Bloggfærslur mánaðarins, júní 2013
Sunnudagur, 23. júní 2013
Nefndabatteríið í kringum aðildarumsóknina niðurlagt
Það hefur ekki verið mikið um það í fréttum að utanríkisráðherra hefur lagt niður hverja nefndina og starfshópinn á fætur öðrum sem voru að vinna að því að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Nú síðast var það 25 manna samráðsnefnd um aðildarferlið sem Össur Skarphéðinsson fyrrverandi utanríkisráðherra setti á fót.
Ragnar Arnalds skýrir frá þessu í nýlegum pistli sem hann birti á Vinstrivaktinni.
Nánar um þann pistil hér.
Laugardagur, 22. júní 2013
ESB-kviksyndið er ríkisstjórninni hættulegt
Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður að móta sér áætlun um hvernig hún ætlar að vinna að ESB-málinu og fylgja henni en ekki láta draga sig eða einstaka ráðherra út í ógöngur með því að flækja málið eða vegna yfirlýsinga um tímamörk sem engu skipta. ESB-kviksyndið er hættulegt eins og dæmin sanna. Ríkisstjórninni ber að forðast það vilji hún lifa.
Svo ritar Björn Bjarnason í nýlegum pistli á Evrópuvaktinni.
Nánar má lesa um það hér.
Fimmtudagur, 20. júní 2013
ESB sendi Íslandsstarfsfólkið í önnur verkefni
Hvað á nú að gera við alla þá starfsmenn ESB sem voru í vinnu við koma Íslandi inn í sambandið? Það er ljóst að þetta fólk hefur nú ekkert að gera í þeim málum.
Verður utanríkisráðherra ekki bara að taka örlítið skýrar fram að þessar viðræður verði alveg stöðvaðar um fyrirsjáanlega framtíð svo að hægt sé að ganga frá starfslokasamningum við starfsfólkið eða finna því önnur verkefni?
Við getum ekki látið alla þessa starfsmenn vera í óvissu um framtíð sína í þessum efnum.
Kannski vantar einhverja í hvalskurð?
ESB telur sig þurfa frekari skýringar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 20. júní 2013
Eiga Íslendingar að taka upp aukna samvinnu við Breta í Evrópumálum?
Bretar eru mjög ósáttir við þróun Evrópusambandsins, einkum við aukið skrifræði sem setur lífi einstaklinga æ stífari skorður. Bretar eru einnig Guðslifandi fegnir að vera með pundið sitt en ekki evruna sem gjaldmiðil. En Bretar eru samt ekki alveg vissir hvaða skref þeir eiga að stíga í Evrópumálunum, eftir því sem fram kom í erindi David Lidington, Evrópumálaráðherra Bretlands á fundi í Háskólanum í dag.
Erindi Lidingtons var um margt áhugavert og upplýsandi, en hann var sér greinilega meðvitaður um þann mikla vanda sem evrusamstarfið setur ESB-ríkin í, en hann sagði að það væru hagsmunir allrar Evrópu að evruríkin 17 leystu þann vanda.
Lidington nefndi meðal annars þrjú verkefni sem ESB ríkin þyrftu að vinna ötullega að. Í fyrsta lagi þyrfti að auka samkeppnishæfni Evrópu gagnvart öðrum heimshlutum til þess að halda uppi vaxandi velferð í álfunni. Þar væri einna stærsta verkefnið að laga samkeppnismisvægi það sem evran veldur á evrusvæðinu, en skrúfstykki evrunnar og eitt og sama gengi hefur gert það að verkum að mismunandi kostnaðarþróun þar sem Þjóðverjar hafa getað haldið kostnaði niðri en jaðarlönd eins og Ítalía og Grikkland ekki, hefur gert það að verkum að mikill viðskiptahalli hefur skapast á milli landanna og skuldasöfnun og atvinnuleysi aukist verulega á jaðarsvæðum evrunnar. Í öðru lagi nefndi Lidington að gera þyrfti ákveðnar breytingar á efnahagsstjórn landanna vegna evrunnar, en þar átti hann m.a. við aukna miðstýringu í skatta- og ríkisfjármálum. Í þriðja lagi nefndi hann að breyta þyrfti starfsháttum ESB þannig að fólk upplifði ekki stöðugt að sambandið væru að gera eitthvað á hlut þess heldur að það væri að vinna fyrir fólkið í aðildarlöndunum.
Lidington virtist samt ekkert allt of bjartsýnn fyrir hönd ESB og evrusamstarfsins. Hann fór yfir það hvernig íbúar ESB-landanna væru nú orðnir miklu neikvæðari gagnvart ESB-stofnunum en áður var. Ástæðan væri ekki hvað síst skrifræðið og svo evruvandinn sem tæki upp 80% af tíma starfsmanna ESB þessi misserin.
Í umræðum að erindinu loknu var meðal annars rætt um möguleika á auknu samstarfi Breta og Íslendinga í Evrópumálum, en þó einkum í sjávarútvegsmálum. Það verður nú að segjast eins og er í ljósi þess sem gerst hefur með skiptingu heildarkvóta flökkustofna og beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslendingum fyrir fáeinum árum, og svo Icesave-deiluna, að Bretar eru nú ekki þeir fyrstu sem koma upp í hugann þegar hugað er að bandamönnum.
En hver veit? Kannski er þessi eyþjóð eftir allt saman bestu bandamenn sem við eigum völ á í Evrópu þessa dagana.
Miðvikudagur, 19. júní 2013
Skandínavísku þjóðirnar hafa hafnað evrunni
ESB hræðist lýðræðið, því það er miklu algengara að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslna sé í óþökk valdhafa í Brussel en þegar stjórnmálamenn fá einir að ráða. Það er þægilegra að eiga við stjórnmálamennina eina en heilu þjóðirnar.
Þess vegna vill ESB ekki leyfa þjóðum að kjósa um evruna. Lettneska þjóðin er á móti því að taka upp evru, en hún skal nú samt þar sem það var hluti af ESB-samningnum fyrir um áratug. Hið sama á væntanlega við um Litháa þegar þeir uppfylla Maashtricht-skilyrðin.
Norðurlandabúar, og þá einkum Skandínavar, hafa verið óvanalega sjálfstæðir af Evrópubúum að vera. Norðmenn höfnuðu samningi um aðild að ESB árið 1994 og þar með evrunni með ríflega 52 prósentum atkvæða. Þetta var í annað sinn sem norska þjóðin hafnaði því að ganga í Evrópusamtökin. Eftir síðari atkvæðagreiðsluna hefur lítil umræða verið um ESB eða evru í Noregi og nánast engin allra síðustu ár. Norskt efnahagslíf hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu áratugi.
Danir höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2000 með ríflega 53 prósentum atkvæða, en þeir höfðu samt verið í ESB í tæp 30 ár. Já-sinnar í Danmörku spáðu því þá að velferð myndi minnka, atvinnuleysi aukast, vextir hækka, húsnæðisleiga hækka, lán yrðu dýrari, hlutabréf falla í verði og samkeppnisstaða danskra fyrirtækja versna. Poul Nyrup Rasmussen þáverandi forsætisráðherra Danmerkur sagði að ef Danir höfnuðu evru myndi það verða þeim dýrkeypt. Það mun þýða að Danmörk verði útundan; utan öryggis, utan sambandsins, utan áhrifa. Ef þið eruð í vafa hugsið ykkur alvarlega um hvað gæti orðið um börnin ykkar.
Fáum Evrópulöndum hefur vegnað jafn vel og Danmörku síðustu ár. Samkvæmt úttekt DV í dag er hagur Danmerkur bestur Evrópuríkja og Svíþjóð kemur þar á eftir, en Svíar eru jú heldur ekki með evru.
Árið 2003 höfnuðu Svíar því í þjóðaratkvæðagreiðslu að taka upp evru með 56 prósentum atkvæða. Eftir það hefur hagur frænda okkar í Svíþjóð vænkast talsvert og þeir taka nú Evrópubúum fram á flestum sviðum.
Enn eru þeir til hér á landi sem telja að það geti orðið okkur hagstætt að taka upp evru. Sú lexía sem Írar, Grikkir, Kýpverjar, Spánverjar, Ítalir, og jafnvel Finnar og Lúxemborgarar og fleiri evruberar hafa lært virðist ekki snerta evruelskandi krónuhatarana hér á landi nokkurn skapaðan hlut.
Fyrir þá skiptir engu máli að með evru yrði minna lýðræði, og valdið yrði fjarlægara og lokaðra í Frankfurt. Velferð myndi að öllum líkindum minnka eins og dæmin frá mörgum evrulöndum sýna, því áhersla á fulla atvinnu, menntun og félagslegt réttlæti myndi minnka. Ennfremur ættu nú flestir að átta sig á því að evran hefur dregið verulega úr hagvexti í stórum hluta álfunnar, enda hefur framleiðsla dregist saman í mörgum löndum í lengri tíma og atvinnuleysi aukist um leið gífurlega, ekki hvað síst hjá ungu fólki. Verst er ástandið í jaðarlöndunum í suðri, eins og margoft hefur komið fram í fréttum, en ástandið er nú einnig að versna í Finnlandi.
Það eru því miður fleiri gallar en kostir við evruna eins og hún hefur birst Evrópubúum síðasta áratuginn. Flestir eru jú farnir að átta sig á því, þrátt fyrir allt.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. júní 2013
Tilvistarkreppa evrópskra þingmanna
Þingmenn á Evrópuþinginu eiga í ákveðinni tilvistarkreppu eins og stór hluti hins mikla skrifræðisbákns ESB. Meira en helmingur þingmanna er ósáttur við stöðu ESB og vill að sambandið verði sameinað í stórríki. Fimmtungur þeirra vill samt ekki leyfa Bretum að vera með.
Gangi Íslendingar í ESB nú er eins víst að sambandið verði orðið að einhverju allt öðru innan fárra ára.
Frétt um ofangreint var birt á mbl.is
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 14. júní 2013
Ísland tapaði yfirráðum yfir fiskimiðum með aðild að ESB
Með aðild að ESB fengi sambandið formlegt vald yfir helstu fiskimiðum okkar Íslendinga. Stjórnmálamenn ESB hefðu ennfremur vald til að breyta ýmsum reglum um sjávarútvegsmálin.
Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi sem Evrópustofa og fleiri boðuðu til í Norræna húsinu í hádeginu í dag. Reyndar var fátt nýtt sem fram kom á þessum fundi, sem er einn af mörgum liðum í herferð ESB og aðildarsinna hér á landi til að hafa áhrif á skoðanir landsmanna (næstur í röðinni er Evrópuráðherra Breta!).
Í frétt mbl.is frá fundinum kom meðal annars þetta fram:
Það verður yfirþjóðleg lagasetning innan Evrópusambandsins, það er ljóst, sagði Ole Poulsen, einn helsti sérfræðingur Dana í sjávarútvegsmálum og fyrrverandi sviðsstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Danmerkur, á hádegisfundi í dag á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands spurður að því hvort Ísland gæti fengið varanlega undanþágu frá sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins og haldið fullum yfirráðum yfir sjávarútvegsmálum sínum ef af inngöngu í það yrði.
Sjávarútvegur á valdsviði ESB
Spurður úr sal hvort það væri ekki rétt að hægt væri að breyta reglunni um hlutfallslegan stöðugleika hvenær sem væri með auknum meirihluta atkvæða í ráðherraráði Evrópusambandsins sagði Poulsen það vera rétt. Sagði hann regluna hins vegar hafa verið lengi við lýði og sátt væri um hana. En það væri vissulega rétt að hægt væri að breyta henni í ráðherraráðinu. Hann var einnig spurður að því hvort hann teldi að Evrópusambandið gæti hvenær sem er í krafti Lissabon-sáttmálans, grunnlöggjafar sambandsins, kosið að taka einhverjar ákvarðanir sem ríkjunum hefði áður verið heimilað að taka.
Valdið hjá Evrópusambandinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 13. júní 2013
Fagmaður í utanríkisráðuneytinu
Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utanríkisráðherra, sýnir ESB þá virðingu að fara án tafar í fyrstu utanferð sína til Brussel til að tilkynna forsvarmönnum sambandsins formlega að hlé verði nú gert á aðildarferlinu. Jafnframt er öllum ljóst að núverandi ríkisstjórn er andvíg aðild Íslands að ESB.
Þrátt fyrir að ESB sé mjög umdeilt, og evran óvinsæl, er sá hópur í Evrópu ekki lítill sem á erfitt með að skilja að Íslendingar vilji ekki vera hluti af ESB. Hin breytta stefna íslenskra stjórnvalda fær almenning og stjórnmálamenn í Evrópu kannski til að endurskoða hug sinn að einhverju leyti þegar kemur að ESB og evrunni.
Það er þó dálítið sérstakt að til skuli vera íbúar í Evrópu - og reyndar einnig hér á landi - sem telja það nánast óhjákvæmilegt, eins konar forlög, að allar þjóðir álfunnar feti sameingarbraut ESB sem nú hefur komið í ljós að sett hefur stóran hluta Evrópu í mikla og langvarandi kreppu.
Forlagatrúarmennirnir eru enn áberandi og þótt þeim hafi sjálfsagt fækkað hér á landi hafa þeir sig enn í frammi. En ansi eru þeir orðnir hjáróma.
Vonsvikinn með ákvörðun Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 12. júní 2013
81 prósent Svía andvíg upptöku evru
Íbúar Evrópu eru lítt hrifnir af evrunni. Danir hafa hafnað henni í þjóðaratkvæðagreiðslu - og það löngu áður en öll evruvandræðin dundu yfir. Meirihluti Letta er á móti upptöku evrunnar en samningar við ESB þvinga þá til að taka hana upp. Norðmenn hafa hafnað evrunni og reyndar ESB einnig - og nú kemur í ljós að yfir áttatíu prósent Svía eru á móti því að evran verði tekin upp.
Þetta er hluti þess sem fram kemur í frétt á visi.is
Þar segir ennfremur:
Ef haldin yrði þjóðaratkvæðagreiðsla núna myndi 81 prósent Svía greiða atkvæði gegn því að sænsku krónunni yrði skipt úr fyrir evru.
Aðeins 11% vilja að evra verði gjaldmiðill Svíþjóðar en 8% hafa engan skoðun á málinu. Þetta eru niðurstöður könnunar sænsku hagstofunnar. Karlar eru hlynntari upptöku evru en konur.
Af þeim rúmlega fimm þúsundum sem spurð voru kváðust 44% vera hlynnt aðild að ESB, 27% eru andvíg en 29% óákveðin.
Sunnudagur, 9. júní 2013
Hvaða hagur er af krónunni?
Það er ótvíræður hagur af því að hafa eigin gjaldmiðil. Vissulega fylgja bæði kostir og gallar hverju fyrirkomulagi, en allar helstu skýrslur sem skrifaðar hafa verið um þessi mál hér á landi síðustu áratugi komast að þeirri niðurstöðu að þegar litið sé á málin í víðu samhengi sé hentugra fyrir Íslendinga að hafa eigin gjaldmiðil fremur en að vera með gjaldmiðil á borð við evru.
Tímaritið Vísbending undir ritstjórn Benedikts Jóhannessonar birtir grein á forsíðu fyrir viku síðan undir heitinu Hvað kostar að hafa krónuna? Þar eru rakin nokkur atriði, m.a. úr skýrslu Seðlabanka Íslands frá því síðasta haust, en nær einungis þau sem gætu bent til ókosta við að hafa eigin mynt. Það er nánast ekkert fjallað um ókostina við hugsanlega evruupptöku eða kostina við krónuna.
Reyndar er athyglisvert hjá ritstjóranum að fullyrða að útilokað sé að taka upp annan gjaldmiðil nema verðbólga sé svipuð hér á landi og á heimasvæði þess gjaldmiðils sem ætlunin er að taka upp. Þarna hittir ritstjórinn á vissan hátt naglann á höfuðið og vísar óbeint til þess grunnvallarvanda sem evrusvæðið á við að glíma. Þar hefur verðbólga verið með ólíkum hætti, t.d. í Þýskalandi og á svokölluðum kjarnasvæðum evrunnar annars vegar og á jaðarsvæðunum hins vegar. Það er ein helsta ástæðan fyrir mismunandi samkeppnisstöðu, misvægi í utanríkisviðskiptum ríkjanna og mismunandi eigna- og skuldaþróun. Það má telja nokkuð víst að verðbólga yrði með öðrum hætti hér á landi en í öðrum evrulöndum ef við yrðum með evru og það myndi skapa vissa erfiðleika. Ritstjórinn virðist hins vegar snúa blinda auganu að þeim þætti.
Önnur fullyrðing sem evrusinnar jafnan viðhafa er sú að krónan sé ónýt sem gjaldmiðill. Því er til að svara að þrátt fyrir fjármagnshöft hér á landi í kjölfar fjármálakreppunnar þá finnur almenningur og langflest fyrirtæki lítið fyrir höftum og krónan virkar alveg ágætlega sem greiðslumiðill, meira að segja betur en evran á Kýpur þar sem sparifé fólks er í höftum. Vissulega eru ýmsir fjárfestar heftir nú, sem áður gátu flutt fé á milli landa, en kostnað þeirra verður að vega á móti þeim ábata sem almenningur hefur af þeim stöðugleika sem fjármagnshöftin veita eftir ólgusjó fjármálakreppunnar.
Skiptakostnaður við krónuna óverulegur
Þá er komið að efnisatriðunum. Fyrst talar ritstjórinn um að svokallaður skiptakostnaður við krónuna, þ.e. að þurfa að skipta úr einni mynt yfir í aðra, sé á bilinu 5-15 milljarðar króna. Hér má minna á, eins og fram kemur í nýlegri gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans, að skiptakostnaður af þessu tagi hefur víðast hvar minnkað veruleg á síðustu áratugum. Þegar Danir höfnuðu evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir nokkrum árum var það meðal annars vegna þess að þeir töldu þennan kostnað vera svo óverulegan að hann skipti engu máli þegar metið væri hvort taka ætti upp evru eða ekki. Auk þess er þetta ekki nettókostnaður sem þarna er reiknað með, heldur brúttó. Skiptikostnaður vegna viðskipta er nefnilega um leið tekjur fyrir aðila í innlendri fjármálastarfsemi, þannig að nettókostnaður fyrir samfélagið er miklu minni og líklega það lítill að hann skiptir ekki máli.
Annað atriði sem ritstjóri Vísbendingar nefnir er að krónan sé hindrun á erlenda fjárfestingu. Vissulega getur smæð hagkerfis og lítt útbreiddur gjaldmiðill haft sín áhrif. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir áhuga ýmissa erlendra aðila á að fjárfesta hér í framleiðslufyrirtækjum, landi og hlutabréfum í gegnum tíðina. Vissulega mætti fjárfesting vera meiri hér sem stendur, en of mikil fjárfesting gæti líka komið okkur í koll eins og við sáum á uppgangstímum fyrir bankakreppuna þegar lánsfé var almennt ódýrt um allan heim vegna of lágra vaxta.
Utanríkisviðskipti í nokkrum evrulöndum hafa verið í kreppu
Þriðja atriðið sem ritstjórinn nefnir er að utanríkisviðskipti gætu aukist um 70 milljarða króna með því að hafa evru. Ekki kemur fram hvort hér ætti að vera um nettóaukningu að ræða eða hvort höfundur reikni með að framleiðsluvörur væru fluttar milli landa til að bæta við örlitlu skrefi við í framleiðslunni og flytja svo aftur út til þess að fullvinna annars staðar, líkt og er einkennandi fyrir Holland og Belgíu, þar sem utanríkisviðskipti mælast brúttó meira en landsframleiðslan. Slíkt væri ótrúlegt miðað við fjarlægð Íslands frá öðrum löndum. Auk þess má í þessu samhengi minna á að útflutningur hefur minnkað hlutfallslega frá ýmsum jaðarsvæðum evrunnar og þau átt við þrálátan viðskiptahalla að glíma. Það sýnir að varasamt er að nota hrá líkön í hagfræði til að reyna að spá fyrir um þróun að þessu leyti.
Fjórða atriðið sem ritstjórinn nefnir er að með evru fengjum við lægri raunvexti. Það kann að vera að raunvextir yrðu eitthvað lægri, en í því sambandi má minna á að vextir og verðbólga, og þar með raunvextir, eru með mjög misjöfnu móti á evrusvæðinu. Trúin var sú fyrir upptöku evrunnar að vextir og verðbólga, og þar með raunvextir, myndu leita í sama farið. Þetta virtist vera að gerast um það leyti sem evran var tekin upp og fyrst á eftir, en síðustu árin fyrir fjármálakreppuna og síðustu ár hefur þróunin verið í ólíka átt þannig að raunvextir hafa verið með ólíku móti. Auk þess má benda á að hér gildir það sama og er varðar skiptakostnað vegna gjaldmiðils, að kostaður eins er að jafnaði tekjur annars, þannig að nettókostnaðurinn fyrir samfélagið er væntanlega mjög lítill, ef nokkur.
Ýkjur Vísbendingar
Með því að leggja saman ýktar tölur um kostnað vegna ofangreindra atriða fær ritstjóri Vísbendingar út álitlega summu sem ýmsir fjölmiðlar og bloggarar hafa endurómað síðustu daga. Ritstjórinn gerir sig þó ekki aðeins sekan um að ýkja mögulegan kostnað við krónuna, heldur lítur hann algjörlega fram hjá þeim hag sem af henni er. Til dæmis gerir sjálfstæð mynt það að verkum að við þurfum ekki hér á landi að lækka nafnlaun starfsmanna með sama hrikalega hættinum og gert hefur verið í nokkrum evrulöndum, og auk þess að reka stóran hluta starfsmanna. Krónan hefur í leiðinni gert það að verkum að viðskiptahallinn hefur horfið og að við höfum nú afgang af venjulegum viðskiptum til að greiða af okkar erlendu skuldbindingum. Hún gerir það í leiðinni að atvinna er að vaxa. Værum við með evru hefði viðskiptahalli að líkindum verið mun stærra vandamál, hér væri minni hagvöxtur og minni atvinna. Það þarf varla að minna á að í sumum jaðarlöndum evrusvæðisins er atvinnuleysi um 28% og um helmingur yngstu aldurshópanna á vinnumarkaði er án atvinnu.
Sjálfsagt kemur að því að Vísbending fjallar einnig um hag okkar Íslendinga af því að hafa krónuna sem sjálfstæðan gjaldmiðil. En spurningin er bara hvort ritstjórinn, sem er einn helsti talsmaður þess hér á landi að Ísland eigi að taka upp evruna, hafi nokkurn áhuga á slíku?
En svo vikið sé að spurningunni í upphafi þá er svarið það að hagur af krónunni er m.a. sá að hér er hagvöxtur og atvinna á uppleið og viðskiptahalli er horfinn á meðan þessu er þveröfugt varið í vandræðalöndum evrunnar. Við erum líka frjáls af því að stýra okkar málum á sjálfstæðan hátt, t.d. er varðar úrvinnslu skulda- og eignamála bankanna, en þurfum ekki að lúta forræði ESB í þeim efnum. Það munar um það.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 27
- Sl. sólarhring: 498
- Sl. viku: 2534
- Frá upphafi: 1166294
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 2171
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar