Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013
Föstudagur, 22. mars 2013
Meirihluti félagsmanna Samtaka iðnaðarins á móti inngöngu í ESB
Er ekki kominn tími til að forysta Samtaka iðnaðarins fari að breyta um stefnu? Hún er ekki að tala í nafni félagsmanna samtakanna þegar forystan sífrar sífellt um að Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið.
Viðskiptablaðið segir svo frá:
Ríflega helmingur félagsmanna Samtaka iðnaðarins segjast vera andsnúnir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Er þetta meðal niðurstaðna í könnun sem Outcome gerði fyrir Samtök iðnaðarins í tilefni af Iðnþingi. Um 52,8% segjast andvígir aðild en 33% hlynntir, en 15% aðspurðra eru hvorki hlynntir né andsnúnir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 22. mars 2013
Stanslaus áróður Samtaka iðnaðarins gegn krónunni skilar litlu
Það er útaf fyrir sig merkileg niðurstaða sem sést í þessari könnun að félagar í Samtökum iðnaðarins skiptast í nokkuð jafnstóra hópa sem telja krónuna henta vel annars vegar og illa hins vegar.
Hún er merkileg vegna þess að Samtök iðnaðarins hafa í áratugi haldið úti áróðri fyrir aðild að ESB og í aðeins styttri tíma fyrir því að krónan verði lögð niður og evran tekin upp.
Það er náttúrulega fróðlegt að skoða hve margir vilja krónu, hve margir evru, hve margir Kanadadollar og svo framvegis. Þá sést væntanlega að evran er ekki jafn stór eða æskileg í hugum fólks og heitustu evrusinnar vilja meina.
29% telja krónuna henta illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 22. mars 2013
Evran í höftum á Kýpur
Fróðlegt verður að sjá útfærsluna á þeim viðskiptahöftum sem rætt er um að setja eigi á bankana, en væntanlega er þetta einhvers konar útfærsla á gjaldeyrishöftum. Eins og myndir bera með sér, þar sem sýnt er frá mótmælum og örvæntingarfullum sparifjáreigendum, er ástandið ekki gott í evruríkinu Kýpur.
Efnahags- og myntbandalagi Evrópu tókst ekki að koma í veg fyrir þennan aðsteðjandi vanda og forsvarmönnum bandalagsins og Seðlabanka Evrópu hefur reynst erfitt að bæta úr nú þegar þessi sprengja hefur sprungið.
Svo virðist sem bankar hafi verið alveg eða að mestu lokaðir í vikunni og fróðlegt verður að fylgjast með því sem gerist eftir helgina.
Samúð okkar Íslendinga er öll með Kýpverjum þessa stundina - ekki rétt?
Hér má í lokin einnig vekja athygli á því sem hagfræðingurinn Paul Krugman segir i dag um að Kýpverjar ættu að grípa til áþekkra ráða og Íslendingar gerðu eftir hrun bankanna. Hinn nýi vefur www.neiesb.is greinir frá því að Krugman hafi sagt á bloggsíðu sinni að Kýpur sé jafnvel enn betur fallið til að grípa til þeirra aðgerða sem Íslendingar hafi gripið til í kjölfar bankahrunsins hér á landi en Ísland á sínum tíma. Athyglisvert það.
Kýpverjar samþykkja samstöðusjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 21. mars 2013
Enn og aftur segja sérfræðingar að evran henti ekki á Íslandi
Viðskiptablaðið birtir stutta frétt í dag um ritgerð nokkurra sérfræðinga Seðlabanka Íslands þar sem fram kemur að hagsveifla á Íslandi sé að miklu leyti ótengd hagsveiflum annarra þróaðra ríkja. Þetta er í sjálfu sér ekki ný frétt, því sama niðurstaða hefur fengist í endurteknum rannsóknum hagfræðinga síðustu áratugina, og er helsta ástæða þess að hagfræðingar telja almennt að ekki henti Íslendingum að vera með sömu peningastefnu og viðskiptaþjóðirnar. Með öðrum orðum þýðir þetta að það er ekki hentugt fyrir Íslandendinga að taka upp evru og ganga í Myntbandalag Evrópu og vera þannig háðir vaxtaákvörðunum Seðlabanka Evrópu sem miðar við meðaltals hagsveiflu á evrulöndunum. Fréttin í Viðskiptablaðinu er svohljóðandi:
Íslenska hagsveiflan er að miklu leyti ótengd hagsveiflum annarra þróaðra ríkja þrátt fyrir að einkenni þeirra séu svipuð. Þetta kemur fram í nýrri rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands þar sem fjallað er um íslensku hagsveifluna í alþjóðlegu samhengi. Fram kemur á vefsíðu Seðlabankans að þessar niðurstöður geti komið sér vel fyrir innlenda hagstjórn og að þær séu gagnlegar sem viðmið við líkanagerð fyrir íslenska hagkerfið. Þessar niðurstöður munu einnig koma að góðum notum þegar mat er lagt á hagkvæmasta gjaldmiðils- og gengisfyrirkomulag fyrir Ísland. Höfundar ritgerðarinnar eru þau Bjarni G. Einarsson, Guðjón Emilsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þórarinn G.Pétursson og Rósa B. Sveinsdóttir.
Fimmtudagur, 21. mars 2013
Kýpur setur evru í grískan harmleik
Þróunin á Kýpur er athyglisverð. Hún segir sitt um það hvað getur hent lítið ríki innan evrusamstarfsins. Myntbandalag evrunnar hefur ekki reynst Kýpverjum sú vörn gegn óstöðugleika sem vonast var eftir. Efnahagslífið og þjóðlífið á Kýpur er í upplausn.
Blaðamaðurinn Hörður Ægisson ritar greinargóðan pistil um málið í Morgunblaðinu í dag. Hann segir (leturbr. Heimssýnar):
Fátt kemur lengur á óvart þegar horft er til þróunar mála á evrusvæðinu. Stefnusmiðir myntbandalagsins voru reiðubúnir að þvinga ráðamenn á Kýpur til aðgerða sem hefðu grafið undan trausti almennings gagnvart evrópska innstæðutryggingakerfinu og aukið líkurnar á bankaáhlaupi í jaðarríkjunum.
Síðan segir Hörður:
Stjórnvöld á Kýpur leita nú allra leiða að mögulegri lausn til að afstýra hruni bankakerfisins og í kjölfarið ríkisgjaldþroti. Rætt hefur verið um að leita í smiðju íslenskra stefnusmiða frá því haustið 2008 og kynna til sögunnar fjármagnshöft til að aftra gríðarlegu fjármagnsútflæði þegar bankar landsins munu opna á ný.
Að lokum segir blaðamaðurinn:
Hver sem niðurstaðan að lokum verður þá hafa atburðir síðustu daga skaðað trúverðugleika stefnusmiða á evrusvæðinu - og ekki í fyrsta sinn. Sú staðreynd að evrópskir ráðamenn hafi verið tilbúnir að taka áhættu sem hefði getað magnað skuldakreppu bandalagsins vegna neyðaraðstoðar til minnsta evruríkisins - hagkerfi Kýpur nemur aðeins 0,2% af landsframleiðslu evruríkjanna - verður að teljast með ólíkindum. Líkur á því að Kýpur verði fyrsta ríkið til að segja skilið við evruna hafa stóraukist.
Gengi evrunnar stöðugt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 20. mars 2013
Nýr vefur - www.neiesb.is
Nei við ESB (www.neiesb.is) heitir nýr vefur sem opnaður hefur verið í dag, en að honum standa nokkur samtök sem telja það ekki þjóna hagsmunum Íslendinga að Ísland gerist aðli að ESB. Á vefnum verður að finna upplýsingar um Evrópusambandið, málefni þess og þróun, um stöðu einstakra ríkja í sambandinu, um evruna og Gjaldmiðilsbandalag Evrópu og um stöðu Íslands í þessu samhengi.
Samtímis því sem vefurinn er opnaður hefur sendinefnd á vegum Nei við ESB lagt í stutta kynnisferð til Brussel til að kynna sjónarmið Íslendinga og heyra jafnframt sjónarmið stjórnmálamanna og embættismanna í Brussel. Í ferðinni taka þátt Ásmundur Einar Daðason þingmaður, Halldóra Hjaltadóttir formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, Tómas Ingi Olrich fyrrverandi þingmaður, ráðherra og sendiherra, Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi og Gunnlaugur Ólafsson starfsmaður samtaka ESB andstæðinga. Sendinefndin mun í ferðinni ræða sérstaklega um stöðu aðildarviðræðna Íslands, sjávarútvegsmál, verkalýðsmál og landbúnaðarmál, en auk þess kynna sér þau mál sem eru ofarlega á baugi, eins og t.d. á Kýpur.
Þau samtök sem standa að opnun vefjarins Nei við ESB í dag og að ferð fimmmenninganna til Brussel eru Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild, Herjan, félag stúdenta í H.Í. gegn aðild að ESB, Vinstrivaktin gegn ESB og Þjóðráð.
Slóðin að vefnum Nei við ESB er www.neiesb.is
Miðvikudagur, 20. mars 2013
Evrukrísan er nú Rússum að kenna, segja evrusinnar
Það er dálítið merkilegt að fylgjast með vandræðagangi evrusinna í umræðunni um bankakreppuna á Kýpur sem nú veldur því að það titrar allt hagkerfið á evrusvæðinu.
Það er alltaf fundin upp ný og ný skýring eftir því sem sjúkdómseinkenni evrunnar breiðast út um evrusvæðið, frá Grikklandi til Írlands, til Portúgals, Spánar, Ítalíu og nú til Kýpur.
Fólk trúði því að með evrunni myndi Seðlabanki Evrópu gæta að því að rekstur banka yrði í góðu lagi. Eftirlitsaðilar virðast hins vegar lítið hafa vitað hvað var á seyði á Kýpur og jafnvel lokað augunum eftir að vandinn fór að koma í ljós fyrir allnokkru.
Aðildin að evrusvæðinu veldur því að kveisan á Kýpur veldur kvefi um alla Evrópu. Þeim kerfislæga vanda líta evrusinnar alveg framhjá, en hrópa og kalla að þetta sé allt Rússum og gulli þeirra að kenna. Sjálfsagt er það einhver skýring, en kreppan á Kýpur, sem er ekki nema agnarsmár hluti af hagkerfi Evrópu, myndi aldrei hafa áhrif um alla álfuna nema vegna evrukerfisins.
Svo einfalt er það.
Miðvikudagur, 20. mars 2013
Heimssýnarfulltrúar ræða málin í Brussel með öðrum fulltrúum andstæðinga aðildar að ESB
Í dag, miðvikudag og á morgun, fimmtudag, eiga fulltrúar andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu fundi með embættismönnum og fulltrúum hagsmunasamtaka í Brussel. Markmiðið með þeim samtölum er að kynnast sýn forráðamanna ESB á stöðu aðildarviðræðna Íslands svo og að koma á framfæri upplýsingum um hina pólitísku stöðu hér heima fyrir gagnvart aðildarumsókninni.
Þeir fulltrúar andstæðinga aðildar sem fara eru: Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður, Tómas Ingi Olrich, fyrrum ráðherra, alþingismaður og sendiherra, Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, Þorleifur Gunnlaugsson, varaborgarfulltrúi VG í Reykjavík og Gunnlaugur Ólafsson, framkvæmdastjóri Heimssýnar.
Sendinefndin mun í ferðinni ræða sérstaklega um sjávarútvegsmál, verkalýðsmál og landbúnaðarmál, en auk þess kynna sér þau mál sem eru ofarlega á baugi, eins og t.d. á Kýpur.
Sjá nánar á Evrópuvaktinni.
Miðvikudagur, 20. mars 2013
Vonir Þorgerðar Katrínar við lok ferils
Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi áfram viðræðum um aðild að ESB samhliða kosningum til Alþingis er athyglisverð.
Þarna er væntanlega á ferðinni úthugsuð tillaga frá henni og aðildarsinnaða hópnum í kringum hana. Áróðurinn fyrir því að ljúka eigi viðræðum hefur verið þungur og umtalsverðum fjármunum varið í auglýsingar því sjónarmiði til stuðnings.
En af hverju ekki að skilyrða jáið við það að fólk vilji þá að Ísland gangi í ESB. Spurningin gæti hljóðað á þessa leið, með svipaðri aðferð og hjá Samfylkingunni fyrir áratug:
Vilt þú að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið og gerist síðan aðili að sambandinu?
Þessi spurning er einfaldari en sú hjá Samfylkingunni forðum, því hún er bara tvíhlaðin. Spurning Samfylkingarinnar var þríhlaðin og á þessa lund: Vilt þú að Ísland skilgreini samningsmarkmið sín, sæki um aðild að Evrópusabandinu og að væntanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Það má svo sem segja að Þorgerður Katrín sé ekki alveg fullnuma í spurningafræðum Samfylkingarinnar - en það er enn hægt að kenna henni og bæta spurningarnar.
Það er rétt að minna á að sú aðferð sem Þorgerður Katrín heldur að muni duga, sem er að fólk samþykki þá stefnu að vilja fá að kíkja í pakkann, getur orðið okkur dýrkeypt. Það er ekki bara svo að samningaviðræðurnar kosti okkur og ESB milljarða króna. Það þarf að samþykkja væntanlegan samning á þjóðþingum allra aðildarlanda ESB. Ætli íbúar Evrópu, stjórnvöld þar og forysta ESB sé eitthvað hrifin af því að vera að semja við þjóð sem vill ljúka þessu þunga ferli - bara til að kíkja í pakkann - og hafna samningi svo eins og til dæmis Norðmenn gerðu? Það gæti orðið okkur dýrkeypt því vert er að hafa í huga að stöðugur meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild að ESB.
Það má svo skjóta því hér inn að Þorgerður Katrín er með þessu uppátæki sínu að villa um fyrir kjósendum, að minnsta kosti ef miðað er við málflutning aðildarsinna til þessa. Það er búið að taka viðræður um sjávarútvegsmál til hliðar. Þótt vitað sé að þar muni engar undanþágur fást, samanber viðtal við Stefán Má Stefánsson prófessor í lögfræði á nýjum vef NeiESB.is í dag, þá vonast Þorgerður væntanlega til þess að þar sem ekki er farið að ræða sjávarútvegsmálin þá muni sá málaflokkur ekki þvælast fyrir henni í þessari síðustu pólitísku orustu sem hún háir á Alþingi.
Þetta eru því að mestu leyti látalæti í Þorgerði Katrínu.
Sjá hér viðtalið við Stefán Má: Afar ósennilegt að Íslendingar fái undanþágu.
Þriðjudagur, 19. mars 2013
Aðalsmanninn Carl Bildt dreymir um tign í Evrópu
Carl Bildt utanríkisráðherra Svía, sem var hér í vikunni til að sannfæra Íslendinga um ágæti ESB, er enginn venjulegur Kalli. Hann á uppruna sinn í þeim aðalsættum sem höfðu í aldir skipt með sér völdum í Evrópu, en sjálfur á hann rætur meðal aðals í Noregi. Það er því ekkert undarlegt að Carl Bildt skuli líta á alla Evrópu sem sinn vettvang. Ætt hans hefur jú gert það í aldir.
Það er annað í fari hans sem minnir dálítið á valdaelítu Evrópu til forna. Carl Bildt kvongaðist svo að segja til valda, því hann yfirgaf fyrstu eiginkonuna til að kvænast dóttur fyrrum flokksforingja og helsta áhrifamanns flokksins. Stuttu síðar tók hann við valdasprotunum í flokknum. Þegar Bildt var á uppleið innan Hægfara hægriflokksins í Svíþjóð varð nefnilega á vegi hans dóttir leiðtogans, Mia Bohman, sem hann leiddi svo upp að altarinu tveimur árum áður en Bildt tók við flokkssprotunum af arftaka Bohmans gamla. Fljótlega eftir það kulnaði undir hjónasænginni, eins og reyndar er algengt hjá kóngafólkinu nema Bildt og frú Bohman gengu lengra og skildu.
Nú ganga þær sögur, ættaðar að einhverju leyti frá Wikileaks, um að Bildt hafi verið uppljóstrari fyrir Bandaríkin á áttunda áratug síðustu aldar, þegar hann var ungur maður á uppleið í pólitík. Þá var kappinn nefnilega í vinfengi við annan Karl með Rove að eftirnafni, sem síðar varð helsti ráðgjafi Bush yngri. Carl á nefnilega að hafa lekið til Karls upplýsingum um langanir og óskir helstu stjórnmálaleiðtoga í Svíþjóð, en ungi Carl komst yfir þær upplýsingar við stjórnarmyndunarviðræður. Þessu heldur enginn annar fram en Kristinn okkar Hrafnsson sem sænska síðdegisstórblaðið Expressen vitnar í. Reyndar má skilja á Expressen að Hrafnsson og Wikileaks ætli að leka þessum upplýsingum vegna þess að sænsk stjórnvöld vilji ná í hnakkadrambið á foringja Wikileaks sem er sakaður um brot gegn sænskum konum. Sjáum til hvernig það fer allt saman.
Carl Bildt er sem sagt ekki síður aðalborinn en þriðji karlinn, þ.e. Karl Gustaf sextándi Svíakóngur. Munurinn á þeim er kannski sá að Carl kvænist konum og skilur við þær þegar langanir hans til þeirra breytast, sem er allt annað en sagt er um kónginn í slúðurblöðunum og því alls ekki hafandi eftir. Ekki fer heldur neinum sögum af glannalegum akstri Bildts á meðan kóngurinn hefur iðulega verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Kóngurinn á það meira að segja til að verða glaður og reifur með víni. Það varð hins vegar að stórfrétt í Svíþjóð fyrir nokkrum árum þegar Carl Bildt reyndi að vera alþýðlegur og fékk sér lítinn bjór á pöbb einhvers staðar í Bandaríkjunum þar sem hann var í embættiserindum. Við vitum nú að þetta var allt að undirlagi ímyndarsmiða fyrir kosningar, en það segir nú sitt um Bildt og Svía að þetta hafi getað orðið að frétt. Bildt hvorki hélt ræðu fullur svo bragð yrði að né keyrði hann bíl undir áhrifum, Guði sé lof. Þannig að Carl Bildt verður aldrei neinn Kalli, hvorki meðal sænska fólksins né annars staðar.
Hann er bara í sama valda-elítu-leiðangrinum og forverar hans í Evrópu hafa alltaf verið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 184
- Sl. sólarhring: 342
- Sl. viku: 2593
- Frá upphafi: 1165967
Annað
- Innlit í dag: 147
- Innlit sl. viku: 2238
- Gestir í dag: 142
- IP-tölur í dag: 142
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar