Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Sérfræðingar eru efins um evruna
Eftir að skýrsla Seðlabankans um gjaldmiðlamálin kom út er eitt víst. Sérfræðingar hafa lengi verið og eru enn efins um að rétt sé fyrir Ísland að taka upp evru sem gjaldmiðil. Skýrslan er í raun rothögg fyrir evrusinnana í Samfylkingunni.
Þessarar skýrslu var beðið með nokkurri eftirvæntingu. Vitanlega væntu ESB-aðildarsinnar í Samfylkingunni þess að skýrslan myndi leiða til skýrrar niðurstöðu sem væri þeim þóknanleg. En því var ekki til að dreifa. Í raun hefur sú afstaða sem lesa má út úr niðurstöðum af athugunum seðlabankafólksins og forystu þess verið nokkurn veginn hin sama frá því þessi umræða hófst. Það hafa alltaf verið efasemdir um upptöku gjaldmiðils á borð við evruna.
Árið 1997 gaf Seðlabankinn út skýrsluna Efnahags- og myntbandalag Evrópu EMU Aðdragandi og áhrif stofnunar EMU. Þótt þetta væri tveimur árum áður en efnahags- og myntbandalagið tók formlega til starfa hafði heilmikil rannsóknarvinna og umræða verið í gangi. Margir hagfræðingar vöruðu við ófullburða fæðingu gjaldmiðilsbandalagsins. Stjórnmálaelítan í Evrópu lét varnaðarorðin sér í léttu rúmi liggja, en það sýnir m.a. að ESB og EMU er fremur pólitísk bandalög en að þau séu byggð á efnahagslega skynsömum grunni. Í formála bankastjórnar árið 1997 kemur fram að meginniðurstaða skýrslunnar sé að efnahagsleg áhrif bandalagsins á íslenskt efnahagslíf séu óljós.
Vissulega var ýmislegt óljóst með myntbandalagið í upphafi og því ekki að undra þótt Seðlabankinn treysti sér ekki þá til að fjalla beinlínis um rök með og móti ESB. Þær ályktanir eru þó dregnar að best sé fyrir Ísland að halda að minnsta kosti um sinn óbreyttri gengisstefnu.
Um þremur árum síðar, árið 2000, gaf Hagfræðistofnun Háskóla Íslands út ritið Macroeconomic Policy Iceland in an Era of Global Integration (þjóðhagsstefna Ísland á tímum alþjóðlegrar samþættingar). Í kafla um val á hagkvæmustu gengisstefnu fyrir Ísland komast höfundar að þeirri niðurstöðu að formgerðareinkenni hagkerfisins styðji öll þá ályktun að heppilegast sé fyrir Ísland að vera með sveigjanlegt gengi. Jafnframt virðist þeim sem Ísland uppfylli engin, eða nánast engin af þeim skilyrðum sem kenningin um hagkvæm myntsvæði gerir til þess að Ísland tengist evrunni.
Eftir þetta fór evrusvæðið í gang og fyrstu árin virtust lofa góðu. Þegar á leið fóru hins vegar erfiðleikar að koma í ljós. Nú er svo komið að Efnahags- og myntbandalagið hefur í nokkur ár átt í gífurlegum erfiðleikum sem ekki sér fyrir endann á. Þeim stjórnmálamönnum utan evrusvæðisins fjölgar stöðugt sem vilja halda sig sem lengst frá myntbandalaginu nema innan Samfylkingarinnar á Íslandi. Það er óþarfi að telja hér upp ýmsa hagfræðinga austan hafs og vestan sem varað hafa við þessari evrukreppu.
Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans er komist að þeirri skýru niðurstöðu að það sé fyrsti kostur að halda krónunni og bæta umgjörð hennar. Evran komi ekki til álita sem stendur, bæði vegna erfiðleika evrusvæðisins en einnig vegna annarra þátta, þótt bankinn komist skiljanlega að þeirri niðurstöðu að rétt sé að loka engum leiðum fyrst aðildarumsóknin er í gangi. Hins vegar er á það bent að Íslendingar ættu í raun fremur að huga að almennt bættri hagstjórn fremur en að líta á einn eða annan gjaldmiðil sem einhverja töfralausn á ýmsum vanda.
Þetta hljóta að vera gífurleg vonbrigði fyrir þann hóp innan Samfylkingarinnar sem gert hefur það að leiðarljósi lífs síns að Ísland gangi í ESB og að besta leiðin til að ná því marki væri að telja fólki trú um að með evru fengjust betri lífskjör hér á landi. Þeir sérfræðingar sem gerst þekkja hafa aldrei trúað almennilega á þessa spádóma eða óskir ESB-sinnanna.
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Frostavetur í Grikklandi
Staðan í Grikklandi er orðin ískyggileg. Framleiðsla minnkar ár frá ári og atvinnulausum fjölgar stöðugt, en 27 prósent vinnufærra manna eru nú án atvinnu.
Grikkir líta ekki björtum augum til framtíðar, þeim finnst öryggið vera lítið og kollsteypurnar að undanförnu miklar.
Á sama tíma kynnir Samfylkingin hér á landi þau stefnumál sín að með aðild að ESB og upptöku evru verði tryggt öryggi hér á landi, engar kollsteypur og trygg framtíð.
Er ekki þörf á því að koma samfylkingarforystunni í frjálst ferðalag um Evrópu, svona svipað og ungt fólk fer í, þar sem forystan mun hitta venjulegt fólk, en ekki aðeins málpípur ESB?
Verðhjöðnun í Grikklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Kemur upphefð Össurar að utan?
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra reynir að afla sjónarmiðum sínum fylgis meðal Íslendinga með því að fara í heimsóknir til ýmissa ráðamanna ESB og fá þá til að vitna um möguleika Íslendinga í gegnum fjölmiðla hér á landi.
Á sama tíma heldur ESB-batteríið hér heima áfram að flytja inn málpípur ESB til að tala á fundum í Norræna húsinu, í Háskóla Íslands, á Akureyri og víðar. Af hálfu þessara aðila eru stöðugar vitnaleiðslur í gangi, enda verða menn einhvern veginn að verja þeim 230 milljónum króna sem meðal annars eru ætlaðar í verkefnið.
Á sama tíma súnkar fylgi Samfylkingarinnar og nálgast nú þriðjung af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum.
Þjóðin hefur hafnað leið Samfylkingarinnar í Evrópumálunum.
Íslendingum boðið náið samráð um fríverslun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Evrukrísan hefur kostað milljónir manna atvinnuna
Samkvæmt EUobserver hefur evrukrísan kostað milljónir manna atvinnuna. Þessar upplýsingar eru birtar af alþjóðasamtökum launþega, ILO. Frá árinu 2008 hafa sex milljónir manna misst atvinnuna, ekki hvað síst vegna þess að evruvandræðin hafa dregið kreppuna á langinn.
Enn er samdráttur í mörgum evrulöndum og atvinnuleysið fer enn vaxandi, en það er mest ríflega 25% í Grikklandi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Margir Þjóðverjar efast um evruna
Það þarf að setja þessa frétt í samhengi við sambærilega hluti, til dæmis við það hversu margir Bandaríkjamenn vilja halda í Bandaríkjadal og hversu margir Þjóðverjar hefðu á sínum tíma viljað halda í þýska markið, þ.e. áður en evran var tekin upp.
Tveir þriðjuhlutar Þjóðverja vilja halda í evruna, en það að 27 prósent Þjóðverja vilja nú taka upp þýska markið er ekki beinlínis til marks um mikinn stuðning við evruna þegar málið er skoðað í heild sinni.
Meirihluti Þjóðverja vill halda í evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. apríl 2013
Hvað sagði Krugman?
Paul Krugman er með þekktari hagfræðingum og áhrifamikill í opinberri umræðu. Hann hlaut árið 2008 Nóbelsverðlaun fyrir greiningu sína á alþjóðaviðskiptum og landfræðilegri staðsetningu efnahagsstarfsemi. Krugman hefur fjallað nokkuð um Ísland, en hann skrifaði skýrslu um valkosti Íslendinga í gjaldmiðlamálum fyrir meira en tveimur áratugum.
Í fyrra kom út bókin Bindum endi á kreppuna nú! (End This Depression Now!) þar sem Krugman fjallar um ástæður og aðdraganda þeirra efnahagserfiðleika sem við blasa á Vesturlöndum, en hann fjallar einnig um þær leiðir sem hann telur vera til lausnar á vandanum. Þótt ýmislegt af því hljómi ekki ókunnuglega fyrir þá sem hafa fylgst vel með á þessu sviði er margt nýstárlegt að finna í bók Krugmans og framsetning hans er það skýr og greinargóð að mikill fengur er að. Það sem vakti þó sérstaka athygli áhugafólks um Evrópu er umfjöllun hans um evrusvæðið og þá einkum og sér í lagi fáeinar blaðsíður þar sem hann fjallar um það sem hann kallar hina miklu sjálfsblekkingu leiðtoga Evrópu.
Hin mikla sjálfsblekking leiðtoga Evrópu
Hin mikla sjálfsblekking Evrópu felst í því að trúa því að kreppan í Evrópu stafi af ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Krugman viðurkennir þó að þetta standist að mestu leyti hvað Grikkland varðar og að einhverju leyti varðandi Portúgal, en fyrir evrulöndin í vanda gildi þetta almennt ekki. Þannig hafi ríkissjóðir bæði á Spáni og Írlandi verið reknir með afgangi fyrir kreppuna og skuldavandi verið tiltölulega lítill. Ennfremur hafi staða ríkisfjármála stöðugt farið batnandi á Ítalíu fyrir kreppuna þótt Ítalir hafi enn glímt við arfleifð óstjórnar í ríkisfjármálum frá 1970-1990. Sé staða fimm mestu vandræðabarna evrusvæðisins skoðuð, þ.e. Grikklands, Ítalíu, Portúgals, Spánar og Írlands, kemur í ljós að skuldir þeirra sem hlutfall af verðmæti landsframleiðslu (VLF) fóru almennt lækkandi úr um 90% af VLF árið 1999 í um 75% við upphaf kreppunnar árið 2007. Hin opinbera sjúkdómsgreining leiðtoga evrusvæðisins er því röng og lyfjagjöfin fyrst og fremst strangur kúr í ríkisfjármálaum er því líka röng.
Það má vissulega velta því fyrir sér hvað valdi þessari sjálfsblekkingu, en ein skýringin er náttúrulega sú að leiðtogar Evrópu vilja fyrir alla muni beina sjónum frá evrunni sem skýringarþætti á vandamálum álfunnar. Krugman fjallar reyndar um þá hlið mála, en þar má reyndar finna grundvallarástæður fyrir vanda evrusvæðisins. Krugman lýsir því þannig að frumvanda evrusvæðisins sé að finna í því að eftir upptöku evrunnar hafi lánveitendur metið lánshæfi ríkja á jaðarsvæðunum skakkt og lækkað vexti á lánum til þeirra. Þannig hafi þau í raun fengið traust að láni frá Þýskalandi sem er öflugasta evruríkið efnahagslega séð. Við þessa breytingu jókst innflæði fjármagns til landanna, sums staðar kom þetta einkum fram í þenslu í byggingargeiranum eins og á Spáni, en einnig í almennt aukinni eftirspurn sem leiddi svo til aukinnar verðbólgu sem fól jafnframt í sér almennar launahækkanir sem voru meiri en á því sem má kalla kjarnasvæði evrunnar (þ.e. Þýskaland og örfá önnur lönd).
Þróunin var dálítið mismunandi í hverju landi, en það sem skipti máli var að þetta leiddi almennt til þess að framleiðslukostnaður jókst á jaðarsvæðunum, þau áttu erfiðara með að selja afurðir sínar en áður og fyrir vikið skapaðist mikill viðskiptahalli gagnvart nokkrum kjarnalöndum, einkum Þýskalandi, sem sýndu afgang í viðskiptum, enda gátu þau framleitt vörur sínar á lægra verði.
Þannig varð atvinna meiri fyrir vikið í Þýskalandi og Þjóðverjar söfnuðu auði á meðan atvinna dróst almennt saman í jaðarríkjunum og þau söfnuðu skuldum. Við þetta minnkuðu skatttekjur í jaðarríkjunum um leið og útgjöld vegna atvinnuleysis jukust, en þetta setti ríkissjóði landanna í verulegan vanda. Ef ríkin hefðu verið með eigin gjaldmiðla hefði lausnin falist í því að gengi miðlanna hefði aðlagast sjálfkrafa til þess að jafna samkeppnisstöðu þeirra.
Á þennan hátt var hin sameiginlega evra í senn orsök kreppunnar en jafnframt hindrun á eðlilegri lausn hennar. Krugman er hins vegar þeirrar skoðunar að úr því sem komið er sé líklega heppilegra fyrir evruríkin að reyna að bjarga myntbandalaginu fremur en að leggja evruna af, því ríki sem yfirgæfu evruna gætu lent í miklum hremmingum. Reyndar er Krugman þeirrar skoðunar að ýmislegt hafi áunnist með Evrópusamvinnunni frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, en hann er þó greinilega þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar með þeim hætti sem gert var hafi verið mjög mikil mistök. Það séu nú hins vegar ekki aðeins lífskjör í Evrópu sem séu í hættu vegna evrunnar, heldur sé vandinn farinn að hafa áhrif á heim allan og því mikilvægt fyrir alla að Evrópa komist út úr kreppunni.
Lausnin felst í aukinni verðbólgu í Þýskalandi og aukinni eftirspurn þar
Krugman telur hins vegar að tilraunir til lausnar á evruvandanum hafi verið fálmkenndar. Að hans mati þurfi þrennt að koma til ef hægt eigi að vera að bjarga evrunni og koma efnahag ríkjanna á rétt ról. Í fyrsta lagi þurfi Seðlabanki Evrópu að vera viljugri til að kaupa beint skuldabréf evruríkjanna, en slíkt myndi koma í veg fyrir taugaveiklaðar árásir markaðsaðila á skuldabréf sumra ríkjanna sem hafa hleypt vöxtum á þeim í hæstu hæðir. Ef seðlabankinn yrði þannig bakhjarl sumra ríkissjóðanna myndi það koma í veg fyrir hræðslu um gjaldþrot þeirra.
Í öðru lagi, segir Krugman, þyrfti að stuðla að þenslu í Þýskalandi og þeim ríkjum sem hafa afgang á viðskiptum við önnur lönd. Þjóðverjar og kjarnalöndin þurfa að eyða meira og kaupa frá jaðarlöndunum. Samhliða þyrfti að hleypa verðbólgu á evrusvæðinu dálítið upp, einkum í Þýskalandi og kjarnaríkjunum, til að draga úr því forskoti sem Þjóðverjar hafa í samkeppni við önnur lönd í því skyni að koma meira jafnvægi á í utanríkisviðskiptum. Þannig mætti bæta samkeppnisstöðu jaðarríkjanna.
Í þriðja lagi, segir Krugman, þótt staða ríkisfjármála sé ekki grundvallarvandinn, þá er staða ríkissjóða í sumum ríkjanna það slæm að þau þurfa að sýna aðhald um mörg ókomin ár.
Krugman tekur fram að viss stefnubreyting hafi átt sér stað í Seðlabanka Evrópu þegar Mario Draghi tók við sem aðalseðlabankastjóri af Jean-Claude Trichet, því Draghi hafi verið tilbúinn að hleypa ríkisskuldabréfunum bakleiðina inn í seðlabankann með því að almennir bankar gátu notað þau sem tryggingu fyrir lánum. Krugman er ekki fyllilega sáttur við það hvernig tekið hefur verið á ríkisfjármálunum og hann segir ekkert hafa verið gert til þess að jafna samkeppnishæfni evrulandanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 8. apríl 2013
Harðstjórn þurfti til að koma evrunni á koppinn
Það er merkileg játning hjá Helmut Kohl fyrrverandi kanslara Þýskalands að hann hafi beitt harðræði til að tryggja að flokkur hans samþykkti upptöku evru. Það er ekki síður athyglisvert að hann telur að Þjóðverjar hefðu aldrei samþykkt evruna í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þetta kemur þeim sem hafa fylgst með gangi mála þó ekki sérlega á óvart.
Þetta er hins vegar merkileg staðfesting frá helsta innanbúðarmanni við innleiðingu evrunnar um að allt þetta ferli byggðist á þeim ólýðræðislega grunni sem æ síðan hefur verið eitt af einkennum Efnahags- og myntbandalags Evrópu þar sem Seðlabanki Evrópu og starfsemi hans er eitt helsta táknið fyrir að það er afl hins sterka en ekki lýðræðið sem stýrir för.
Í EUobserver kemur fram að vinnubrögðin við að koma evrunni á koppinn, þar sem megináherslan var á pólitíska sameiningu Þýskalands og sameiginlegan markað í Evrópu án þess að efnahagsleg skilyrði fyrir upptöku evrunnar hafi verið til staðar sé ein meginástæðan fyrir erfiðleikum evrunnar í dag.
Keyrði evruna í gegn eins og einræðisherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. apríl 2013
Evruríkin geta ekki fótað sig án aðstoðar
Það er merkilegt að forsætisráðherra Spánar skuli telja að evruríkin geti ekki fótað sig án aðstoðar, eins og fram kemur í meðfylgjandi frétt á vef Viðskiptablaðsins.
Það er ekki síður merkilegt að ráðherrann skuli telja að Seðlabanki Evrópu eigi að fara út í aðgerðir til stuðnings ríkisrekstri evrulandanna þvert á upprunalega stefnu og samþykktir fyrir evrópska seðlabankann.
Það er því fokið í flest skjól hjá evruríkjunum þegar þau hafa sett stefnu Seðlabanka Evrópu gjörsamlega á hvolf - en í raun er bankinn þegar byrjaður að beita ráðum af þessu tagi.
Mánudagur, 8. apríl 2013
Hvaða flandur er þetta á Samfylkingarforystunni í útlöndum?
Það er merkilegt þetta flandur á Samfylkingarforystunni í útlöndum nú rétt fyrir kosningar. Það mætti ætla að flokkurinn sé búinn að gefast upp á því að sannfæra kjósendur hér á landi um ágæti Evrópustefnunnar.
Kannski er þetta besta leiðin fyrir Samfylkinguna til að komast í fjölmiðla. Svo þarf sjálfsagt að hugsa um þá kjósendur sem búa erlendis.
Sérstaka athygli vekur að Árni Páll hafi kynnt formanni danskra krata hugmyndir Samfylkingarinnar um að hraða ferlinu um umsókn Íslands um aðild að ESB. Árni talaði um nákvæmlega það sama um mitt ár 2009 - og þá átti aðeins að taka 12 mánuði að koma Íslandi inn í ESB!
Árni Páll fundaði með Thorning-Schmidt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 8. apríl 2013
Össur reynir að koma ESB-málum á kortið kortéri fyrir kosningar
Af þessari frétt Morgunblaðsins má sjá að Össur er að reyna að koma ESB-málunum aftur á kortið kortéri fyrir kosningar.
Það er verst fyrir hann og Samfylkinguna að kjósendur hafa lítinn áhuga á þessu ESB-brölti. Aðeins um fimmtungur kjósenda telur Evrópumálin vera eitt af þremur mikilvægustu málunum.
Jóhanna Sigurðardóttir telur það meira að segja miklu mikilvægara að ræða við Kínverja, enda hefur hún alltaf verið hálfvolg í þessum Evrópumálum.
Füle: ESB tekur tillit til séríslenskra aðstæðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- Nei, Rósa Björk
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 327
- Sl. sólarhring: 602
- Sl. viku: 2834
- Frá upphafi: 1166594
Annað
- Innlit í dag: 289
- Innlit sl. viku: 2436
- Gestir í dag: 273
- IP-tölur í dag: 266
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar