Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
Miðvikudagur, 16. febrúar 2011
Tveggja hraða Evrópa
Ein afleiðing fjármálakreppunnar sem kennd er við evru er að löndin 17 þar sem evran er lögeyrir munu auka og dýpa samstarfið sín á milli. Síðustu vikurnar er einkum spurt hversu stórt hlutverk framkvæmdastjórnin í Brussel fær við að útfæra tillögur sem Frakkar og Þjóðverjar hafa komið sér saman um og nefna samkeppnissáttmála.
Karlamagnúsdálkurinn í Economist segir þetta um þróunina undanfarið
In a different era, all this might have caused great worry in Britain and, as a result, generated even more tension within the EU. But the new British government, deeply hostile to further EU integration, seems content to stand aside even as the euro zone binds itself closer. If that means a two-speed Europe, so be it: Britain thinks its outer lane, presently inhabited by the likes of Poland and Sweden, is faster.
Auk Breta, Svía, Pólverja standa Danir utan evrunnar og nýverið tilkynntu Litháar að þeir ætla að fresta upptök gjaldmiðilsins.
Samfylkingin hefur reynt að ,,selja" Evrópusambandsaðild á forsendum evrunnar. Allar líkur eru á að evru-ríkin myndi harðkjarna ESB á meðan næstu nágrannar okkar, Danir, Svíar og Bretar mynda laustengdara bandalag.
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Þjóðverjar endurmeta evru-verkefnið
Axel Weber Seðlabankastjóri Þýskalands átti að taka við starfi Trichet sem stýrt hefur Seðlabanka Evrópu. Í síðustu viku ákveð Weber að sækjast ekki eftir starfinu sem yfirumsjónarmaður evrusvæðisins. Yfirlýsing hans sendi höggbylgju um Evrópu. Leiðarahöfundur Wall Street Journal segir ákvörðun Weber til marks um að Þjóðverjar ætli að endurskoða í grundvallaratriðum afstöðu sína til evrunnar.
Viðtal er við Weber í Spiegel. Lykilmálsgrein viðtalsins er eftirfarandi
I indicated to her [þ.e. Merkel kanslara] in January that I did not want to take part in any package solutions, in the sense of linking concrete issues to personnel decisions (editor's note: It was expected that Merkel would have to make concessions on some euro-related negotiating points in order to get her preferred candidate Weber appointed as head of the ECB). I also made it clear to her that she is completely independent in her negotiations and should not feel committed on my account.
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Evrópa selur ekki - Já, Ísland
Aðildarsinnar hér á landi hafa hægt en örugglega sannfærst um að Evrópa/ESB höfðar ekki til almennings. Eftir því sem þjóðin verður upplýstari um Evrópusambandið verður hún fráhverfari aðild. Nafngift samtaka aðildarsinna tekur mið af því að vörumerkið Evrópa er ónýtt hérlendis. Einu sinni hétu þau Evrópusamtökin og síðar Sjálfstæðir Evrópusinnar. Í fyrra reyndu aðildarsinnar nafngiftina Sterkara Ísland sem minnti dulítið á annan minnihlutahóp í Sjálfstæðisflokknum fyrir seinna stríð.
Í dag var nýjasta heiti samtaka aðildarsinna kynnt og nú skal það vera Já, Ísland.
Já, Ísland er gott nafn og gæti verið upphaf að heilli hugsun hjá aðildarsinnum. Til dæmis: Já, Ísland utan ESB.
Heimssýn þakkar Já, Íslandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. febrúar 2011
Aldrei fleiri Danir á móti evru
Ný skoðanakönnun í Danmörku mælir helming Dana á móti upptöku evru en 41 prósent fylgjandi. Andstaðan við upptöku sameiginlegs gjaldmiðils Evrópusambandsins hefur aldrei mælst meiri í Danmörku. Danir hafa í þrígang hafnað evru í kosningum, árið 1992 þegar Maastrict-sáttmálinn féll í þjóðaratkvæðagreiðslu, aftur árið 1993 og í þriðja sinn árið 2000 þegar greidd voru atkvæði um hvort gera ætti evru að lögeyri í Danmörku.
Forsætisráðherra Dana, Lars Lökke Rasmussen, sagði nýverið að til greina kæmi að endurskoða afstöðu Dana til evrunnar.
Berlinske Tidende segir ólíklegt að forsætisráðherrann leggi ferlilinn að veði fyrir evruna.
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Atvinnurekendur; viðræður en ekki aðild
Þegar kemur að ESB-viðræðunum segjast 58 prósent fylgjandi og 28 prósent andvíg. Varðandi inngöngu í ESB sagðist 41 prósent andvígt en 34 prósent fylgjandi á meðan fjórðungur tók ekki afstöðu.
Atvinnurekendur vilja viðræður en ekki aðild. Næst væri hægt að spyrja Félag atvinnurekenda hversu langar viðræður eru við hæfi og hvað þær mega kosta í peningum og mannafla.
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Aðildarsinnar á mörgum kennitölum
Aðildarsinnar á Íslandi er duglegir að stofna með sér samtök. Ekki er langt síðan að Sterkara Ísland var kynnt sem regnhlífarsamtök aðildarsinna og undir þeirri regnhlíf áttu öll inn samtökin að eiga sér samanstað.
Íslenskir aðildarsinnar eru snjallir í að fjölga sjálfum sér með því að stofna stöðugt ný samtök með sama fólkinu.
Skiljanlega verður að fjölga samtökum aðildarsinna eftir því sem þeim Íslendingum fækkar sem vilja aðild að Evrópusambandinu.
![]() |
Evrópusinnuð samtök í samstarf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Þjóðverjar undirbúa uppgjör vegna evru
Axel Weber Seðlabankastjóri Þýskalands átti að taka við starfi Trichet sem stýrt hefur Seðlabanka Evrópu. Í síðustu viku ákveð Weber að sækjast ekki eftir starfinu sem yfirumsjónarmaður evrusvæðisins. Yfirlýsing hans sendi höggbylgju um Evrópu. Í dag er viðtal við Weber í Spiegel. Lykilmálsgrein viðtalsins er eftirfarandi
I indicated to her [þ.e. Merkel kanslara] in January that I did not want to take part in any package solutions, in the sense of linking concrete issues to personnel decisions (editor's note: It was expected that Merkel would have to make concessions on some euro-related negotiating points in order to get her preferred candidate Weber appointed as head of the ECB). I also made it clear to her that she is completely independent in her negotiations and should not feel committed on my account.
Mánudagur, 14. febrúar 2011
Fundur með Jóni Bjarnasyni
Opinn fundur með Jóni Bjarnasyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild heldur opinn fund nk. þriðjudagskvöld 15. febrúar kl 20:00.
Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Háskóla Íslands, stofu 103 á Háskólatorgi.
Fundarstjórn annast Stefnir Húni Kristjánsson formaður Ísafoldar.
Sunnudagur, 13. febrúar 2011
Samningsmarkmið ekki enn skilgreind
Íslensk stjórnvöld hafa ekki enn skilgreint samningsmarkmið sín gagnvart Evrópusambandinu þótt rúmt ár er síðan viðræður hófust. Orðvar sendiherra ESB á Íslandi, Timo Summa, vekur athygli á þessu atriði í viðtali við Fréttablaðið laugardaginn 12. febrúar. Í samningsmarkmiðum umsóknarríkja eru brýnustu þjóðarhagsmunir skilgreindir. Af hálfu umsóknarríkis eru samningsmarkmiðin upphafið og endir umsóknarinnar. Ekki hjá íslenskum stjórnvöldum, sem virðast ætla sér inn í Evrópusambandið og finna út eftirá hvers vegna við fórum þangað inn.
Samfylkingin, sem ber ábyrgð á því að við sóttum um aðild, veit hversu mikilvægt er að skilgreina samningsmarkmið. Á landsfundi flokksins í nóvember 2003 var samþykkt að skipa nefnd um Evrópumál. Verkefni nefndarinnar var í fjórum liðum. Annar liður er eftirfarandi: Skilgreina ítarlega hver helstu samningsmarkmið Íslendinga ættu að vera í aðildarviðræðum við Evrópusambandið með hliðsjón af stækkuðu Evrópusambandi."
Evrópunefnd Samfylkingarinnar skilaði aldrei neinum samningsmarkmiðum. Fram að hruni vann flokkurinn ekki í Evrópumálum en stökk á þau eftir október 2008 til að draga athyglina frá ábyrgð Samfylkingarinnar á hruninu. Það var ekki ígrundað mat á hagsmunum Íslands sem bjó að baki Evrópustefnu Samfylkingarinnar heldur var það pólitísk taktík sem knúði á um leiðangur til Brussel.
Undirbúningsvinna vegna aðildarumsóknar Íslands var í skötulíki og af því leiðir er ferlið allt á forsendum Evrópusambandsins, eins og Björn Bjarnason bendir á í leiðara Evrópuvaktarinnar.
Íslenska stjórnkerfið þjónar ekki hagsmunum þjóðarinnar í Evrópumálum. Embættismenn láta misnota sig í þágu flokkspólitískrar umsóknar. Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður Ísland varð ber að himinhrópandi dómgreindarleysi á fundi nýverið þegar hann þóttist ekki vita að Ísland myndi greiða með sér inn í Evrópusambandið.
Ísland á aðeins einn kost í stöðunni og það er að draga tilbaka umsóknina um aðild að Evrópusambandinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. febrúar 2011
Faglegur heiður embættismanna og ESB-áróður
Það er af sem áður var að embættismenn stjórnarráðsins létu sér annt um faglegan heiður sinn. Embættismenn utanríkisráðuneytisins láta sér vel líka aktygi Samfylkingarinnar og draga glaðbeittir áróðursvagn fyrir Evrópusambandsaðild. Aðalsamningamaður Íslands við Evrópusambandið er Stefán Haukur Jóhannesson og hann hefur að áeggjan Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra farið víða að selja aflátsbréf frá Brussel. Sannleikurinn er ekki alltaf með í för á fundum Stefáns Hauks.
Á bloggi Jóns Baldurs L'Orange er sagt frá einum fundi þar sem kostnaður við aðild ber á góma. Aðalsamningamaður Íslands segist halda að við komum út á sléttu.
Um hvað það kostar að vera innan ESB vitum það ekki. Hvað varðar reynslu Finna þá hafa þeir sum ár greitt meira til ESB en þeir fá en önnur ár öfugt svo þetta kemur nú kannski út á eitt.
Ísland mun greiða með sér í Evrópusambandinu, það er vitað frá árinu 2003 í það minnsta þegar gerð var skýrsla um málið fyrir utanríkisráðuneytið. Ástæðan er sú að Ísland liggur vel fyrir ofan meðallag í þjóðarframleiðslu aðildarríkja.
Dapurlegt er til þess að vita að aðalsamningamaður Íslands þekki ekki til grunnstaðreynda aðildar að Evrópusambandinu. Og svo er ætlast til að þjóðin treysti þessum embættismönnum að halda á hagsmunum sínum gagnvart Brussel.
Nýjustu færslur
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 405
- Sl. sólarhring: 468
- Sl. viku: 2180
- Frá upphafi: 1209909
Annað
- Innlit í dag: 369
- Innlit sl. viku: 1983
- Gestir í dag: 341
- IP-tölur í dag: 335
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar