Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011
Fimmtudagur, 14. apríl 2011
Össur leiðrétti ESB-rangfærslur
Evrópuþingið virðist telja að Ísland hafi fallið frá fullveldi sínu á landhelginni. Þingið í Brussel birti tilkynningu um að Ísland sætti sig við aðkomu að stjórn fiskveiða í landhelginni. Orðrétt segir
Iceland, whose economy is heavily dependent on fisheries, has already stated in its general position on accession that it wishes to maintain some control of fisheries management in its exclusive economic zone.
Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur farið fram á það við utanríkisráðuneytið að þessi misskilningur sé leiðréttur. Utanríkisráðuneytið hefur ekki svarað sjávarútvegsráherra.
![]() |
Enn hvorki svör né leiðrétting |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 11. apríl 2011
Aðildarsinni: ESB-málið er gjörtapað
Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins skrifar grein í Fréttablaðið í dag í kjölfar Icesave-atkvæðagreiðslunnar. Jón er aðildarsinni og hefur verið talsmaður þess að Ísland gangi í Evrópusambandið. Í greininni segir Jón
Umsókn um aðild að ESB er gjörtapað mál. Trúlega er farsælast að stöðva ferlið með vinsamlegum hætti þegar á næstu vikum.
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir ætlar að nota gjörtapaða málið til að sameina þjóðina. Jón hefur þetta að segja um ríkisstjórnina.
Þreyta og vonbrigði forystumanna ríkisstjórnarinnar eru beinlínis átakanleg. Stjórnin er bæði helsærð og helsjúk. Hún getur ekki skilað starfi en hefur ekki burði til að hrökklast frá heldur
Mánudagur, 11. apríl 2011
Jóhanna hótar þjóðinni með ESB-umsókn
Í Fréttablaðinu í dag hótar forsætisráðherra Íslands þjóðinni að halda ESB-umsókninni til streitu. Um helgina breytti Framsóknarflokkurinn um stefnu í Evrópumálum og samþykkti að ályktun þar sem segir að hagsmunum lands og þjóðar sé betur borgið utan Evrópusambandsins.
Þar með hafa þrír stjórnmálaflokkar af fjórum sagt nei við aðild að Evrópusambandinu. Í flokksamþykktum Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks segir skýrt og afgerandi að Ísland eigi að standa utan Evrópusambandsins. Aðeins Samfylkingin vill inngöngu í sambandið.
Jóhanna Sig. hótar þjóðinni að halda gjörtöpuðu ESB-inngönguferli áfram undir þeim formerkjum að þannig ætli hún að sameina þjóðina. Forsætisráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að
hér innanlands stöndum við í þessum stóru verkefnum sem við vorum kosin til eins og breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og ESB-ferlinu. Það er mjög mikilvægt að reyna að sameina þjóðina og fylkja henni að baki því sem þarf að gera til að endurreisa Ísland.
Með orðum sínum elur Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra á sundrungu í samfélaginu.
Sunnudagur, 10. apríl 2011
Aðgöngumiðinn í ESB: þjóðin sagði nei takk
Icesave-samningurinn átti að heita aðgöngumiðinn í Evrópusambandið. Þjóðinni bauðst að kaupa þennan miða en hafnaði því afgerandi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einstaklingar og hópar sem berjast fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu, með Samfylkinguna í broddi fylkingar, stóðu fyrir já-i og höfðu úr nægum peningum að moða til að kaupa áróður.
Samtök atvinnurekenda og verkalýðsrekendur vildu já. ESB-hagfræðingarnir úr háskólasamfélaginu vildu já.
Þjóðin sagði nei við Icesave-miðanum inn í Evrópusambandið.
Umsóknina um aðild á að draga tilbaka þegar í stað.
![]() |
Afgerandi nei við Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 9. apríl 2011
Þrír stjórnmálaflokkar á móti aðild, Samfylkingin einangruð
Framsóknarflokkurinn breytti um stefnu til Evrópusambandsins á flokksþingi í dag og hafnar aðild. Í fyrra samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn að draga ætti umsókn Íslands um aðild tilbaka. Í stefnuskrá Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.
Samfylkingin er eini stjórnmálflokkurinn sem vill aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samt sem áður er Ísland í aðlögunarferli að sambandinu þar sem ráðgert er að laga íslensk lög og stjórnsýslu að lagaverki Evrópusambandsins.
Samfylkingin fékk minna en 30 prósent fylgi í síðustu kosningum og mælist með um 20-24 prósent fylgi. Ríkisstjórnarhluti Samfylkingarinnar er umboðslaus í Evrópumálum og er hvorki pólitískt né siðferðilega stætt á því að halda aðlögunarferlinu áfram.
![]() |
Báðar breytingartillögurnar felldar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Guðbergur Egill formaður í Eyjafirði
Aðalfundur Heimssýnar í Eyjafirði var haldinn í Sontahúsinu á Akureyri í gær, 5. apríl. Var fundurinn vel sóttur og umræður líflegar. Nýir félagar mættu til leiks enda umræðan undanfarin misseri kveikt í mönnum.
Ásmundur Einar Daðason formaður Heimssýnar ávarpaði fundinn og tók þátt í umræðum.
Ný stjórn var kjörin, en hana skipa Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður, Ólafur Þ. Jónsson, Guðmundur Beck, Baldvin Sigurðsson og Þorkell Ásgeir Jóhannsson.
Miðvikudagur, 6. apríl 2011
Ísland dregið fyrir EFTA-dómstól vegna réttinda launþega
Íslensk lög um réttindi launþega vegna veikinda og slysa ganga of langt að með eftirlitsstofnunar ESA sem hefur kært íslenska ríkið. Um mánaðarmótin síðustu fór málið fyrir dómstól EFTA í Lúxembúrg og búist er við dómi í sumar.´
Samkvæmt íslenskum lögum eiga launþegar rétt á tveggja daga veikindafrí fyrir hvern mánuð í starfi. Þá eru í gildi lög hér sem kveða á um tryggingar launþega við örorku og dauðsfall.
Íslensk yfirvöld hafa lagt áherslu á að erlendir launþegar sem starfa hér á landi njóti sömu réttinda og íslenskir launþegar.
ESA hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir dómstól þar sem eftirlitsstofnunin lítur svo á að lög og reglur Evrópusambandsins leyfi ekki þau réttindi launþega sem íslensk lög kveða á um.
Hér er umfjöllun norska alþýðusambandsins um málið.
Þriðjudagur, 5. apríl 2011
Icesave, siðferði og sjálfsvirðing
Það er ekki sannfærandi málflutningur að samþykkja beri Icesave-samninginn til að komast hjá áhættu. Samningurinn er ekki um hina eða þessa tiltekna upphæð sem menn hafa reiknað út miðað við ákveðnar aðstæður í efnahagsumhverfinu næstu ár (hvenær gerðist það annars síðast að hagspá rættist?). Samningurinn er skaðleysissamningur þar sem Íslendingar taka það á sig að tryggja breskum og hollenskum stjórnvöldum fullar endurheimtur þess fjár sem þau lögðu út fyrir Icesave-innistæðunum. Samningurinn snýst beinlínis um áhættu. Hvað ef kínverska bólan springur á endurgreiðslutímanum eða Grikkland, Írland eða Portúgal fara í greiðsluþrot? Meira þarf ekki til. Þá eru öll spil gefin upp á nýtt.
Ekki sé ég vitið í því að taka tæplega 700 milljarða áhættu í þeirri von að fá hugsanlega möguleika á lánafyrirgreiðslu sem hugsanlega leiðir til fjárfestinga sem hugsanlega kunna að vera nægilega þjóðhagslega arðbærar til að standa undir kostnaðinum af samkomulaginu, hver sem hann kann að verða.
Vissulega fylgir því líka áhætta að hafna en sá valkostur hefur þó þann kost að við höldum frekar sjálfsvirðingunni sem þjóð og eigum möguleika á að verja okkur fyrir dómi.
Kreppan er ekki fyrst og fremst fjárhagleg heldur siðferðileg. Búsifjarnar sem við höfum orðið fyrir eru ekki þyngri en svo að við erum enn meðal 20 efstu þjóða á lífskjaralista SÞ og á sama róli og Danir og Þjóðverjar hvað varðar þjóðarframleiðslu á mann. Það er ekki kjaraskerðingin sem við höfum orðið fyrir sem er óbærileg heldur er það óásættanlegt að því sem við höfum tapað höfum við tapað í fjárhættuspili sem við vissum ekki að við værum þáttakendur í og þar sem sumir höfðu stórkostlega rangt við.
Á Íslandi þarf bætt siðferði. Góðu siðferði fylgir traust og traustið er undirstaða þess að menn þori að framkvæma. Vandinn er ekki ímyndarvandi frekar en vandi bankanna 2008 og viðfangsefnið er ekki að þoka lánshæfismati ríkisins upp um einn flokk með þokkalega útlítandi samningi heldur að leggja siðferðisgrunn en siðferðisgrunnur hvílir á meginreglum og sjálfsvirðingu.
Það er ekki leið til endurreisnar að éta ælu fyrir peninga.
(Fengið af bloggi Hans Haraldssonar).
Mánudagur, 4. apríl 2011
Íslandi boðið aðlögunarfé
Strax í fyrstu málsgrein nefndarálits Evrópuþingsins um þróun viðræðna við Ísland er tekið fram að til boða stendur fjármagn til að innleiða lög og reglur ESB samhliða viðræðu. Eins og þar segir ,,adding Iceland to the list of countries eligible for EU pre-accession aid to help applicant countries come into line with the body of European law."
Evrópusambandið lítur á Ísland sem stökkpall á norðurslóðir. Í texta nefndarinnar segir
Considers that Iceland's accession to the EU would enhance the Union's prospects of playing a more active and constructive role in Northern Europe and in the Arctic, contributing to multilateral governance and sustainable policy solutions in the region; regards positively Iceland's participation in the Nordic Council as well as in the EU's Northern Dimension Policy, the Barents Euro-Arctic Council and the Arctic Council, which is the main multilateral forum for cooperation in the Arctic; believes that Iceland's accession to the EU would further anchor the European presence in the Arctic Council.
Til að Ísland komist sem fyrst inn í Evrópusambandið leggur þingnefndin til að sambandið og íslensk stjórnvöld setji fjármuni til að ,,kynna" kosti Evrópusambandsins fyrir Íslendingum.
Mánudagur, 4. apríl 2011
Höfðingjaþjónkun Icesave-sinna
Þeir sem vilja að Íslendingar samþykki Icesave-samninginn í þjóðaratkvæði eftir viku eru nánast hættir umræðunni og reiða sig þess meir á auglýsingar til að telja almenningi trú um að hyggilegast sé að segja já 9. apríl. Líklega er það rétt mat hjá já-sinnum að umræðan var töpuð eftir ælu-rök Tryggva Þórs Herbertssonar.
Skilaboð auglýsinganna eru af tvennum toga. Hræðsluáróður, samanber hákarlaauglýsinguna, annars vegar og hins vegar höfðingjaþjónkun þar sem almenningi er sagt að þessi eða hinn merkismaðurinn segi já hljóti það að vera til fyrirmyndar.
Hængurinn er sá að fyrirsæturnar í höfðingjaauglýsingunum koma einkum úr þeim tveim starfsstéttum sem eru í hvað minnstum metum - stjórnmálamenn og fyrirtækjafólk.
Hræðsla og höfðingjaþjónkun eru ekki góðar ástæður til að segja já.
Þjóðin segir nei 9. apríl.
(Tekið héðan.)
Nýjustu færslur
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 93
- Sl. sólarhring: 319
- Sl. viku: 1667
- Frá upphafi: 1208879
Annað
- Innlit í dag: 75
- Innlit sl. viku: 1538
- Gestir í dag: 73
- IP-tölur í dag: 72
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar