Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Höfundur skýrslu um ESB segir óraunsætt að undanþágur fáist
Óraunsætt er að Ísland geti fengið varanlegar undanþágur frá reglum ESB á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar í aðildarviðræðum við sambandið. Þetta segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem sendi nýlega frá sér skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands og ESB.
Gunnar var spurður að því hvort að raunsætt væri að hans mati að Ísland gæti fengið varanlegar undanþágur eða einhvers konar varanlegar sérlausnir frá reglum ESB á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar?
Nei. Þrátt fyrir að tæknilega sé hægt að fá fram varanlegar sérlausnir í aðildarsamningi verður það að teljast mjög ólíklegt að slíkar undanþágur fáist, sérstaklega hvað varðar landbúnað og sjávarútvegsmál. Í því aðildarferli sem Ísland gengur í gegnum er áhersla lögð á aðlögun að reglum sambandsins en ekki á að veita undanþágur, segir Gunnar.
Spurður um umræðuna um mögulegar undanþágur og sérlausnir segir hann að þær undanþágur sem stundum sé vísað til í umræðu um þessi mál séu annað hvort ekki varanlegar, eða til komnar við allt aðrar aðstæður en nú ríki. Eins og fram kemur í skýrslunni hafa engar undanþágur fengist í landbúnaði og sjávarútvegi í fortíðinni og með breyttum áherslum hjá Evrópusambandinu sjálfu verður það að teljast enn ólíklegra en áður að undanþágur fengjust á þeim sviðum.
Ef litið er á þær áherslur sem birtast í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar sem vegvísis um þær sérlausnir sem Ísland hefði farið frammá í sjávarútvegsmálum, ef sá kafli hefði verið opnaður, og þær bornar saman við áherslur Evrópusambandsins ætti að vera ljóst að himin og haf ber á milli, segir Gunnar Haraldsson.
![]() |
Óraunsætt að undanþágur fáist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Hvað hefur Vilhjálmur Bjarnason á móti Sauðkrækingum?
Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í ræðu á Alþingi rétt í þessu að sig óaði við því að fullveldismál þjóðarinnar væru rædd á Sauðárkróki. Hann sagði að sig hefði rekið í rogastans yfir tíufréttum sjónvarps í gærkvöldi yfir því að það væri ein aðalfréttin að Heimssýn væri með fund um fullveldismálin á Sauðárkróki.
Hvað í ósköpunum á þessi þingmaður við?
Hvers konar dónaskapur er þetta í þingmanninum gagnvart Sauðkrækingum, gagnvart Norðlendingum og gagnvart Heimssýn?
Eru fullveldismálin eitthvert einkamál tiltekins hóps? Mega ekki aðrir ræða þau mál en þeir sem eru Vilhjálmi Bjarnasyni þóknanlegir?
Hvað á svona málflutningur eiginlega að þýða?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Efnahagsmálin í ESB
Á næstu árum benda hagvaxtaspár helstu greiningaraðila til að evrusvæðið og Evrópusambandið muni ná að auka hagvöxt sinn. Sú spá sem lýsir mestri bjartsýni er frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sem reiknar með að hagvöxtur á evrusvæðinu verði komin í 1,7% árið 2015 og á sama tíma verði hagvöxtur Evrópusambandsins kominn í 1,9%. Allar stofnanirnar eru sammála um að hagvöxtur á evrusvæðinu verði neikvæður um 0,4% árið 2013 sem verður þá annað árið í röð sem hagvöxtur er neikvæður á þessu svæði. Þessi aukning í hagvexti sem reiknað er með fyrir evrusvæðið er ekki mikill í samanburði við hagvaxtarspár fyrir Bandaríkin. Árið 2013 er reiknað með hagvexti um 1,6-1,7% í Bandaríkjunum og hann talinn verða meiri en 3% árið 2015.
3.1.1.2 Maastricht skilyrðin
Það var ljóst frá upphafi að Evrópusambandið væri ekki hagkvæmt myntsvæði, mælt á hefðbundna mælikvarða þess hugtaks, þar sem efnahagsleg sundurleitni hinna ýmsu ríkja sambandsins væri mikil og hreyfanleiki vinnuafls væri ekki nægur til að jafna efnahagslegt ástand hinna ýmsu landa sambandsins. Á sama tíma var þeirri skoðun haldið á lofti að upptaka sameiginlegrar myntar myndi flýta fyrir efnahagslegum samruna.Við undirbúning á upptöku evrunnar var þó ljóst að þörf var á að samræma efnahagslíf ríkjanna til að lágmarka vandamál sem upp koma ef ástand í efnahagslífi landanna er mjög ólíkt.
3.1.3 Reynslan af evrusamstarfinu
Snemma kom í ljós að mörg lönd Evrópusambandsins ættu erfitt með að halda sig innan Maastricht skilyrðanna, sérstaklega hvað varðaði skuldastöðu og halla á rekstri ríkissjóða, þrátt fyrir samkomulagið um stöðugleika og hagvöxt. Portúgal rauf 3% múrinn árið 2001 og ári seinna voru það Frakkland og Þýskaland sem ekki héldu sig innan þeirra marka. Árið 2003 bættust Holland og Grikkland í hóp þessara ríkja og árið eftir Ítalía.62 Síðan þá hafa fjölmörg ríki bæst í þennan hóp. Einungis fjögur lönd í Evrópusambandinu hafa haldist innan samkomulagsins hvað varðar skuldastöðu og fjárlagahalla ef litið er allt til ársins 1998 en það eru Danmörk, Finnland, Lúxemborg og Svíþjóð. Þá var ljóst að ýmis ríki höfðu gripið til ýmissa bókhaldsaðgerða til að fela eða lækka opinbera skuldastöðu, t.d. með því að styðjast við fjármálagjörninga sem síðan voru ekki skilgreindir sem ríkisskuldir með því að teygja alþjóðlega reikningsskilastaðla til hins ítrasta.
3.1.5 Evrukreppan
Evrukreppan byrjaði á árinu 2009 í kjölfar þeirra umbrota sem urðu á fjármálamörkuðum heimsins sem hófst með gjaldþroti Lehman bankans í Bandaríkjunum. Þessi vandræði eru í raun samspil nokkurra þátta og ber þar hæst skuldavanda einstakra ríkja, bankakreppa og að auki sú staðreynd að hagvöxtur er veikur víða á svæðinu og samkeppnishæfni fer versnandi. Um er að ræða flókna atburði og hér verður stiklað á stóru til að veita yfirlit um það hvernig þessir þættir vinna saman.
Ein afleiðing fjármálakreppunnar var sú að þegar skuldir hins opinbera og einstaklinga hækkuðu komust nokkur lönd á evrusvæðinu í þá aðstöðu að þau áttu erfitt með að fjármagna skuldir sínar eða endursemja um þær. Við þetta bættist að bankar á svæðinu hafa glímt við yfirvofandi lausafjárvanda. Evran átti að leiða til aukins samruna fjármálamarkaða og efnahagslífs á Evrusvæðinu.
Evrukreppan er afleiðing þess að hagkerfi álfunnar eru ólík en auk þess hefur þessi veikleiki aukið vandann af kreppunni. Hér að framan var fjallað um efnahagslega sundurleitni innan Evrópusambandsins. Sundurleitnin á evrusvæðinu lýsir sér meðal annars í því að þrátt fyrir að hin ýmsu lönd svæðisins búi við sömu mynt og sömu peningastjórn eru lánakjör til heimila og fyrirtækja mjög mismunandi eftir löndum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Katrín Júlíusdóttir viðurkennir að Brussel myndi ákveða aflaheimildir við Íslandsstrendur
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, viðurkenndi í ræðu á Alþingi rétt í þessu að vald til þess að ákveða aflaheimildir við Íslandsstrendur myndi flytjast til Brussel ef Ísland gerðist aðili að ESB.
Til hvers er þá verið að halda þessum leik áfram? Samfylkingin hefur áður lýst því yfir að það væri forsenda fyrir því að fara í ESB að Íslendingar héldu yfirráðum sínum yfir Íslandsmiðum. Nú eru þingmenn Samfylkingar búnir að viðurkenna að þetta muni ekki nást fram.
Til hvers er þessi leikur þá gerður af hálfu Samfylkingar og Vinstri grænna? Er þetta allt eintóm hræsni og óheiðarleiki eins og Birgitta Jónsdóttir sagði í umræðum í dag?
Annað merkilegt við ræðu Katrínar er að hún sagðist ekki nenna að ræða við þingmenn um mögulegar undanþágur og sérlausnir: Hún vildi bara klára viðræðurnar.
Þar með vill Katrín færa Ísland nær ESB án þess að þjóðin vilji það. Hún nennir ekki að ræða þetta frekar á Alþingi.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
ESB þorði ekki í viðræður um sjávarútvegsmálin

Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, ritar stórmerkilega grein í Morgunblaðið í dag. Þar rekur hann hvernig nálganir ESB voru varðandi sjávarútvegsmálin. ESB þorði ekki að fara í viðræður um sjávarútvegsmálin. Það þorði ekki að sýna rýniskýrslu um þann málaflokk, vegna þess að þá var viðræðum sjálfhætt er Íslendingar sæju að það væri ófrávíkjanleg krafa að yfirráð fyrir sjávarauðlindum flyttust til Brussel.
Vinstrivaktin fjallar einnig ítarlega um þetta.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Við hvað var Steingrímur hræddur?
![]() |
Við hvað eru menn hræddir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Unnur Brá segir engar varanlegar undanþágur í sjávarútvegsmálum

Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, rakti í ræðu sinni á þingi í morgun ítarlega hvernig háttað hefur verið undanþágum og sérlausnum í samskiptum ESB og aðildarríkjanna. Fram kom hjá Unni að ESB hefði ekki veitt neinar varanlegar undanþágur í sjávarútvegsmálum og landbúnaðarmálum.
Varðandi tímabundnar undanþágur sagði Unnur Brá að ESB hefði í valdi sínu að láta þær falla undir regluverk að undanþágutímabili liðnu.
Varðandi sérstakar breytingar á reglum ESB í þágu einstakra ríkja bandalagsins sagði Unnur að þar væri um að ræða málaflokka sem væru þess eðlis að þar væri t.d. um að ræða tímabundnar aðgerðir til að halda byggð á svæðum en aldrei um stóra og veigamikla málaflokka eins og sjávarútvegsmál.
Lesendur eru hvattir til þess að lesa ræðu Unnar Brár þegar hún birtist á vef Alþingis því þar var um mjög greinargott yfirlit að ræða um undanþágur og sérlausnir.
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Birgitta sakar Samfylkinguna um hræsni
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sakaði Samfylkinguna og Bjarta framtíð um hræsni í afstöðunni til aðildarviðræðna. Birgita sagði það bæði furðulegt og fáránlegt að vera að krefjast þess að viðræðum verði haldið áfram þegar ljóst væri að báðir stjórnarflokkarnir væru á móti því og á móti aðild að ESB.
Birgitta sagði að löng umræða um skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB-málin væri tímasóun. Hreinlegast og heiðarlegast væri að hætta formlega viðræðum og beita kröftunum að öðrum og uppbyggilegri málum.
Birgitta gagnrýndi Samfylkinguna og Vinstri græna jafnframt harðlega fyrir að hafa ekki farið í þjóðaratkvæðagreiðslu um upphaf viðræðna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. febrúar 2014
Fölsk umsókn Samfylkingar
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 19. febrúar 2014
Bjarni Benediktsson segir undanþágur tímabundnar
Sumar undanþágur, til dæmis undanþága Möltu eru byggðar á afleiddri löggjöf sambandsins. Þetta þýðir að sambandið getur síðar breytt viðkomandi löggjöf með meirihlutaákvörðun.
![]() |
Enn tekist á um undanþágur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Grafir
- Við bönnum hana bara
- Öryggistal út í bláinn
- Kaja og öryggið
- Skáldleg ádrepa
- Evran hefur ekki staðist væntingar Ísland með forskot
- Hagfræðiprófessor telur umræðu um ávinninginn af evru og ESB-...
- Af hverju er verið að fegra EES-samninginn?
- <h2>Af hverju er samkeppnin við Kína orðin erfiðari en nokkru...
- Framsókn hafnar nýjum aðildarviðræðum að ESB
- "Öryggi Íslands yrði engu betur borgið innan ESB"
- í örstuttu máli
- Þung rök gegn óráðshjali
- Evrópusambandið læknar öll sár
- Eilífðarmálið og aðalmálið
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 44
- Sl. sólarhring: 409
- Sl. viku: 2063
- Frá upphafi: 1210002
Annað
- Innlit í dag: 41
- Innlit sl. viku: 1871
- Gestir í dag: 41
- IP-tölur í dag: 41
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar