Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
Mánudagur, 10. september 2012
Draghi-áætlunin eykur líkur á brotthvarfi Grikkja
Áætlun Draghi seðlabankastjóra um kaup Evrópska seðlabankans á ríkisskuldabréfum Suður-Evrópu eykur líkurnar á brotthvarfi Grikkja úr evru-samstarfinu. Draghi-áætlunin dregur úr smithættu annarra Suður-Evrópuríkja fari svo að Grikkir falli útbyrðis.
Grikkir eru enn og aftur komnir í vandræði með að standa við skuldbindingar sínar vegna neyðarlána sem þeir fá frá Evrópusambandinu og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Brotthvarf Grikkja næstu mánuði úr evru-samstarfinu gæti orðið dramatískur viðburður. Enn dramatískari yrði þó uppgangur grísks efnahagslífs eftir að losna úr viðjum evrunnar, spáir Roger Bootle.
Með samkeppnishæfan gjaldmiðil myndi Grikkland skjóta Spáni og Ítalíu ref fyrir rass á sviðum eins og ferðaþjónustu og ólífuræktun. Hætt er við að þeim fjölgi á Spáni sem vilja peseta og Ítölum sem vilja líru.
![]() |
22% vilja peseta á ný en 70% evruna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 9. september 2012
Endimörk stjórnmálanna á evru-svæðinu
Þýskir kjósendur geta ekki náð í skottið á spænskum stjórnmálamönnum sem sólunda þýsku skattfé. Aftur á móti geta þeir hafnað þýskum stjórnmálamönnum sem afhenda Spánverjum óútfylltan tékka með opinni heimild á þýskt skattfé.
Kosningar verða í Þýskalandi á næsta ári. Evru-kreppan verður líklega eitt mesta álitamálið í kosningabaráttunni. Stefna þýskra stjórnvalda hingað til er að veita fé til bjargar skuldugum evru-ríkjum gegn því að viðkomandi ríki taki til í ríkisfjármálum sínum.
Suður-Evrópa glímir við vítahring niðurskurðar og samdráttar. Niðurskurðurinn eykur samdrátt efnahagskerfisins sem aftur kallar á meiri niðurskurð.
George Soros fjármálavitringur segir núverandi stefnu gagnvart Suður-Evrópu ávísun á efnahagslega stöðnun í álfunni næstu fimm til tíu árin.
Til að breyta stöðu mála, segir Soros, þarf Þýskaland að kannast við ábyrgð sína og taka forystu við endurreisn Suður-Evrópu. En það gerist ekki nema með stórauknu miðstýringarvaldi. Og ætli Pedro og Giuseppe finnist sniðugt að sá þýski Wolfgang stýri öllu því sem máli skiptir í ríkisfjármálum Spánverja og Ítala. Varla.
Hér er kominn kjarni málsins: evran þvingar fram endimörk stjórnmálanna. Og það eru einmitt þau sömu stjórnmál og halda Evrópusambandinu gangandi. Þegar stjórnmál koma að endimörkum sínum þá hætta þau að virka.
![]() |
Schäuble varar skuldsett evruríki við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 8. september 2012
Hægri krókur og vinstra högg á evru
Tvær snjallar greinar um síðustu vendingar í evru-kreppunni eru á boðstólum í netheimum í dag. Björn Bjarnason rekur á Evrópuvaktinnihvaða umfjöllun ákvörðun Draghi seðlabankastjóra evru-svæðis fær í þýskum fjölmiðlum. Björn dregur saman og segir
Mario Draghi sagði á ráðstefnu í London daginn fyrir Olympíuleikana að hann ætlaði að gera allt sem hann gæti til að bjarga evrunni, hún mundi lifa. Hann hefur nú gert það. Þýskir stjórnmálamenn segjast sætta sig við það, segjast ekki mega ræða efni málsins en minna á pólitísku skilyrðin sem talin eru niðurlægjandi í Madrid og Róm. Halda ekki allir andlitinu eða hvað? Vandinn er sá að hvorki evrunni er ekki borgið né vandi skuldaþjóðanna leystur. Hvílíkt sjónarspil.
Á hinum pólnum skrifar Vinstrivaktinum Roubini, hagfræðingsins sem sagði fyrir um upphaf kreppunnar, hvaða afstöðu hann tekur til síðustu evru-reddingarinnar.
Roubini sagði fyrir nokkrum dögum á alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál við Comovatn á vegum Ambrosetti Forum: Aðgerðir Seðlabanka Evrópu breyta engu. Evrukreppan stendur enn yfir". Ef Evrópuríkin stöðva ekki samdráttarþróunina og gefa fólkinu í jaðarríkjunum einhverja von- ekki á næstu fimm árum heldur á næstu 12 mánuðum- verður hið pólitíska bakslag yfirþyrmandi, með verkföllum, óeirðum og falli veikra ríkisstjórna."
Neðanmáls er þess að geta að bjartsýnustu spár gera ráð fyrir að Grikkir sjái til sólar einhvern tíma eftir árið 2024, - haldi þeir evrunni.
Föstudagur, 7. september 2012
Ekki stórskotalið, heldur baunabyssa
Tilraun Draghi seðlabankastjóra að lækka lántökukostnað Suður-Evrópuríkja er ekki stórskotaárás á vanda evru-samstarfsins heldur baunabyssuskot út í loftið, segir Jeremy Warner hjá Telegraph. Til að evru-samstarfið virki þarf fullveðja ríkisvald á bakvið gjaldmiðilinn. Niðurlagið hjá Warner sýnir málið í hnotskurn
Monetary union is never going to work as a collection of fiscally and politically independent states. Draghi has bought time but he is still a million miles away from lasting resolution. Only the politicians can provide that and, so far, theyve shown very little inclination to do so.
Einmitt.
![]() |
Stórskotaárás á hendur skuldakreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 6. september 2012
Sex daga vinnuvika í boði ESB
Ef Grikkir ætla að halda sér í evru-samstarfinu verða þeir að taka upp sex daga vinnuviku, segir í skjali sem var dreift í gríska stjórnkerfinu í síðustu viku, að sögn EU-Observer.
Í evru-samstarfinu er útilokað fyrir Grikki að lækka kostnað með gengisfellingu og svokölluð ,,innri gengisfelling" með lækkun launa skilar sér seint og illa - þar fyrir utan er stórtækt skattasvindl landlægt.
Með kröfu um sex daga vinnuviku er Evrópusambandið að senda skilaboð um að þolinmæði gagnvart Grikkjum sé á enda.
Miðvikudagur, 5. september 2012
Össur: Vinstri grænir bera ábyrgð á ESB-umsókninni
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagði við Fréttablaðið þriðjudaginn 4. ágúst að hann minntist þess ekki að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hafi bókað fyrirvara við samningsafstöðu Íslands í peningamálum vegna aðildarferlisins inn í Evrópusambandið.
Í kvöldfréttum RÚV sama dag er minnið komið í lag hjá Össuri og hann viðurkennir bókun innanríkisráðherra. En Össur neitar að fyrirvari Ögmundar hafi nokkur áhrif á aðildarferlið þótt trúnaðarmaður utanríkisráðherra, Þorsteinn Pálsson, hafi áður sagt að ef ríkisstjórnin sé ekki einhuga um samningsafstöðu Íslands þá sé sjálfhætt.
Hjá Össuri heitir það ekki lengur að ríkisstjórn eða alþingi ákveði líf eða dauða ESB-umsóknarinnar. Nei, núna er það ,,samstarfsflokkurinn" sem er með málið í hendi sér - þ.e. VG. Þetta segir í frétt RÚV
Utanríkisráðherra staðfestir að fyrirvararnir hafi verið bókaðir í ríkisstjórninni, en þeir hafi engin áhrif á aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið. Bókanir einstakra ráðherra í þessum efnum skipta ekki sköpum. Þar ræður fyrst og fremst afstaða sitt hvors stjórnarflokksins. Ef annar þeirra myndi stappa niður fæti, þyrfu menn auðvitað að skoða það, en það hefur ekki verið gert, segir Össur Skarphéðinsson. Hann er ekki sammála því sem haldið hefur verið fram að ráðherra sem setji sig gegn stefnu ríkisstjórnarinnar eigi að segja af sér. Ég hef sjálfur bókað gegn vilja forsætisráðherra, í annarri ríkisstjórn að vísu, og mér var hvorki fleygt út né gekk ég á dyr.
Össur er ekki með ríkisstjórnina á bakvið ESB-umsóknina og meirihluti alþingismanna er á mót. En Össur kætist yfir því að VG heldur hlífiskildi yfir gæluverkefni Samfylkingar um koma Íslandi inn í Evróusambandið.
![]() |
Ráðherrar fá sendar fundargerðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 4. september 2012
Ögmundur forðar okkur frá brennandi evru-húsi
Þær 17 ESB-þjóðir sem búa við evru eru fastar í viðvarandi skelfingarástandi þar sem veikasta og spilltasta ríkið hótar hinum að sprengja upp allt havaríið ef ekki verður gengið að fjárkúgunarkröfunum.
Þær tíu þjóðir ESB sem ekki búa við evru láta sér ekki til hugar koma að ganga inn í samstarfið að óbreyttum forsendum. Í allri Vestur-Evrópu eru það aðeins stjórnmálamenn Samfylkingar sem vilja þjóð sína inn í skelfinguna.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra stendur í lappirnar einn ráðherra og segir nei, takk við boði um inngöngu í brennandi evru-húsið.
![]() |
Taldi upptöku evru algera fjarstæðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 3. september 2012
Atlagan að Ögmundi og framtíð VG
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er kallaður ómerkingur af meintum samherjum sínum á alþingi, t.d. Árna Þór Sigurðssyni. Bjarni Harðarson er sannfærður um að Steingrímur J. formaður vilji losna við Ögmund.
Ef atlagan að Ögmundi tekst og hann flæmdur úr VG vaknar spurningin um framhaldið.
Jón Bjarna og Guðfríður Lilja eru næstu skotmörk enda ekki auðsveip forystunni.
Þegar Streingrímur J. og Árni Þór er komnir með hreinan ESB-flokk vinstra megin við Samfylkinguna er kannski ástæða til að spyrja hvort ekki sé pláss fyrir öðruvísi róttækan flokk.
Mánudagur, 3. september 2012
ESB-umsókn í viðtengingarhætti
Hvorki Jóhanna forsætis né Össurar utanríkis hafa kveðið upp úr með það hvor hefur rétt fyrir sér Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eða Þorsteinn Pálsson samningamaður í viðræðunefnd við ESB.
Ögmundur segir fyrirvara hafa verið gerða á samningsafstöðu Íslands í peningamálum. Fyrst fullyrti Þorsteinn að engir fyrirvarar hafi verið gerðir. Síðan sagði Þorsteinn að ef fyrirvarar hefðu verið gerðir jafn stóru máli og peningamálum þá væri viðræðum sjálfhætt.
Evrópuvaktin vekur athygli á því að hvorki Jóhanna né Össur láta ná í sig vegna málsins. Kannski vegna þess að hvorugt skilur viðtengingarháttinn sem ESB-umsóknin er komin í.
![]() |
Fyrirvararnir voru skýrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 2. september 2012
Þorsteinn Páls vill hætta ESB-viðræðum
Þorsteinn Pálsson, trúnaðarmaður Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, vill að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hætt þar sem í ljós hefur komið að ráðherrar VG bóka á ríkisstjórnarfundi andstöðu við upptöku evru.
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra upplýsti á vefsvæði sínu um fyrirvara ráðherra VG.
Þorsteinn Pálsson segir að samkvæmt þingræðisreglunni verði einhuga ríkisstjórn að standa að ferli er varðar hornstein eins og peningamál þjóðarinnar. Þorsteinn segir
Samkvæmt þingræðisreglunni þarf stefna Íslands að njóta meirihlutastuðnings á Alþingi. Utanríkisráðherra getur því ekki rætt samningsafstöðuna um upptöku evru við ríki Evrópusambandsins nema ríkisstjórnarflokkarnir hafi verið efnislega sammála henni við ríkisstjórnarborðið og hana megi kynna sem stefnu Íslands án fyrirvara um kjarnaatriði hennar.
Þegar samninganefndarmaður utanríkisráðherra sem í ofanálag er helsti fulltrúi þeirra fáu sjálfstæðismanna sem vilja inn í Evrópusambandið leggur til að samningaviðræðum sé hætt er fokið í flest skjól ESB-sinna.
![]() |
Fulltrúar í nefndinni ekki nógu upplýstir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Þjóðaratkvæðagreiðsla eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
- Nei, ekki aka út af!
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 150
- Sl. sólarhring: 281
- Sl. viku: 1737
- Frá upphafi: 1213823
Annað
- Innlit í dag: 137
- Innlit sl. viku: 1611
- Gestir í dag: 131
- IP-tölur í dag: 131
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar