Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
Föstudagur, 18. janúar 2013
Meirihluti landsmanna vill draga umsókn að ESB til baka eða gera hlé á viðræðum
Niðurstaða skoðanakönnunar sem birt er í Fréttablaðinu í dag bendir til þess að nú vilji meirihluti landsmanna annað hvort draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka eða gera hlé á viðræðum. Samtals styðja 51,6 prósent landsmanna aðra hvora þessa leið. Hins vegar vilja 48,5 prósent ljúka viðræðunum samkvæmt könnuninni.
Eftir því sem fram kemur í Fréttablaðinu hefur þeim fækkað verulega sem vilja ljúka aðildarviðræðum. Fyrir rúmu ári, í desember 2011, vildu 65 prósent ljúka viðræðum.
Það er greinilegt samkvæmt þessu að þeim fækkar stórlega sem styðja stefnu ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna í þessu máli.
Viðbót: Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig ýmsir fjölmiðlar stilla þessu upp, m.a. í fyrirsögnum. Evrópuvaktin fjallar aðeins um það.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Vextir á Spáni þyrftu að vera mínus 17,7%!
Finnar eru í Evrópusambandinu og komnir með evru við mismunandi hrifningu íbúanna. Í vefritinu Helsinki Times er fjallað um þann vanda sem það skapar fyrir Finna að vera á evrusvæðinu. Þar er minnt á að evrusvæðið sé margskipt hvað efnahagsstöðu og efnahagsþróun varðar og að sama vaxtastefna henti ekki öllum þessum svæðum.
Þannig segir að miðað við algenga viðmiðun (Taylor-reglu) ættu stýrivextir að vera 6,8% í Hollandi og 2,9% í Finnlandi. Stýrivextirnir eru hins vegar 0,75% vegna mikils samdráttar og lítillar verðbólgu á svæðinu í heild að meðaltali. Fyrir vikið er verðbólgan í hærri kantinum í nokkrum löndum, m.a. Finnlandi, en þar er hún 3,2% og ýmsir óttast verðbólguþrýsting og myndu vilja hærri stýrivexti.
Aðalvandinn er hins vegar á suðurjaðri evrusvæðisins. Þannig segir greinarhöfundur að stýrivextir þyrftu að vera mínus 15,7 prósent í Grikklandi miðað við þessa algengu viðmiðunarreglu (þ.e. ef það væri framkvæmanlegt), og mínus 17,7 prósent á Spáni!
Grikkland, Spánn, Portúgal og fleiri jaðarlönd glíma hins vegar við nokkuð háa vexti, t.d. á skuldum ríkisins, sem eru í hærri kantinum. Þannig eru vextir á ríkisskuldabréfum á tíu ára skuldabréfum ríkisins um 7% í Portúgal, ríflega 5% á Spáni og 11% á Grikklandi.
Þótt vextir hafi lækkað eitthvað síðustu vikur eru þó margir þeirrar skoðunar að vegna áframhaldandi samdráttar á svæðinu, ekki hvað síst þar sem ástandið er verst eins og í ofangreindum löndum, þá muni skulda- og vaxtabyrðin þar ekki fara minnkandi og svo gæti farið að hún verði óviðráðanleg, þrátt fyrir alla aðstoðarpakkana.
Hér á landi er þó útlit fyrir að skuldir ríkisins fari lækkandi ef áætlanir fyrir næsta ár ganga eftir.
Það þykir ýmsum eftirtektarvert á alþjóðlegum mörkuðum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Aukin bjartsýni og fólk flytur heim
Á sama tíma og aðildarumsókn Íslands er að renna út í sandinn færir Hagstofan okkur þær fréttir að nú flytjist fleiri til landsins en frá.
Íslandsbanki túlkar þetta þannig að þetta sé vegna þess að hér sé atvinnulíf að færast til betri vegar með auknum hagvexti og aukinni atvinnu.
Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Pétur hittir naglann á höfuðið
Þetta er allt satt og rétt hjá Pétri.
Óvissan um örlög aðildarbeiðni Íslands að ESB hefur aukist.
Sumir vilja helst gleyma henni fram yfir kosningar.
Grundvallarlöggjöf ESB liggur fyrir og Ísland breytir henni ekki í þessum samningaviðræðum.
Pétur hefur gott auga fyrir því sem er að gerast í þessum málum.
![]() |
„Geti gleymt skömminni“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 17. janúar 2013
Króna eða evra?
Þetta átti þá að taka 9-18 mánuði samkvæmt helstu forsvarsmönnum aðildarumsóknar! Prófessor Samfylkingar í málinu bauð best! Merkilegt að rifja þetta upp. Nú hefur umsóknin í raun verið lögð til hliðar ef tekið er mið af því hvernig aðildarferli hefur gengið fyrir sig hjá öðrum löndum.
En evrusinnar halda áfram að hamast út í gjaldmiðilinn. Krónan hefur ekki komið í veg fyrir að velferð hefur síðustu áratugi verið með mesta móti hér á landi í samanburði við önnur lönd. Hagvöxtur er hér nú ágætur, sérstaklega ef tekið er mið af evrusvæðinu þar sem framleiðsla dregst saman og atvinnuleysi eykst. Þar er atvinnuleysið meira en 10% og um 50% hjá ungu fólki í þeim löndum þar sem verst lætur. Hér er atvinnuleysið 4,4%.
Gjaldmiðlar hafa sína kosti og galla. Krónan er ekki gallalaus fremur en aðrir gjaldmiðlar, en hún sinnir sínu hlutverki. Hún mælir verðmæti, miðlar verðmætum og geymir verðmæti eins og gjaldmiðlar eiga að gera. Sparnaður í beinhörðum krónum eru fleiri hundruð milljarðar.
Hvernig var það? Voru ekki fréttir um að fólk væri að taka peninga sína út úr bönkum í evrulöndunum?
Við skulum samt vona allra vegna að ástandið fari nú að skána í evrulöndunum.
![]() |
Aðildarferlið átti upphaflega að taka innan við tvö ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. janúar 2013
Guðmundur og Samfylkingin einangruð í ESB-málinu
Það kom berlega í ljós í Kastljósþætti kvöldsins að Guðmundur Steingrímsson og Samfylkingin eru algjörlega einangruð í ESB-málinu.
Ásmundur Einar Daðason þingmaður og formaður Heimssýnar greindi frá því að það sem menn kölluðu viðræður við ESB væru í raun engar viðræður. Það hefði breyst eftir að Noregur hafnaði aðildarsamningnum í seinna skiptið. Nú væru þessar viðræður aðlögunarviðræður sem fælust í því að ESB hjálpaði umsóknarríkjunum að taka upp regluverk og viðmið Evrópusambandsins. Þetta væru ekki raunverulegar aðildarviðræður og í raun og veru væri ekki um neitt að semja.
Guðmundur fullyrti, þvert á yfirlýsingar forystumanna ESB og utanríkisráðherra Íslands og fleiri, að það væri augljóst að sjávarútvegsstefna ESB ætti ekki við Ísland. Sjávarútvegsstefnan var eitt af veigameiri atriðum sem urðu til þess að Norðmenn felldu samninginn síðast þrátt fyrir tímabundnar undanþágur.
Sjávarútvegsstefna ESB er og hefur verið sameiginleg. Hún felur það í sér að formleg yfirráð yfir fiskimiðunum verða flutt til Brussel. Ef Guðmundur trúir því ekki væri gott að heyra hann segja það. Það að íslenskar útgerðir fengju til að byrja með úthlutaðan kvóta á grundvelli sögulegrar reynslu breytir ekki þeirri grundvallarstaðreynd að formleg yfirráð Íslendinga yfir fiskveiðiauðlindinni væru komin úr höndum okkar um leið og við skrifuðum undir aðild að ESB.
Guðmundur kvartaði yfir átökum í stjórnmálum. Hans draumsýn er þá væntanlega sú að hann einn ásamt Samfylkingunni fái að ráða þessu máli.
Það vill bara svo til að Guðmundur og Samfylkingin eru einangraður minnihluti í málinu.
Samtal Ásmundar Einars Daðasonar og Guðmundar Steingrímssonar byrjar þegar 6 mínútur eru liðnar af Kastljósþættinum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. janúar 2013
ESB kastar orkumilljörðum út um gluggann
Vefritið EUobserver greinir frá því að það sé enginn ábati af mörgum orkusparandi aðgerðum Evrópusambandsins næstu 150 árin. Það sem verra er: Þá verða allar byggingaumbætur sem ráðist var í með orkusparnað að leiðarljósi orðnar ónýtar.
Þetta kemur fram í endurskoðunarskýrslu sem birt var í upphafi vikunnar (report by the European Court of Auditors (ECA)). Í skýrslunni kemur fram að þeir fjármunir sem varið hefur verið í orkusparandi aðgerðir í opinberum byggingum munu ekki skila sér næstu 50 árin. Í sumum tilfellum verði enginn ábati af átakinu næstu 150 árin. Í verkefnum á Ítalíu reiknaðist þessi árafjöldi vera á milli 288 og 444 ár!
Mest af fénu - um 150 milljarðar króna - fóru til Ítalíu, Tékklands og Litháen.
Það var að mestu notað í andlitslyftingar gamalla húsa.
Svona lagað kætir náttúrulega ýmsa heimamenn á viðkomandi svæðum og ekki er verra ef þeir hafa fengið að skála í léttvíni við fjárveitingavaldsmenn ESB af tilefninu.
Það er út af fyrir sig jákvætt að þessi endurskoðunarskrifstofa hafi komist að niðurstöðu í málinu. Það er meira en sagt verður um þá sem eiga að endurskoða bókhald ESB-stjórnkerfisins. Það hefur reynst þrautin þyngri.
En Björt framtíð mun kannski bæta bókhaldskunnáttu ESB og auka skynsanlega nýtingu fjármuna. Hver veit?
![]() |
„Er þetta flókið?“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 16. janúar 2013
Ritstjóri DV biður um frið frá ESB
Hann er fróðlegur leiðarinn sem Reynir Traustason skrifar í DV í dag. Þar rekur hann réttilega að umsókn Íslands að ESB sé fallin á tíma. Hann segir að samningur hefði átt að vera á borðinu. Umsóknarferlið hafi tekið allt of mikinn tíma og orku frá þjóðinni. Hann vill samning sem fyrst og láta kjósa um málið - og niðurstaðan skipti engu máli. Bara að klára málið. Hann vill vera laus við það.
Ritstjórinn vill geta rætt um eitthvað annað.
Ritstjórinn virðist sem sagt ekki hafa neina skoðun á því hvort Ísland eigi að vera utan ESB eða ekki. Hann er því væntanlega í hópi þeirra sem telja sig illa upplýsta um Evrópumál, samanber meðfylgjandi frétt.
Við hin sem höfum fylgst með og teljum okkur ágætlega upplýst um ESB, samningaferlið og aðlögunarferlið teljum okkur mörg hver hafa nægar upplýsingar til að taka afstöðu nú þegar. Það er ekki byggt á neinum þjóðernisrembingi. Þá hefðum við ekkert þurft að kynna okkur málið.
Krafan um stöðvun aðlögunarviðræðnanna byggir á því ríkisstjórnin hefur ekkert lýðræðislegt umboð til slíkra viðræðna. Það aðlögunarferli sem ríkisstjórnin hefur lagt í eru ekki neinar venjulegar viðræður. Þær viðræður byggja á þeirri valdbeitingu að annar aðilinn uppfylli öll skilyrði samnings sem er holdtekja hins aðilans áður en hann skrifar undir.
Slíku ofbeldi verður að linna. Annað eru svik við lýðræðið.
![]() |
56% telja sig illa upplýst um Evrópumál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 16. janúar 2013
Þetta er nú bara til heimabrúks í Samfylkingunni
Samfylkingarforystan er búin að átta sig á því að hún er ein um það að vilja skilyrðislaust inn í Evrópusambandið.
Forysta VG knúði hana til að setja aðildarviðræður til hliðar og það hefur haft sín áhrif erlendis eins og fréttir bera með sér.
Forysta annarra flokka á þingi er ekki á því að ganga í Evrópusambandið.
Samfylkingarforystan verður að halda andlitinu gagnvart hörðustu aðildarsinnunum í flokknum.
![]() |
Framhald viðræðna skilyrði samstarfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 15. janúar 2013
Þjóðin var ekki spurð um aðlögunina
Þjóðin var aldrei spurð að því hvort hún samþykkti aðlögunarferlið sem núverandi ríkisstjórn setti af stað og verið hefur í gangi allt þetta kjörtímabil.
Þegar samþykkt um aðildarumsókn var keyrð í gegn í upphafi kjörtímabilsins var talað um stutt ferli.
Nú er kjörtímabilið á enda. Verkið hefur ekki tekist, samanber samþykkt ríkisstjórnarinnar frá í gær.
Best að leggja umsóknina alveg til hliðar.
Næsta ríkisstjórn ákveður framhaldið.
En það má svo sem segja að þetta sé í rétta átt hjá Ögmundi.
![]() |
„Þarf að leita til þjóðarinnar“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Bara á Íslandi - og auglýsing um fund
- Er þetta eitt stórt A-Þýskaland í öðru veldi?
- Skondin mótsögn
- Það vill þetta enginn
- Blessaður orkupakkinn sem gaf okkur ódýrt rafmagn
- Það slapp í þetta sinn
- Dagur öryggis
- Sigurbjörn sprengir
- Meginmálið 1. maí
- Sundlaug smjörs og sykurs
- Dularfull uppgufun peninga
- Fimm ný tromp, sem hvert um sig dugir
- Jæja, Halla
- Bjartar miðaldir framtíðarlandsins
- Einn snýst í hringi, aðrir sigla áfram
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 4
- Sl. sólarhring: 222
- Sl. viku: 1658
- Frá upphafi: 1220927
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1515
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar