Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Það er eðlilegt að Alþingi afturkalli nú umsóknina að ESB
Í ljósi þeirrar þróunar sem átti sér stað allt síðasta kjörtímabil, þegar þáverandi stjórn klúðraði því tækifæri sem hún hafði á að koma Íslandi inn í ESB, og í ljósi síðustu kosninga og núverandi stjórnarsamstarfs er alveg ljóst að það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stjórnarflokkarnir ljúki ferlinu formlega með því að draga umsóknina til baka með ályktun Alþingis.
Sjá nánar á vefnum www.neiesb.is
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Silja Dögg Gunnarsdóttir segir alveg ljóst hver stefna stjórnarflokkanna sé í ESB-málum

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins segir alveg ljóst hver stefna núverandi stjórnarflokka sé í ESB-málinu. Þeir voru kosnir út á þá stefnu að stöðva viðræður og halda Íslandi utan ESB.
Silja Dögg sagði jafnframt að ákveðið hefði verið að gera úttekt á stöðu viðræðna og þróun ESB. Skýrsla með þeirri úttekt verður til umræðu á Alþingi á næstunni.
Að því loknu er ekkert því til fyrirstöðu að ljúka þessu misheppnaða aðildarferli með sama hætti og það hófst, þ.e. með samþykkt Alþingis um að afturkalla umsóknina um aðild að ESB.
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Unnur Brá Konráðsdóttir segir vilja til aðildar forsendu umsóknar

Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 2. febrúar 2014
Evran er að fara illa með Finna
Evrukreppan fer verst með ríki á útjaðri evrusvæðisins. Þau tvö norræn ríki sem nú eru verst stödd tengjast bæði evrusvæðinu: Finnar eru með evru og Danir tengja mynt sína við evru. Áróður íslenskra ESB-sinna fyrir ESB-aðild og upptöku evru eru í hróplegri mótsögn við veruleikann í kringum okkur.
Evran þjónar stærstu ríkjum ESB þolanlega. Þjóðverjar og Frakkar njóta góðs af. En mörg minni evruríkin engjast nú ár eftir ár í klóm evrukreppunnar vegna þess að þau búa við gjaldmiðil sem ekki hentar þeim. Fjármálakreppan sem gengið hefur yfir heiminn undanfarin sjö ár er eins og skæður faraldur sem fáar þjóðir sleppa við. En víðast hvar gengur faraldurinn yfir.
Íslendingar urðu illa úti í upphafi kreppunnar en eru nú óðum að ná sér upp úr brunarústum hrunsins. Í desember s.l. var atvinnuleysi á Íslandi 4,2%. En á sama tíma var atvinnuleysi á evrusvæðinu um 12% að meðaltali, sbr. fréttir RÚV á gamlársdag. Samkvæmt tölum Eurostat var t.d. 27,4% atvinnuleysi í Grikklandi í nóvember s.l. og 26,7% á Spáni.
Allmörg ríki, ekki síst á jaðri evrusvæðisins, hjakka sem sagt áfram í sama kreppufarinu ár eftir ár. Þau geta ekki breytt gengi gjaldmiðilsins til að örva útflutning sinn og treysta sér ekki til að yfirgefa evrusvæðið, vegna þeirrar röskunar sem það hefði í för með sér þegar þau eru á annað borð komin þangað inn. Með öðrum orðum: þau sitja föst í dauðabúðum evrunnar og það virðist litlu breyta þótt ESB og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn moki í þau meira og meira lánsfé. Samdrátturinn heldur áfram og skuldirnar aukast.
Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði var nýlega á ferð í Kaupmannahöfn og lýsti þeirri skoðun að tvö ríki á Norðurlöndum væru verst stödd, þ.e. Finnland sem er með evruna og Danmörk, sem er tengd evrunni. Það vakti sérstaka athygli að hann taldi einmitt að Danir gætu lítið gert sjálfir til þess að losna úr viðjum stöðnunar vegna þess að þeir hefðu ekki í sínum höndum vald til að taka þær ákvarðanir, sem til þyrfti.
Að sjálfsögðu hafa ríki með sjálfstæða mynt miklu meiri möguleika til að rífa sig upp úr kreppunni. Íslenska krónan er einmitt dæmi um mynt sem að vísu er enn svo veikburða að hana þarf að verja með gjaldeyrishöftum vegna „snjóhengjunnar“ sem bankabóla vanhugsaðra EES-reglna bjó til hér á landi eins og víða. Engu að síður hefur tekist að efla framleiðslu hér og halda niðri atvinnuleysi langt umfram það sem gerst hefur víðast hvar á evrusvæðinu. - RA
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 1. febrúar 2014
ESB-aðildarsinnar kúvenda í afstöðu sinni til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður
Það er ekki fyrst núna sem kannaður er hugur fólks til þess hvort efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu vegna viðræðnanna við ESB. Þetta var gert um mánaðamótin maí-júní 2009. Þá vildu 76,3% að ákvörðun um aðildarumsókn yrði borin undir þjóðina. ESB-aðildarsinnar máttu ekki heyra á það minnst, þjóðin yrði sér til skammar með því einu að efna til atkvæðagreiðslunnar.
Þessi mynd birtist á vefsíðu ESB-þingsins, þegar sagt frá samþykkt þess um viðræður við Ísland.ESB-umsóknin var samþykkt á alþingi 16. júlí 2009. Nú er hún strönduð á pólitísku skeri. Vonandi verður hún sem fyrst dregin til baka. Hvort sem það verður gert eða ekki sýnir ný könnun að 67,5% vilja ekki að viðræðum verði haldið áfram nema þjóðin samþykki. Nú bregður svo við að ESB-aðildarsinnar telja niðurstöðu í könnuninni vatn á sína myllu. Að fylgja aðildarsinnum eftir á refilstigum umræðna um ESB krefst ímyndunarafls og sveigjanleika. Þeir vilja laga allt að eigin málstað.
Könnun júní 2009
Hinn 10. júní 2009 birt Morgunblaðið niðurstöðu í skoðanakönnun þar sem þrír af hverjum fjórum töldu mikilvægt að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Capacent Gallup gerði könnunina 28. maí til 4. júní 2009 fyrir samtökin Heimssýn.
Spurningin var svohljóðandi: Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?
76,3% þeirra, sem svöruðu, sögðust telja að það skipti mjög miklu eða frekar miklu máli. 5,8% svöruðu hvorki né en 17,8% töldu það skipta frekar litlu eða mjög litlu máli að fara í þjóðaratkvæði um hvort Ísland ætti að sækja um aðild.
Úrtakið var 1264 og svarhlutfall 62,3%.
Þegar þessi niðurstaða var birt blésu ESB-aðildarsinnar á hana og töldu það óþekkta fásinnu að nokkrum manni dytti í hug að spyrja þjóð fyrirfram hvort hún ætti að sækja um aðild að ESB. Það gæti enginn gert slíkt upp við fyrr en hann sæi niðurstöður aðildarviðræðna. Þess yrði auk þess ekki langt að bíða að þjóðin greiddi atkvæði um slíkar niðurstöður – það mundi verða fljótlegt að semja við ESB.
Áður en alþingi samþykkti aðildarumsóknina 16. júlí 2009 felldu aðildarsinnar tillögu um fyrirfram þjóðaratkvæðagreiðslu.
Könnun janúar 2014
Í janúar 2014 gerir Maskína könnun fyrir aðildarsamtökin Já! Ísland.
Í Þjóðgátt Maskínu á netinu var spurt dagana 10. til 20. janúar 2014:Viltu að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald á aðildarviðræðum við Evrópusambandið eða viltu það ekki?
Í ljós kemur að 67,5% svarenda vilja að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 32,5% vilja ekki að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin.
Hvað hefur breyst frá 2009?
Í lok janúar 2014 bregður svo við að ESB-aðildarsinnar láta eins og niðurstaðan í könnun Maskínu sé sigur fyrir þeirra málstað. Könnun segir hins vegar það eitt að mikill meirihluti fólks vill ekki að haldið verði áfram aðildarviðræðum við ESB án þess að það sé samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á þetta við hvort sem umsóknin verður formlega afturkölluð af alþingi eða ekki.
Staðan er hin sama nú og 2009 þegar litið er til afstöðu þjóðarinnar. Breytingin milli 2009 og 2014 felst í kúvendingu ESB-aðildarsinna. Hvað veldur? Hvers vegna skýra þeir ekki fyrir almenningi ástæður sinnaskipta sinna?
Bj. Bj
Laugardagur, 1. febrúar 2014
60 prósent andvíg inngöngu í ESB
Skoðanakannanir geta verið tæki til skoðanamyndunar. Dæmi um tilraun til slíks eru nýlegar skoðanakannanir sem ESB-aðildarsinnar hafa látið framkvæma. Þeir vita að miklu fleiri eru andvígir aðild en þeir sem eru henni fylgjandi. Þess vegna er þeim mikið í mun að láta svokallað viðræðuferli halda áfram. Þess vegna spyrja þeir í skoðanakönnun hvort fólk sé á móti þjóðaratkvæðagreiðslu. Það þarf nokkuð góð rök til að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við ESB. En þau rök liggja fyrir og eru auðskiljanleg þeim sem hugsar aðeins um málið.
Ef byrjað er á því sem skiptir mestu máli en ESB-aðildarsinnar ræða minnst um þá sýna kannanir að mun fleiri eru andvígir því að Ísland gangi í ESB en eru því fylgjandi. Í nýlegri könnun sem aðildarsinnar létu framkvæma, en gera lítið með, kemur í ljós að í kosningu um aðildi yrði hún felld með 60% greiddra atkvæða.
Viðræður þýða aðild í smáum skrefum
Það er vel skiljanlegt að þótt meirihluti sé á móti aðild þá séu fleiri fylgjandi því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldi viðræðna og jafnvel að fleiri séu fylgjandi því að halda áfram viðræðum. Það ætti jú ekki að saka, eða hvað? Og sumir sem eru á móti aðild telja samt óhætt að ræða máin áfram. Það ætti jú ekki að saka að ræða málin? Kíkja nánar í pakkann?
Málið er bara ekki svona einfalt - eins og æ fleiri átta sig á. Það að halda viðræðum áfram felur í sér skuldbindingu íslenskra stjórnvalda til að breyta fyrirkomulagi ýmissa mála hér á landi á meðan á svokölluðu samningaferli stendur. Hér er talað um svokallað samningaferli vegna þess að þetta er ekkert samningaferli heldur felur viðræðuferlið í sér margfræga aðlögun viðræðuríkis að skilmálum ESB. Þetta eru æ fleiri farnir að skilja.
Nýleg skoðanakönnum ESB-aðildarsinna er til þess fallin að kasta ryki í augu kjósenda og þingmanna. Hún er til þess fallin að telja þeim trú um að um eitthvað sé að semja þegar raunin er sú það það er í raun og veru ekkert um að semja sem skiptir máli. Ísleningar semja um það að ganga í ESB eins og það er.
Þess vegna er það algjörlega út í hött að halda viðræðum áfram þegar ljóst er að meirihluti landsmanna er á móti aðild að ESB. Vinnureglur ESB gera ráð fyrir að sá sem sækir um aðildi vilji ganga í sambandið. Svo er ekki með íslensku þjóðina og svo hefur ekki verið með þær ríkisstjórnir sem setið hafa.
Umboð núverandi ríkisstjórnar er skýrt
Núverandi ríkisstjórn hefur það á sínum verkefnalista að stöðva viðræður við ESB. Æðstu lýðræðissamkundur flokkanna samþykktu stefnu sem felur það í sér að vera á móti aðild að ESB, stöðva þær viðræður sem voru í gangi og að tryggja að þær verði alls ekki teknar upp að nýju nema að þjóðin verði þá spurð fyrst. Samfylkingin og Vinstri græn vildu ekki spyrja þjóðina áður en þeir flokkar lögðu upp í umsóknarvegferðina sumarið 2009 sem endaði úti í skurði í ársbyrjun 2013.
Það fóru svo fram kosningar síðastliðið vor þar sem núverandi stjórnarflokkar unnu stórsigur. Þeir höfðu á sinni stefnuskrá ofangreind atriði, þ.e. andstöðu við aðild að ESB og stöðvun viðræðna. Það eru því engar forsendur til þess að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um þetta þótt aðildarsinnar reyni að þyrla upp ryki og villa fólki sýn.
Hið eina rétta í stöðunni er að afturkalla umsóknina formlega með samþykkt Alþingis strax og umræðum um skýrslu Hagfræðistofnunar um aðildarviðræðurnar og stöðu ESB er lokið.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nýjustu færslur
- Þjóðaratkvæðagreiðsla – eða inngönguyfirlýsing?
- Þögnin sem breytir pólitískri merkingu
- Tollfríðindi okkar við ESB eru ekki afsprengi EES
- Hagsmunir Íslands eiga að hafa forgang
- Frumvarp Þorgerðar Katrínar um bókun 35 – stærra en Icesave o...
- Hvers vegna ætti Evrópusambandið að refsa Íslandi?
- Lilja Dögg gagnrýnir umræðu um mögulega refsitolla frá ESB
- Kristrún hér er nesti til Brussel!
- Bara upp á punt
- Bara ef við hefðum gengið í sambandið....
- Skynsemin ræður í Noregi
- Bókun 35 - nokkur atriði sem Alþingi ætti að ræða
- Nei, ekki aka út af!
- Stundir sannleikans renna upp
- Grafir
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 45
- Sl. sólarhring: 121
- Sl. viku: 1566
- Frá upphafi: 1213984
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 1443
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 40
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar