Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2012

Evru-kreppan gerbreytir ESB

Valdhafar í Evrópusambandinu og stćrstu ađildarríkjunum, Ţýskalandi og Frakklandi, eru sannfćrđir um ađ evran fái ekki stađist nema stóraukin miđstýring verđi tekin upp á efnahags- og atvinnumálum evru-ríkjanna.

Í Evrópusambandinu eru 27 ríki en ađeins 17 ţeirra eru međ evruna sem gjaldmiđil. Ţau tíu sem fyrir utan standa munu ekki beygja sig undir auka miđstýringu frá Brussel, - einfaldlega vegna ţess ađ ţau eru ekki hluti af evru-samstarfinu.

Hér er kominn vísir ađ tveggja hrađa Evrópusambandi, ţar sem evru-kjarninn fćrist nćr ţví ađ verđa sambandsríki en hin tíu ríkin mynda ytri hring samstarfsins.

Ţađ mun taka fjölda ára ađ rćđa og ţróa ţćr hugmyndir um framtíđ Evrópusambandsins og enn fleiri ár ađ hrinda ţeim í framkvćmd.

Enginn veit hvernig evru-samstarfinu og sjálfu Evrópusambandinu mun reiđa af nćstu árin. Ef til vćri einföld lausn á vandanum vćri löngu búiđ ađ finna hana.

Á međan Evrópusambandiđ vinnur sig í gegnum tilvistarvanda sinn eiga Íslendingar vitanlega ađ halda sér í öruggri fjarlćgđ - og afturkalla umsóknina um ađild.


mbl.is Kjörinn forseti skipi „evrópska ríkisstjórn“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran útilokar ESB-ađild Íslands

Evru-kreppan sem 17 af 27 ríkjum Evrópusambandsins glíma viđ mun ekki leysast á fáum árum, eins og Össur Skarphéđinsson virđist halda. Í erlendri umrćđu er gert ráđ fyrir ađ togstreitan milli ríku ţjóđanna í norđri og ţeirra fátćku í suđri muni halda evrunni í spennitreyju um mörg ókomin ár.

Allir lćsir á erlenda umrćđu sjá ađ í meginatriđum getur evru-kreppan fariđ á tvo vegu. Í fyrsta lagi ađ evru-ríkjunum takist ađ smíđa ríkisvald í kringum gjaldmiđilinn sem fćli í sér miđstýrđa fjárlagagerđ og greiđslujöfnun milli norđurs og suđurs. Í öđru lagi ađ evru-samstarfiđ liđist í sundur, ýmist alfariđ og evran falli út sem gjaldmiđill, eđa ađ ţeim fćkki sem nota evruna.

Á međan evru-ríkin 17 glíma viđ gjaldmiđilinn munu ţau tíu sem eru í Evrópusambandinu, en deila ekki sameiginlegum gjaldmiđli, endurskođa samstarfiđ viđ evru-ríkin. Engar líkur eru á ţví ađ Bretland, Danmörk, Svíţjóđ og Pólland taki upp evru í fyrirsjánlegri framtíđ, - eđa nćstu fimm til tíu árin.

Ađildarsinnar og andstćđingar ađildar Íslands ađ Evrópusambandinu virđast samstíga í ađ draga ţá niđurstöđu ađ valiđ á milli gjaldmiđla á Íslandi er króna eđa evra. Á bakviđ ţessa niđurstöđu liggur sannfćring í báđum herbúđum ađ nýr gjaldmiđill sé meginröksemd fyrir ađild Íslands ađ Evrópusambandinu. Ţegar ţađ liggur fyrir ađ evran verđur í uppnámi nćstu árin og Evrópusambandiđ sömuleiđis er einbođiđ ađ gera hlé á viđrćđum viđ Evrópusambandiđ um ađild Íslands.

(Tekiđ héđan)


mbl.is Illugi vill gera hlé á ESB-viđrćđum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Evran, krónan og stjórnmálin

Íslensk stjórnmál hafa leikiđ krónuna hart. Í áratugi hefur krónan tapađ verđgildi sínu hrađar en flestir gjaldmiđlar á byggđu bóli. Evrópsk stjórnmál hafa variđ verđmćti evrunnar ţokkalega í ţann áratug sem hún hefur starfađ. En ţađ hefur kostađ óheyrilegar fórnir í Írlandi, Grikklandi, Portúgal, Spáni og Ítalíu ţar sem atvinnuleysi upp á tugi prósenta og efnahagslegur samdráttur halda uppi verđgildi evrunnar.

Stjórnmál og gjaldmiđill eru tvćr hliđar á sömu mynt. Ţađ sést á smáum hagkerfum eins og ţví íslenska og jafnframt á stórum hagkerfum, samanber evru-ríkjunum.

Á međan viđ höldum krónunni eru ţađ íslensk stjórnmál sem ráđa úrslitum um vegferđ hennar. Ef viđ tökum upp evru ţá stjórna evrópsk stjórnmál ferđinni. Fyrir ţá sem telja fullveldi og forrćđi eigin mála forsendu fyrir hagsćld ţjóđarinnar er valiđ einfalt: krónan blífur.


mbl.is Lítill ábati af evruađild
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Einangrun Samfylkingar stađfest

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem vill halda til streitu ESB-umsókninni. Vinstri grćnir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstćđisflokkurinn eru allir međ stefnu um ađ Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins.

Ţegar Bjarni Benediktsson formađur Sjálfstćđisflokksins segir ađ fyrsta verk sitt skuli vera ađ slíta viđrćđunum viđ Evrópusambandiđ er hann ađ bođa stefnu flokksins í samrćmi viđ samţykkt landsfundar. Ţar segir í stjórnmálaályktun

Landsfundur ályktar ađ gera skuli hlé á ađildarviđrćđum viđ Evrópusambandiđ og ţćr ekki hafnar ađ nýju nema ţađ verđi samţykkt í ţjóđaratkvćđagreiđslu.

Samfylkingarmenn geta bariđ hausnum viđ steininn eins lengi og ţeir vilja en niđurstađan er óhjákvćmileg: eina leiđin til ađ hćgt sé ađ halda lífi í ESB-umsókninni er ađ Samfylkingin fá hreinan meirihluta á alţingi eftir nćstu kosningar.

Og hversu líklegt er ţađ?


mbl.is Fyrsta verk ađ stöđva viđrćđurnar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Meginlands-Evrópa í eina átt, Jađar-Evrópa í ađra

Evru-ríkin 17 freista ţess ađ setja saman miđstýrt regluverk til ađ sameiginlegur gjaldmiđill fái stađist. Miđstýrđa regluverkiđ verđur í formi yfirţjóđlegs valds yfir bankastarfsemi evru-ríkjanna annars vegar og hins vegar yfir ríkisfjármálum sömu ríkja.

Ţau lönd sem standa utan evru-samstarfis en eru í ESB, s.s. Bretland, Danmörk, Svíţjóđ og Pólland, munu ekki um fyrirsjáanlega framtíđ ganga til liđs viđ evru-ríkin.

Fréttir af vinnufundi ESB-ráđherra um bankaeftirlit sýnir ađ ţau ríki sem ekki eru í evru-samstarfi ćtla sér ađ standa utan viđ regluverkiđ.

Líklega kemur ekki í ljós fyrr en eftir fimm til tíu ár hvort evru-ríkjunum heppnast ćtlunarverk sitt. Jađar-Evrópa mun standa álengdar og halda yfirráđum yfir sínum fjármálastofnunum og fjárlögum. Ísland sem er á ysta jađri Evrópu ćtti vitanlega ekki heldur ađ gefa fćri á sér.


mbl.is Bretar endursemji um veruna í ESB
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Letingjar í utanríkisráđuneytinu

Stefán Haukur Jóhannesson ađalsamningamađur Íslands gagnvart Evrópusambandinu hefur haft meira en ţrjú ár ađ móta samningsafstöđu Íslands í sjávarútvegsmálum. Stefán Haukur verđur seint sakađur um ađ vera iđjusamur embćttismađur.

Í frétt RÚV um framvindu verksins segir

Stefán Haukur sagđi vinnu viđ samningsmarkmiđ í sjávarútvegsmálum í fullum gangi.

Í ,,fullum gangi" eftir rúm ţrjú ár. Hvers konar vinnubrögđ eru ţetta? Til hvers ađ halda uppi embćttismannaliđi sem ekki getur sett saman samningsmarkmiđ á skemmri tíma en ţrem árum?

Hvađa leiksýning er hér í gangi? Hvers vegna á ţjóđin ađ borga fyrir ţennan sirkus?


Lengt í hengingaról Grikkja

Bjartsýnustu spár um Grikkland segja ađ eftir tíu ár rúm, áriđ 2024, sjái ţjóđin til sólar efnahagslega. Ţegar nú er rćtt um ađ lengja ţann tíma sem Grikkland fćr til ađ engjast í spennitreyju evrunnar ţá er ţađ ekki hjálprćđi ţótt ţađ kunni ađ hljóma ţannig.

Meiri lán eđa lengri tími breytir ekki grundvallarstađreynd grísks efnahagslífs ađ ţađ er ekki samkeppnisfćrt. Til ađ gera landiđ samkeppnisfćrt og ţar opna fyrir vaxtarmöguleika ţarf gengisfellinu. Sem er ekki í bođi í evru-samstarfi.

Ţađ er langt í 2024 og harla ólíklegt ađ Grikkir verđi enn í evru-samstarfinu ţá. Raunar er vafamál hvort evran verđi enn til ađ tíu árum liđnum.


mbl.is Fá meiri tíma en ekki meiri peninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jóhanna ţegir um umsóknina: ESB-sinnar kveinka sér

Í stefnurćđu forsćtisráđherra segir ekki stakt orđ um ESB-umsókn Íslands. Ef raunveruleg sannfćring vćri ađ baki umsóknarinnar myndi stefnurćđan setja fram rök til stuđnings málinu og hvetja til baráttu.

Ekkert slíkt heyrđist frá Jóhönnu Sig. Erki-ESB-sinnar eins og Ţorsteinn Pálsson, trúnađarmađur Össurar Skarphéđinssonar, furđa sig á ţögn forsćtisráđherra um stćrsta mál ríkisstjórnarinnar og segja ađ svo virđist sem ESB-umsóknin sé ekki á dagskrá forsćtisráđherra.

Kannski er ţađ svo ađ Jóhanna Sigurđardóttir veit ađ ESB-umsóknin er dauđ - ţótt jarđaförin hafi ekki enn fariđ fram.

 


mbl.is Fullt tilefni til bjartsýni og sóknar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Barroso: ESB verđi sambandsríki

Eftirfarandi er af RÚV.

Evrópusambandiđ ţarf ađ ţróast í ađ verđa sambandsríki. Ţetta sagđi José Manuel Barroso, forseti framkvćmdastjórnar Evrópusambandsins, í árlegri stefnurćđu sinni frammi fyrir Evrópuţinginu í morgun.

Ađ hans mati ţarf ESB ađ verđa sambandsríki ţjóđríkja eins og hann orđar ţađ, eins konar Bandaríki Evrópu. Ađildarríkin ţurfi ađ deila fullveldi sínu svo hvert ríki og hver borgari geti haft meiri stjórn á hlutskipti sínu. Ţađ vćru mistök ađ láta ţjóđernishyggju og popúlisma ráđa ferđinni í óvissunni sem nú ríkir. Barroso tók fram ađ til ađ mynda slíkt ríki ţyrftu ađildarríkin ađ samţykkja nýjan sáttmála ţess efnis.

Ísland er međ standandi umsókn um ađild ađ Evrópusambandi sem stefnri ađ ţví ađ verđa sambandsríki. Er ekki nóg komiđ?


Líruvćđing evrunnar - pólitíkin yfirtekur hagstjórnina

Ađalhagfrćđingur ţýska Commerzbankans segir fyrirhuguđ skuldabréfakaup Seđlabanka Evrópu fela í sér ađ evru-svćđiđ verđi rekiđ á ítölskum forsendum međ tilheyrandi óđaverđbólgu sem einkenndi ítalskt efnahagslíf fyrir daga evrunnar.

Die Weltsegir frá greiningu hagfrćđingsins Jörg Krämer en viđhorf hans endurspegla algengt sjónarmiđ í Ţýskalandi. Krämer telur ađ skuldabréfakaup Seđlabanka Evrópu ásamt lágum vöxtum muni hleypa af stađ verđbólgu.

Á nćstu fimm til tíu árum mun verđbólgan vaxa og Seđlabankinn, sem ţegar hefur selt sálu sína til stjórnmálamanna, mun ekki hćkka vexti nógu skarpt nógu snemma til ađ fá nokkru viđ ráđiđ. Verđbólgan mun grafa undan samkeppnishćfni ţýsks iđnađar og útflutningsatvinnugreina.

Mađur ţarf ađ vera samfylkingarmađur undir fávísisfeldi til ađ trúa ţví ađ evran eigi framtíđ fyrir sér.

 


mbl.is AGS vill taka ţátt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

Heimilisfang: Ármúla 6, 108 Reykjavík.

Sími 859 9107.


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri fćrslur

Nóv. 2019
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 37
  • Sl. sólarhring: 46
  • Sl. viku: 620
  • Frá upphafi: 969448

Annađ

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 28
  • IP-tölur í dag: 27

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband