Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Þriðjudagur, 4. febrúar 2014
Svanur Kristjánsson og sambandsríkið ESB
Svanur Kristjánsson prófessor í stjórnmálafræði segir að aðild Íslands að ESB myndi þýða formlega aðild að ríkjabandalagi sem hefur ýmsa þætti sambandsríkis. Það kom fram á Eyjunni í gær.
Aðildarsinnar hafa reyndar flestir til þessa viljað horfa fram hjá því hvernig ESB hefur verið að þróast í átt til sambandsríkis sem tekur til sín æ meiri völd.
Lýðræðið hefur aldrei verið mjög virkt innan ESB. Vald kjörinna þingmanna er að jafnaði talsvert minna en víða gerist fyrir utan það að þátttaka í kosningum til þings ESB er lítil. Hlutur Íslendinga yrði væntanlega innan við eitt prósent gerðumst við aðilar. Vald embættismanna er talsvert svo og ráðherra - en þá eru það fyrst og fremst ráðherrar stærstu þjóðanna sem ráða ferðinni.
ESB er sem sagt að verða sambandsríki, segir prófessorinn. En í þessu sambandsríki ráða ferðinni ráðherrar tveggja eða þriggja stærstu þjóðanna þegar til kastanna kemur. Hver man ekki eftir umræðunni um Merkozy?
Mánudagur, 3. febrúar 2014
Hvenær breytist blíðmælgi ESB aftur í hótanir í makrílmálinu?
Það hefur vakið athygli hversu fögrum orðum forystumaður í sjávarútvegsmálum og einn ráðamaður hér á landi fóru um nýlega og breytta afstöðu ESB-forystunnar í makrílmálum. Það er stutt síðan ESB hótaði okkur Íslendingum hörðum refsiaðgerðum vegna deilunnar.
Nú kemur skyndilega ný ásjóna ESB í ljós. Eftir allar hótanirnar. Þetta vekur upp spurningar. Hvað býr undir hjá ESB? Er ekki ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þessu valdaapparati sem hefur hótað okkur öllu illu undanfarin ár vegna þess að við höfum staðið á rétti okkar?
Er ekki líka ástæða til að vera á varðbergi gagnvart þessu ríkjasambandi sem virðist ekki hafa neinar áreiðanlegar tölur um makrílveiðar í sambandinu.
Mánudagur, 3. febrúar 2014
Íslendingar og Norðmenn vilja ekki ganga í ESB
Mikill meirihluti Norðmanna er andsnúinn því að ganga í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar fyrir norsku dagblöðin Nationen og Klassekampen sem birtar eru í dag. 71% Norðmanna vilja ekki ganga í sambandið samkvæmt könnuninni en 19% eru því hlynnt.
Ekki hafa orðið miklar breytingar á afstöðu Norðmanna frá því að hliðstæð skoðanakönnun var gerð í nóvember síðastliðnum samkvæmt frétt Nationen en þá voru 69,3% andsvíg aðild að ESB og 19,1% henni hlynnt.
Haft er eftir Heming Olausen, formanni samtakanna Nei til EU sem berjast gegn aðild að ESB að það sé ánægjulegt að andstaðan sé stöðug í kringum 70% og að ríkisstjórnarskiptin í Noregi síðastliðið haust hafi ekki breytt afstöðu Norðmanna til málsins. Jan Erik Grindheim, formaður norsku Evrópusamtakanna, segir mikla andstöðu ekki koma á óvart í ljósi efnahagserfiðleikanna innan ESB. Hann vonist til þess að staðan breytist.
![]() |
71% Norðmanna vilja ekki í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. febrúar 2014
Gríðarleg spilling í Evrópusambandinu
Cecilia Malmström, innanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kynnti hina nýju spillingarskýrslu undir hádegi. Segja má að hún hafði hleypt henni úr hlaði með grein sem birtist í Gautaborgarpóstinum í dag. Þar segir hún að umfangið sé slíkt að það grafi undan lýðræði og stórskaði hið löglega efnahagskerfi í löndunum. Malmström tekur fram að vissulega sé vandamálið mis-stórt í löndunum 28. Svíar geti til dæmis vel við unað miðað við margar aðrar þjóðir.Samkvæmt skýrslunni hefur spillingin í för með sér gríðarlegan kostnað fyrir ESB-ríkin, - um 120 milljarða evra, jafnvirði hátt í nítján þúsund milljarða króna, á ári. Fram kemur að það séu mun frekar ríkisstjórnir aðildalandanna sem reyni að taka á spillingunni en stofnanir Evrópusambandsins. Vissulega sé starfrækt sveit sem leiti uppi fjármálaspillingu í tengslum við fjárhagsáætlun ESB, en hún hafi úr litlum fjárframlögum að spila og geti því beitt sér að takmörkuðu leyti.Í skýrslunni er greint frá tveimur skoðanakönnunum sem sýna að þrír fjórðuhlutar aðspurðra töldu að spilling væri víðtæk ESB-ríkjunum. Forsvarsmenn fjögurra af hverjum tíu fyrirtækjum sem leitað var til sögðu að spilling stæði því fyrir þrifum að stunda viðskipti í Evrópulöndum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. febrúar 2014
64,8 prósent þeirra sem taka afstöðu eru á móti aðild að ESB
Hvað á þetta brölt allt saman að þýða? Að kíkja í pakkann? Ekki bara einu sinni, heldur oftar? Landsmenn eru á móti aðild að ESB. Um 65 prósent þeirra sem taka afstöðu eru á móti aðild að ESB eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag. Við vitum að svokallaðar aðildarviðræður eru ekkert annað en aðild í hægfara skrefum. Hversu lengi geta aðildarsinnar þyrlað upp ryki í þessum málum?
Eins og Svandís Svavarsdóttir sagði í Bylgjuþætti í morgun þá hafa Íslendingar almennt lítinn áhuga á ESB.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3. febrúar 2014
Hversu lengi ætla Vinstri græn að berjast gegn eigin stefnumáli?

Flestir þingmenn Vinstri grænna hafa þá sérstöðu í hinum pólitíska heimi að berjast hatrammlega gegn einu grundvallar stefnumáli sínu. Að jafnaði vinna flokkar að því að ná fram stefnumáli sínu. Stöku sinnum kemur það fyrir að flokkur hefur mál í stefnu sinni án þess að vinna að því. En að flokkur vinni beinlínis gegn stefnumáli sínu, og það af talsverðu afli, ár eftir ár, er algjört einsdæmi.
Vinstri græn eru nefnilega algjörlega á á móti því að ganga í Evrópusambandið. Samt létu ráðandi öfl innan flokksins Samfylkinguna fá sig í þá vegferð að sækja um aðild að ESB. Allir, sem eitthvað hafa kynnt sér málin, vita að svokallaðar aðildarviðræður eru ekkert annað en hægfara aðlögun umsóknarríkis að ESB.
Hversu lengi ætla Vinstri græn að láta þetta viðgangast? Fyrir ári samþykktu þau að gefa viðræðum séns í ár til viðbótar. Sá séns rennur út í þessum mánuði. Ætla vinstri græn líka að svíkja þá samþykkt sína? Af hverju minna engir aðrir fjölmiðlar en Heimssýnarbloggið á þessa staðreynd?
Mánudagur, 3. febrúar 2014
Svandís Svavarsdóttir segir ESB ekki vera neitt meginmál fyrir almenning á Íslandi

Það var athyglisvert að heyra Svandísi Svavarsdóttur, þingmann

Vinstri grænna, segja frá þeirri skoðun sinni í umræðuþætti á Bylgjunni í morgun að ESB væri ekki neitt meginmál fyrir almenning á Íslandi. Þar með er hún að segja að nýleg skoðanakönnun um vilja fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB risti ekki djúpt.
Bryjnar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir með Svandísi. Hann sagði auk þess að ef það ætti að kjósa um eitthvað þá væri það um aðild að ESB. Við vissum hvaða pakka við fengjum, þ.e. ESB með öllum sínum kostum og göllum. Spurningin væri bara um til hve langs tíma við fengjum einhverjar undanþágur.
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Bjarni Benediktsson segir kosningu um áframhald viðræðna við ESB ekki á dagskrá á næstunni

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtalsþætti á Stöð 2 í dag að það færi ekki fram þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við ESB í tengslum við sveitarstjórnakosningarnar í vor. Bjarni undirstrikaði að Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti aðild að ESB.
Bjarni Benediktsson vill eðlilega vinna að framgangi stefnu flokks síns. Það að halda áfram aðildarviðræðum þýðir það að gengið verður í átt til aðildar að ESB í smáum skrefum. Viðræður eru í raun og veru ekkert annað en það sem kallað hefur verið hin vel þekkta koníaksaðferð Monnet.
Þess vegna er engin ástæða til að halda áfram viðræðum - og ekki heldur ástæða til þess að láta fara fram kosningar um það meðal þjóðarinnar hvort halda eigi viðræðum áfram. Ríkisstjórnin er á móti aðild og hefur gert hlé á viðræðum.
Hið eina rétta í stöðunni er því að Alþingi samþykki að afturkalla umsóknina.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Vigdís Hauksdóttir segir að virða verði niðurstöður þingkosninga árið 2013

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, sagði í nýum þætti á Stöð 2 í dag að það yrði að virða niðurstöður þess lýðræðislega ferlis sem fólst í niðurstöðum þingkosninganna síðast liðið vor. Þá unnu þeir flokkar stórsigur sem voru á móti aðild að ESB.
Í framhaldi af kosningunum var myndaður stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Þar kemur skýrt fram sú stefna sem æðstu samkundur flokkanna höfðu samþykkt, nefnilega að vinna gegn aðild að ESB og hætta viðræðum.
Þingið ákvað að setja viðræður í gang án þess að spyrja þjóðina. Þess vegna er eðlilegt að Alþingi samþykki að afturkalla umsóknina.
Það að halda áfram viðræðum er ekkert annað en að stíga skref inn í ESB í smáum skömmtum. Þjóðin vill ekki ganga í ESB. Þess vegna er ekki ástæða til að halda áfram viðræðum.
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Davíð Þorláksson fyrrverandi formaður SUS vill draga umsóknina til baka
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 19:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
- Nei, ekki aka út af!
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 60
- Sl. sólarhring: 242
- Sl. viku: 1920
- Frá upphafi: 1211059
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 1725
- Gestir í dag: 50
- IP-tölur í dag: 50
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar