Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Sunnudagur, 30. september 2012
Össur boðar fullveldi og sjálfstæða mynt í New York
Aðaltalsmaður ESB-umsóknar Íslands, Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, eyddi ekki einu orði á Evrópusambandið og umsóknina í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðuþjóðanna. Þvert á móti auglýsti hann eymd atvinnuleysis í Evrópu og lagði áherslu á að íslenska leiðin út úr kreppunni virkaði.
Hér er sá bútur ræðunnar sem fjallar um viðspyrnu úr kreppu og hvernig Ísland stendur betur að vígi en löndin í Evrópu.
Times have been tough in Iceland. In the recession in Europe we were the first country down, but we were also the first country up. If there is any lesson to be drawn from the Icelandic recovery it is that austerity doesn't work on it's own. Iceland certainly went through her share of austerity, but we also raised taxes, especially on the wealthy, and used the revenue to stimulate growth and ensure the welfare system was intact. Today, we have some of the lowest unemployment in Europe, and robust economic growth. The Icelandic model works.
Ef reynslurökin sýna ótvírætt að fullveldi og sjálfstæð mynt sé forsenda þess að komast skikkanlega úr kreppu hvers vegna er Ísland þá með standandi umsókn um aðild að Evrópusambandinu?
Netanyahu - rífðu niður vegginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 29. september 2012
Merkel vill sameiginleg fjárlög evru-landanna
Þjóðverjar ætla að leggja fram tillögu á næsta leiðtogafundi evru-ríkjanna 17 að þau taki upp sameiginleg fjárlög. Þessi tillaga er róttækasta hugmyndin sem komið hefur fram um lausn á kreppunni sem kennd er við sameiginlegan gjaldmiðil Evrópusambandsins.
Die Welt segir að hugmyndin sé til þess ætluð að kveða í kútinn umræðu um sameiginlega skuldabréfaútgáfu evru-ríkjanna. Rök þýsku ríkisstjórnarinnar er að með sameiginlegum fjárlögum fylgist að fjármagn og ábyrgð.
Sameiginleg fjárlög fælu í sér stóraukinn samruna evru-landanna 17og þau yrðu viðskila við hin tíu sem eru í Evrópusambandinu en búa við eigin gjaldmiðil.
Þurfa 59,3 milljarða evra fjárhagsaðstoð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 28. september 2012
ASÍ lokar á lýðræðið, styður Samfylkingu
Alþýðusamband Ísland á að heita samtök í almannaþágu. Samtök í þágu Samfylkingar væri meira réttnefni. Forysta ASÍ styður í blindni stefnu Samfylkingar að Ísland skuli verða aðili að Evrópusambandinu. ASÍ-forystan hefur ekki haft fyrir því að spyrja félagsmenn sína hvort þeir vilja inngöngu í samband sem festir í sessi langtímaatvinnuleysi og skilur eftir sig sviðna jörð í jaðarríkjum.
Verkalýðsfélög vítt og breitt í Evrópusambandinu standa fyrir verkföllum til að mótmæla stefnu sambandsins sem veldur 20 til 30 prósent atvinnuleysi í löndum eins og Írlandi, Portúgal, Spáni og Grikklandi. Forysta ASÍ, sem iðulega gumar af sterkum tengslum við verkalýðshreyfinguna í Evrópu, steinþegir um þjáningar launafólks í löndum Evrópusambandsins.
Blind þjónkun forystu ASÍ við þrönga flokkshagsmuni Samfylkingar er andstæð grundvallarhagsmunum launafólks.
ASÍ tjái sig ekki um ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. september 2012
Jóhanna er hætt að ræða ESB-umsóknina
Toppkratinn frá Bretlandi, David Milliband, kom til Íslands og sagði á opnum fundi að Evrópusambandið væri í tilvistarvanda og myndi ekki komast í gegnum brimskaflinn í heilu lagi - ef það kæmist yfir höfuð úr öldurótinu en sykki ekki til botns með evrunni.
Síðan skreppur Milliband á einkafund með toppkratanum á Íslandi sem hingað til hefur verið býsna skilningssljór á stöðu mála í Evrópusambandinu. Jóhanna Sig. forsætis fær lof frá þeim breska fyrir hagvöxt með krónu og lágt atvinnuleysi utan Evrópusambandsins.
Í fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins segir að toppkratarnir hafi rætt ,,Evrópumál." Ekki er vikið einu orði að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Ætli Jóhanna Sig. sé loksins að fatta að umsóknin sé dauð?
Jóhanna fundaði með Miliband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 26. september 2012
Grikkir og ónýta evran
Evran er gjaldmiðill sem skilur eftir sig sviðna jörð í jaðarríkjum Evrópusambandsins. Aðild að Evrópusambandinu með evru sem viðbót er ávísun á efnahagshrun, pólitískt öngþveit og síðast en ekki síst bjargleysi.
Þrátt fyrir samfélagslega upplausn í Grikklandi þorir þjóðin ekki að varpa af sér oki evrunnar.
Aðild að Evrópusambandinu og evru-samstarfi er uppskrift að langvarandi eymd og volæði.
Allsherjarverkfall í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. september 2012
Heimskreppan herðir tökin
Heimskreppan á upptök sín í Bandaríkjunum annars vegar og hins vegar í Evrópusambandinu, sérstaklega evru-ríkjunum 17. Til að komast úr kreppunni þurfa þessi svæði hagvöxt. Til skamms tíma stóðu vonir til að eftirspurn í Kína og frá löndum eins og Brasilíu og Rússlandi myndi slá á kreppuna.
Ekki lengur. Kína stendur frammi fyrir snarminnkuðum hagvexti og útlitið er ekki bjart hjá nýmarkaðslöndum.
Samhliða er komin þreyta í evru-ríkin sem horfa fram á enn eitt niðurskurðarárið. Það er stórt gat í fjárlögum Grikkja og þeir þurfa nýjan björgunarpakka innan fárra mánaða. Ríkisstjórn Portúgals stendur höllum fæti eftir að þjóðin hafnaði skattahækkunarstefnu sem kom ofan á niðurskurð síðustu ára.
Heimskreppan mun bíta á næsta ári.
IMF boðar lækkun hagvaxtarspár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. september 2012
Evra og tvískipt ESB
Af 27 þjóðum Evrópusambandsins eru 17 með evru sem gjaldmiðil. Meðal ríkja sem standa utan evru-samstarfsins eru Bretland, Danmörk, Svíþjóð og Pólland. Ekkert þessara ríkja mun taka upp evru í fyrirsjáanlegri framtíð.
Einn af höfundum evru-samstarfsins, Yves-Thibault de Silguy, var hér í heimsókn í síðustu viku. Í viðtali við Fréttablaðið viðurkennir hann að tveggja hraða Evrópusamband er orðið að veruleika.
ESB er náttúrulega tvískipt nú þegar. Það eru 27 ríki í ESB en bara 17 þeirra nota evruna. Mörg ríkjanna sem eru utan þess uppfylla enn ekki skilyrðin en önnur eru efins um upptöku evru. Ég held að það sé nauðsynlegt að auka efnahagslega samþættingu evruríkja og ég held að það verði gert. Þau ríki sem eru efins um upptöku evru verða án efa óánægð með það en þau munu að lokum sætta sig við það ef lögð verður nægileg áhersla á að þetta er opið kerfi.
Evru-ríkin innan ESB munu á næstu árum freista þess að komast yfir kreppuna sem stefnir sjálfri tilvist evru-samstarfsins í voða. Á meðan þeirri vegferð stendur munu þau ríki sem standa utan samstarfsins og eiga eitthvað undir sér ekki láta sér til hugar koma að ganga til samstarfs um gjaldmiðil í tilvistarvanda.
Mikil einföldun að ESB-aðild snúist um evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. september 2012
Krónan, evran og pólitíski vandinn
Gjaldmiðlar sem slíkir valda ekki kreppu. Mistæk hagstjórn er nærtækasti sökudólgurinn á efnahagskreppu, þegar óviðráðanlegum aðstæðum sleppir, s.s. náttúruhamförum.
Mistök í hagstjórn eru ástæður kreppunnar á Íslandi og Evrópusambandinu. Íslendingar hafa leiðrétt sín mistök, afskrifað ónýtar skuldir og sett banka í gjaldþrot. Evrópusambandið á eftir að leiðrétta mistökin.
Með krónu og fullveldi tókst Íslendingum að leysa hagsstjórnarvandann fljótt og vel í þágu almennings. Með evru og skert fullveldi tekst þeim 17 ríkjum sem mynda evruna ekki að klára sín mál svo vit sé í.
Reynslurökin eru einhlít: það borgar sig að hafa eigin gjaldmiðil og fullveldi. Punktur.
Evran notuð sem blóraböggull | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 22. september 2012
Atvinnulífið hafnar evru og ESB-aðild
Katrín Pétursdóttir forstjóri Lýsis talaði fyrir munn margra atvinnurekenda þegar hún hafnaði upptöku evru í fyrirsjáanlegri framtíð. Katrín sagði mörg önnur brýnni verkefni í efnhagsmálum landsins en að taka upp evru.
Skýrsla Seðalbanka Íslands geymir mörg sterk rök fyrir afstöðu Katrínar. Hér eru nokkur dæmi
... evrusvæðið glímir nú við flókið samspil margvíslegra erfiðleika sem gætu í
versta tilviki ógnað sjálfri tilvist þess, ef fjarar undan pólitískum stuðningi
við myntbandalagið. Þeir efnahagslegu og fjármálalegu erfiðleikar sem við er að
glíma á evrusvæðinu eiga að hluta til rætur að rekja til þess að ásamt
Bandaríkjunum, Bretlandi og Sviss var evrusvæðið ein af upptökum
fjármálakreppunnar sem hófst um mitt ár 2007 og náði hámarki haustið 2008."
(bls. 59)
Ennfremur:
Íslensk hagsveifla hefur verið í takmörkuðum tengslum við hagsveiflur
evrusvæðisins og reyndar flestra annarra svæða og ríkja. Gerð íslenskrar
útflutningsstarfsemi er einnig nokkuð frábrugðin því sem þekkist meðal annarra
þróaðra ríkja." (bls. 60)
Og þetta:
Aðild að evrusvæðinu fylgir hins vegar einnig áhætta fyrir Ísland. Ekki yrði
lengur hægt að beita sjálfstæðri peningastefnu og sveigjanlegu gengi til að
draga úr áhrifum áfalla og hraða aðlögun þjóðarbúsins að breyttum þjóðartekjum.
Þessi möguleiki hefur við vissar aðstæður nýst Íslendingum." (bls. 62)
Jafnframt kemur fram í glærukynningu forsvarsmanna bankans um skýrsluna þetta:
En Ísland er enn í þeim hópi Evrópuríkja sem minnstan ábata hefðu af
EMU-aðild..."
Upptaka evru ekki tímabær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2012
Hálf-dauð evra og líkfylgd Samfylkingar
Evran skilur eftir sig sviðna jörð á Írlandi, Spáni, Portúgal, Grikklandi og Ítalíu. Kostirnir sem evru-þjóðirnar 17 standa frammi fyrir verða æ skýrari. Annað tveggja að stofna til ríkisvalds utanum evruna, nokkurs konar Stór-Evrópu, eða að vinda ofan af gjaldmiðlasamstarfinu.
Rómanska myntsamstarfið frá 1865, sem var sögulegur forveri evru-samstarfsins, var áratugi að liðast í sundur. Ef evran springur ekki með hvelli gæti hún hökt og skrölt um langa hríð.
Engin þjóð með viti lætur sér til hugar koma að ganga inn í evru-samstarfið um þessar mundir. Nema, auðvitað, þjóð sem býr svo illa að hafa yfir sér stjórnvald eins og Samfylkinguna sem ólm vill að Ísland fylgi evrunni síðasta spölinn inn í fyrirséðar hörmungar.
Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
- Undarleg hugmynd og greiningar Benediks, Hjartar og Jóns
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 1
- Sl. sólarhring: 110
- Sl. viku: 1964
- Frá upphafi: 1176818
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1789
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar