Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014
Fimmtudagur, 23. janúar 2014
EES-samningurinnn heftir viðskipti fremur en stuðlar að þeim
EES-samningurinn er að breyta um eðli. Í stað þess að vera samningur til að stuðla að frjálsum viðskiptum er hann í æ meiri mæli orðinn að samningi sem heftir viðskipti með vörur sem ekki eru framleiddar samkvæmt sérstökum stöðlum ESB.
Þetta á við um matvörur, bíla og ýmsar vörur svo sem ryksugur. Með þeim breytingum sem hagsmunapotarar evrópskra stórfyrirtækja hafa komið að á reglugerðum af ýmsu tagi eru evrópsku fyrirtækin að skara eld að eigin köku og hindra hagstæð viðskipti íbúa Evrópu við þjóðir utan ESB.
Dæmi um þetta eru reglugerðir um sölu á ryksugum. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins benti þetta í umræðu og pistli fyrir áramót. Birgir Örn Steingrímsson hefur einnig fjallað um þetta á bloggi sínu.
Fimmtudagur, 23. janúar 2014
ESB meinar Færeyingum að kæra mál til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
ESB beitir yfirgangi í samskiptum við smáþjóð. Færeyingar vilja að Alþjóðaviðskiptastofnunin fjalli um deilur Færeyinga og ESB um síldveiðar. ESB beitir neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir að málið verði tekið upp.
Það verður ekki annað séð en að þetta sýni yfirgang ESB innan alþjóðasamtaka gagnvart smáþjóð. Er þetta eitthvað sem við gætum átt von á innan ESB?
Jafnframt má benda hér á að ESB beiti rangri fiskveiðiráðgjöf til þess að berja á smájóðum.
mbl.is segir svo frá:
Evrópusambandið beitti í dag neitunarvaldi á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) til þess að koma í veg fyrir að deila sambandsins við Færeyinga um síldveiðar þeirra síðarnefndu yrði tekin til meðferðar á vettvangi stofnunarinnar.
Færeysk stjórnvöld kærðu Evrópusambandið til WTO í byrjun nóvember vegna viðskiptaþvingana sem sambandið greip til gegn Færeyjum síðastliðið sumar í kjölfar þeirrar ákvörðunar Færeyinga að setja sér einhliða hærri síldarkvóta í norsk-íslenska síldarstofninum en þeir höfðu áður haft samkvæmt samningum.
Haft er eftir Kaj Leo Holm Johannesen, lögmanni Færeyja, á færeyska fréttavefnum Portal.fo að ákvörðun Evrópusambandsins sé vonbrigði. Hann hafi vonast til þess að sambandið væri reiðubúið að láta á það reyna á vettvangi WTO hvort aðgerðir þeirra gegn Færeyjum stæðust alþjóðlegar skuldbindingar þess.
Beitti neitunarvaldi gegn Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 23. janúar 2014
Vaxandi klofningur af ýmsu tagi í Evrópusambandinu
Á undanförnum árum hefur klofningur af ýmsu tagi aukist í Evrópusambandinu. Það er bæði pólitískur, efnahagslegur og félagslegur klofningur. Þetta er þvert á þau fyrirheit sem gefin voru um aukna samstöðu og samleitni í sambandinu.
Hér hefur áður verið minnst á efnahagslega mismunun í Evrópusambandinu sem hefur aukist. Ýmsar skýrslur segja frá því hvernig sígur á ógæfuhliðina í þeim efnum. Hinn pólitíski klofningur er ekki síður athyglisverður og alvarlegur fyrir Evrópusambandið.
Hinn pólitíski klofningur felst meðal annars í því að þjóðirnar í norðri hafa ekki áhuga á frekari samrunaþróun í Evrópusambandinu. Skýrt dæmi um þetta er Bretland. Þar er sterk hreyfing fyrir því að Bretland segi sig úr Evrópusambandinu vegna þess að æ meiri völd hafa flust frá lýðræðisstofnunum Breta yfir til Brussel.
Svipað á við um Hollendinga og fleiri þjóðir í Norður-Evrópu. Jafnvel fjölmörgum Þjóðverjum finnst nóg um samrunaþróunina, þ.e. þróunina í átt til sambandsríkis Evrópu. Það eru helst ýmsar þjóðir í Mið-, Suður- og Austur-Evrópu sem eru fylgjandi samrunaþróuninni. Þær þjóðir hafa jú sumar hverjar við flest og stærst efnahags- og félagsleg vandamál að glíma sem þær vilja fá aðstoð annarra þjóða við að leysa.
Evrópusambandið hefur tekið miklum breytingum á undanförnum áratug. Það hefur líka tekið miklum breytingum frá því þáverandi utanríkisráðherra Íslands sendi inn umsókn um aðild að sambandinu og það tekur enn stórstígum breytingum í átt að sambandsríki.
Íslendingar þurfa að átta sig á þessu. Væntanlega mun skýrsla Hagfræðistofnunar sem kemur út von bráðar fjalla meðal annars um þessa þætti. Það þarf í öllu falli að útskýra vel fyrir Íslendingum hvað er að gerast í Evrópu.
Fyrrverandi ríkisstjórn hafði því miður lítinn áhuga á því að skoða þessar hliðar mála.
Miðvikudagur, 22. janúar 2014
Aukið valdaframsal til ESB veldur deilum í Hollandi
Sívaxandi valdaframsal til ESB veldur nú deilum í Hollandi. Forsætisráðherra landsins lætur sér valdaframsalið í léttu rúmi liggja en verður líklega að beygja sig fyrir meirahluta hollenska þingsins sem krefst þess að þjóðin verði spurð hvort hún vilji aukið valdasframsal til Brussel.
Óánægjan með ESB hefur farið vaxandi. Það virðist hafa þurft 63 þúsund undirskriftir meðal Hollendinga til að knýja í gegn umræðu um málið á hollenska þinginu.
Fróðlegt verður að fylgjast nánar með þeirri umræðu. Sjá nánar í meðfylgjandi frétt á mbl.is
Vilja þjóðaratkvæði um valdaframsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. janúar 2014
Ný skýrsla framkvæmdastjórnar ESB um fátækt
Fjórðungur Evrópubúa á það á hættu að lenda undir fátæktarmörkum að mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hlutastörfum fjölgar og ennfremur fjölgar þeim sem vinna sér inn mjög litlar tekjur. Fyrir vikið eykst bilið á milli þeirra sem eru vel stæðir og hinna sem eru undir fátæktarmörkum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu.
EUObserver greinir frá þessu. Vitnað er til ársskýrslunnar Social and Economic developments in 2013 sem atvinnustjóri ESB, Laszlo Andor, kynnti í gær.
Hann segir að fátækt aukist verulega og þótt atvinnuleysi hafi minnkað örlítið þá sé það ekki nóg. Atvinnuleysið er 12 prósent á evrusvæðinu en 11 prósent í ESB í heild. Talið er að 19 milljónir manna séu atvinnulausar á evrusvæðinu. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er 23 prósent.
Tölurnar endurspegla aukið bil á milli evruþjóðanna. Atvinnuleysi á Spáni er 26,7% og 27,3 í Grikklandi - sem er um fimm sinnum meira en í Austurríki og Þýskalandi.
Af 28 löndum ESB eru 21 með reglur um lágmarkslaun, en þau liggja á bilinu frá 160 evrum (25 þúsund krónum) á mánuði í Búlgaríu og upp í tæplega 1.874 evrur (300 þúsund krónur) í Lúxemborg. Í ellefu löndum eru lágmarkslaunin minni en 500 evrur (78 þúsund krónur).
Vegna lágra launa í mörgum löndum mun það ekki koma atvinnulausum yfir fátæktarmörkin þótt þeir fái fullt starf, segir atvinnustjóri ESB, Laszlo Andor. Fram kemur í skýrslunni að 29 prósent atvinnulausra í Evrópu njóta ekki velferðaraðstoðar.
Rétt er að undirstrika það mat fjölmargra hagfræðinga að evrusamstarfið eigi stóran þátt í auka á þann mun sem er á ríkidæmi evruþjóðanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 21. janúar 2014
Hollendingar eru ósáttir með ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 20. janúar 2014
Gjaldeyrishöft skjóta rótum í evrulandinu Kýpur
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 19. janúar 2014
Svíar óttast geigvænlegar afleiðingar sparnaðarráðstafana ESB í Grikklandi
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 19. janúar 2014
Vigdís Hauksdóttir gagnrýnir rándýrar og óþarfar EES-tilskipanir
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 19. janúar 2014
Tækifæri ESB-umsóknar var á síðasta kjörtímabili og það er nú liðið
Tækifærið fyrir ESB-aðildarsinna til að koma Íslandi í Evrópusambandið var á síðasta kjörtímabili. Í upphafi þess var samþykkt að sækja um aðild með fyrirheitum um að viðræður tækju ekki nema eitt til tvö ár. Niðurstaðan var sú að fyrrverandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hrökk frá hálfkláruðu verki áður en kjörtímabilið var á enda.
Síðasta ríkisstjórn hefði átt að hafa alla burði til að klára málið. Hún fór af stað án þess að spyrja þjóðina og án þess að annar stjórnarflokkurinn væri fylgjandi aðild að ESB. Þetta kunni náttúrulega ekki góðri lukku að stýra.
Nú hamast aðildarsinnar, þeir sem ekki máttu heyra minnst á þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir fjórum árum, sem óðir fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna.
Það voru haldnar hér kosningar fyrir tæpu ári. Þá unnu þeir flokkar sem vildu stöðva viðræður við ESB og sá flokkur sem helst hafði barist fyrir aðild beið algjört afhroð.
Kannanir sýna að um 60% þjóðarinnar er á móti aðild, þingið er á móti aðild og ríkisstjórnin er á móti aðild. Ríkisstjórnin hefur stöðvað viðræðurnar.
Hvers vegna í ósköpunum dettur aðildarsinnum í hug nú að krefjast þess að haldin verði sérstök þjóðaratkvæðagreiðsla til þess að fá þjóðina til að greiða atkvæði um það hvort halda eigi viðræðum áfram.
Jú - ástæðan er sú að þetta er eina hálmstráið sem aðildarsinnar eiga til þess að halda lífi í umræðunni.
Þeir líta hins vegar algjörlega fram hjá því að það ákvæði sem er í stjórnarsáttmála, kosningastefnuskrám og lýðræðislegum samþykktum stjórnarflokka um þjóðaratkvæði er varnagli til þess gerður að það verði aldrei farið í viðræður á nýjan leik án þess að þjóðin verði spurð fyrst.
En fyrst enginn er fylgjandi aðild - þá ætti ekki að vera nein þörf á því að ræða þetta.
Nýjustu færslur
- Kosturinn við aðild afhjúpaður
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Skondin mótsögn
- Heimssýn á Samstöðinni
- Til almennrar dreifingar!
- Krónan er ekki vandi
- Ísland náð sér fyrr eftir COVID en ESB
- Að munstra sig á sökkvandi skip
- Alltaf sama platið - hin skelegga Birna
- Leyndarhjúpur evrópska seðlabankans
- Efnahagslífið á evrusvæðinu nánast botnfrosið
- Viðvarandi langtímaatvinnuleysi víða í Evrópu, en minnst á Ís...
- Jaðarríkin í Evrópu líða fyrir evruna
- Evrunni hafnað þar sem hún gæti grafið undan lífeyriskerfinu
- Fjármálaeftirlitið óánægt með íþyngjandi regluverk ESB
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 222
- Sl. sólarhring: 358
- Sl. viku: 2631
- Frá upphafi: 1166005
Annað
- Innlit í dag: 178
- Innlit sl. viku: 2269
- Gestir í dag: 170
- IP-tölur í dag: 170
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar