Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Sunnudagur, 21. apríl 2013
Evrópa = Þýskaland ?
Þessi frétt ber með sér að Þjóðverjar séu komnir í varnarstöðu. Fregnir berast af þeim sjónarmiðum innan úr AGS og víðar að of mikil áhersla hafi verið á niðurskurð og samdrátt í opinberri starfsemi í sumum Evrópulöndum. Þetta er greinilega til umræðu á vorfundum AGS og Alþjóðabankans sem nú eru haldnir í Washington. Þýski ráðherrann er í vörn.
Þjóðverjar hafa verið helstu hvatamenn harkalegra aðgerða í skuldamálum ríkja álfunnar og jafnframt þeir sem harðast berjast gegn því að verðbólgu verði leyft að aukast aðeins til að auka eftirspurn í álfunni og þar með draga úr atvinnuleysi.
Nú svara Þjóðverjar því til að þetta hafi ekki verið kröfur þeirra heldur kröfur allrar Evrópu. Þeir líta sem sagt á sig sem Evrópu. Eða hvað?
Ekki krafa Þýskalands heldur Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20. apríl 2013
Þetta er eins og að skjóta dúfu með kjarnorkusprengju!
Ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneyti Kýpur líkir ESB og AGS við hernámslið sem hirði ekkert um mannréttindi. Auk þess segir hann aðferðir ESB og AGS vera eins og að skjóta dúfu með kjarnorkusprengju.
Þetta hefur Evrópuvaktin eftir Kýpur-fréttum.
Svo segir Evrópuvaktin:
Christos Patsalides, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu á Kýpur, sagði á fundi með rannsóknarnefnd, sem rannsakar nú ástæður falls bankanna á Kýpur að líkja mætti meðferð Evrópusambandsins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á Kýpur við það að kjarnorkusprengja væri notuð til að drepa dúfu. Hann lýsti lánardrottnum Kýpur við hernámslið, sem hirti ekkert um mannréttindi. Patsalides tók þátt í samningaviðræðum Kýpur við Evrópusambandið og AGS.
Á fundi rannsóknarnefndarinnar var Patsalides spurður, hvort skynsamlegt hefði verið af þáverandi ríkisstjórn í maí 2012 að eignast 84% í Laiki banka sem kostaði ríkið 1,8 milljarða evra og svaraði ráðuneytisstjórinn að hefði bankinn verið látinn fara á hausinn hefði það haft hrikalegar afleiðingar fyrir bankakerfið á Kýpur. Hann sagði að það hefði ekki verið neitt leyndarmál að samkomulagið á milli forseta landsins, fjármálaráðherra og seðlabankastjóra hefði árum saman mátt vera betra.
Patsalides sagði að þegar horft væri til baka væri ljóst að mörg viðvörunarljós hefðu kviknað en gekk ekki svo langt að segja, að fyrri stjórnvöld væru sek um aðgerðarleysi.
Hann sagði að lánardrottnar Kýpur hefðu eyðilagt efnahagskerfi lýðveldisins.
Frá þessu segir Cyprus-Mail.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 20. apríl 2013
Pólverjar enn efins um evruna
Pólverjar eru og hafa lengi verið efins um evruna, eins og endurspeglast í þessum ummælum fjármálaráðherra Póllands um það þeir muni ekki geta tekið hana upp næstu tólf árin.
Ummæli ráðherrans eru m.a. birt í vefritinu EUobserver.
Það eru meðal annars evruvandræðin í ESB sem valda því að Pólverjar vilja fresta því í lengstu lög að taka upp evruna þótt það ætti að fara að koma að þeim eftir dágóða veru í ESB, en þeir gengu í ESB árið 2004.
En það eru ekki bara vandræði núverandi evruríkja við að leysa vandann sem evran sjálf skapar að hluta sem veldur Pólverjum áhyggjum, heldur hefur það komið fram að þeir óttast að geta lent í svipaðri aðstöðu og Ítalir eða Spánverjar, sem hafa tapað miklum fjármunum í utanríkisviðskiptum í samkeppni við þýsk, hollensk og austurrísk fyrirtæki.
Pólverjar óttast að geta lent í svipaðri aðstöðu og geta sig þá hvergi hrært í evrusamstarfinu og með peningastefnu sem stýrt yrði í Frankfurt. Skoðanakannanir sýna að meirihluti Pólverja er á móti því að taka upp evruna, auk þess sem meirihluti þingsins hefur verið á móti því. Í samningum við ESB er ekki kveðið á um neina fresti í þeim efnum, svo sjálfsagt bíða ESB- og evrusinnar þess að vindáttir breytist eitthvað í þessu.
Fjölmiðlar minna á að Pólland sé eina ríkið á ESB svæðinu sem hefur sýnt hagvöxt á árunum 2007-2009, þökk sé sjálfstæðum gjaldmiðli, slótýinu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20. apríl 2013
ESB vill stjórna fiskveiðiauðlind Íslendinga segir EUobserver
ESB vill ná stjórninni á fiskveiðiauðlind Íslendinga. Þessi staðhæfing EUobserver kemur ekki á óvart, en þrátt fyrir margítrekaðar yfirlýsingar embættismanna ESB virðast hörðustu ESB-aðildarsinnar reyna að halda öðru fram.
Grunnsáttmáli ESB hvað þetta varðar er hin sameiginlega fiskveiðistefna ESB sem felur í sér að yfirstjórn allra fiskveiðimála er í Brussel. Þjóðirnar hafa misst lagalegt grundvallarforræði til Brussel. Það er það sem Samfylkingin og Björt framtíð vilja.
Ólík sýn á sjávarútvegsmálin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 20. apríl 2013
Til varnar krónunni
Halldór I. Elíasson, stærðfræðingur, skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann minnir á hvaða áhrif aðilar vinnumarkaðar geta haft á þróun verðbólgu. Það leiðir hugann að þeim mikla mun sem hefur orðið á verðbólguþróun í ESB-löndunum með þeim afleiðingum að á evrutímabilinu hefur gífurlegt ójafnvægi skapast í viðskiptum á milli evrulandanna.
Með orðum Halldórs I. Elíassonar, en hann beinir fyrst orðum sínum til Gylfa Arnbjörnssonar forseta ASÍ:
Í Fréttablaðinu 10.4. birtist ósvífin en barnaleg árás forseta ASÍ á íslensku krónuna í viðtali um þjóðarsátt. M.a. segir Gylfi að krónan hafi valdið efnahagssveiflu og verið upphaf efnahagssveiflu. Það getur verið að Gylfi vilji núna kenna krónunni um frekar en ríkisstjórninni, að markmiðum kjarasamninga um kaupmátt var ekki náð um síðustu áramót. Þetta voru hins vegar kjarasamningar sem hann sjálfur stóð að upp á von og óvon að við kæmumst fljótt upp úr kreppunni.
Síðar segir Halldór:
Hins vegar er rétt að benda á að gengi gjaldmiðla er almennt mjög óstöðugt um þessar mundir. Spákaupmenn hafa í mörg ár sagt fyrir um hrun dollarans vegna mikilla skulda BNA. Kínverjar vilja ekki slíkt og heldur ekki ESB, sem óttast þá um sína samkeppnisstöðu. Núna eru Bandaríkjamenn loksins farnir að reyna sjálfir að veikja dollarann. Þjóðverjar þora ekki út úr evrunni, því að þá yrði nýi gjaldmiðillinn of sterkur. Þeir borga frekar skuldir þeirra sem kaupa af þeim. Við þurfum að spyrja okkur sjálf, hvort við teystum okkur til að gæta eigin hagsmuna. Þeir sem vilja fela erlendum ríkisstjórnum stjórn landsins ættu ekki að fela þá skoðun með barnalegum ummælum.
(Leturbreyting er Heimssýnar).
Laugardagur, 20. apríl 2013
ESB með leikaraskap á Suðurnesjum
Hjálmar Árnason fyrrum skólameistari og nú framkvæmdastjóri Keilis er hlessa á loddaraskap fulltrúa ESB sem fóru um landið útdeilandi loforðum um styrki, loforðum sem ekkert var að marka meðal annars vegna þess að forsendum var breytt í miðju kafi.
Þetta leiðir hugann að því að forsendur geta sumar breyst hjá ESB. Þótt grunnreglur, t.d. stjórn ESB á fiskimiðum allra landa, breytist ekki, þá geta ýmsar aðrar forsendur breyst eins og dæmin sanna.
Með orðum Hjálmars í grein í Morgunblaðinu í vikunni hljómar þetta svona:
"Þau veifuðu 1,5 milljörðum framan í samfélagið á Reykjanesi, byggðu upp miklar væntingar en drógu svo allt til baka og sviku öll hin fögru fyrirheit."
Í greininni segir Hjálmar:
Nýlega var afhjúpuð ótrúleg svikamylla gagnvart íbúum á Reykjanesi. Ekki er hægt annað en opinbera hana. Málavextir eru þessir: Haustið 2011 var boðað til fundar í Eldey á Ásbrú. Þangað var stefnt öllum bæjarstjórum á Reykjanesi, fulltrúum atvinnulífs, skóla, þróunarfélaga o.s.frv. Allstór hópur mætti. Fundarboðendur komu fimm talsins í nafni Evrópusambandsins. Og boðskapurinn var ekkert smáræði: Ákveðið var að bjóða Reykjanesi rúmlega einn milljarð ÍKR í svokallaða IPA-styrki. Vegna hins bága atvinnuástands á Reykjanesi hefði verið ákveðið að fé þetta rynni til Suðurnesja. Viðstaddir tóku þessu kostaboði af stillingu en fögnuði þó. Eftir miklar og góðar skýringar á ferlinu varð niðurstaðan sú að skipaðir yrðu tveir vinnuhópar til að vinna hvor sína tillöguna. Hvorki meira né minna en fimm sérfræðingar, launaðir, voru fengnir til að vinna með hópunum. Allt á kostnað Evrópusambandsins.Síðan segir Hjálmar:
Best og fyrst!Skipaðir voru tveir hópar sem tóku þegar til starfa og unnu sleitulaust næsta árið með dyggri aðstoð ráðgjafanna og góðri hvatningu. Eftir nokkurra mánaða starf var tilkynnt um smá breytingu: Peningarnir ættu ekki allir að fara til Suðurnesja heldur yrði þeim jafnað milli landsvæða: En þið hafið svo gott forskot og eruð með svo flottar hugmyndir að þið skulið ekki hafa áhyggjur, voru huggunarorð forkólfsins við undrun heimamanna. Og enn urðu breytingar: Eftir um átta mánaða vinnu var tilkynnt án skýringa eins og í fyrra skiptið að peningarnir væru í raun samkeppnissjóður þar sem bestu hugmyndir myndu fá mest. Og aftur vorum við hughreyst: Engar áhyggjur. Þið erum með flottustu verkefnin og mesta forskotið. Enda með sérfræðinga frá Evrópusambandinu til að gera umsóknir ykkar.
Þá segir Hjálmar:
Milljarður verður að engu
Svo var tillögunum skilað, færðar í réttan búning og hinir reyndu ráðgjafar lofuðu verkið, enda unnu þeir það með okkur á vikulöngum undirbúningsfundum. Nú væri bara að bíða því allt yrði þetta að fara í gegnum flókið ferli. Tillögur heimamanna voru tvær: Önnur um auðlindagarð og hin um rannsóknar- og kennslumiðstöð. Báðar miðuðu að því að efla menntun, rannsóknir, nýsköpun og atvinnulíf en umfram allt samstarf fyrirtækja og stofnana á svæðinu. Ráðgjafarnir launuðu hrósuðu hugmyndum heimamanna í hásterkt og töldu nef sitt reynda segja að þarna færu hugmyndir sem rynnu í gegn. Algjör samstaða ríkti meðal allra sem að komu. Ætla má að samtals hafi um 50 manns komið með ýmsum gætti að tillögunum og verulegum tíma varið í úrvinnslu. Væntingar voru miklar enda sérfræðingarnir ósparir á að veifa þeim. Um einu og hálfu ári síðar komu svo niðurstöðurnar. Milljarðurinn ríflegi sem átti að koma til Reykjaness reyndist vera 0 krónur. Já, þetta er ekki ritvilla. Ekki ein króna kemur hingað því önnur verkefni voru talin betri.Í lokin segir Hjálmar:
Hvers vegna sögðu þau ósatt?Einhvern veginn svona er ferlið. Ég fullyrði að þetta sé með einkennilegri uppákomum. Ekki amast ég við þeim verkefnum sem styrkinn hljóta og samfagna þeim sem hlutu (veit lítið um þau). Ég hins vegar fordæmi þá sem að ferlinu stóðu. Þeir beinlínis lugu að samfélaginu hér suður frá. Aldrei stóð til að fjármunir þessir rynnu allir til Suðurnesja. Heiðarlegt fólk hefði sagt frá því strax í byrjun. Sumir af þessum góðu ráðgjöfum reyndust svo líka vera á launum í öðrum byggðarlögum. Ugglaust hafa þau flutt sömu ræðuna þar lofað gulli og grænum skógum. Hafi þau skömm fyrir óheiðarleg og óvönduð vinnubrögð þar sem heilt landsvæði er hreinlega platað. Þetta eru svik af verstu gerð.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 19. apríl 2013
Grikkir hafa tapað þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum
Grikkir eru í verulega vondum málum, ekki hvað síst vegna þess að evrusamsarfið hindrar eðlilega aðlögun hagkerfisins að nýjum aðstæðum. Ráðstöfunartekjur íbúa landsins hafa lækkað um ríflega 30%.
Visir.is segir svo frá:
Nýjar tölur frá hagstofu Grikklands, ELSTAT, sýna að laun í Grikklandi hafa almennt lækkað um 22% á síðustu þremur árum eða frá því að skuldakreppa þeirra hófst. Þegar 10% verðbólgu á tímabilinu er bætt við hafa Grikkir tapað um þriðjungi af ráðstöfunartekjum sínum á þessum tíma.
Í frétt um málið á Reuters segir að þessi samdráttur í tekjum Grikkja hafi valdið því að einkaneysla í landinu hefur dregist saman um 16% frá árinu 2009. Það er þetta fall í einkaneyslu sem einkum skýrir mikinn samdrátt í landsframleiðslu landsins undanfarin ár. Í ár er búist við 4,5% samdrætti. Einkaneyslan stendur undir um 75% af landsframleiðslunni og er það hæsta hlutfallið meðal landa á evrusvæðinu.
Það sem gerir stöðuna enn verri er hið mikla atvinnuleysi sem ríkir í Grikkland en það nemur yfir 25% í dag. Þar að auki hafa grísk stjórnvöld skorið niður velferðarstyrki sína um 15 og á árunum 2010 til 2012 voru skattar á heimili landsins auknir um 17%.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. apríl 2013
ESB-samningaviðræður verða kannski frystar
Samningaviðræður við ESB verða hugsanlega frystar eftir kosningar. Svo segir sænska veftímaritið Europaportalen í fyrirsögn.
Vefritið fjallar um stöðuna í stjórnmálum á Íslandi og niðurstöður síðustu skoðanakannana. Ritið segir stjórnarflokkana vera að tapa miklu fylgi en flokkar sem vilji hætta viðræðum séu í mikilli sókn. Ennfremur sé meirihluti Íslendinga á móti aðild að ESB, en tæplega 55 prósent séu á móti aðild á meðan 28 prósent séu hlynntir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. apríl 2013
Fimmtíu prósent ýkjur Samfylkingar í Evrópumálum
Það er fróðlegt að fletta Fréttatímanum sem kom út í gærkvöldi. Þar kemur fram að Samfylkingin ýkir um 50 prósent í Evrópumálunum.
Fréttatíminn fer í gegnum fullyrðingar nokkurra flokka fyrir kosningar og metur sannleiksgildi þeirra. Samfylkingin fullyrðir meðal annars að lánskjör séu með þeim hætti að í Evrópu borgi menn íbúð sína rúmlega einu sinni en hér á landi rúmlega tvisvar.
Staðreyndin er sú, segir Fréttatíminn, að það hversu oft við borgum íbúðina ræðst af raunvöxtum, þ.e. vöxtum umfram verðbólgu. Verðbólgan sjálf komi á endanum ekki inn í jöfnuna, enda sé hún bæði fyrir ofan strik (í íbúðaverðinu) og neðan (í greiðslum af láninu).
Síðan segir Fréttatíminn að ef miðað sé við 40 ára íbúðalán með jafngreiðslum eins og hér tíðkist (væntanlega verðtryggð) þá greiðum við 1,46 íbúðir ef raunvextir eru 2%, en 2,24 íbúðir ef raunvextir eru 4,7% eins og nú bjóðist hjá Íbúðalánasjóði. Munurinn sé nær því að vera 50% en ekki 100% eins og gefið sé í skyn. Þetta kann að þykja nógu mikið, en svo mætti bæta því við að þeir sem einna helst njóta munarins eru lífeyrissjóðir hér á landi sem geta þá væntanlega greitt hærri lífeyri fyrir vikið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Rúmenar hættir við að taka upp evru
Þessi frétt er enn ein staðfesting á því að þjóðir eru skíthræddar við að taka upp evruna. Rúmenar eru hættir við að taka upp evruna árið 2015.
ESB og evra eru ekki lausnin á vanda landsmanna. Það er kominn tími til að allir viðurkenni það og við stöðvum þá aðlögunarþvingun sem Samfylkingin stendur fyrir.
Rúmenar fresta upptöku evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 66
- Sl. sólarhring: 522
- Sl. viku: 2573
- Frá upphafi: 1166333
Annað
- Innlit í dag: 61
- Innlit sl. viku: 2208
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 57
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar