvegur, tollamál, viðskiptasamningar við önnur ríki og peningamál.

A árabilinu 2000 til 2009 tóku gildi í Evrópusambandinu samtals 34 733 tilskipanir, reglur og aðrir löggjörningar. Aðeins rúmlega þrjú þúsund (3 119) af þessum löggjörningum fengu gildi í EES-samningnum, eða 8,9 prósent.

Þessar upplýsingar koma fram í grein sem Heming Olaussen formaður Nei til EU í Noregi skrifar og byggir á ítarlegri greiningu á löggjörningum í ESB og áhrif á EES-samninginn.


mbl.is Skýrsla um efnahagsmál send ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB eykur miðstýringu evru-svæðisins

Samræmdur lífeyrisaldur og samræmd fjárlög eru meðal þess sem Angela Merkel vill knýja á um að evru-ríkin 17 sameinist um til að bjarga myntsvæðinu frá því að liðast í sundur. Samkvæmt frétt Guardian hefur Merkel gefist upp á að reyna að fá öll 27 ríki Evrópusambandsins til að samræma ríkisfjárlög sín og gera aðrar þær ráðstafanir sem þarf til að skjóta stoðum undir evruna.

Þjóðverjar eru sannfærðir um að ef ekki tekst að grípa til víðtækra ráðstafana til að bjarga evrunni mun gjaldmiðillinn heyra sögunni til innan fárra ára.

Áætlun Merkel er að fara framhjá stofnunum Evrópusambandsins og búa til ,,dýpra" samstarf evru-ríkjanna.


mbl.is Mótmælir samræmdri evrustjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír þingmenn: drögum ESB-umsóknina tilbaka

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, sem alþingi samþykkti 16. júlí 2009, byggði á þrem forsendum. Ein var aldrei fyrir hendi og hinar tvær eru brostnar. Þess vegna á að draga umsóknina tilbaka, líkt og þingsályktunartillaga frá þingmönnum úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingunni grænu framboði kveður á um.  Flutningsmennirnir eru Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Einar Daðason, Vinstri grænum og Gunnar Bragi Sveinsson, Framsóknarflokki.

Fyrsta forsendan fyrir umsókn um aðild að Evrópusambandinu er að breið samstaða sé um hana meðal umsóknarþjóðar. Engu slíku var til að dreifa hér á landi. Samfylkingin var eini stjórnmálaflokkurinn sem var með fyrirvaralausa umsókn á stefnuskrá sinni og hlaut 29 prósent atkvæða. Grunnatvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og sjávarútvegur, eru á móti aðild og Samtök iðnaðarins sem áður voru fylgjandi hreyfa hvorki legg né liði til að styðja umsóknina.

Önnur forsendan fyrir umsókn Íslands var að hægt væri að ganga til óskuldbindandi viðræðna um aðildarsamning líkt og Norðmenn fengu fyrir 15 árum. Þessi leið er lokuð vegna þess að Evrópusambandið breytti reglum sínum um upptöku nýrra ríkja þegar stækkun til Austur-Evrópu stóð fyrir dyrum í upphafi aldar. Evrópusambandið krefst aðlögunar nýrra ríkja að sambandinu sem felur í sér að umsóknarríki taka jafnt og þétt upp lög og reglur sambandsins á meðan viðræður um aðild standa yfir. Evrópusambandið hefur hert kröfur um aðlögun. Alþingin hefur aldrei samþykkt að Ísland verði aðlagað Evrópusambandinu.

Þriðja forsendan fyrir umsókn Íslands var að aðild að Evrópusambandinu ætti að tryggja efnahagslegan stöðugleika hér á landi. Á því eina og hálfa ári sem liðið er frá því að umsóknin var send hefur reynsla jaðarríkja Evrópu, s.s. Grikklands og Írlands, sýnt ótvírætt að aðild að ESB og myntsamstarfi er engin trygging fyrir stöðugleika. Vegna fjármálakreppunnar verða gerðar róttækar breytingar á stofnsáttmála Evrópusambandsins. Evrópusambandið krefst þess að Ísland sem umsóknarríki samþykki fyrirfram þær breytingar sem verða á grunnstoð sambandsins. Umsóknin er að því leytinu óútfylltur víxlill.

Niðurstaðan getur ekki orðið önnur en sú að Ísland dragi tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 1463
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1218
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband