Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Mánudagur, 18. mars 2013
Útgjöld og laun í sama gjaldmiðli!
Árna Páli Árnasyni nýkjörnum formanni Samfylkingarinnar hefur verið tíðrætt um að fólk hér á landi fái laun í öðrum gjaldmiðli en meginútgjöld þeirra eru í, en þar á hann einkum við skuldir. Þetta er mjög undarleg framsetning hjá formanninum því krónan er sami gjaldmiðillinn hvort sem hún er notuð til að reikna verðtryggt eða óverðtryggt lán. Lagalega og hagfræðilega er það svo og því verður ekki trúað að Árni sé búinn að gleyma allri lögfræði sem hann hefur lært.
Það er hins vegar vert að skoða efnislega það sem er kveikjan að þessu nýjasta slagorði Samfylkingarinnar og þeirra sem fylgja henni að máli í Evrópumálunum. Þá þarf að skoða tvennt. Í fyrsta lagi þarf að skoða hlutfall verðtryggingar í útgjaldaliðum heimilanna (eða fyrirtækjanna). Í öðru lagi þarf að skoða þróun launabreytinga annars vegar og almennrar verðbreytingar hins vegar, en verðtryggð lán eru jú tengd við almennar verðbreytingar eins og þær eru mældar með vísitölu neysluverðs. Hér verður gerð tilraun til þess.
Útgjöld vegna húsnæðislána tæplega þriðjungur útgjalda hjá flestum heimilum
Þegar þetta er skoðað kemur tvennt í ljós: Í fyrsta lagi eru verður ekki annað séð en að stærstur hluti heimila verji innan við þriðjungi ráðstöfunartekna sinna í afborganir af verðtryggðum lánum. Nánar tiltekið þá sýndi víðtæk könnun Þorvarðar Tjörva Ólafssonar og Karenar Á. Vignisdóttur frá árinu 2009 að um 74% heimila hefði þá varið innan við 30% ráðstöfunartekna sinna í að borga afborganir og vexti af íbúðalánum en 12% heimila þurftu að verja yfir helmingi ráðstöfunartekna sinna í greiðslubyrði íbúðalána. Reikna má með að stór hluti íbúðalána á þessum tíma hafi verið verðtryggður, en ekki allur, þannig að þessar tölur eru í raun lægri. Þótt gengisbundin lán yrðu tekin með myndi það ekki breyta heildarmyndinni að marki.
Út frá þessu séð er sú alhæfing Árna Páls Árnasonar að útgjöld verðtryggð röng í meginatriðum.
Til að gæta sanngirni er hins vegar rétt að skoða það hvernig laun hafa almennt hækkað í samanburði við verðtryggðar skuldir. Samt er rétt að hafa í huga að aðeins lítill hluti ráðstöfunartekna fer almennt í að greiða af verðtryggðum lánum eins og áður sagði.
Sú leið sem eðlilegt er að fara til að skoða það hvort verðtryggðar skuldir hækki meira en laun er að bera saman annars vegar þróun vísitölu neysluverðs, sem skuldir eru miðaðar við, og hins vegar launavísitölu. Þegar þessar vísitölur eru reiknaðar saman fæst kaupmáttur launa.
Hækki almennt verð meira en laun til lengri tíma litið styður það að vissu leyti sjónarmið Árna Páls, jafnvel þótt aðeins lítill hluti ráðstöfunartekna fari í afborganir af verðtryggðum lánum. Hækki hins vegar laun að jafnaði meira en almennt verð til lengri tíma litið, þ.e. aukist kaupmáttur launa að jafnaði, þá grefur það undan ofangreindum sjónarmiðum Árna Páls.
Hin almenna vitneskja segir að Árni Páll hafi rangt fyrir sér
Nú þurfa menn ekki að vera mjög reyndir né lærðir í hagfræði eða tölfræði til að vita að almennt séð hefur kaupmáttur launa aukist í gegnum tíðina, hvort sem er síðustu áratugi eða aldir. Það er einnig almennt vitað að inn á milli geta komið fáein ár, þegar laun hækka minna en almennt verð. Það breytir þó ekki þeirri heildarmynd að til lengri tíma litið hækka laun meira en verð; þ.e. kaupmáttur launa eykst að jafnaði yfir tíma. Út frá þessari almennu þekkingu má því draga þá ályktun að fullyrðingar Árna Páls standist ekki.
Tölfræðin staðfestir að Árni Páll fer með fleipur
Sé litið á tölurnar sem hægt er að sækja á vef Hagstofunnar þá sést að frá 1990 til og með 2012 hafa laun nær fjórfaldast að jafnaði. Þau hafa hækkað um 273%. Á sama tíma hefur verð nær þrefaldast, eða hækkað um 173%. Þegar þetta er vegið saman fæst út að kaupmáttur launa á þessu tímabili hefur aukist um 36%. Þetta má reyndar sjá beint með því að skoða þróun vísitölu kaupmáttar launa. Almennt fékk fólk 36 prósentum meira fyrir launin sín árið 2012 en árið 1990.
Það eru tvö stutt tímabil á þessu skeiði þegar verð hefur hækkað meira en laun, þ.e. þegar kaupmáttur launa hefur dregist saman. Það var í þrjú ár í efnahagsþrengingunum upp úr 1990 og svo aftur í þrjú ár eftir bankahrunið, en á síðara tímabilinu var samdrátturinn öllu meiri. Kaupmátturinn hefur hins vegar aukist aftur á síðustu þremur árum og er nú álíka mikill og hann var árið 2005.
Vissulega hefur kaupmáttarskerðingin eftir hrunið komið sér illa fyrir ýmsa. En það breytir ekki þeirri heildarmynd að allajafna hækka laun hlutfallslega meira en skuldir.
Hvað þýðir þetta þá allt saman? Í fyrsta lagi þá sést af þessu að það er að jafnaði lítill hluti útgjalda heimila sem er bundinn af verðtryggingu. Í öðru lagi þá hækka laun að jafnaði meira en verð, sem þýðir aftur að greiðslubyrði lána verðtryggðra lána minnkar að jafnaði í gegnum tíðina. Það skiptir nokkru máli í þessu sambandi að á umræddu tímabili voru verðtryggð húsnæðislán í vaxandi mæli svokölluð jafngreiðslulán sem merkir að raungildi greiðslu vaxta og afborgana helst það sama. Aukist kaupmáttur launa, líkt og sést beint af tölum Hagstofunnar, þá fer smám saman minni hluti launa í að greiða af þessum lánum.
Með öðrum orðum: Það stenst ekkert af því sem Árni Páll er að reyna að halda fram í þessum efnum! Það sem meira er: Það má segja að laun séu almennt betur "verðtryggð" en endurgreiðslur af lánum því launin hækka almennt hlutfallslega meira.
Í þessu eins og öðru sem snýr að umræðunni um Evrópumál þarf að skoða heildarmyndina. Áróður aðildarsinna beinist gjarnan að afmörkuðum þáttum sem gætu rökstutt þeirra mál. Það á við í þessu "tveggjagjaldmiðlatali" Árna Páls. Hann og Evrópusinnarnir einblína á þau fáu ár þegar laun hækka minna en verð almennt, en líta algjörlega fram hjá því að almennt hækka laun meira en verð og almennt eykst kaupmáttur launa yfir tímann. Sem sagt: Laun eru betur "verðtryggð" en lán.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 17. mars 2013
Deilur vaxa um efnahagsstefnu evrulandanna
Það er ljóst að deilur fara nú vaxandi um efnahagsstefnu evrulandanna. Almenningur hefur látið andúð sína í ljós í ýmsum löndum, verklýðshreyfingin lætur skína í tennurnar og nú eru leiðtogar evruríkjanna orðnir ósammála um hvort sú leið sem valin hefur verið sé sú besta.
Um þetta hefur verið fjallað talsvert í ýmsum fjölmiðlum síðustu daga.
Reyndar virðist sem leiðtogar flestra landa nema Þýskalands hafi sameinast um að breyta túlkun á ríkissjóðshallaviðmiðum til þess að þau viðmið valdi ekki meiri samdrætti en nauðsynlegt er. Leiðtogarnir virðast hafa náð sátt um þetta eftir stöðuga gagnrýni úr ýmsum áttum um að einmitt þessi viðmið þrengdu um of að hagvexti ríkjanna. Það tók leiðtogana þrjú ár að samþykkja örlitla orðalagsbreytingu á þessu ákvæði. Trúin á fyrri samþykktir evruríkjanna var slík það það þurfti vaxandi atvinnuleysi og kreppu nær samfellt í þrjú ár til þess að Ítalir og Frakkar hefðu örlitla breytingu í gegn.
Þrátt fyrir þessa breytingu, sem flestir fjölmiðlar telja fremur litla, verða sparnaðarráðstafanir í opinberum rekstri meginviðmið efnahagsstefnu evruríkjanna áfram. Og það er útlit fyrir að nýkjörið þing á Ítalíu muni ekki taka sparnaðarstefnu ESB sérstaklega fagnandi.
Jose Manual Barroso, gamli maóistinn sem nú stýrir framkvæmdastjórn ESB, sagði að það tæki bara örlítið meiri tíma fyrir þessar sparnaðarráðstafanir að skila sér. Þetta er bara örlítið millibilsástand sem við erum í, bætti hann við!
Financial Times segir að í raun séu leiðtogar ESB-ríkjanna að segja við fólk að íbúar álfunnar eigi bara að anda með nefinu og bíða átekta því þá muni vandamálin leysast. Þessi vandaði fjölmiðill segir að þetta séu mistök hjá leiðtogunum - það þurfi að grípa til róttækari aðgerða til að leysa vandamálin hraðar. Ekki sé ásættanlegt að búa stöðugt við kreppu - en talið er að framleiðsla á evrusvæðinu muni skreppa saman um 0,3 prósent á þessu ári. Nýjustu tölur sýna að iðnaðarframleiðsla minnkar nú á einu ári um 1,3%. Og nú er svo komið að framleiðsla er meira að segja að dragast saman í Þýskalandi sem hefur til þessa að mestu getað haldið flestum veigamestu efnahagstölum jákvæðum.
Erfiðleikarnir í evrulöndunum eru því síður en svo að baki.
Sjá umfjöllun um þetta m.a. hér:
http://euobserver.com/economic/119436
http://www.ft.com/intl/cms/s/0/2fa52bf6-8d79-11e2-a0fd-00144feabdc0.html#axzz2NmpL3smw
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 16. mars 2013
Írar og Portúgalir fá aukinn frest til að endurgreiða evrulánin
Fjármálaráðherrar evrusvæðisins samþykktu í dag áætlun um að veita Írum og Portúgölum lengri frest til að endurgreiða hluta af lánum sem þessar þjóðir fengu með risastórum björgunarpakka sem þeim var útvegað í efnahagsþrengingunum nýverið.
Tilgangur björgunarpakkanna var að koma á stöðugleika í ríkisfjármálum þessara landa og gera þeim kleift að afla sér lánsfjár á mörkuðum.
Aukinn endurgreiðslufrestur er liður í tilraunum til að gera Írum og Portúgölum kleift að koma fyrr en ella undir sig fótunum í fjármálunum.
Sjá nánar hér.
Laugardagur, 16. mars 2013
AGS hvetur ESB til að taka til í bönkunum
Nú er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn farinn að hvetja ESB af miklum þunga til að taka til í bankamálunum. Reyndar er AGS þeirrar skoðunar að stofna verði sérstakt bankasamband fyrir evrulöndin og sérstakt eftirlitskerfi fyrir banka þeirra landa. Væntanlega eru sérfræðingar AGS á því að evran gangi ekki upp í því formi sem hún er nú.
Alltént telur AGS fjármálastöðuna mjög viðkvæma í Evrópu og efnahagsástandið almennt ekki nógu gott.
Sjá nánar hér.
Laugardagur, 16. mars 2013
Mótmæli á mótmæli ofan gegn ESB
Hópur mótmælenda gegn sparnaðaraðgerðum ESB-landa réðst inn í skrifstofur framkvæmdastjórnar ESB í Brussel í vikulokin. Það voru þær deildir sem annast efnahagsmál sem mótmælendurnir beindu aðgerðum sínum gegn.
Þeir sögðu að þaðan væri þeim aðgerðum ESB stjórnað sem hefðu leitt til þess að milljónir manna byggju ekki við viðunandi heilbrigðisþjónustu. Þrjátíu mótmælendur voru handteknir. Sjá hér.
Mótmæli af þessu tagi eru víðar.
Sjá hér nánar um mótmæli í Brussel.
Laugardagur, 16. mars 2013
Afbrotamenn nýta sér ferðafrelsið í ESB samvkæmt hollenskum skýrslum
EUobserver fjallar hér um aðgerðir hollenskra yfirvalda til að leita að afbrotamönnum við landamæri Hollands að Belgíu og Þýskalandi. Gefið er í skyn í fréttinni að ferðafrelsi innan ESB-landanna auðveldi glæpamönnum að athafna sig og að hollenska lögreglan sé að grípa til strangari aðgerða en ætla mætti miðað við ferðafrelsið.
Þarna er greinilega einhver gerjun í gangi. Hollendingar virðast vera farnir að taka fastar á ýmsum brotamálum, auk þess sem þeir eru að hverfa frá því frjálsræði sem verið hefur í meðferð léttari fíkniefna.
Laugardagur, 16. mars 2013
Ólga framundan á Kýpur?
Það er ekki öll sagan sögð um ástandið á Kýpur. Rússneskir auðmenn eru sagðir hafa fyllt bankana þar af fé. Fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif skattlagning sparifjárins hefur á þá, en ekki síður fróðlegt að fylgjast með því hvernig almenningur tekur þessum ströngu aðgerðum. Munu Kýpverjar taka þessu þegjandi eða verður þar sama ólgan og í nágrannaríkinu Grikklandi?
Í áfalli yfir harkalegum skilmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 15. mars 2013
Björgvin Samfylkingar vill grískt ástand á Íslandi
Björgvin G. Sigurðsson vill kalla grískt ástand yfir íslensk ungmenni. Á Grikklandi og nokkrum nærliggjandi evrulöndum er helmingur ungs fólks atvinnulaus. Væri Ísland í ESB og með evru myndum við eiga við sama vanda að glíma og jaðarþjóðirnar í suðri varðandi kostnaðarþróun og samkeppnisstöðu.
Vandinn vegna mismunandi kostnaðarþróunar og þar af leiðandi ólíkrar samkeppnisstöðu er ein af meginástæðum þess að atvinnuleysið hefur vaxið gífurlega á jaðarsvæðum evrulandanna.
Það er þó ekki líklegt að Björgvin eða aðrir í Samfylkingunni muni halda raunhæfri mynd af ESB og evrusvæðinu að kjósendum.
Fréttastofa útvarps birti í morgun nokkuð rétta mynd af ástandinu. Þar segir fréttamaðurinn:
Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman í Brussel í sídegis og munu í dag og í fyrramálið ræða efnahagsástandið í álfunni og ýmis önnur mál.
Fundurinn er haldinn í skugga vaxandi ólgu meðal almennings vegna aukins atvinnuleysis og fátæktar. Þá eru leiðtogarnir farnir að óttast pólitískar afleiðingar of harkalegra efnahagsaðgerða, sem hafa m.a. leitt til þess að flokkur, sem stofnaður var gegn aðhaldsaðgerðum, fékk 25 prósent atkvæða í þingkosningunum á Ítalíu í fyrra mánuði. Þetta er talið geta verið viðvörun til Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, þar sem kosningar verða síðar á árinu.
Leiðtogarnir ræða meðal annars neyðaraðstoð við Kýpur, efnahagsástandið í Grikkland, á Spáni og víðar, þar á meðal Ítalíu, þar sem andstæðingar niðurskurðar hlutu fjórðung atkvæða í kosningum í síðasta mánuði. Mikil öryggisgæsla er í Brussel vegna fundarins, en verkalýðssamtök og ýmsir aðrir hafa boðað þar til mótmæla á meðan fundurinn stendur. Verkalýðsfélög hafa komið sér upp búðum beint á móti fundarstað.
Leturbreyting Heimssýnar
ESB eitt brýnasta kosningamálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 13. mars 2013
Önnur kreppa í uppsiglingu á Írlandi
Ríkisstjórn Írlands og Seðlabanki Írlands hafa gefið út reglur til að aðstoða banka þar í landi við að eiga við hina írsku þjóð sem á nú erfitt með að standa í skilum. Financial Times segir að evrukrísan hafi valdið nýju kreppuástandi á Írlandi, en Írar vonast þó til þess að hægt verði í lok árs að ljúka hinum alþjóðlega efnahagsbjörgunarleiðangri sem hefur á undanförnum árum aðstoðað Íra við að standa á eigin fótum.
Fréttir dagsins í Financial Times og víðar benda til þess að nýir erfiðleikar blasi við Írum - og að það sé meðal annars vegna þeirra erfiðleika sem evran hefur valdið þeim.
Þriðjudagur, 12. mars 2013
Evrukreppan varir enn í nokkur ár segir aðalbankastjóri Seðlabanka Þýskalands
Evrukreppan er ekki að baki þótt lægt hafi um stund á fjármálamörkuðum. Mörg lönd í álfunni munu glíma við skuldakreppu þá sem evran hefur átt þátt í að skapa um mörg ókomin ár, segir Jens Weidmann, seðlabankastjóri Bundesbank, þýska seðlabankans.
Þjóðverjar eru viðbúnir áframhaldandi kreppu og hafa sett fé til hliðar til að mæta henni. Forystumenn þýska seðlabankans segja að hagvöxtur muni vart verða sýnilegur að marki næstu árin. Þá veki það ekki vonir um bata, segja Þjóðverjar, að forystumenn í nokkrum löndum hafa ekki getað komið sér saman um stefnu til að vinna á vandanum. Löndin sem vísað er til í því samhengi eru m.a. Frakkland og Ítalía, auk þess sem ástandið sé mjög óljóst á Kýpur. Þetta ástand geti einnig valdið Þjóðverjum erfiðleikum.
Þessar upplýsingar koma m.a. fram í EUbusiness í dag.
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 268
- Sl. sólarhring: 375
- Sl. viku: 2677
- Frá upphafi: 1166051
Annað
- Innlit í dag: 220
- Innlit sl. viku: 2311
- Gestir í dag: 210
- IP-tölur í dag: 208
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar