Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Seðlabankastjóri Þýskalands spáir evru-erfiðleikum næsta áratuginn
Erfiðleikar á evrusvæðinu næsta áratuginn, segir Jens Weidmann, seðlabankastjóri Þýskalands!
Jón Baldvin er búinn að átta sig á þessu (og Jóhanna er hætt að minnast á ESB) og Árni Páll er aðeins farinn að efast örlítið eins og fram kom á fundi með atvinnurekendum í morgun, þegar hann fór að tala um að það YRÐI GJALDMIÐLASAMSTARF í Evrópu í stað þess að tala beint um evrusamstarfið.
Það hefur hins vegar greinilega gleymst að láta Össur vita af þeirri vantrú sem farin er að grafa um sig hjá Samfylkingunni.
Batnandi mönnum er best að lifa.
En Guðmundur Steingrímsson forherðist bara í evrutrúnni miðað við málflutning hans í fjölmiðlum og víðar.
Evrukrísan í gangi næsta áratuginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Langstærsti kröfuhafinn!
Þýski seðlabankinn er langsamlega stærsti kröfuhafinn á evrusvæðinu. Þjóðverjar hagnast mest á evrusamstarfinu, því það hefur fært þeim auknar eignir á kostnað litlu jaðarríkjanna á svæðinu. Eina leiðin til að rétta hlut minni ríkjanna virðist vera að kljúfa upp evrusvæðið eða leggja evruna af.
Þetta er inntakið og niðurstaðan í athyglisverðri samantekt blaðamannsins Harðar Ægissonar í viðskiptakálfi Morgunblaðsins í dag. Hörður vitnar þar meðal annars til víðfrægrar bókar Bretans David Marsh sem nýlega var endurútgefin, en bókin ber heitið The Euro: The Battle for the New Global Currency.
Það er best að vitna beint til skrif Harðar, en pistill hans er á síðu 12 í viðskiptakálfi Moggans í dag:
Fyrst segir Hörður:
Það er ekki skrýtið að mikill meirihluti Þjóðverja vill halda í evruna þrátt fyrir að gríðarleg óvissa ríki um framtíð og efnahagshorfur evrópska myntbandalagsins. Líklega hefur ekkert evruríki notið jafn góðs af myntsamstarfinu og Þýskaland. Hið sama verður þó ekki sagt um jaðarríki evrunnar.
Þrátt fyrir stöðnun á evrópska myntsvæðinu eru hagvaxtarhorfur með ágætum í Þýskalandi og viðskiptaafgangur mælist í hæstu hæðum. Á liðnu ári var afgangur á viðskiptum við útlönd um 250 milljarðar evra, eða sem nemur 7% af landsframleiðslu. Þetta er áttunda árið í röð sem viðskiptaafgangur Þýskalands er meiri en 5%. Slíkur viðvarandi afgangur getur þó hvorki talist eðlilegur né eftirsóknarverður.
Svo segir Hörður:
Stofnun evrópska myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Það markmið virðist nú aðeins fjarlægur draumur. Gríðarlegur viðskiptaafgangur Þýskalands endurspeglar hið alvarlega og djúpstæða ójafnvægi sem hefur skapast á evrusvæðinu. Rétt eins og David Marsh, höfundur bókarinnar The Euro: The Battle for the New Global Currency, bendir á þá hefur viðvarandi viðskiptaafgangur kjarnaríkja evrunnar - á móti miklum viðskiptahalla jaðarríkjanna - verið mun meira en það ójafnvægi sem að lokum framkallaði hrun Bretton Woods-fastgengiskerfisins í byrjun 8. áratugar 20. aldar.
Samhliða uppsöfnuðum viðskiptaafgangi Þýskalands hefur hrein erlend eign þjóðarbúsins - eignir að frádregnum skuldum - aukist hröðum skrefum. Nýjustu hagtölur sýna að hrein erlend eign Þýskalands er núna yfir þúsund milljarðar evra og hefur aldrei verið meiri. Hátt í 90% þessara eigna eru færð til bókar hjá Seðlabanka Þýskalands. Meirihlutinn - eða tæplega 600 milljarðar evra - er í raun óbein krafa á verst stöddu evruríkin í gegnum greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans, betur þekkt sem Target2. Á síðustu fjórum árum hefur nánast allur viðskiptaafgangur Þýskalands gagnvart evrusvæðinu einmitt verið nýttur til að fjármagna seðlabanka jaðarríkjanna í gegnum Target2-kerfið. Færi svo að myntbandalagið liði undir lok gæti Þýskaland þurft að afskrifa stóran hluta þessara krafna.
Þá segir Hörður:
Staða Þýskalands er því viðkvæm. Stækkandi efnahagsreikningur Seðlabanka Þýskalands er ekki í samræmi við það markmið sem bankinn setti sér við stofnun myntbandalagsins. Á árunum 1999 til 2004 reyndi bankinn markvisst að minnka gjaldeyrisforða sinn til að draga úr gjaldeyris- og markaðsáhættu. Í árslok 2004 námu erlendar eignir bankans aðeins 85 milljörðum evra, eða rétt ríflega þriðjungi af hreinni erlendri eignastöðu þjóðarbúsins. Frá þeim tíma hafa hreinar erlendar eignir Þýska seðlabankans hins vegar tífaldast. Bankinn er því orðinn - líklega þvert gegn sínum vilja - langstærsti kröfuhafi evrusvæðisins.
Hver er skýringin? Að sögn David Marsh hefur þessi þróun haldist í hendur við gríðarlegan samdrátt í erlendum útlánum þýskra banka - einkum til verst stöddu evruríkjanna. Á þriðja fjórðungi síðasta árs nam hrein erlend eign þýskra banka 8 milljörðum evra borið saman við ríflega 500 milljarða evra í árslok 2008. Í stað þess að hrein erlend eignastaða Þýskalands samanstandi að stærstum hluta af kröfum á einkaaðila þá eru þær nú mestmegnis kröfur á seðlabanka jaðarríkjanna.
Og í lokin segir Hörður:
Eitt meginmarkmiðið með stofnun evrópska myntbandalagsins var að tryggja að öflugasta efnahagsveldi álfunnar - sameinað Þýskaland - yrði í meira mæli háð nánum viðskiptatengslum við önnur Evrópuríki. Staðreyndin er hins vegar sú að hið gagnstæða hefur gerst. Næstum 50% af útflutningi Þýskalands fara nú til ríkja utan evrusvæðisins. Þýskaland er því ekki jafn berskjaldað og ella gagnvart erfiðleikum á evrusvæðinu.
Ekki verður séð hvernig - og hvenær - aðlögun í átt að sjálfbæru jafnvægi á myntsvæðinu muni nást. Eigi verst stöddu evruríkjunum að takast að greiða til baka erlendar skuldir sínar - til Þýskalands - þurfa þau að auka verulega hlutfallslega samkeppnishæfni sína og ná fram viðvarandi viðskiptaafgangi. Með því að kasta evrunni myndi slík aðlögun gerast sjálfkrafa. Að óbreyttu virðast þau eiga engra annarra kosta völ.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Íslandsbanki lýsir þokkalegri stöðu hér en afleitri á evrusvæðinu
Í rafrænu fréttabréfi greiningardeildar Íslandsbanka, Morgunkorni, er lýst skilningi sérfræðinga bankans á stöðu mála hér á landi í samanburði við nágrannalöndin. Þar kemur m.a. fram að hagvöxtur er hér á landi nokkru meiri en að jafnaði í nágrannalöndunum. Mestu munar þó að atvinnuleysið er mun minna hér en t.d. á evrusvæðinu, þar sem það er skelfilegt.
Fram kemur í greinarkorni Íslandsbanka að AGS spái því að hagvöxtur verði nálægt tveimur prósentum hér á landi í ár og á næsta ári. Síðan segir í Morgunkorni bankans í dag:
Meiri hagvöxtur en í flestum nálægum löndum
Þrátt fyrir að hagvöxtur verði hér hægur á næstunni mun hann verða nokkru meiri að mati AGS en að meðaltali í nálægum löndum. Þannig spáir stofnunin því að 0,3% samdráttur verði á evrusvæðinu í ár og að hagvöxtur næsta árs verði þar einungis 1,1%. Þá spáir stofnunin því að hagvöxtur í Bretlandi verði 0,7% í ár og 1,5% á næsta ári. Öllu meiri hagvexti spá þeir hins vegar í Bandaríkjunum eða 1,9% í ár og 3,0% á næsta ári.
Staða og þróun atvinnuleysis önnur
Þróun og staða atvinnuleysis verður nokkuð önnur hér á landi á næstunni en í nálægum löndum að mati AGS. Þannig mun atvinnuleysi standa í stað á evrusvæði í 12,3% á milli áranna 2013 og 2014 á sama tíma og það er að lækka hér líkt og áður sagði og fer úr 5,0% í 4,6%. Af samanburðinum má sjá að atvinnuleysið er mun minna hér en á evrusvæðinu og raunar lægra en víðast hvar í Evrópu. Í Bretlandi mun atvinnuleysið einnig standa í stað í 7,8% á milli áranna 2013 og 2014 að mati stofnunarinnar. Atvinnuleysi mun hins vegar minnka í Bandaríkjunum á milli þessara tveggja ára og fara úr 7,7% í 7,5%.
(Feitletranir eru Heimssýnar).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Heimshagkerfinu stafar mest hætta af evrusvæðinu segir AGS
Hér er mbl.is komið með fréttina frá AGS um ástandið í heimsbúskapnum, en í þessari frétt kemur meðal annars fram að heimshagkerfinu stafi mest hætta af evrusvæðinu.
Orðrétt segir mbl.is (feitletranir Heimssýnar):
Í skýrslunni er vakin athygli á því að á sama tíma og hagvöxtur sé öflugur í flestum nýmarkaðs- og þróunarlöndum þá sé annað uppi á teningnum hjá ríkari þjóðum heims ekki síst á evrusvæðinu. Oliver Blinchard, aðalhagfræðingur AGS, bendir á að það sé einkum áhyggjuefni að svo virðist sem leiðir séu að skilja á milli Bandaríkjanna og evrusvæðisins hvað varðar ástand efnahagsmála og fjármálakerfisins.
AGS lækkar spá sína frá því í janúar fyrir hagvöxt á heimsvísu úr 3,5% í 3,3% en á næsta ári mun hagvöxtur aukast nokkuð og mælast 4%. Sjóðurinn telur að hagvöxtur verði minni á þessu ári í öllum stærstu hagkerfum heimsins fyrir utan Japan en gert var ráð fyrir í upphafi árs. Samdráttur mun mælast 0,3% á evrusvæðinu og hagvöxtur verður aðeins rétt yfir 1% á árinu 2014. Í Bandaríkjunum gerir AGS aftur á móti ráð fyrir 1,9% hagvexti á þessu ári og 3% vexti ári síðar.
Til meðallangs tíma stafar heimshagkerfinu mest hætta af annars vegar skulda- og bankakreppunni á evrusvæðinu og hins vegar hvort ráðamönnum í Bandaríkjunum og Japan muni takast að grynnka á skuldum hins opinbera og lækka fjárlagahallann. Að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er ekki til nein ein töfralausn til hvaða aðgerða eigi að grípa til að stemma stigu við minnkandi eftirspurn og draga úr miklum ríkisskuldum. AGS telur aftur á móti mikilvægt að stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum leggi aukna áherslu á að minnka halla á rekstri ríkisins. Á evrusvæðinu hvetur sjóðurinn þau ríki sem séu í þeirri stöðu að hafa til þess fjárhagslegt svigrúm með öðrum orðum Þýskaland til að örva neyslu og eftirspurn í hagkerfinu. AGS ráðleggur hins vegar Bretum að íhuga það að draga úr umfangsmiklum niðurskurðaráformum.
Óttast að ólík efnahagsþróun ríkja hamli bata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Almenningur hefur lítinn áhuga á ESB
Kosningar í Króatíu til Evrópuþingsins sýna að almenningur í landinu hefur annað hvort lítinn áhuga á því sem er að gerast í ESB eða að það skipti engu máli að kjósa því áhrif einstakra þingfulltrúa séu lítil sem engin.
Þátttakan í kosningunum var aðeins 21 prósent.
Þetta er dapurleg niðurstaða, en hún segir sitt um það í hvaða stöðu lýðræðið er innan ESB. Almenningi þykir valdið og verkefnin fjarlæg og að varla taki því að taka þátt. Stjórnmála- og embættismannaelítan í Brussel ráði þessu hvort eð er.
Þetta er fyrirheitna land Samfylkingar og Bjartrar framtíðar.
Kjörsóknin einungis 21% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. apríl 2013
Gott fyrir Ísland að vera utan evrusvæðis, segir hollenskur hagfræðingur
Athygli hefur vakið að margir þeir erlendu gesta sem komið hafa fram í Silfri Egils að undanförnu hafa talið það heppilegt fyrir Íslendinga að vera utan evrusvæðisins. Þeirra á meðal er hollenski hagfræðingurinn, Dirk Bezemer.
Meðfylgjandi eru skjáskot úr viðtalinu sem segja meira en mörg orð:
Þriðjudagur, 16. apríl 2013
Enn syrtir í álinn á evrusvæðinu
Svo hljóðar nú fyrirsögn á vef Ríkisútvarpsins. Evrusamstarfið er ekki aðeins að draga Evrópu niður heldur er evran helsta ástæðan fyrir því að heimsbúskapurinn nær sér ekki á strik. Bandaríkjamenn eru uggandi yfir Evrópu sem og margar Asíuþjóðir.
Ruv segir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag nýendurskoðaða spá sína fyrir þróun efnahagsmála í evruríkjunum á þessu ári. Samkvæmt henni má búast við 0,3 prósenta samdrætti á árinu. Í fyrri spá stofnunarinnar var gert ráð fyrir að samdrátturinn yrði 0,2 prósent. Að mati sérfræðinga sjóðsins er útlitið fyrir næsta ár þó ögn skárra en reiknað var með fyrr á árinu. Sérfræðingarnir spá því að hagvöxtur á heimsvísu verði 3,3 prósent á árinu. Það er núll komma tveimur prósentustigum minna en spáð var í janúar síðastliðnum. Það eru fyrst og fremst slæmar horfur í evruríkjunum sem valda því að hagvöxtur í heiminum verður minni en ráð var fyrir gert.
Hér má bæta við að Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir í dag að það hve Evrópa er að dragast aftur úr Bandaríkjunum sé að koma allri heimsbyggðinni í koll. Ef það væri ekki fyrir evrukreppuna væru Bandaríkin góðum málum. Í skýrslu AGS kemur fram að ástandið í heimsmálunum er verst á suðurjaðri evrusvæðisins, en reiknað er með að framleiðsla dragist t.d. saman í Grikklandi um 4,2%.
Hér að neðan má sjá síðustu spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hagvöxt í heiminum:
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 16. apríl 2013
Össur, Jóhanna og Árni Páll sniðgengu niðurstöðu lýðræðislegrar kosningar
Össur, Jóhanna og Árni Páll eiga enn eftir að birta samningsmarkmið í veigamestu samningsmálunum, svo sem er varðar auðlindir hafsins. Samt var það skýr niðurstaða bréflegrar kosningar meðal félaga í Samfylkingunni að áður en farið yrði í samningaviðræður skyldi samningsafstaða mótuð.
Samfylkingin hefur ekki þorað að fjalla um samningsmarkmiðin í sjávarútvegsmálum á kjörtímabilinu. Samfylkingin hefur hunsað niðurstöðu lýðræðislegrar kosningar í eigin flokki. Er slíku fólki treystandi til að fara með mikilvæg mál fyrir hönd þjóðarinnar?
ESB viðræður hafa kostað 300 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 16. apríl 2013
Árni og Jóhanna ætluðu að klára ESB-aðild á 12 mánuðum árið 2009
Það er lítið að marka það sem Samfylkingin hefur sagt um þann tíma sem tæki að ganga frá samningi um aðild að ESB. Árið 2009 sögðu bæði Árni Páll og Jóhanna Sigurðardóttir að þetta þyrfti ekki að taka meira en eitt ár. Nú hafa viðræður verið í gangi í nær fjögur ár. Þó segir Árni nú að það megi klára þetta á 18 mánuðum.
Það er búið að fara yfir um helming af léttustu viðræðuköflunum. Erfiðustu kaflarnir eru eftir. Árni Páll, Össur og restin af Samfylkingunni treysti sér skiljanlega ekki til að fjalla um fiskveiðiauðlindina fyrir kosningar og ekki heldur um landbúnaðarmálin.
Samfylkingin er búin að fá sinn séns í þessu máli. Hún hafði síðasta kjörtímabil til að klára þetta mál. Henni tókst það ekki. Því er eðlilegt að gefa bæði Samfylkingunni og þessu máli frí. Þetta er komið gott. Það er óþarfi að eyða milljörðum í þetta aðlögunarferli þegar ljóst er að Íslendingar vilja ekki fara inn í Evrópusambandið. Með því að halda áfram aðlögunarferlinu er aðeins verið að fara eftir þeirri hugmyndafræði ESB að þvinga Íslendinga til að uppfylla þann samning sem felst í ESB eins og það er í dag.
Það kominn tími til þess að Íslendingar hætti að láta ESB og Samfylkinguna hafa sig að fíflum.
Óverulegar undanþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 15. apríl 2013
Spánverjar missa trúna á ESB
Það eru athyglisverðar upplýsingar sem koma fram hjá pistlahöfundi Financial Times í dag. Í pistlinum lýsir hann þeim þrengingum sem Spánverjar hafa lent í vegna evrusamstarfsins og segir að Spánverjar hafi misst trúna á ESB og stofnanir þess.
Spánverjar voru reyndar fremur óheppnir í upphafi evrusamstarfsins. Vextir voru allt of lágir miðað við efnahagsaðstæður heima fyrir, en Seðlabanki Evrópu beitti vaxtastefnu miðað við evrusvæðið í heild. Ódýru lánsfé var dælt inn í húsnæðisgeirann með tilheyrandi þenslu og verðhækkunum. Útlendingar keyptu sér húsnæði í massavís, einkum Bretar, en líka einhverjir Íslenidngar.
Eftir að banka- og evrukreppan hélt innreið sína hefur hins vegar allt snúist á hvolf. Frá 2009 hefur verð á húsnæði lækkað um 30%, samdráttur er í efnahagsmálum og atvinnuleysið er komið í um 25%, þar af um 50% fyrir ungmenni.
Mótmælahreyfingum hefur vaxið fiskur um hrygg, en nú eru það einkum þeir sem mótmæla vinnuaðferðum bankanna sem mest ber á.
Þótt Spánn hafi ekki formlega fengið aðstoð úr björgunarsjóði ESB, AGS og SE, þá hefur Spánn í reynd farið á björgunarprógramm þessara aðila. Ríkið er það stórt að það þykir ekki gott afspurnar að svo stórt evruríki njóti formlegrar björgunaraðstoðar. Sérfræðingar AGS hafa þó verið þar með fast aðsetur lengi, auk þess sem ESB og Seðlabanki Evrópu eru einnig með puttana í málefnum Spánar.
Það er því fremur þungt hljóðið í Spánverjum núna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 109
- Sl. sólarhring: 542
- Sl. viku: 2616
- Frá upphafi: 1166376
Annað
- Innlit í dag: 97
- Innlit sl. viku: 2244
- Gestir í dag: 96
- IP-tölur í dag: 92
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar