Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Tryggja þarf fullveldi yfir auðlindum Íslands

odinn sigthorssonÓðinn Sigþórsson, formaður framkvæmdastjórnar Heimssýnar, skrifar athyglisverða grein um stjórnarskrármálið sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Þar varar hann við því hvernig hagað hefur verið málum varðandi heimildir til að framselja fullveldi þjóðarinnar og bendir á að þjóðin hafa ekki verið spurð um þennan mikilvæga hluta stjórnarskrárinnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni í haust.

Óðinn telur að fyrirliggjandi texti og tillögur um breytingar á stjórnarskránni tryggi ekki fullveldi yfir auðlindum landsins. Óðinn segir í lok greinar sinnar:

Allsherjarnefnd Alþingis hefur í umsögn um frumvarp til stjórnlaga lagt til þá breytingu, að ekki verði felldar brott heimildir í 72. gr. gildandi stjórnarskrár. Greinin mælir fyrir um að takmarka megi með lögum fjárfestingu erlendra aðila í landi, fasteignum og atvinnurekstri. Telur nefndin réttilega að slík heimild sé nauðsynleg til að verja sjálfstæði lítillar þjóðar. Þetta er skynsamleg tillaga en það þarf einfaldlega að ganga mun lengra. Taka þarf fram með skýrum hætti í auðlindaákvæði að óheimilt verði með öllu að framselja fullveldi eða ríkisvald yfir auðlindum Íslands, til erlendra aðila, hverju nafni sem nefnist. Allir stjórnmálaflokkar hafa talað með þeim hætti að ekki komi til greina að í samningum við ESB láti Ísland af hendi yfirráð yfir sjávarauðlindinni. Alþingismenn eiga því að geta sameinast um að setja í nýja stjórnarskrá ákvæði sem tekur af öll tvímæli í þessu sambandi.


Peningastefna Seðlabanka Evrópu virkar ekki á húsnæðislánamarkaðinn!

nullFyrir daga evrunnar trúðu ýmsir því að lánamarkaðurinn á evrusvæðinu yrði nánast einn og að vextir yrðu að mestu þeir sömu um allt svæðið. Reyndin hefur orðið allt önnur. Vextir hafa þróast með mismunandi hætti og ráðast að einhverju leyti af efnahagsaðstæðum í hverju landi.

Vextirnir eru yfirleitt hærri á jaðarsvæðum álfunnar en í kjarnaríkjum á borð við Þýskaland. En það sem verra er fyrir þessi jaðarríki, svo sem Spán og Portúgal, er að vaxtastefna Seðlabanka Evrópu virðist ekki skila sér á lánamörkuðum í þessum löndum. Mario Draghi seðlabankastjóri lýsti því yfir á sínum tíma að lægri vextir bankans ættu að koma hagkerfi landanna betur í gang. Eins og meðfylgjandi grein sýnir þá virkaði þetta öfugt í Frakklandi, á Spáni, Ítalíu og í Portúgal, samanber einnig myndina hér að neðan. Þar hækkuðu t.d. húsnæðisvextir þvert á væntingar og vonir eftir að Mario lækkaði stýrivexti seðlabankans.

vextirhusnaedislan

 

 

 

 

ESB skrapar botninn

nullKreppunni á evrusvæðinu er langt frá því lokið, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt. Þar segir meðal annars:

Í nýrri hagsspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem birt var fyrr í þessari viku er enn gert ráð fyrir efnahagssamdrætti á þessu ári um 0,2%, og eru það verri horfur en gert var ráð fyrir í síðustu spá sjóðsins

Að mati sjóðsins er þróunin á evrusvæðinu enn einn helsti áhættuþátturinn sem steðjar að heilsu alheimshagkerfisins þrátt fyrir að sjóðurinn telji eins og flestir aðrir að svæðið sé nú komið fyrir horn hvað varðar frekari stigmögnun kreppunnar. Áhættan er hinsvegar fólgin í því að framundan gæti verið langt og strembið tímabil efnahagslegrar stöðnunar sem myndi hafa í för með sér smitáhrif út í alheimshagkerfið allt.


Meingölluð fiskveiðistefna ESB

makrillÞað eru flestir þeirrar skoðunar að fiskveiðistefna ESB sé meingölluð og að hún leiði til ofveiði.

Ýmsir innan ESB segast enda vilja breyta stefnunni.

En hægt gengur. Kannski Ólafur Ragnar ýti eitthvað við mönnum, samanber meðfylgjandi frétt.

Það er alltént ljóst að það yrði Íslendingum þungbært að innleiða þessa úreltu fiskveiðistefnu ESB óbreytta ef svo ólíklega færi að Ísland yrði hluti af ESB.


mbl.is Ólafur Ragnar: Evrópa er vandamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök ESB

ktp_logoESB hefur gert ýmis mistök.

Ein stærstu mistökin voru að evra skyldi tekin upp í fleiri ríkjum en voru undir það búin.

Nú vilja Bretar yfirgefa ESB. Þeir hafa samt sitt pund sem gjaldmiðil. Nú er sú undarlega staða uppi að þeim fjölgar á meginlandinu sem vilja Breta úr ESB.

ESB hefði aldrei átt að vera stærra en Þýskaland, Frakkland og kannski fáein lítil nágrannaríki til viðbótar.


mbl.is Frökkum fækkar sem vilja Breta í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tékkar vilja ekki sjá evruna

Það eru greinilega talsverðar deilur um ESB í Tékklandi, þótt Tékkar séu í ESB og næsti nágranni Þýskalands.

Tékkar eru nú fegnir að vera ekki með evruna.

 


mbl.is Zeman kjörinn forseti Tékklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Portúgalar flýja ESB!

nullPortúgalar flýja ekki bara heimalandið vegna efnahagsþrenginganna, heldur flýja þeir ESB og fara alla leið til Angóla, svo sem fram kemur í þessari frétt sem segir sína sögu um ástandið í Suður-Evrópu.

Ein helsta ástæðan fyrir þeim samdrætti sem er ástæða brottflutningsins eru versnandi viðskiptakjör sem Portúgalar eru læstir í vegna evrusamstarfsins.

Vegna hefðbundinna svokallaðra markaðsmistaka fengu þeir líka lægri vexti á lánum sínum eftir að þeir voru komnir með evru og gátu fyrir vikið safnað meiri skuldum.

Aukin skuldabyrði vegna evrunnar þrengir þannig einnig að þeim nú og er m.a. ástæðan fyrir miklum niðurskurði hins opinbera.


mbl.is Portúgalar flýja kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG hugleiðir kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB

Vinstri græn átta sig á því að ESB-aðlögunin er komin í öngstræti.

Þau vilja skiljanlega ræða um þjóðaratkvæðagreiðslu áður en haldið er áfram með málið.

Nú er bara að bíða og sjá hvað flokksmenn gera með þessa millibilsályktun forystu flokksins.

Steingrímur J. Sigfússon á flokkstjórnarfundi VG sem nú fer fram á Grand hóteli. stækka

Steingrímur J. Sigfússon á flokkstjórnarfundi VG sem nú fer fram á Grand hóteli. mbl.is/Ómar Óskarsson

 

 

Sjá frétt mbl.is um málið:

Flokksráðsfundur VG samþykkti fyrir stundu aukaályktun um ESB. Ályktunina er ekki að finna í prentuðum kynningargögnum um ályktanir. Undir hana rita Steingrímur J. Sigfússon formaður og Katrin Jakobsdóttir varaformaður, auk þess sem Hildur Traustadóttir og Sóley Tómasdóttir rita undir hana.

Í ályktuninni er lýst stuðningi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að stöðva frekari vinnu við mótun samningsafstöðu vegna viðræðna við Evrópusambandið.

„Flokksráð beinir því til landsfundar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn verður í febrúar að taka afstöðu til þess hvernig flokkurinn skuli standa að framhaldi málsins... Flokksráð telur mikilvægt að m.a. verði lagt fyrir landsfund að taka afstöðu til þess hvort gera eigi það að skilyrði fyrir því að VG standi að frekari viðræðum við Evrópusambandið á nýju kjörtímabili að þjóðin hafi áður veitt samþykki sitt til slíks í þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir m.a. í ályktuninni.

 

 


mbl.is Aukaályktun VG um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB, sjálfkynhneigðir hanar og hrútspungar

thorramaturVið erum heppin að vera ekki í ESB. Við erum að nokkru leyti laus við reglugerðarskrifræðisbáknsiðnaðinn.

Bretar eru ákaflega þreyttir á ESB-reglunum. Þess vegna gera þeir grín að þeim.

Þeir eiga það meira að segja til að ljúga til um ESB-reglurnar. Svo fáránlegar þykir Bretum þær vera. Þær eru hluti af skemmtanaiðnaðinum þar í landi.

Öll þekkjum  við sögurnar um bognu bananana og gúrkurnar. Eitthvað verða jú skriffinnarnir í ESB að hafa að gera. Í framhaldi bjuggu Bretar til sögur um að það mætti ekki slátra kjúklingum með tiltekna kynhneigð. Þessir Tjallar eru nú meiru gosarnir. En þeir geta verið skemmtilegir þótt sumar sögurnar séu örugglega utan marka pólitísks rétttrúnaðar. Svei þeim!

Nú segja fréttir hér á landi að hanar valdi umhverfisvandræðum í Keflavík og á Akureyri. Skyldu kannski einhverjar ESB-reglur hafa tekið á því?



Bóndadagur er í dag.  Nú innbyrða Íslendingar alls kyns óþverra; hrútspunga, rotinn hákarl, súran hval og þaðan af verra – og svolgra því niður með brennivíni.

Væri þetta ekki aldalöng! hefð hér á landi myndi ESB örugglega banna þetta!

Góða helgi!

Bretar búnir að fá nóg af Evrópusambandinu

BrexitÞað er greinilegt að Bretar eru almennt búnir að fá nóg af Evrópusambandinu, skrifræði þess og miðstýringu, eins og meðfylgjandi frétt ber með sér. Þar fjölgar þeim sem vilja yfirgefa sambandið. Það verður nú fróðlegt að fylgjast með því hvaða áhrif þetta hefur í Svíþjóð, Danmörku og víðar.

Þetta ætti að skýra betur fyrir mörgum Íslendingum að óskynsamlegt sé fyrir okkur að fara inn í ESB. Þetta ætti jafnframt að vera áminning um það hversu fjarlægt það ætti að vera fyrir Íslendinga að taka upp evru þegar Bretar, Svíar og Danir vilji ekki sjá hana, jafnvel þótt hagkerfi þeirra landa séu mun nær hagkerfi meginlandsins í mörgum skilningi en hagkerfið hér á landi.


mbl.is Meirihluti vill úr Evrópusambandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 12
  • Sl. sólarhring: 183
  • Sl. viku: 977
  • Frá upphafi: 1117900

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 869
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband