Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013
Þriðjudagur, 15. janúar 2013
Evrusinnaður hótelhaldari hengir bakara fyrir smið
Íslandsbanki greinir frá því í dag að árið í fyrra hafi verið stærsta ferðamannaár í sögu Íslands. Erlendum ferðamönnum fjölgaði þá um 20%. Framboðum rúma á hótelum og gistiheimilum fjölgaði um 5,3% árið 2011 og enn fjölgaði á árinu 2012. Bein fjárfesting erlendra aðila á Íslandi fór úr 30 milljörðum króna árið 2010 í 128 milljarða króna árið 2011. Kínverjar jafnt sem Íslendingar vilja byggja hér hótel út um allt land.
Sem sagt: Það er blússandi uppgangur í ferðamennsku hér á landi og erlendir aðilar margfalda fjárfestingu hér á landi.
Hvernig stendur þá á því að einum helsta talsmanni evruupptöku hér á landi tekst ekki að næla sér í köku af þeim bita, en kennir íslensku krónunni um?
Það kallast að hengja bakara fyrir smið.
![]() |
Hótelfjárfestar hræddir við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. janúar 2013
Áfangasigur í baráttunni gegn aðild að ESB
Samþykkt ríkisstjórnarinnar í dag um að hægja á viðræðum við Evrópusambandið er mikill áfangasigur fyrir þá sem vilja stöðva viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Samþykktin ber þess skýran vott að stjórnarflokkarnir eiga í miklum erfiðleikum með málið.
Samfylkingin hefur orðið að gefa verulega eftir eins og sjá má á viðbrögðum flokksmanna í dag. Varaþingmaðurinn Baldur Þórhallsson segir þannig að Samfylkingin sé með allt niður um sig fyrir kosningarnar í vor.
Erlendir miðlar halda áfram að fjalla um málið. Á miðlinum euObserver.com er talið líklegt að eftir kosningar í vor verði mynduð ríkisstjórn með aðra stefnu í ESB-málunum en núverandi stjórn.
Það er því sem betur fer ekki útlit fyrir að Íslendingar verði að greiða 13 milljarða króna í stöðugleikasjóð evruríkjanna, en það yrði hlutur Íslands væri það orðið aðili að ESB, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt.
![]() |
Hlutur Íslands 13 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. janúar 2013
VG krafðist frestunar og samfylkingarfólk í öngum sínum
Það er ljóst af þróun mála í dag að það voru Vinstri græn sem kröfðust þess að hægt yrði á aðlögunarviðræðunum. Viðbrögðin frá grasrót Samfylkingar benda til þess að mikil upplausn ríki þar á bæ vegna samkomulagsins í ríkisstjórninni.
Samkomulag þetta hefur vakið nokkra athygli erlendis. Þannig skrifar Richard Milne fréttamaður Financial Times á Íslandi að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta (suspend) viðræðum.
Þess verður ekki langt að bíða að þessi frétt dreifist um evrusvæðið. Ljóst má vera að ESB-elítan verður lítið kátari en samfylkingar-evru-sinnar urðu í dag. Umfjöllun um þetta má einnig sjá á vef Evrópuvaktarinnar.
![]() |
Ekki ákvörðun korteri fyrir kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt 15.1.2015 kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. janúar 2013
Skipt í lægri gír í ESB-viðræðum
Það er rétt hjá Einari Kristni að eina inntakið á samþykkt ríkisstjórnarinnar í dag er að hún lætur í veðri vaka að skipt verði í lægri gír í aðlögunarhraðanum. Það er ekki einu sinni svo að aðlögunarvélin verði sett í hlutlausan gír, heldur verður keyrt áfram í lægri gír, með minni hraða, kannski í von um að almenningur hér á landi taki ekki eftir því að ferlið er enn í gangi.
Öllum ætti að vera ljóst að ríkisstjórnin er komin út í horn hjá þjóðinni með þessa umsókn. Þótt hún sé enn á borði stækkunarstjóra ESB er það ekki með vilja þjóðarinnar.
![]() |
Of seint að iðrast eftir dauðann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 14. janúar 2013
Evrukrísan ekki að minnka segir Financial Times í dag
Það virðist ljóst að aðalspurningin fyrir kosningarnar í vor verði afstaðan til yfirstandandi aðlögunarviðræðna ef marka má orð forsætisráðherra. Sjálfsagt hefur hún haldið að evrukreppan væri að baki. Frétt dagsins í Financial Times segir okkur að svo sé alls ekki.
Skuldakreppa evrusvæðisins er síður en svo að baki, segir FT. Fyrirtæki eru enn að segja upp fólki og atvinnuleysi vex. Framleiðsla dróst saman um 1% á Ítalíu og 2,5% á Spáni í nóvember í fyrra.
Það þarf að útskýra betur fyrir forystufólki stjórnarflokkanna hvaða efnahagslegu afleiðingar það hefur fyrir aðildarríki ESB að hafa evru. Það þarf að skoða heildarmyndina - ekki bara afmarkaða þætti eins og ýmsum er tamt.
![]() |
Afstaða til ESB mikilvæg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 14. janúar 2013
Aðlögun á fullri ferð þótt umsóknin sé föst í ís
Það er ljóst að ákvörðun ríkisstjórnar í morgun hefur í sjálfu sér litla merkingu miðað við orð utanríkisráðherra. Samkvæmt honum var alla tíð ljóst að hægja myndi á viðræðum í aðdraganda kosninga til Alþingis. Það hafi honum verið ljóst og það hafi fulltrúum ESB í viðræðunum verið ljóst.
Samþykktin í morgun er því bara staðfesting á því sem þessir aðilar vissu.
En ekki er alltaf allt sem sýnist. Það kemur sjálfsagt ekki í ljós fyrr en eftir kosningar hvaða afleiðingar samþykktin hefur haft. Því ræður það þing og sú stjórn sem þá tekur við.
Hin ólýðræðislega aðlögun Íslands að regluverki ESB er þó enn á fullri ferð. Utanríkisráðherra sagði jú að aðeins ætti að hægja á viðræðuferlinu, ekki að stöðva það.
Áfram mallar stjórnkerfið á sínum hraða og verður þess albúið að stíga næstu skref ef skipun um það kemur frá ráðherrum.
Þess vegna er mikilvægt að huga vel að næstu kosningum.
![]() |
Viðræður við ESB á ís |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. janúar 2013
Krónan bjargaði íslensku launafólki frá evrópsku atvinnuleysi
Ef við hefðum verið með evru en ekki krónu síðasta áratuginn hefði ástandið hér á landi verið mun verra en í Grikklandi. Þetta kom fram í máli Þórarins G. Péturssonar aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands í viðtali við Sigurjón Egilsson í umræðuþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Fullyrðingar ESB- og evrusinna um að ef við hefðum verið með evruna fyrir hrun væri hér gósentíð eru því algjörlega út í bláinn.
Reyndar heyrast þessar fullyrðingar ESB-sinna sjaldnar nú en fyrir fáeinum árum, enda eru margir þeirra sjálfsagt farnir að átta sig á þeim staðreyndum sem aðalhagfræðingur Seðlabankans kynnti í viðtalinu.
Rök hagfræðingsins eru þau að nafnlaun hafi hækkað hér á landi meira en framleiðni og að launakostnaður á framleidda einingu í krónum talið hafi meðal annars fyrir vikið hækkað hlutfallslega meira en þessi kostnaður í nágrannalöndunum. Þetta hefur leitt af sér verðbólgu og ef gengið hefði ekki aðlagast hefði þetta haft í för með sér fjöldagjaldþrot og stórfellt atvinnuleysi, í meira mæli en í Grikklandi, miðað við orð hagfræðingsins, samanber grein hans á visir.is um málið.
Hér skal ekki að sinni lagt mat á fyrirkomulag kjarasamninga hér á landi eða aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum.
Niðurstaðan er hins vegar alveg ótvírætt sú að krónan hefur á síðustu árum komið í veg fyrir stórfellt atvinnuleysi. Að minnsta kosti hefði ástandið verið skelfilegt ef við hefðum verið með evru.
Það er rétt að launþegahreyfingin átti sig á þessu. Góð atvinna er og hefur jú verið ein af meginkröfum launþega.
Eins og myndin sýnir hefur atvinnuleysi ungs fólks í Evrópu aukist gífurlega á undanförnum árum og er nálægt 50% fyrir fólk á vinnumarkaði sem er 25 ára og yngra á Spáni og í Grikklandi.
![]() |
Grísk gyðja á 5 evra seðlinum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 12. janúar 2013
Þess vegna er evran slæm hugmynd!
Sænski hagfræðingurinn Stefan de Vylder svarar nýlega spurningum á sérstökum Evrópuvef í Svíþjóð. Þar líkir hann evrunni við óhamingjusamt kaþólskt hjónaband sem ekki megi slíta, segir að það sé ekkert vandamál fyrir Norðurlöndin þótt þau hafi hvert sinn gjaldmiðil, það sévandamál fyrir evruríkin að hagþróun sé ólík en gjaldmiðillinn einn og sameiginlegur gjaldmiðill dragi ekki úr hættu á fasteignabólum.
Stefan þessi er kunnur í Svíþjóð og gaf þar nýverið út bók um evrukrísuna. Þar svarar hann einnig ýmsum spurningum um evruna.
Vinstrivaktin birti í haust lauslega þýðingu á nokkrum spurningum og svörum de Vylders, og má sjá þann texta hér:
Spurningar og svör um evruna
Evruverkefnið er dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum.
Sænski hagfræðingurinn Stefan de Vylder gaf nú í haust út bók um evrukrísuna (Eurokrisen). De Vylder er þekktur í Svíþjóð fyrir framlag sitt til umræðunnar um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu, ekki hvað síst í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar árið 2003 þegar Svíar höfnuðu evrunni.
Bók de Vylders fjallar um ýmsar hliðar gjaldmiðlamálanna, bæði fyrr og síðar. Í lok bókarinnar er forvitnileg samantekt með spurningum og svörum um myntbandlagið - og getur hér að líta nokkur dæmi, í lauslegri þýðingu:
Uppfyllir Gjaldmiðilsbandalag Evrópu þær kröfur sem gerðar eru til hagkvæms myntsvæðis?
Svar: Nei.
Fylgir því mikill kostnaður fyrir samfélagið, eins og t.d. Svíþjóð, að vera fyrir utanGjaldmiðilsbandalag Evrópu?
Svar: Nei.
Er hætta á því að mismunandi hagþróun í hinum ýmsu löndum á myntsvæðinu íþyngi samstarfinu í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. Sameiginlegur gjaldmiðill í löndum sem hafa mismunandi efnahagsgerð og mismunandi efnahagsþróun leiðir bara til vandræða.
Leiðir sameiginleg peningastefna og sömu stýrivextir í gjaldmiðilsbandalagi til þess að hætta á fasteignabólum og fjármálakreppum minnkar?
Svar: Nei. Það voru ekki hvað síst hinir lágu vextir á evrusvæðinu sem leiddu til óhóflegrar þenslu og síðan verðhruns á Írlandi og Spáni. Þessi lönd hefðu þurft aðra vaxtastefnu og hærri vexti .
Hefur aðild að ESB og Gjaldmiðilsbandalaginu verið trygging gegn því að ríki sýni ábyrgðarleysi í efnahagsmálum?
Svar: Greinilega ekki!
Er ástæðan fyrir fjármálakreppunni aðallega ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum?
Svar: Léttúð í ríkisfjármálum átti að einhverju leyti hlut að máli í hluta evrulandanna, en hinn ógurlegi halli á rekstri ríkissjóða sem hefur átt sér stað eftir 2008 er afleiðing kreppunnar en ekki orsök.
Getur svokölluð innri gengislækkun (launa- og kostnaðarlækkanir) bætt alþjóðlega samkeppnishæfni veiku landanna í Gjaldmiðilsbandalaginu?
Svar: Já. En kostnaðurinn er vaxandi skuldabaggi og versnandi greiðsluhæfi með hættu á gjaldþroti (sbr. Grikkland, innskot þýðanda).
Hefur evran aukið á félagslega og pólitíska sundrungu innan og milli landa í Evrópu og ýtt undir vöxt fasískra tilhneiginga og andúðar á innflytjendum?
Svar: Já.
Er evruverkefnið dýrasta tilraun í efnahagsmálum og stjórnmálum á okkar tíð þegar litið er til afleiðinga í efnahagsmálum, stjórnmálum og félagsmálum?
Svar: Því miður virðist svo vera.
Hversu stór verður reikningurinn sem sendur verður skattgreiðendum í evrulöndunum?
Svar: Hef ekki hugmynd. En hann verður stór.
Hefur aukið vald Seðlabanka Evrópu komið til skoðunar í þjóðþingum aðildarlanda og hafa íbúar evrusvæðisins verið upplýstir um hinar gífurlega miklu skuldbindingar sem Seðlabanki Evrópu og framkvæmdastjórn ESB hafa komið á herðar skattborgaranna?
Svar: Varla.
Samræmist aðild að Gjaldmiðilsbandalaginu því að þjóðirnar hafi sjálfsákvörðunarrétt um eigin mál?
Svar: Nei, svo virðist ekki vera. Ráðin eru tekin af ríkjum sem lenda í erfiðleikum. Fjármagnsmarkaðir fá aukið vald og ríkisfjármálum landanna eru settar skorður. Fyrir vikið hefur hlutverk þjóðþinganna dregist saman, ekki bara í þeim löndum sem eiga við vanda að glíma, heldur í öllum evrulöndunum.
![]() |
Aldrei fleiri án vinnu á evrusvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 11. janúar 2013
ESB læknar meinið en eyðir samfélögum?
Það er mjög athyglisverð grein í The Telegraph sem Páll Vilhjálmsson blaðamaður bendir á í nýlegri bloggfærslu sinni. Í greininni lýsir Peter Oborne þeim mun sem er á Bretum annars vegar og meginlandsbúum í Evrópu hins vegar, eða kannski öllu heldur þeim mismunandi pólitísku aðferðum og hefðum sem hafa áhrif á gerðir stjórnmálamanna.
Í stuttu máli miða Bretar við reynslu og láta hana ráða miklu um gerðir sínar. Meginlandsbúar ganga hins vegar út frá hugmyndum og ef raunveruleikinn er á skjön við hugmyndirnar þá halda menn áfram að laga raunveruleikann að hugmyndunum.
Þannig er það með evruna: Hún er sett í framkvæmd á grundvelli hugmyndar, pólitískrar skoðunar. Ljóst var frá upphafi að hún stóðst ekki þann hagfræðilega grunn sem almennt var til viðmiðunar um hagkvæm gjaldmiðilssvæði. Reynslan hefur staðfest að samfélagslega og stjórnmálalega uppfyllir svæðið ekki skilyrði hagkvæms myntsvæðis. Það er einkum vegna ósveigjanlegs vinnumarkaðar, ólíkrar menningar og svo einnig vegna þess að ríkisvaldið og kjósendagrunnurinn er ekki sameinað fyrirbæri á svæðinu.
Þess vegna, segir Oborne, er Barroso yfirframkvæmdastjóri ESB-svæðisins í þeirri stöðu að ætla að eyða því meini sem hrjáir sjúklinginn, þ.e. evrusvæðið, en hann gerir meira en að eyða meininu því hann eyðir heilum samfélögum í leiðinni. Í því efni bendir Oborne m.a. á að sums staðar sé yfir helmingur ungs fólks atvinnulaus á evrusvæðinu.
Fimmtudagur, 10. janúar 2013
27% atvinnuleysi mun minna en búist var við!
Enn syrtir í álinn í evrulöndunum, samanber meðfylgjandi frétt. Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og leiðtogi evruhópsins segir í dag að ástandið sé samt miklu betra en búist hafði verið við fyrir ári.
Hversu miklu atvinnuleysi bjóst maðurinn við í Grikklandi? 50%?
![]() |
Atvinnuleysið mælist 26,8% í Grikklandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Bara á Íslandi - og auglýsing um fund
- Er þetta eitt stórt A-Þýskaland í öðru veldi?
- Skondin mótsögn
- Það vill þetta enginn
- Blessaður orkupakkinn sem gaf okkur ódýrt rafmagn
- Það slapp í þetta sinn
- Dagur öryggis
- Sigurbjörn sprengir
- Meginmálið 1. maí
- Sundlaug smjörs og sykurs
- Dularfull uppgufun peninga
- Fimm ný tromp, sem hvert um sig dugir
- Jæja, Halla
- Bjartar miðaldir framtíðarlandsins
- Einn snýst í hringi, aðrir sigla áfram
Eldri færslur
- Maí 2025
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 21
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 1675
- Frá upphafi: 1220944
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 1532
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar