Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Eðlilegt að viðræður við ESB verði stöðvaðar

Þetta er fullkomlega eðlileg og sjálfsögð krafa. Það er búið að blekkja íslensku þjóðina nógu lengi. Í fyrsta lagi var þjóðin aldrei spurð að því hvort hún vildi að í aðildarviðræður yrði farið. Í öðru lagi var því haldið fram að um raunverulegar samningaviðræður væri að ræða.

Nú er öllum ljóst að þetta eru ekki neinar samningaviðræður, heldur ferli sem tryggir sem hraðasta og öruggasta aðlögun að ESB. Þannig trúa aðildarsinnar í ríkisstjórn og stjórnkerfinu mestar líkur á að hugsanlegur samningur verði samþykktur.

Þennan ósóma verður að stöðva sem fyrst. Það er lágmarkskrafa að þetta verði allt sett á ís fram yfir kosningar.


mbl.is Tillaga um ESB-hlé lögð fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úthugsuð hernaðarlist ESB að taka erfiðustu málin síðast

Það er alveg greinilegt að þetta er úthugsuð hernaðarlist hjá ESB og þeim hér á landi sem vilja þröngva Íslandi inn í Evrópusambandið.

Það er byrjað á léttustu málunum. Aðlögunarferlið er sett á fullt. Allt er reynt að klára sem mest áður en þyngstu málin eru tekin fyrir. Þá eru líka taldar meiri líkur á að þau náist einhvern veginn á samningsborðið eða í samning.

Andlegi þátturinn í þessu er sá að þegar búið er að ljúka fjölda kafla verður krafan um viðsnúning erfiðari. Það verður að halda áfram. Klára málið. Þetta líkist eins konar tannhjóls-haks-aðferð. Þú ferð eitt hak áfram en kemst ekki til baka.

Sumir hafa kallað þetta koníaksaðferð hins franska Monnets - þess sama og tiltekin prófessorsstaða við Háskóla Íslands er kennd við. Hann var franskur koníakssali og honum var eignuð sú hugsun að það þyrfti að venja þjóðir Evrópu við sambandið svipað og að venja fólk við koníaksdrykkju. Einn sopa í einu.

Í þessu sambandi kemur einnig upp í hugann sú aðferð láta þrjár Norðurlandaþjóðir kjósa um aðild að ESB í tiltekinni röð á sínum tíma. Fyrst að láta Finna kjósa því þeir voru líklegastir til að samþykkja samning. Þá var einnig líklegra að Svíar myndu samþykkja samninginn. Þegar Finnar og Svíar væru búnir að samþykkja samninginn væru meiri líkur á því að Norðmenn myndu samþykkja. Þetta gekk næstum því eftir. Nema hvað Norðmenn samþykktu ekki. Hefðu þeir greitt atkvæði fyrst er spurning hvort Svíar hefðu nokkuð verið með heldur.


mbl.is Erfiðu kaflarnir ræddir síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysið ólíkt með Írlandi og Íslandi

Í samanburði fjármálafyrirtækja vill oft gleymast svið sem tilheyrir ekki þeirra kjarnasviði, nefnilega atvinnuleysi. Munurinn og Íslandi og Írlandi er ekki bara einn stafur og sex mánuðir, heldur einnig 10 prósenta atvinnuleysi. Á meðan atvinnuleysið er 4,4% á Íslandi er það 14,6 prósent á Írlandi.
mbl.is Ísland og Írland á svipuðum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi minnkar á Íslandi en eykst á evrusvæðinu

Það vekur athygli erlendra aðila að atvinnuleysi hefur minnkað talsvert hér á landi á sama tíma og það eykst á evrusvæðinu. visir.is  (og mbl.is ) greinir frá því atvinnuleysið á evrusvæðin sé nú það mesta í sögunni, eða 11,8%. Mest er það á Spáni, 26,6% og á Grikklandi, 20%.

Hér á landi er atvinnuleysið mun minna og hefur farið minnkandi. Samkvæmt tölum Hagstofunnar var atvinnuleysi hér á landi 4,4% í nóvember 2012.


Evran gengisfelld í opinberum skýrslum

Það eru ýmsar hliðar á gjaldeyrismálunum. Flestir eru sammála um að það er hagstætt fyrir íbúa hér á landi að Ísland skuli vera með eigin gjaldmiðil til að koma á jafnvægi í viðskiptum við útlönd eftir kreppuna og aðstoða við uppbygginguna. Fjölmiðlar í Evrópu líta þannig til leiða Íslands út úr kreppunni sem fyrirmyndarleiða sem aðrar þjóðir geta öfundað okkur af.  Eins eru ýmsir fræðimenn á því að það hefði getað orðið okkur fjötur um fót, líkt og það varð jaðarríkjum evrusvæðisins, hefðum við verið með evru fyrir hrunið.

Höfundar að gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans taka í raun af öll tvímæli um að evran sé vafasamur kostur fyrir okkur Íslendinga. Þar er evran í raun gengisfelld.

 Í kaflanum um vinnumarkað segir meðal annars eftirfarandi um ókosti evrunnar:

Að öllu samanteknu virðist sveigjanleikinn á íslenskum vinnumarkaði allnokkur í samanburði við önnur lönd stærra myntbandalags.

 Ennfremur segir:

Nafnlaun virðast hins vegar nokkuð tregbreytanleg niður á við, sem bendir til þess að erfitt gæti orðið að laga þjóðarbúskapinn að nýjum aðstæðum eftir stór efnahagsáföll með því að lækka almennt kostnaðarstig í landinu. Að sama skapi hefur launakostnaður kerfisbundið hækkað meira en sem nemur framleiðniaukningu vinnuaflsins en á móti hefur gengi krónunnar lækkað til að viðhalda samkeppnisstöðu atvinnuveganna. Innan myntbandalags er sá kostur ekki lengur fyrir hendi. Því myndi myntbandalagsaðild kalla á breytingar á ákvörðunum um nafnlaun hér á landi eigi samkeppnisstaða þjóðarbúsins ekki smám saman að veikjast sem gæti endað með alvarlegum vanda svipuðum þeim sem sum ríki á evrusvæðinu glíma nú við.

 Og að lokum:

„Reynslan af evrusvæðinu sýnir að ekki er tryggt að myntbandalagsaðild knýi sjálfkrafa á um umbætur á vinnumarkaði. Vinnumarkaðir evrusvæðisins voru töluvert ósveigjanlegir fyrir stofnun myntbandalagsins og litlar breytingar hafa verið gerðar eftir að myntbandalagið tók til starfa, þótt sveigjanleiki hafi að einhverju leyti verið aukinn í sumum ríkjum með tvískiptingu vinnumarkaðar þar sem hluti hans nýtur lakari kjara og minni uppsagnarverndar. Nafnlaun á evrusvæðinu eru enn mjög ósveigjanleg og mismunur í þróun launakostnaðar milli evruríkja hefur jafnvel aukist eftir aðild. Fólksflutningar innan evrusvæðisins eru tiltölulega litlir og töluvert minni en t.d. innan Bandaríkjanna. Þessir fólksflutningar virðast ekki hafa aukist þrátt fyrir samninginn um frjálst flæði vinnuafls (samninginn um Evrópska efnahagssvæðið) og Schengen-samninginn, sem áttu að auðvelda hreyfanleika vinnuafls. Aðlögun á vinnumarkaði hefur því í auknum mæli þurft að eiga sér stað í gegnum sveiflur í atvinnu og atvinnuleysi með tilheyrandi efnahags- og félagslegum vandamálum.


Evran komin með stóran staf!

Það vekur athygli að ESB- og evrusinnum er fátt heilagt í baráttu sinni við að stækka hlut síns fyrirheitna lands. Nú víkja þeir frá þeirri meginreglu að skrifa heiti gjaldmiðla með litlum staf (undantekningin er t.d. Bandaríkjadalur). Evruna skrifa þeir þannig með stórum staf, en halda áfram að skrifa krónuna með litlum staf!

Þessi tilhneiging minnir á það háttalag yfirmanna sumra deilda í fyrirtækjum og stofnunum að skrifa nafn deildar sinnar með stórum staf jafnvel þótt hefð hafi verið fyrir hinu.

Þess er nú kannski ekki langt að bíða að ESB-sinnar fari að skrifa Ísland með litlum staf?

Sjá pistil evru-sinnanna:

„Þann (!) 10. janúar næstkomandi verður nýr Evruseðill (!), með nýrri hönnun, kynntur. Um er að ræða fimm Evru-seðil (!), sem er hluti af annarri "(!)kynslóð" Evrunnar (!).

Þessi sería ef Evrum (!) hefur hlotið nafnið "(!)Europa" eða Evrópa, eftir grísku gyðjunni með sama nafni.“


Hlutur útflutnings hefur aukist meira á Íslandi en í ýmsum evrulöndum

Útflutningur sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hækkað miklu meira á Íslandi en í Finnlandi og Svíþjóð á þeim tíma sem þau hafa verið í ESB

Það er fróðlegt að skoða hagtölur hér á landi í samanburði við ýmis lönd ESB. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að Svíþjóð og Finnland urðu meðlimir í ESB árið 1995 hefur útflutningur á Íslandi sem hlutur af landsframleiðslu aukist úr 35% í 60%. Á sama tíma hefur þessi tala hækkað mun minna hjá þessum frændþjóðum okkar. Í Svíþjóð hefur þessi tala farið úr 40% í 50% og í Finnlandi hefur þetta lítið breyst, eða farið úr 37% í 40%. Samt hafa Finnar meira að segja evruna umfram Svía!

Samkvæmt þessu er ekki gott fyrir útflutninginn að vera í Evrópusambandinu og allra verst að vera með evruna.

Vitaskuld eru ýmsar hliðar á þessu og í hlutföllum ráða fleiri en ein stærð. Í þessu tilviki er það landsframleiðslan auk útflutningsins. Það er hins vegar ljóst að söngur ESB-sinna um aukinn útflutning með evrunni umfram aðrar myntir er eitthvað málum blandinn. Þetta hlutfall hefur hækkað víðast hvar og mismikið. Það er hins vegar ljóst að hér á landi hefur hlutfallið aukist meira en hjá þessum vinaþjóðum okkar.


Ein næg ástæða til að segja nei við ESB

Ýmsir láta eins og það sé allt óljóst með ESB og að við þurfum að klára aðildar-, eða öllu heldur aðlögunarferlið og skoða væntanlegan samning til að sjá hvað er í boði. Vissulega vitum við ekki nákvæmlega hvernig ESB mun þróast, en við þekkjum stöðuna í dag. Þróunin er hins vegar í átt til stórríkis með auknum áhrifum Brussel-veldisins á ýmsum sviðum, m.a. á sviði skattamála og ríkisútgjalda.

Eitt er víst og það er að hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB er einn af grundvallarþáttum sambandsins og aðild að ESB fæli það í sér að vald yfir fiskveiðiauðlindum færðist formlega til Brussel-báknsins.

Það er reyndar dálítið skondið að lesa um það í Fréttablaðinu í dag að samningshópur íslenskra stjórnvalda í viðræðum við ESB sé að vinna að samningsafstöðu Íslands í sjávarútvegsmálum. Það er sérstaklega skondið í ljósi þess að þegar núverandi utanríkisráðherra keyrði ESB-afstöðuna í gegn í almennri kosningu í Samfylkingunni árið 2002 þá var það eitt af skilyrðunum sem samþykkt voru, reyndar með dræmri kosningaþátttöku, að Íslendingar myndu skilgreina samningsmarkmið sín áður en farið yrði í aðildarviðræður. Nú, rúmlega 10 árum síðar, liggja samningsmarkmiðin ekki einu sinni fyrir! Þau eru því enn hulin þoku.

Það að afhenda býrókrötum í Brussel formleg yfirráð yfir sjávarútvegsauðlindinni, þeirri auðlind sem velferð Íslendinga hefur ekki hvað síst byggst á síðustu öldina og mun byggjast á að stórum hluta áfram, er tilræði við framtíð og velferð þjóðarinnar.

Það eitt er næg ástæða til að segja nei við aðild að ESB. Einhverjar tímabundnar og veigalitlar undanþágur sem okkur verða boðnar, ásamt væntanlega einhverjum styrkjum, munu ekki breyta því að til lengri tíma litið væri það glapræði að gangast undir það að yfirráð yfir fiskimiðunum færðust til Brussel.


Fimmtán þúsund milljarðar til bjargar bönkum á Spáni og í Grikklandi

Evruþjóðirnar þurfa enn að dæla fjármunum í bankakerfi sitt sem á í erfiðleikum, einmitt einkum vegna evrunnar. Nú hafa verið gerðar opinberar áætlanir yfirvalda á Spáni og í Grikklandi um það hvernig næstu skref í áformum til að bjarga bönkum í þessum löndum líta út.

Á Spáni eru áform um að dæla 37 milljörðum evra af opinberu fé í fjóra veikustu bankana, til viðbótar við 5 milljarða sem einn bankinn fékk í haust. Þetta eru samtals sem nemur um sjö þúsund og eitt hundrað milljörðum króna.

Í Grikklandi er áformað að verja 50 milljörðum evra af opinberu fé til bjargar bönkum þar í landi, eða nær átta þúsund og fimm hundruð milljörðum króna.

Á sama tíma og hið opinbera dælir fjármunum í bankana dregur það úr útgjöldum til félagsmála og aðstaða launafólks í þessum löndum versnar til muna. Atvinnuleysi er um 25 prósent á Spáni og um 20 prósent í Grikklandi.


Erlend viðskipti sliga evruríkin

Ýmsir hafa haldið því fram að erlendar skuldir skipti ekki máli þegar ríki á aðild að myntbandalagi. Sú er alls ekki raunin, eins og Daniel Gros, fyrrverandi fulltrúi í bankaráði Seðlabankans heldur fram. Það er versnandi samkeppnisstaða vegna evrunnar og erlend skuldasöfnun sem skýra vanda margra evruríkja.

Eitt af ríkjunum sem hefur farið hvað verst úr úr þessu er Portúgal. Þar hefur erlend skuldasöfnun verið talsverð, enda viðskiptahalli á milli 10 og 15 prósent frá 2008-2010 þótt hann hafi snarminkað síðustu ár vegna mjög harðra aðhaldsaðgerða og samdráttar í einkaneyslu. Á síðustu tveimur árum hefur landsframleiðsla minnkað um 5 prósent í Portúgal og atvinnuleysi hefur rokið í 16 prósent.

Vissulega skiptir afkoma hins opinbera og opinberar skuldir nokkru. Það er hins vegar fjarri því að þær útskýri allt í stöðu margra evruríkja og allt of oft er látið hjá líða að skoða erlenda skuldastöðu ríkjanna sem er í sumum tilvikum að verulegu leyti tilkomin vegna evrusamstarfsins. Þar eru ríkin læst inni og ef verðþróun er mismunandi getur gengið ekki aðlagast til að jafna samkeppnisstöðuna. Fyrir vikið hefur samkeppnisstaða Þýskalands batnað á kostnað jaðarríkjanna í suðri, umtalsverður viðskiptaafgangur og eignamyndun hefur verið hjá Þjóðverjum, en viðskiptahalli og skuldasöfnun hjá jaðarríkjunum.

Það er rétt að hafa þetta í huga.


« Fyrri síða

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 45
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 1699
  • Frá upphafi: 1220968

Annað

  • Innlit í dag: 35
  • Innlit sl. viku: 1546
  • Gestir í dag: 34
  • IP-tölur í dag: 34

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband