Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Mánudagur, 15. apríl 2013
Fyrrum leiðtogi jafnaðarmanna vill að Portúgal yfirgefi evruna
Fyrrum leiðtogi jafnaðarmann í Portúgal, Mario Soares, segir að aðhaldið í efnahagsmálum vegna evrunnar sé að eyðileggja landið. Hann segir að ríkisstjórn landsins leggi allt kapp á að hlýða Angelu Merkel í sparnaðaraðgerðum og að það geti aðeins endað með skelfingu.
Soares segir að Portúgalir eigi að gera líkt og Argentína og hætta að greiða af lánum sem séu að kafsigla þjóðina. Flestir eru sammála um að slíkt mundi óhjákvæmilega hafa það í för með sér að Portúgalir yrðu að yfirgefa evruna.
Evrópuvaktin fjallar um þetta í dag - og frá þessu er einnig greint í The Telegraph.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. apríl 2013
Evrukreppan hægir á hagvexti í Svíþjóð
Evrukreppan veldur því að það hægir á hagvexti í Svíþjóð og atvinnuleysi vex. Spáð er að hagvöxtur verði 1,2% í ár og að atvinnuleysið aukist í 8,4% á næsta ári.
Svíar eru verulega háðir útflutningi til evrulandanna, auk þess sem sænsk fjármálafyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði í ESB. Hvort tveggja veldur Svíum nú áhyggjum.
Eins og meðfylgjandi frétt í Dagens Nyheter ber með sér er það fyrst og fremst evrukreppan sem veldur þessu. Morgunblaðið hefði mátt leggja meiri áherslu á það í fréttinni, því það er þróunin á evrusvæðinu sem skiptir nú mestu fyrir Svía.
Samanber það sem segir í Dagens Nyheter: Krisen i Europa gör att det finns betydande nedåtrisker för ekonomin. För svensk del blir det därför en segdragen återhämtning, enligt finansminister Anders Borg.
Frostkaldar nætur í efnahagslífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 14. apríl 2013
Mistök hjá Kýpur að taka upp evru segir fyrrum utanríkisráðherra
Það voru mistök hjá Kýpur að taka upp evru árið 2008 sagði fyrrum utanríkisráðherra Kýpur í viðtali við Egil Helgason í Silfri Ríkissjónvarpsins í dag. Hún sagði jafnframt viðbrögð þríeykisins svokallaða, ESB, AGS og Seðlabanka Evrópu væri að ganga frá Kýpverjum dauðum.
Ráðherrann fyrrverandi, Erato Kozakou-Marcoullis, sagði Kýpverja marga vera undrandi yfir þeirri hörku sem ESB sýndi gagnvart þeim í yfirstandandi kreppu. Hún sagði að sú aðferð sem þríeykið svokallaða hefði ætlað að fara gagnvart sparifjáreigendum - aðferð sem kölluð var að snoðklippa sparifjáreigendur - hefði vakið upp hörð viðbrögð, ekki aðeins á Kýpur, heldur einnig á Möltu, í Luxemborg og í alþjóðlegum fjölmiðlum víðar í Evrópu og Bandaríkjunum.
Kýpverjar búa nú við miklar þrengingar, sagði ráðherrann fyrrverandi, og á henni og Agli Helgasyni var að heyra að betra hefði verið fyrir Kýpverja að halda sig við sitt gamla pund.
- Þið Íslendingar eruð á mörgu leyti fyrirmynd annarra, sagði ráðherrann, og var þar greinilega með það í huga hvernig Íslendingar hefðu tekist á við kreppuna. Þið eruð ákveðin og sjálfstæð sagði ráðherrann. Við erum hins vegar háð ESB, bætti hún við - And they are killing us!
Sunnudagur, 14. apríl 2013
Þráinn Eggertsson prófessor í hagfræði: Varúðarorð um evruna
Í Frjálsri verslun sem kom út um áramótin er viðtal við Þráin Eggertsson, prófessor í hagfræði. Þar fjallar hann meðal annars um evruna. Viðtalið er endurbirt í vefritinu Heimur.is.
Þar segir Þráinn meðal annars (fyrirsagnir Heimssýnar):
Ferlið á myntsvæðinu er hræðilegt
- Við munum búa við krónuna næstu árin, vænti ég. Það hefur ýmsa alkunna kosti að taka upp heimsmynt svo sem evruna, en einnig fylgja því vandamál og hættur. Ef íslenska hagkerfið er ekki í takt við leiðandi hagkerfi í slíku myntsamstarfi getur skapast sambærilegur vandi og nú ríður yfir Grikkland. Ég óttast sérstaklega slæmar afleiðingar af verðbólguvæntingum og óstýrilæti Íslendinga, ef við tökum upp alþjóðlega mynt. Í Þýskalandi, til dæmis, er verð á vöru og þjónustu stöðugt eða það hækkar eftir langt hlé um 1-3 prósent. Á Íslandi, svo sem á þessu ári, hækka einkaaðilar taxta sína hiklaust um 20-25 prósent og sama gildir um opinbera þjónustu. Almenn laun fylgja á eftir. Ef við notum erlenda mynt og slíkar hækkanir eiga sér stað mundi fljótlega kom að því að útflutningur okkar væri ekki lengur samkeppnishæfur og kreppa riði yfir. Til að setja hagkerfið aftur í gang væri nauðsynlegt að lækka verðlagið í landinu. Jafnvel þótt almennt samkomulag væri um lækkun verðlags vill enginn verða fyrstur til að lækka sín laun og taxta. Atvinnuleysi mundi þá breiðast út og ef til vill missti fjórðungur eða þriðjungur launþega vinnuna eins og við höfum séð gerast í Grikklandi og á Spáni. Að liðnum nokkrum misserum mundu atvinnulausir bugast og launin lækka uns jafnvægi væri náð. Og menn mundu sennilega læra sína lexíu og hugsa upp frá því eins og Þjóðverjar um verðlagsmál. En þetta ferli er hræðilegt og oft gróðrarstía fyrir pólitískar öfgahreyfingar. -
Í lokin segir Þráinn þetta:
ESB flytur ekki út stjórnvisku og aga
- Við þurfum einnig að endurskoða stöðu Íslands í umheiminum. Mig dreymir um að Ísland verði eins konar nýtt Hong Kong með öfluga samvinnu í efnahagsmálum við Norðurlöndin og Grænland, við Evrópusambandið og Bandaríkin og við rísandi ríki í þriðja heiminum. Það þarf stjórnvisku og aga ef slíkt dæmi á að ganga upp og hvort tveggja er af skornum skammti hérlendis. Sumir af félögum mínum hafa haldið því fram að skortur á stjórnvisku og aga séu sterk rök fyrir því að Ísland gangi í Evrópusambandið. Reynsla jaðarþjóðanna í sambandinu undanfarið bendir þó til þess að Brussel flytji ekki út stjórnvisku og aga í miklu magni. -
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 14. apríl 2013
Mjög gott fyrir Ísland að vera utan evrunnar segir hollenskur hagfræðingur
Það er mjög gott fyrir Ísland að vera fyrir utan evrusvæðið, vera með eigin gjaldmiðil og seðlabanka, sagði hollenskur hagfræðingur, Dirk Bezemer í samtali við Egil Helgason í Silfri sjónvarpsins rétt í þessu.
Það er spurning hvort forystumenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar hafi verið að fylgjast með?
Hollenski fræðimaðurinn lagði mikið upp úr því að Ísland væri sjálfstætt og fullvalda ríki - og gæti leyst efnahagsvanda út frá sínum forsendum og með hagsmuni Íslendinga að leiðarljósi.
Samfylkingin og Björt framtíð vilja taka þetta vald frá Íslendingum og fela að skriffinnum í Brussel.
Sunnudagur, 14. apríl 2013
Egill Helgason: Þau ætluðu að vera í Brussel en enduðu í Kína
Það var broddur í þessum lokaorðum Egils Helgasonar um ESB- og evru-vegferð Samfylkingarinnar í Silfri Egils nú rétt í þessu. Hann sagði um stöðu Samfylkingarinnar nú að forystan hefði ætlað vera í Brussel um þetta leyti, en hún hefði endað í Kína!
Það er þá kannski ástæða til að skoða og ræða nánar um Kína og eyða minna púðri í ESB og evru??
Sunnudagur, 14. apríl 2013
Hvað er evrukreppan og hversu lengi mun hún vara?
Fjölmiðlar eru uppfullir af fréttum um evrukreppuna þessa dagana. En hvað er evrukreppan? Síðustu daga hefur mest verið rætt um vandræði banka á Kýpur, en bankar í fleiri löndum eru í sviðsljósinu. Þá hafa ríkissjóðir margra evrulanda og skuldavandræði þeirra einnig verið mikið til umræðu.
Ennfremur hefur mikið verið rætt um almenna efnahagskreppu á evrusvæðinu, því framleiðsla hefur dregist saman eða staðið í stað í mörgum evrulöndum í nokkurn tíma. Afleiðing af þessu er mikið og vaxandi atvinnuleysi.
Í Financial Times í gær kemur fram að á evrusvæðinu er búist við samdrætti á fyrsta fjórðungi þessa árs og að þá hefði samdráttur á svæðinu verið samfellt í sex ársfjórðunga eða eitt og hálft ár.
Það er því eðlilegt að íbúar á evrusvæðinu velti fyrir sér hversu lengi þessi kreppa muni vara.
Hér til hliðar er til gamans varpað fram þeirri spurningu hversu lengi lesendur haldi að núverandi evrukreppa vari, þ.e. hvort henni ljúki í ár, á næsta ári, 2016, 2020, aldrei eða þegar evran hefur verið lögð af.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 13. apríl 2013
Breyta þarf stjórnarskrá svo hægt verði að halda aðildarviðræðum áfram
Bosníumenn þurfa að breyta stjórnarskrá sinni svo hægt verði að halda áfram viðræðum um aðild landsins að ESB. Aðlögunarferli Bosníu hófst árið 2008 og gengur víst fremur hægt.
Stefan Fule, stækkunarstjóri ESB, er víst fremur súr yfir þessu, eins og fram kemur í EUobserver.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 13. apríl 2013
Jón Baldvin gagnrýnir evrusamstarfið harkalega
Það hefur tekið dálítið langan tíma fyrir hinn skoskmenntaða skólamann, Jón Baldvin Hannibalsson, að átta sig á því að að evrusamstarfið er byggt á mjög ótraustum grunni. Nú er hins vegar svo komið að þessi helsti talsmaður ESB-aðildar og evruupptöku hér á landi uppfræðir Litháa um galla evrunnar.
Það er athyglisvert að Jón Baldvin segir galla evrusvæðisins fyrst og fremst vera þá að vald Seðlabanka Evrópu og möguleikar til að grípa til aðgerða séu ekki nógu umfangsmiklir. Jafnframt vill Jón Baldvin auka pólitíska miðstýringu í efnahagsmálum svæðisins.
Lausn Jóns Baldvins er evrópskt stórríki - sem þjóðir Evrópu hafa í raun hafnað.
Vonandi mun þó koníaksaðferðarsérfræðingurinn*, Monnet-prófessorinn og aðalforkólfur Evrópufræðadeildar Háskóla Íslands, Baldur Þórhallsson, sjá til þess að Jóni verði boðið að halda sams konar fyrirlestur í Háskóla Íslands og hann hélt í háskólanum í Vilnius.
*Koníaksaðferðin er kennd við franska koníakssölumanninn Jean Monnet sem var einn af helstu hugmyndasmiðum Evrópusamstarfsins á árunum eftir stríð og er talinn höfundur svokallaðrar Schumanáætlunar. Koníaksaðferðin sækir líkinguna í að kenna fólki að meta gott koníak með því að gefa bara lítinn sopa í einu því fólki svelgist á stórum sopa, auk þess sem of mikið magn hefur strax slæmar aukaverkanir. Þannig vildi Monnet stuðla að sameiningu Evrópuríkja í örsmáum skrefum í einu, skrefum sem væru í raun svo lítil að þjóðirnar tækju varla eftir þeim. Eftir nokkur skref yrði þó sú staða komin upp að það yrði ekki aftur snúið og eina leiðin væri að halda áfram í átt að algjörri sameinginu Evrópu. Þannig má í raun líta á evruna sem ófullkomið skref í átt að sameiningu Evrópu í eitt stórríki.
Stoðir evrusvæðisins ótraustar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 12. apríl 2013
Umsókn að ESB = þjóð vill ganga í sambandið
Á vef Evrópusambandsins er athyglisverð lýsing á því hvernig aðild ríkis að ESB á sér stað. Þar er gengi út frá þeirri forsendu að áður en ríki sækir um aðild og áður en samningaviðræður hefjast þá sé viðkomandi ríki og þjóð reiðubúin til að ganga í Evrópusambandið.
Viðhorfið að klára viðræður og kíkja í pakkann stangast því algjörlega á við þá hugsun sem er hjá ESB, leiðtogum þess og embættismönnum, eins og meðal annars kom fram í heimsókn fulltrúa Heimssýnar til Brussel nýverið.
Orðrétt hljóðar þetta svo í lauslegri þýðingu (á vef Evrópusambandsins ) :
Nauðsynleg skref í átt að aðild að ESB
Ferli aðildar að ESB (aðlögun) felst í stórum dráttum í þremur skeiðum:
1. Þegar land er reiðubúið verður það opinber umsækjandi (e. candidate) til aðildar en þetta felur samt ekki nauðsynlega í sér að formlegar samningaviðræður hafa verið opnaðar. (Athugasemd þýðanda: Hér er áhersla á að land sé reiðubúið.)
2. Umsækjandinn fer í formlegar aðildarsamningaviðræður, sem er ferli sem felur í sér upptöku þeirra laga sem eru í gildi í ESB, undirbúning þess að vera í almennilegri aðstöðu til að nota lögin og beita þeim, og auk þess að innleiða lögfræðilegar, stjórnsýslulegar og efnahagslegar umbætur sem landið verður að innleiða til þess að geta uppfyllt skilyrði um aðild, en þetta er þekkt sem aðlögunarskilyrði.
3. Þegar samningaviðræður og meðfylgjandi umbótum er lokið að mati beggja aðila getur landið orðið aðili að ESB.
Á ensku hljóðar þetta svo:
1. When a country is ready it becomes an official candidate for membership but this does not necessarily mean that formal negotiations have been opened.
2. The candidate moves on to formal membership negotiations, a process that involves the adoption of established EU law, preparations to be in a position to properly apply and enforce it and implementation of judicial, administrative, economic and other reforms necessary for the country to meet the conditions for joining, known as accession criteria.
3. When the negotiations and accompanying reforms have been completed to the satisfaction of both sides, the country can join the EU.
Sjá: http://ec.europa.eu/enlargement/policy/steps-towards-joining/index_en.htm
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 182
- Sl. sólarhring: 560
- Sl. viku: 2689
- Frá upphafi: 1166449
Annað
- Innlit í dag: 161
- Innlit sl. viku: 2308
- Gestir í dag: 159
- IP-tölur í dag: 156
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar