Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
Mánudagur, 31. desember 2012
Gleðilegt ár
Heimssýnarbloggið óskar landsmönnum farsældar á komandi ári og þakkar fyrir lesturinn á liðnu ári.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28. desember 2012
Einstaklega vitlaus umræða?
Einn af handhöfum sannleikans um ágæti ESB hér á landi, Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir að umræðan um ESB á Íslandi sé einstaklega vitlaus og hafi ekki mikla snertifleti við staðreyndir, eftir því sem DV hefur eftir honum.
Heimur versnandi fer. Þetta er langtum verri umsögn en Eiríkur og skoðanasystkin hans gáfu áður en umræðan um ESB hófst fyrir alvöru hér á landi. Sjálfur vildi Eiríkur bæta úr með því að gefa út heila bók fyrir um tíu árum á vegum Samfylkingarinnar um ágæti ESB. Á síðustu árum hefur upplýsingaflæðið um ESB margfaldast. Við höfum Eirík og Evrópufræðasetur hans á Bifröst sem dælir reglulega út upplýsingum, við höfum Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands og Baldur Þórhallsson, sérstakan ESB-prófessor hér á landi sem kynna ýmislegt er ESB varðar, við höfum sérstaka Evrópustofu sem hefur hundruð milljóna króna til ráðstöfunar í kynningarmál, við höfum sendiráð ESB hér á landi, við höfum stærstu fjölmiðla landsins sem fjalla sérstaklega um ESB-mál og koma upplýsingum um þau fyrir með aðgengilegum hætti, við höfum Evrópusamtökin sem kynna sinn málstað og síðast en ekki síst við höfum vef Heimssýnar.
Að auki þá hafa hundruð eða þúsundir námsmanna og starfsmanna af ýmsu tagi farið í sérstakar lærdómsferðir til Brussel til að kynna sér ágæti ESB.
Samt er umræðan fyrir neðan allar hellur að mati Eiríks. Umræðan virðist aldrei ná því máli að verða Eiríki þóknanleg. Þvert á móti virðist heldur syrta í álinn.
Það eru ógrynni upplýsinga sem birt hafa verið. Ekki er ljóst hvar Eiríki finnst að upp á vanti þrátt fyrir allt upplýsingastreymið. Nú er það svo að það eru skiptar skoðanir um þennan mikilvæga málaflokk. Er kannski málið að fyrst almenningur tekur almennt ekki undir skoðanir Eiríks þá sé umræðan hér alveg einstaklega vitlaus og án snertingar við staðreyndir? Kannski er það bara framsetning Eiríks sem er alveg einstaklega vitlaus.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. desember 2012
Magakveisan lagast ekki með því að afbaka pítsuna sem henni olli
Það er merkilegt að heyra þingmann Samfylkingar halda því fram að áhrif okkar á evrópska efnahagssvæðinu (EES) séu svo lítil í samanburði við það að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu að ef við gerumst ekki hundrað prósent aðilar að ESB sé eðlilegt að segja upp samningnum um evrópska efnahagssvæðið.
Það er margt við þessa framsetningu þingmannsins, Marðar Árnasonar, að athuga.
Í fyrsta lagi gerir hann ráð fyrir að mun stærri hluti lagasetningar sé ættaður frá ESB en er raunin. Það hefur oftsinnis verð sýnt fram á að þetta sé lítill minnihluti þeirra laga sem samþykkt eru, 10-20%. Hinu má heldur ekki gleyma að Íslendingar eru aðilar að fleiri alþjóðlegum samtökum og við þurfum að setja í lög samþykktir fleiri alþjóðlegra samtaka þar sem áhrif okkar eru hverfandi.
Í öðru lagi er það draumsýn þessa þingmanns að Íslendingar myndu hafa einhver áhrif sem máli skipta á reglusetningu ESB. Með fulltrúafjölda við lagasetningu ESB sem nemur aðeins hluta úr prósenti, eða 6 af rúmlega sjö hundruð, og tiltölulega lítið embættismannakerfi og sérfræðingaveldi er ljóst að jafnvel þótt okkar fólk væri frábærlega vel gert hefði það lítið afl gegn hagsmunum stórríkjanna og stórfyrirtækjanna í álfunni.
Í þriðja lagi þá vill þingmaðurinn að Íslendingar afsali sér yfirráðum yfir þeim málaflokki sem skiptir ennþá mestu fyrir lífsafkomu okkar. Hann vill að formleg yfirráð yfir fiskimiðunum færist til Brussel gegn sáralitlum og óljósum áhrifum á lagasetningu; sem sagt vald yfir lífsafkomu okkar gegn einhverju óljósu sem skiptir líklega ekki miklu máli þegar upp er staðið.
Í fjórða lagi vekur þessi umræða alltaf upp spurningar um það hvort þau sem vilja breyta stjórnarskránni með þessum formerkjum séu mörg hver ekki fyrst og fremst að hugsa um að auðvelda fulla aðild að ESB.
Í fimmta lagi þá er það þannig að jafnvel þótt okkur hafi orðið dálítið óglatt á regluverkinu sem fylgt hefur EES-svæðinu, þá er ekkert endilega víst að það einfaldasta eða besta væri að segja EES-samningnum upp þótt sjálfsagt sé að skoða það og ræða. Uppsögn samningsins myndi fylgja óvissa og óvissa er oft dýrkeypt. Hins vegar er ljóst, samanber lið númer sex, að velferð hér á landi hefði að líkindum verið jafngóð eða betri án EES-samningsins.
Í sjötta lagi er það staðreynd að heildaráhrifin af aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu eru bæði óljós og umdeilanleg. Það er hins vegar alveg ljóst að hið mikla bankahrun hér á landi hefði ekki verið mögulegt ef við hefðum ekki verið á EES-svæðinu. Þá hefðu forystumenn bankanna ekki haft nær ótakmarkað frelsi til útrásar í Evrópu. Þá hefði landsframleiðsla hér á landi ekki dregist saman um 10% eftir bankahrunið.
Nettóáhrifin af EES-samningnum eru því örugglega neikvæð þegar litið er á þann mælikvarða sem oftast er notaður við velferðarmælingar, þ.e. framleiðsla eða tekjur á mann. En við lögum ekki þann skaða með því að yfirgefa EES-svæðið núna, ekki frekar en að við lögum magakveisu með því að endurgera matinn sem henni olli.
Laugardagur, 22. desember 2012
Áhyggjufullir hestamenn
Meira má lesa um málið hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 22. desember 2012
Jólagjafir ESB!
Það er vitað að það blundar jólasveinn í mörgum stjórnmálamanninum. Þessi sveinn kemur upp á yfirborðið með reglulegu millibili og gleður þá fjölda manna - um stund að minnsta kosti. Öll þekkjum við þessa tilhneigingu stjórnmálamanna, en þó er aðeins vitað til þess að einn þeirra hér á landi hafi nokkru sinni haft raunverulega atvinnu af faginu og það áður en hann ákvað að gerast stjórnmálamaður og spurning hvort hann hafi ekki verið búinn að hlaupa af sér jólasveinshornin þegar hann komst í alla ríkissjóðspakkana.
Nú fyrir jólin braust jólasveinninn fram í utanríkisráðherra sem lofaði landsbyggðinni stórum jólapökkum, bara ef hún væri tilbúin að ganga í ESB - og láta t.d. af hendi yfirstjórn fiskveiðimála til Brussel. Þá gæti landsbyggðin hætt þessu striti og ætti því ekkert að vera að streitast á móti aðild að jólalandinu.
Nú skulum við bara leyfa landsmönnum að ylja sér við hugsun um alls kyns jólapakka, stóra og smáa, héðan og þaðan. Vonandi fá allir sinn jólapakka.
Sumir eru meira að segja svo heppnir að þeir trúa því að þeir fái að kíkja í risastóran pakka einhvern tímann fljótlega (en reyndar vita flestir sem eru læsir hvað er í þeim pakka).
Við skulum ekkert vera að ergja okkur líkt og frændur vorir og frænkur í Svíþjóð sem ærðust yfir einum jólapakkanum sem einn kommisarinn þeirra fékk. Það var reyndar eins konar peningadæla, himinhá laun, langtum hærri en meðalsvensson hefur nokkru sinni séð og hærri en nokkur stjórnmálamaður hefur haft í Svíþjóð og það fyrir langtum minni vinnu. Við skulum ekkert vera að ergja okkur yfir því þótt trúir og dyggir ESB-jólapostular fái reglulega feita jólapakka.
Við skulum bara halda gleðileg jól.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 21. desember 2012
Misskilningur eða óskhyggja forsætisráðherra?
Það er merkilegt að Jóhanna Sigurðardóttir skuli endurtaka sama misskilninginn og aðrir úr hennar röðum hafa áður gert um faglega og tæknilega aðstoð frá ESB til að losna við gjaldeyrishöftin. Það vita allir sem fylgjast með að það er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sem hefur alla sérfræðiþekkingu sem skiptir máli í þessu efni, en ESB hefur í raun engu við að bæta. ESB sækir meira að segja sín sérfræðiráð til AGS í þessum efnum.
Gjaldeyrishöftin voru sett hér á samkvæmt ráðleggingu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sérfræðinga hans. Á meðan við unnum samkvæmt efnahagsáætlun í samstarfi við AGS var fátt gert án þess að AGS væri þar einhvers staðar með í ráðum. Jafnvel eftir að efnahagsáætluninni lauk er AGS fyrsti aðilinn til að ráðfæra sig við utan Íslands, bæði vegna þess að við erum enn skuldbundin AGS vegna þeirra lána sem við fengum, auk þess sem öll ríki leita til AGS þegar greiðslujafnaðarvandi er á höndum.
Það má minna á að löngu áður en Grikkland (og ESB) bað AGS um aðstoð hafði her sérfræðinga á vegum AGS starfað í Grikklandi í talsverðan tíma við sérfræðiráðgjöf. Sama má segja um fleiri ríki, eins og Portúgal og Írland. Það er reynsla AGS við að fást við kreppur af þessu tagi sem kemur að haldi. ESB sem slíkt hefur engu við að bæta.
Forsætisráðherra er því bara að slá ryki í augu landsmanna þegar hún heldur því fram að ESB ætli að hjálpa okkur við að losna við gjaldeyrishöftin með faglegri og tæknilegri ráðgjöf því ESB sækir alla aðstoð á því sviði til AGS. Þar sem fæstir gera sér grein fyrir þessu getur forsætisráðherra og utanríkisráðherra haldið áfram að halda þessari firru að fólki.
Sjá m.a.: Afnám hafta forsenda ESB-aðildar
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. desember 2012
Ásmundur Einar og Unnur Brá endurkjörin á aðalfundi
Ásmundur Einar Daðason alþingismaður var endurkjörinn formaður Heimssýnar á aðalfundi samtakanna sem haldinn var miðvikudaginn 12. þessa mánaðar. Unnur Brá Konráðsdóttir alþingismaður var endurkjörin varaformaður samtakanna á fundinum.
Á fundinum var farið yfir starfsemi samtakanna á liðnu ári og yfir hina pólitísku stöðu ESB-málsins hér á landi. Margir fundarmanna tóku til máls um stöðu mála. Ásmundur Einar sagði meðal annars að andstaða meðal þjóðarinnar við aðild að ESB væri að vaxa og nú væri svo komið að meirihluti þjóðarinnar væri því fylgjandi að umsóknin um aðild yrði dregin til baka. Þá sagði hann að nú væru að verða komin fjögur ár af þessari ESB-vegferð, það væri nóg og það væri kominn tími til að leggja umsóknina til hliðar.
Unnur Brá Konráðsdóttir sagði meðal annars að tryggja þyrfti góða umræðu um ESB-málin fyrir kosningarnar í vor. Hún sagði ánægjulegt að greina þann samhug sem ríkt hefði á fundinum og gott að sjá hina breiðu pólitísku samstöðu sem væri gegn aðild að ESB. Unnur Brá þakkaði Páli Vilhjálmssyni sérstaklega fyrir störf hans í þágu samtakanna, en Páll ákvað að láta af störfum á þessum tímamótum. Páll var kjörinn í stjórn samtakanna ásamt fjölda annarra, en nánari grein verður gerð fyrir aðalfundinum fljótlega.
Fimmtudagur, 20. desember 2012
ESB-fulltrúar í halarófu til Íslands
Það er ljóst að ESB hefur hert áróður um eigið ágæti á Íslandi. Sendifulltrúar og ráðamenn frá ESB-ríkjum koma nú í röðum til að vitna um ágæti ESB og þeir reyna að telja Íslendingum trú um að best sé að vera ESB-megin í tilverunni. Síðast í gær var það utanríkisráðherra Eistlands, en hann er bara einn í röðinni af mörgum sem hingað koma.
Sjá hér:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/19/sau_kostina_vid_adildina/
og hér:
http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1273588/
Það er ekkert skrýtið að vinir okkar í Eistlandi taki jákvæðan efnahagslegan kipp upp á við eftir að hafa verið langt niðri í fjölmarga áratugi. Það er alþekkt. Það er hins vegar gífurlegur munur á stöðu og gerð íslensks og eistnesks hagkerfis og samfélags og væri efni í mun lengri pistil.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 11. desember 2012
Evran gengisfellir Ítalíu, færir Berlusconi völdin
Ítalía þarf að bæta samkeppnisstöðu sína sem nemur um 30 prósentum. Ef Ítalía væri með sjálfstæða mynt, líruna, mynd gengið lækka, útflutningur aukast og hagvöxtur kæmi í kjölfarið. En Ítalía er með evru og getur sig hvergi hrært í peningamálum. Í stað þess að gjaldmiðillinn fellur þá brotnar hagkerfið.
Þjáning Ítala kemur fram í stórauknu atvinnuleysi og fjöldagjaldþrotum. Leiðin sem starfsstjórn Mario Monti fer, svokölluð ,,innri gengisfelling" er bæði seinfær og stuðlar að innanlandsólgu þegar þjóðfélagshópar reyna að verja sína vígstöðu.
Ítalir virðast ætla að veðja á ,,óhefðbundinn" stjórnmálamann eins og Berlusconi sem talar fyrir andstöðu við kennivaldinu í Brussel sem boðar að fyrr skuli hagkerfi Suður-Evrópu í rúst en að undið sé ofan af evrunni. - pv
Telur Monti of hallan undir Þýskaland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. desember 2012
Heimssýn styður VG, Samfylkinguna...
Þá vitum við það: Heimssýn styður alla stjórnmálaflokka jafnt og gerir ekki upp á milli þeirra.
Ætli Heimssýn komi til greina til friðarverðlauna Nóbels á næsta ári?
Páll Vilhjálmsson
Yfirlýsing Ásmundar Einar er svohljóðandi:
Heimssýn heldur úti bloggsíðu á vefslóðinni heimssyn.blog.is þar sem fjallað er um dagleg mál sem tengjast umsókn Íslands um aðild að ESB. Vegna bloggfærslna sem birtust um helgina og varða m.a. málefni Vinstri grænna þá vill undirritaður koma eftirfarandi á framfæri:
Heimssýn er þverpólitísk fjöldahreyfing sem hefur það markmiði að berjast gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Félagsmenn skipta þúsundum, eru búsettir um allt land og eru sammála um það eitt að framtíð Íslands sé betur borgið utan ESB.
Bloggfærslur sem birtast á bloggsíðu samtakanna eru hins vegar alfarið á ábyrgð pistlahöfunda. Bloggfærslur um málefni Vinstri grænna sem birtust um helgina endurspegla ekki samþykkta stefnu Heimssýnar, sem er fyrst og síðast að berjast gegn aðild Íslands að ESB. Stjórn Heimssýnar hefur ekki haft tækifæri til að funda en undirritaður, ásamt þeim stjórnarmönnum sem náðst hefur í, eru ósammála umræddum bloggfærslum og harma birtingu þeirra.
Heimssýn hefur og mun aldrei hafa það að markmiði að berjast gegn ákveðnum stjórnmálaflokkum. Aldrei hefur verið mikilvægara að ESB-andstæðingar fylki liði óháð pólitískum skoðunum. Stöndum saman og segjum Nei við ESB!
Ekki í nafni Heimssýnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Stór hagkerfi hökta rétt eins og lítil
- Evran er aukaatriði
- Skólabókardæmi um fallbyssufóður og gildi sjálfstæðis
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í lei...
- Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni
- Samkvæmisleikur Evrópusambandssinna
- Stóri misskilningurinn
- Uppeldisfræðileg nýlunda
- Yfir lækinn til að sækja sér vatn
- Það er ástæða
- Rýrt umboð, eina ferðina enn
- Það er augljóst
- 10 milljarðar eru lika peningar
- Alvöru spilling
- Alvöru sparnaður
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 55
- Sl. sólarhring: 259
- Sl. viku: 2157
- Frá upphafi: 1187938
Annað
- Innlit í dag: 52
- Innlit sl. viku: 1930
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 49
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar