Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Föstudagur, 12. apríl 2013
Þriðjungur Grikkja atvinnulaus og eignir lækka í verði í evrulöndum
Í fyrirheitna landi Samfylkingarinnar vex atvinnuleysi stöðugt og eignaverð lækkar. Það er stöðugleikinn sem Samfykingin og Björt framtíð vilja bjóða Íslendingum.
Atvinnuleysið í Grikklandi er farið að nálgast 30%, er 27,2 en var 21,5 fyrir ári. Fasteignaverð á Spáni og Slóveníu hefur lækkað um 9-13%.
Ástandið er ekki gott í þessum evrulöndum og fer versnandi.
27% atvinnuleysi í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. apríl 2013
Vandinn á Kýpur mun meiri en áður var talið
Það eru greinilega ekki öll kurl komin til grafar á evrusvæðinu. Samkvæmt meðfylgjandi frétt Morgunblaðsins þurfa kýpversk stjórnvöld að leggja til um þrjátíu prósentum meira en áður var talið. Ástandið er því mun alvarlegra en áður var talið.
Um leið og vandinn dýpkar á Kýpur breiðist hann út á evrusvæðinu. Lagarde forstjóri AGS og Olli Rehn efnahagsmálastjóri ESB beina alvarlegum tilmælum til Spánar og Slóveníu um að þau taki til í opinberum fjármálum og bankamálum.
Fréttir frá Frakklandi eru einnig fremur daprar. Lítill sem enginn hagvöxtur, vaxandi atvinnuleysi og ríkisfjármálavandi.
Á sama tíma vill Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ að Íslendingar taki upp evru sem gæti haft í för með sér sams konar atvinnuleysi og á Spáni og Grikklandi. Á sama tíma lítur öll Evrópa til þess hvernig Ísland hefur leyst sín mál eftir kreppuna - og í sjálfri framvinduskýrslu ESB um Ísland kemur fram að það hafi verið Íslendingum til góða að hafa eigin gjaldmiðil eftir bankakreppuna.
5,5 milljarða evra munur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. apríl 2013
Framvinduskýrsla ESB um Ísland viðurkennir ágæti sjálfstæðs gjaldmiðils
Framvinduskýrsla ESB um aðildarviðræður viðurkennir með opnum hætti að það hafi komið Íslendingum til góða í yfirstandandi kreppu að vera með eigin gjaldmiðil.
Í skýrslunni segir í lauslegri þýðingu að á heildina litið sé Ísland enn að hafa hag af styrkri verð-samkeppnisstöðu gagnvart viðskiptakeppinautum sínum og að það séu afleiðingar af gengisbreytingum krónunnar í yfirstandandi kreppu.
Á ensku hljóðar þetta svo: Overall, Iceland still benefits from strong price competitiveness vis-á-vis its main trading partners as a result of the marked depreciation of the króna during the crisis."
Það er ljóst að mörg ríki á suðurjaðri evrusvæðisins öfunda okkur af þessari stöðu.
Fimmtudagur, 11. apríl 2013
Hvernig Íslandi verður komið inn í ESB þótt Íslendingar vilji vera fyrir utan
Umsóknin að ESB og aðlögunarferlið gerir það að verkum að það er hægt að koma Íslandi inn í Evrópusambandið þótt Íslendingar vilji alla jafna vera fyrir utan það. Það þarf bara að bíða nógu lengi og finna þann eina tímapunkt sem mögulegt getur verið að ná fram meirihlutavilja - svona líkt og sænska ríkisstjórnin gerði til að koma Svíum inn í ESB.
Atli Harðarson, heimspekingur og skólameistari, skrifar athyglisverða grein sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Greinin ber heitið Hvernig er hægt að komast í Evrópusambandið þótt flestir vilji vera fyrir utan það?
Þar segir Atli í upphafi:
Í augum þeirra sem standa að umsókn Íslands um inngöngu Evrópusambandið kann andstaða við aðild að sýnast vandamál. Almennt er gert ráð fyrir að á einhverju stigi verði þjóðaratkvæðagreiðsla og það kann að virðast erfitt að koma málinu í gegn ef flestir eru á móti. Þetta vandamál er þó alls ekki eins stórt og virðast kann. Ef réttum aðferðum er beitt er hægt að komast inn þótt fylgi við það sé nær öllum stundum vel innan við helming.
En hverjar eru þessar réttu aðferðir?
Stuttu síðar segir Atli:
Þetta síðara, að umsóknin geti staðið opin í ótiltekinn tíma, virðist næstum í höfn. Samt þarf áfram að passa að enginn geti knúið á um að málið verði klárað og þannig eyðilagt allt saman. Það er ágætt að láta við og við í veðri vaka að það sé verið að opna einhverja kafla eða kíkja í einhverja pakka eða semja um eitthvað en umfram allt ekki gera neitt sem getur orðið til þess að það verði rokið í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild á kolvitlausum tíma. Málið er að láta fullgilda umsókn standa opna. Svo er bara að bíða.
Og undir lokin segir hann:
Á næstu áratugum koma vísast kollsteypur, alls konar hryðjuverk, ógnir og skelfingar, kannski stríð úti í heimi, nýjar kreppur eitthvað sem hristir vel upp í fólki svo almenningsálit sveiflast til í nokkrar vikur, jafnvel mánuði. Ef umsóknin stendur munu á endanum atburðir verða sem valda því að fylgi við aðild sveiflast aðeins yfir 50% í dálitla stund og þá skiptir öllu að hægt sé að vinna hratt. Þegar þar að kemur má sem best láta svo heita að búið sé að opna alla kaflana og kíkja í alla pakkana en það skiptir ekki öllu máli. Bara að kýla á fjandans þjóðaratkvæðagreiðsluna og málinu er reddað.
Þessi grein Atla er skyldulesning fyrir alla áhugamenn um Evrópusambandið - og líka hina sem hafa ekki áhuga á því!
Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Yfirmaður AGS segir að loka verði evrubönkum
Christine Lagarde, yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hvetur yfirvöld í Evrópu til þess að flýta endurbótum á bankakerfinu, og þar með að loka bönkum reynist það nauðsynlegt.
Þetta kemur fram í EUbusiness.
Þrátt fyrir allar aðgerðir sem gripið hefur verið til í ESB hefur greinilega ekki verið nóg að gert að mati yfirmanns AGS.
Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Djísis kræst - hvar endar þetta?
Ekki skánar þetta í ESB. Nú er það Slóvenía og Spánn sem fá alvarlegt tiltal frá framkvæmdastjórn ESB.
Tiltalið frá framkvæmdastjórninni er orðið þekkt: Of miklar og illviðráðanlegar opinberar skuldir, of hæg efnahagsstarfsemi, hæpinn bankarekstur, of lítil tekjumyndun í hagkerfinu, of mikið atvinnuleysi.
Erfiðleikar Slóveníu og Spánar eru ógn við fjármálastöðugleika, eftir því sem fram kemur í EUbusiness.
Þetta er allt orðið kunnuglegt.
Varar við efnahag Spánar og Slóveníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Pólitískt landslag færist frá ESB, evru og Schengen
Þessi frétt frá Noregi er aðeins enn ein vísbending um að hið pólitíska landslag í álfunni er að hreyfast í átt frá ESB, evru og Schengen.
Æ fleiri efast um ágæti evrunnar og efnahagssamstarfs ESB, en vegna þess hefur efnahagskreppan á svæðinu dregist á langinn.
Það er enginn áhugi fyrir ESB-aðild í Noregi, enginn áhugi fyrir evru í Svíþjóð og lítill áhugi í öðrum löndum, eins og Póllandi, sem þó eiga samkvæmt samningum við ESB að taka evru upp.
Norski miðflokkurinn vill nú að Normenn fari út af Shengen og sú umræða hefur einnig heyrst að Norðmenn eigi að losa sig við EES-samninginn og gera í staðinn tvíhliða samninga við ESB.
Hér á landi hjálpaði varaformaður Samfylkingarinnar í sjónvarpsumræðunum í gær landsmönnum að átta sig á því að Evrópustefna flokksins er að miklu leyti byggð á sandi.
Miðflokkurinn vill Noreg úr Schengen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 10. apríl 2013
Frakkar orðnir þreyttir á efnahagsleiðsögn Þjóðverja
Frakkar eru uggandi yfir sínum hag. Þeir eru vart búnir að jafna sig á því að ráðherra þeirra þurfti að hætta með skottið á milli lappanna, er upp komst að hann treysti fjármunum sínum betur á frankareikningum í Sviss en á evrureikningum í Frakklandi, þegar í ljós kemur að efnahagsmálin eru enn í frosti í Frans ....
Þessu er meðal annars lýst hér á vef Financial Times í dag.
Þrátt fyrir að Frakkar hafi að sumu leyti staðist þjóða best skilyrði evrusamstarfsins um verðbólguþróun hafa þeir átt í ströggli með framleiðslugeirann og hagvöxtur verið lítill eða enginn með þeim afleiðingum að atvinnuleysi bara eykst.
Eftirspurn og neysla duga ekki til að efla franskan hag, og útflutningur tekur vart við sér í samanburði við samkeppnislönd. Kaupmáttur dregst saman, ekki síst vegna skattahækkana sem eru komnar til vegna þeirra hugmynda sem liggja til grundvallar efnahagsstjórn í ESB og flestum ríkjum sambandsins. Það eru ekki hvað síst Þjóðverjar sem taldir eru keyra áfram þessar hugmyndir um sparnað og skatta. Fyrir vikið ná hjól atvinnulífs ekki að snúast á nægum hraða í Evrópu.
Ýmsir spá því að þess sé ekki langt að bíða að upp úr sjóði á milli Þjóðverja og Frakka sem eru orðnir langþreyttir á því að lúta forsögn Angelu Merkel og annarra Þjóðverja í efnahagsmálum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Slóvenía næsta evruríkið sem þarfnast aðstoðar
Þeim fjölgar stöðugt evruríkjunum sem eru í vandræðum. Nú fjalla fjölmiðlar um að ástand bankamála í Slóveníu sé orðið þannig að ríkið verði að leita sér aðstoðar ef ekki á illa að fara.
Þannig greinir vefritið EUbusiness frá því að alþjóðlegu fjármálasamtökin Institute for International Finance segi að yfirvöld í ESB-löndunum verði að grípa til varúðarráðstafana til að koma í veg fyrir meiriháttar erfiðleika í Slóveníu. Samtökin virðast ekki hafa trú á því að Slóvenum takist sjálfum að koma sér út úr þeim vanda sem við blasir bæði í ríkisfjármálum og bankamálum.
Alenka Bratusek forsætisráðherra Slóveníu segist vera að vinna í málinu dag og nótt, meðal annars með viðræðum við forystumenn í ESB á borð Jose Manuel Barroso.
Financial Times fjallar einnig um þetta mál í dag.
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Varaformaður Samfylkingar út af sporinu í evrumálunum
Það vakti athygli í kosningaþætti sjónvarpsins í kvöld hversu óöruggur varaformaður Samfylkingarinnar var í umræðunum um ESB og evru. Þáttastjórnendur slógu fimlega úr höndum varaformannsins rökin um að velsæld, stöðugleiki og öryggi fylgdi evrunni og vísuðu þáttastjórnendur þar til evrulanda í vanda.
Varaformaðurinn sagði að Samfylkingin væri með evruna á heilanum af því að flokkurinn væri með lífskjör fólks á heilanum. Þegar þessi orð voru sögð var greinilegt að flestir aðrir en Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingar, væru með lífskjör í vandaþyngdum evrulöndum í huga, enda bætti varaformaðurinn vandræðalega við að menn væru jafnvel að sjá ríki í ESB sem gengu vel og ef menn ynnu rétt að með evruna kæmist á stöðugleiki!!
En varaformaðurinn kórónaði fyrst sjálfan sig þegar hann sagði: Þegar við erum komin af stað í þann leiðangur að sækja um aðild þá verður allt betra.
Bíðið nú við: Var þetta ekki sagt áður en umsóknin var send? Þá sagði Samfylkingin að um leið og tekin yrði ákvörðun um að senda inn umsókn um aðild að ESB myndi stöðugleiki, öryggi og velsæld komast hér á!
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 216
- Sl. sólarhring: 552
- Sl. viku: 2723
- Frá upphafi: 1166483
Annað
- Innlit í dag: 188
- Innlit sl. viku: 2335
- Gestir í dag: 183
- IP-tölur í dag: 180
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar