Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Forseti Íslands segir aðild að ESB ekki henta Íslandi

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að áhugaverðir tímar séu framundan fyrir Ísland, Noreg og Grænland, og að aðild að Evrópusambandinu henti ekki þessum löndum. Þetta kemur fram í viðtali sem rússneski fjölmiðlinn Metronews.ru birti á heimasíðu sinni í gærkvöld
Ólafur settist niður með nokkrum blaðamönnum frá Rússlandi og afrakstur þess samtals er birtur í grein Metronews. Aðspurður um ástæður þess að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að draga til baka aðildarumsókn sína, segir Ólafur (skv. Googleþýðingu á greininni yfir á ensku) að aðild að ESB henti ekki Íslandi af sömu ástæðu og aðild henti ekki Noregi og Grænlandi, vegna skipan efnahagsmála í þessum löndum og sjávarútvegsstefnu ESB. Maður þurfi aðeins að líta á kort af norðurslóðum til að sjá mikilvægi þessara þriggja ríkja, í ljósi aukins áhuga á norðurslóðum og aukinnar skipaumferðar um svæðið. Forsetinn er í greininni einnig spurður um fund sem hann átti með Putin Rússlandsforseta fyrir 11 árum um málefni Norðurslóða og hvað hafi breyst á þessum tíma. Hann segir að fyrir 11 árum hafi Putin hafi þá sagt að best væri að byrja á að ræða þessi málefni við yfirvöld á norðlægum svæðum Rússlands, en forgangsröðunin hafi breyst á undanförnum árum. Nú líti Putin og utanríkisráðuneyti Rússlands á norðurslóðir sem forgangsverkefni; nýlega sé búið að gera samkomulag um björgunaraðgerðir, en einnig sé verið að ræða um vandamál sem tengist olíuvinnslu, umhverfisvernd, upplýsingatækni og samgöngur. Forsetinn nefnir í því samhengi að Icelandair fljúgi nú þegar til St. Pétursborgar, sem kalla megi höfuðborg Norðurslóða - engin önnur borg geti gert tilkall til þess titils.
Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Katrín Júlíusdóttir hækkar verulega róminn í ESB-umræðunni

Í málþófinu um ESB-málin á Alþingi í dag hélt Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinar, því fram að engin ástæða væri til að ræða ESB-málin lengi dags því lítið væri á dagskrá þingsins. Þegar Bjarni Benediktsson sýndi henni blað með dagskrá þingsins, en þar sést að 25 mál eru á dagskrá, reiddist Katrín mjög og lét miður fögur orð falla.
Erfitt er að átta sig á því hvers vegna varaformaður Samfylkingarinnar reiddist svo mjög, nema ef vera skyldi að valdabaráttan innan Samfylkingarinnar sé komin á viðkvæmt stig.
Eftir því var tekið að Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, hélt sig til hlés í þessari orðasennu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Bjarni og Sjálfstæðisflokkurinn munu aldrei styðja aðlögunarviðræður að ESB

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, sagði í umræðum um ESB-málin á Alþingi í dag að Sjálfstæðisflokkurinn muni aðdrei styðja aðlögunviðræður að ESB.
ESB-málin hafa verið til umræðu á Alþingi í dag og hafa þingmenn stjórnarandstöðunnar beitt ýmsum brögðum til að lengja umræðuna, svo sem með umræðum um fundarstjórn forseta þingsins og fleira.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaga styður ESB-stefnu ríkisstjórnarinnar

Stjórn Varðar Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík styður formann Sjálfstæðisflokksins og þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Ákvörðunin er í fullkomnu samræmi við ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um utanríkismál en þar segir m.a. Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, segir í ályktun frá félaginu.
Svo segir:
Vert er að hafa í huga að áður en ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkingarinnar sótti um aðild að Evrópusambandinu krafðist fjöldi fólks þess að þjóðin fengi að greiða atkvæði um hvort sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Sömu þingmenn og virtu raddir þessa fólks að vettugi krefjast þess nú að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort slíta eigi viðræðunum. Tvískinnungur viðkomandi þingmanna er algjör.
Skoðanakannanir á síðustu árum hafa ítrekað sýnt fram á að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Ríkisstjórnin á sannarlega lof skilið fyrir að hlusta á og fylgja eftir vilja þjóðarinnar í þessu viðamikla máli. Þá ber að fagna því að formaður Sjálfstæðisflokksins fylgi eftir ályktun landsfundar af bæði heilindum og staðfestu. Stjórn Varðar lýsir eindregið yfir trausti á formanni Sjálfstæðisflokksins. Er það von stjórnarinnar að kjörnir fulltrúar flokksins haldi áfram að vinna að góðum málum í samræmi við ályktanir landsfundar. Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til vera forystuafl í að leiða umræðu og stefnu í utanríkismálum, Íslandi og Íslendingum til hagsældar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Hefðbundið málþóf á Alþingi um ESB
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
ESB-tálsýnin að kíkja í pakkann

Frá árinu 2009 höfum við verið í aðildarferli að Evrópusambandinu, allt frá minnisstæðum tímapunkti þar sem Samfylkingunni tókst að koma þessum miðpunkti alheims síns á dagskrá. Þetta ferli hefur verið til umfjöllunar síðan og aðild að ESB raunar rædd löngu fyrir þann tímapunkt. Aldrei sáu Samfylking né VG tilgang í því að spyrja þjóðina hvort það ætti að ganga í/sækja um aðild að ESB, þrátt fyrir að aðildarferli feli einnig í sér aðlögun sem þjóðir verða að framkvæma svo regluverk þeirra rími við ESB og þær séu tilbúnar að ganga inn um leið og ferlinu lýkur.Þrátt fyrir mikla andstöðu við inngöngu Íslands að ESB hefur aðildarsinnum tekist að sannfæra fólk um að við verðum nú samt að sjá samninginn, að öðrum kosti vitum við ekki hvað sé í boði. Þetta er dæmi um eina best heppnuðu markaðssetningu sem þekkist, að selja fólki hugmyndina um að »kíkja í pakkann«. Þetta er ein besta fullyrðingin sem aðildarsinnar hafa sett fram, hún er þannig gerð að fólk þarf ekki að kynna sér málið frekar, ákvörðun er slegið á frest og úthýst úr huga fólks fram að þeim tímapunkti að aðildarsamningur liggur fyrir, á þeim tímapunkti verður svo erfiðara að segja nei þar sem við höfum nú gengið svo langt að fá samninginn á borðið og ekki sé fallegt að hafa dregið 28 aðildarríki ESB á asnaeyrunum.
Rjúfum tálsýnina, kynnum okkur ESB
Fyrir þá sem hafa vilja og áhuga er hægt að kynna sér ESB og hvað það hefur að bjóða, það er enginn falinn pakki sem einungis má sjá við endann á aðlögunarferlinu. Tálsýnin er falleg sem aðildarsinnar hafa sett upp en vonandi tekst fólki að sjá í gegnum hana. Staðreyndirnar verða alltaf til staðar burt séð frá samningum, hér eru nokkrar:
1. Lög ESB verða rétthærri okkar lögum, þar með talinni stjórnarskrá, sem þýðir að ef að ESB setur lög sem stangast á við stjórnarskrá eða lög þá verðum við að breyta okkar stjórnarskrá eða lögum.
2. Við verðum nettógreiðandi þjóð innan ESB, þ.e.a.s. við munum borga meira inn í sambandið en við komum til með að fá út úr því, þetta er staðreynd sem t.d. Þjóðverjar hafa fagnað, þar sem þeim finnst gott að fá þjóðir sem borga til sambandsins í stað þeirra sem taka fé úr því. Rætt er um tölur í kring um sex milljarða sem við munum greiða umfram þá styrki sem við fáum frá sambandinu.
3. Við munum ekki stjórna því hvaða tollar verða á hvaða vörum, þessir tollar verða ákveðnir af ESB með hagsmuni voldugustu ríkjanna í huga. Tómaturinn sem keyptur er frá ESB lækkar á sama tíma og raftækið sem keypt er frá Asíu kann að hækka vegna þess að það er utan við þann tollamúr sem ESB er.
4. ESB er í stanslausri þróun, það stefnir með auknum hraða í átt að miðstýrðu ríki þar sem aðildarþjóðir hafa minni völd og ESB meiri. Það er draumsýn margra innan kerfis ESB að færa sambandið meira í átt að sambandsríki frekar en ríkjasambandi, samanber orð Viviane Reding sem er dómsmálastjóri ESB og varaforseti framkvæmdastjórnar sambandsins, en hún sagði fyrir stuttu að það væri hennar persónulega skoðun að evrusvæðið ætti að verða að Bandaríkjum Evrópu.
Fyrst komu aðildarsinnar fram með fullyrðingar um að við myndum græða svo mikið á að ganga í sambandið. Þeim var síðar bent á að við myndum greiða meira í sambandið en við fengjum þaðan. Þá breyttu þeir orðum sínum á þann veg að fjármunir skiptu ekki máli heldur hvaða gagn við gerðum í alþjóðlegu samhengi, gott og vel. Næst fóru þeir svo að tala um að við fengjum nú varanlegar undanþágur frá reglum sambandsins (gott að sækja um í eitthvað sem þarf þó að breyta sér svo þú viljir ganga inn). Enn og aftur hefur aðildarsinnum verið bent á að fullyrðingarnar þeirra séu ekki alveg réttar. Það hefur meðal annars verið sagt af stækkunarstjóra ESB að ekki séu í boði varanlegar undanþágur líkt og aðildarsinnar hafa haldið fram, þetta kemur einnig fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, það er um að ræða sérlausnir sem í eðli sínu eru ekki varanlegar enda breytilegar eftir vilja sambandsins. Nú stökkva aðildarsinnar fram og segjast hafa haldið því fram allan tímann, það verður að dást að þeim fyrir aðlögunarhæfni sína og hversu auðveldlega þau geta breytt áróðri sínum til að fá fólk með sér í sambandið.
Ísland já takk, ESB nei takk
Í ljósi alls þessa tel ég viturlegast að slíta þessu ferli og hvet ég stjórnarflokkana til að standa við það sem vilji var fyrir á landsfundum þeirra og draga umsóknina til baka líkt og þeir virðast stefna að. Ef vilji til að ganga í sambandið verður í framtíðinni einhvern tímann til staðar þá er sjálfsagt að greiða atkvæði um hvort við viljum láta reyna á viðræður.
Ísland getur alltaf gert þær breytingar sem við teljum til betrunar og þurfum ekki að ganga í ESB til að gera betur. Ég treysti íslenskri þjóð til að halda vel á spilunum inn í framtíðina, afmörkum okkur ekki einungis á því svæði sem ESB er, horfum á heiminn allan enda markaðir sífellt að þróast og ekki gott að einskorða sig við ákveðinn stað án þess að geta með góðu móti breytt því. Ég segi Ísland já takk, ESB nei takk.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. febrúar 2014
Jón Steinar um fullveldi Íslands
Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur ritar grein um fullveldi Íslands sem Morgunblaðið birtir á síðu 23 í dag. Þar segir Jón Steinar:
Það er stundum sérkennilegt að fylgjast með umræðum um viðfangsefni stjórnmála á Íslandi. Þessa dagana eru menn uppteknir af umræðum um aðildarumsókn að ESB og afturköllun hennar. Þá ber margt á góma og ekki allt mjög skynsamlegt.
Í mínum huga eru meginatriði málsins þessi:
1. Orðið samningaviðræður hefur þá merkingu í málinu að tveir eða fleiri menn freisti þess að ná samkomulagi sín á milli um efnisatriði í lögskiptum sínum. Það tilheyrir efni þessa hugtaks að báðir samningsaðilar geti haft áhrif á það hver þessi efnisatriði skuli verða. Engar samningaviðræður í þessum skilningi hafa staðið yfir við ESB. Viðræður hafa staðið yfir um það hversu hratt við Íslendingar getum lögleitt reglur ESB sem við höfum engin efnisleg áhrif á. Menn ættu ekki að gera því skóna að Evrópuríkið sé líklegt til að láta okkur 300 þúsund hræður í norðurhöfum hafa mikil áhrif á efni lagareglna sem þar gilda.
2. Fyrir liggur að með aðild að sambandinu myndu Íslendingar missa yfirráðin yfir náttúruauðlindum landsins, þar með talið fiskimiðunum.
3. Íslenska stjórnarskráin stendur því í vegi að við getum gerst aðilar að þessu sambandi. Það stafar af því að með aðild myndum við framselja fullveldi landsins umfram það sem stjórnarskráin leyfir. Stjórnarskránni má auðvitað breyta og veita heimildir til afsals á fullveldi ef vilji manna stendur til þess. Ærlegra væri að gera það áður en tekið er til við að semja um afsal fullveldisins.
Ég verð að játa að ég er persónulega á þeirri skoðun að við Íslendingar eigum að viðhalda fullveldi okkar. Sem fullvalda ríki hefur okkur tekist að eiga friðsamleg samskipti við aðrar þjóðir meðal annars á sviði viðskipta. Þegar á heildina er litið fer bara nokkuð vel um okkur. Það er ekki víst að svo yrði áfram ef við yrðum útkjálkahérað í stórríki Evrópu.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 25. febrúar 2014
Katrín nær vopnum sínum í VG

Katrín Jakobsdóttir er að styrkja sig í sessi í VG. Nú fær hún samþykkta tillögu í flokknum sem hún náði ekki í gegn fyrir ári síðan. Nú fékk hún þingflokkinn til að samþykkja að gera eigi hlé á viðræðum og efna til kosninga um framhaldið. Í fjarveru varaformannsins í þingflokknum náði Katrín nú að koma þessu í gegn.
Vandamálið er bara, eins og bent hefur verið á, að það er í raun búið að gera hlé á viðræðum og tilkynna ESB það. Þess vegna er fyrri hluti tillögunnar óþarfur.
Þessi tillaga er því ekkert annað en tilraun hjá formanni VG til að vinna sér svæði í umræðunni og afmarka sig örlítið frá Samfylkingunni.
Eina leiðin fyrir Vinstri græn til að skilja sig frá Samfylkingunni er að styða tillögu utanríkisráðherra í málinu.
![]() |
Stefnt verði að þjóðaratkvæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 25. febrúar 2014
Formannsslagur Samfylkingar í þingsölum

Þegar skyggnst er á bak við tjöldin í þingsölum Alþingis þessa dagana þykjast glöggir rýnendur sjá að vonbiðlar um formannsembætti í Samfylkingunni nýti tækifærið sem best þeir geta til þess að vekja athygli á sér til að styrkja stöðu sína um leiðtogahlutverk í flokknum.
Samfylkingin fór mjög illa út úr síðustu kosningum, enda eini flokkurinn sem hefur það skýrt á stefnuskrá sinni að gengið skuli í Evrópusambandið. Flokkurinn galt afhroð í síðustu þingkosningum.
Þess vegna er sótt talsvert að Árna Páli Árnasyni formanni Samfylkingar. Þar fer fremst í flokki Katrín Júlíusdóttir varaformaður - og þykir hún hafa styrkt verulega stöðu sína í slagnum sem framtíðarleiðtogi í umræðunni um Evrópumálin. Reyndar þykir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fylgja Katrínu fast á eftir í baráttunni við Árna Pál Árnason.
Svona er bara pólitíkin. Þetta er bara örlítil fréttaskýring um það.
Þriðjudagur, 25. febrúar 2014
Engar þjóðaratkvæðagreiðslur í ESB
Nýjustu færslur
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
- Viðskiptasamningur sem breyttist í yfirtökusamning
- Spurningunni sem aldrei var svarað
Eldri færslur
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 288
- Sl. sólarhring: 336
- Sl. viku: 1862
- Frá upphafi: 1209074
Annað
- Innlit í dag: 260
- Innlit sl. viku: 1723
- Gestir í dag: 248
- IP-tölur í dag: 244
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar