Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014

Efnahagslegt misvægi í ESB

Efnahagslegt misvægi í ESB er mun meira en í Bandaríkjunum. Efnahagslegt misvægi í ESB er einnig miklu meira en evrusmiðirir lofuðu þegar mynsamstarfið var tekið upp.

Það er fjallað um þetta í ESB-skýrslu Hagfræðistofnunar. Þar segir á síðu 71 í meginhluta skýrslunnar:

Það er áhugavert að reyna að slá einhverju nákvæmara máli á efnahagslega sundurleitni innan Evrópusambandsins og setja hana í samband við efnahagslegt misvægi milli fylkja í Bandaríkjunum, sem einnig er stórt, öflugt sambandsríki með sameiginlegan innri markað.

Ein aðferð til að meta breytileika í gögnum er að skoða dreifni ólíkra hagstærða. Ef borin er saman dreifni í vergri landsframleiðslu, vergri landsframleiðslu á mann og hagvexti sést glöggt að breytileiki milli landa í Evrópusambandinu er meiri en breytileiki milli fylkja í Bandaríkjunum hvað varðar allar þessar hagstærðir. Þessi niðurstaða endurspeglar mikinn mun í hagþróun og efnahagsstigi milli hinna fátæku og ríku þjóða í Evrópusambandinu. 

 


Bjarni Benediktsson afdráttarlaus um ESB

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, er hér afdráttarlaus um ESB-málin í viðtali við mbl.is:
 

Þá segir hann skýrsluna sýna skýrt að ekki sé um eiginlegar samningarviðræður að ræða því sambandið gangi út frá þeirri forsendu að þeir sem sæki um vilji fara inn í ESB og hann bendir jafnframt á að lítill stuðningur sé við slíkt samkvæmt skoðanakönnunum.

Alþingiskosningarnar í vor hafi ennfremur undirstrikað vilja fólks í þeim efnum með því að kjósa Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk sem séu andsnúnir aðild og því sé skýrslan ekki líkleg til að breyta neinu um afstöðu ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræðurnar. 

mbl.is Tíðindi í hagfræðilegri úttekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-skýrslan: Hrikalegur lýðræðishalli í ESB

Í viðauka með skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB er fjallað sérstaklega um hinn mikla lýðræðshalla sem einkennir ESB og stofnanir þess og undirstrikað að hann sé alveg sérstakt vandamál.
 
Viðaukinn er skrifaður af  Dr. Maximilian Conrad, lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, og er á ensku. Þar segir hann m.a. (í lauslegri þýðingu): Það eru ekki neinar ýkjur að segja að samband lýðræðis og ESB er sérstakt vandamál (It is no exaggeration that the relationship between democracy and the EU can be described as problematic.)
 
Í þessari um það bil 30 síðna skýrslu er nánst minnst á lýðræðishallann á hverri síðu, enda hefur hann verið alveg sérstakt viðfangsefni stofnana ESB. Nægir að minna á þær ESB-kosningar sem framudan eru, en þar hafa forystumenn ESB af því nokkrar áhyggjur að þátttakan verði vart meira en 20-30 prósent.
 
Sem dæmi um lýðræðishalla má nefna starfsemi Seðlabanka Evrópu. Þar eru ekki fundargerðir birtar um vaxtaákvarðanir eins og gert er í Bretlandi, Svíþjóð, hér á landi og víðar.
 
Innsæi almennings og kjörinna fulltrúa með því sem er að gerast í Seðlabanka Evrópu er afar lítið. Samt aukast völd Seðlabanka Evrópu, fyrst og fremst vegna þess að hann tekur sér þau sjálfur.
 
Þannig er nú lýðræðið í ESB.
 


RUV birtir ESB-skýrsluna: Brotalamir á myntsamstarfi og vaxtamunur mikill

Á vef Ríkisútvarpsins er búið að birta hluta af skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB og leggja út frá því. Þar kemur fram að efnahags- og myntsamstarf ESB hefur verið meingallað, sundurleitni vaxið meðal evruríkjanna sérstaklega varðandi ríkisfjármál og atvinnu. Þá sé mikill munur á vöxtum á svæðinu.
 
Þetta kemur fram í því sem RUV birti úr skýrslu Hagfræðistofnunar um ESB.
 
Í tilvitnun RUV kemur m.a. fram:
 
 

Hagvaxtarspár sem ná til allra næstu ára gera ráð fyrir að hagvöxtur í Evrópusambandinu muni verða minni en í Bandaríkjunum. Hagvaxtarþróun einstakra landa innan sambandsins getur þó orðið mjög ólík. Verðbólga er mismikil í löndum Evrópusambandsins og jafnvel innan evrusvæðisins, þrátt fyrir sameiginlegan markað og mynt. Á undanförnum árum hefur hins vegar dregið töluvert úr sundurleitni verðbólgu innan Evrópusambandsins. Þau lönd sem glímdu við háa verðbólgu fyrir inngöngu í Evrópusambandið gerðu það í nokkurn tíma eftir inngöngu en síðan virðist sem verðbólga hafi leitað í jafnvægi á svæðinu. Flestar spár benda til að mismunur í verðbólgu hinna ýmsu aðildarríkja Evrópusambandsins muni fara minnkandi með tímanum.

   Enn fremur segir þar: 

Löndum Evrópusambandsins hefur gengið misjafnlega að uppfylla markmið Maastricht skilyrðnanna um afgang af rekstri og skuldir hins opinbera sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Hefur hlutfall landa sem ná ekki markmiðunum hækkað undanfarin ár. Það endurspeglar verri stöðu hins opinbera bæði á evrusvæðinu og í Evrópusambandinu. Evrukreppan leiddi í ljós ýmsar brotalamir í sameiginlega myntkerfinu. Sundurleitni í efnahag evrusvæðisins, sérstaklega þegar litið er til stöðu ríkisfjármála einstakra ríkja, hefur valdið vandræðum. Seðlabanki Evrópu tók að sér ný hlutverk til hliðar við það meginmarkmið bankans að stuðla að stöðugu verðlagi. Má þar nefna þátttöku í kostnaðarsömum björgunaraðgerðum til ríkja sem standa höllum fæti sem og inngrip á fjármálamörkuðum.

 Greint er sérstaklega frá miklum mun á vöxtum á svæðinu: 

 Þrátt fyrir sameiginlega mynt er talsverður munur á vöxtum milli landa á evrusvæðinu. Gildir það bæði hvað varðar fólk og fyrirtæki, innláns- og útlánsvexti. Mikill munur er á atvinnuleysi milli svæða í Evrópusambandinu. Þrátt fyrir sameiginlegan vinnumarkað virðist sem tiltölulega lítið sé um búferlaflutninga milli landa sambandsins og því dregur hægt úr þessum mun. Þá hafa komið í ljós vandamál sem snerta starfsumhverfi fyrirtækja. Fram undir síðustu aldamót minnkaði munur í framleiðni milli Evrópulanda og Bandaríkjanna en rétt fyrir síðustu aldamót tók hann að vaxa aftur. Þegar fjármálakreppan reið yfir heiminn hélt framleiðni áfram að vaxa í Bandaríkjunum meðan hún minnkaði í Evrópu.

Um sjávarútveginn segir: 

Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins ber mark sitt af þeim vandamálum sem sjávarútvegur í aðildarlöndunum hefur átt við að glíma. Þau vandamál eru nokkuð annars eðlis en þau sem við þekkjum hér á landi. Helstu viðfangsefnin í sjávarútvegi Evrópusambandslandanna hafa snúist um ofveiði, offjárfestingar í skipum og slæma afkomu í greininni. Við síðustu breytingar á sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni voru aðildarþjóðum sambandsins gefnar frjálsari hendur en áður hvað varðar að ákveða hvernig markmiðum fiskveiðistjórnunar sambandsins yrði náð. Markmiðin sjálf og þar með taldar ákvarðanir um heildarafla verða þó áfram í höndum Evrópusambandsins.

 


Kynningarátak Nei við ESB um hvað í umsókn felst

Eins og fram kemur þessari frétt er herferð framundan hjá Nei við ESB til að kynna það sem felst í umsókn að ESB. 

 

Samtökin NEI við ESB ráðast nú í upplýsinga- og kynningarátak um hvað felst í umsókn að ESB og því framsali á lýðræðisrétti og fullveldi þjóðarinnar sem aðild að sambandinu hefur í för með sér. Fyrir utan framsal á löggjafarvaldi og dómsvaldi snertir aðildin að ESB ekki hvað síst forræði okkar á náttúruauðlindum, sjávarútvegi, fiskimiðum, landbúnaði og matvælavinnslu í landinu. Sóknarfærin eru fólgin í sjálfstæðum samskiptum við aðrar þjóðir.

Fyrstu baráttufundir eru:

Á Sauðárkróki, Kaffi Krók, miðvikudaginn 19. febrúar, kl.20:30.

Á Blönduósi, Pottinum og Pönnunni, fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 20:30.

Ávörp flytja: Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður og formaður Heimssýnar; Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Heimssýnar; Halldóra Hjaltadóttir, formaður Ísafoldar; Erna Bjarnadóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands; Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Sauðárkróki; Sigríður Ólafsdóttir, bóndi og ráðunautur, Víðidals­tungu; Guðrún Lárusdóttir, bóndi Keldudal, formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga; og Gísli Árnason, framhaldsskólakennari, Sauðárkróki.

Fundarstjórar: Agnar Gunnarsson bóndi, Miklabæ, og Björn Magnússon, bóndi, Hólabaki. 


mbl.is Ráðast í kynningarátak á því hvað felst í umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar varanlegar undanþágur í sjávarútvegsmálum

Eins og fram kom í þessari frétt á mbl.is í mars í fyrra hefur ekkert ríki fengið varanlega undanþágu í sjávarútvegsmálum. Það kom m.a. fram í riti Stefáns Más Stefánssonar, lagaprófessors og sérfræðings í Evrópurétti, Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins frá 2011.

Í fréttinni segir enn fremur:  

Einungis hafa verið veittar tímabundnar undanþágur. Hins vegar hefur í ákveðnum tilfellum verið boðið upp á sérlausnir í sjávarútvegsmálum sem fela þó ekki í sér undanþágur frá yfirstjórn Evrópusambandsins heldur einungis breytta stjórnsýslu til þess að koma að ákveðnu marki til móts við aðstæður einstakra ríkja innan ramma regluverks sambandsins. 


mbl.is Fást varanlegar undanþágur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stofna sambandsríki til að bjarga evrunni

Dómsmálastjóri ESB vill að sambandið þróist yfir í sambandsríki til að hægt sé að bjarga evrunni.
 
Þetta er eins og ýkt útgáfa af koníaksaðferð Monnet.
 
Það var ákveðið að fara af stað með evruna þótt ótal margir hagfræðingar og aðrir sérfræðingar segðu að sameiginlegur gjaldmiðill hentaði ekki svo ólíku efnahagssvæði. Þeir vissu að þegar evran væri komin í notkun yrði ekki aftur snúið og að eina leiðin gæti verið að halda áfram með samrunaþróunina, stofna sambandsríki, taka ríkisfjármál einstakra ríkja undir hina sameiginlegu ESB-stjórn og stofna bankabandalag. 
 
Sambandsríkið á að vera leiðin til að bjarga evrunni og koma ESB út úr ógöngunum. Það er hins vegar langt í að það geti orðið að veruleika.

mbl.is Evrusvæðið verði sambandsríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabanki Evrópu á að vera ósnertanlegur

Seðlabankastjóri í Austurríki segir að Þjóðverjar eigi ekki að vera að skipta sér af því þótt Seðlabanki Evrópu áformi gríðarleg skuldabréfakaup sem getur haft víðtækar afleiðingar í Evrópu til lengri tíma litið.
 
Þetta er dæmi um hinn mikla lýðræðishalla sem er að verða æ meiri í Evrópu. Stofnanir ESB taka sér æ meiri völd og lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðríkjanna eða stofnanir þjóðríkjanna eiga ekkert að vera að skipta sér af eða hafa skoðanir. 
 
Þannig er þróunin í ESB.

mbl.is Gagnrýnir stjórnlagadómstólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættuleg verðhjöðnun á Spáni

Það átta sig ekki allir á því að of lítil verðbólga getur verið stórlega varasöm því ef hún er of lítil er það til marks um að allt of lítill gangur er í efnahagslífinu með tilheyrandi hættu á vaxandi atvinnuleysi. Spánverjar eru nú að glíma við þetta ástand: verðhjöðnun, atvinnuleysi og skuldabasl.

Fram kemur í meðfylgjandi frétt að verðbólga á Spáni mældist 0,2% síðustu 12 mánuði. Þetta þýðir í raun að það er stórhættuleg verðhjöðnun í gangi á Spáni vegna þess að mæld verðbólga er ekki nema nálgun á raunverulegar verðbreytingar. Neytendur leita alltaf að hagstæðustu verðum og því er raunveruleg verðbólga miðað við raunverulega neyslu allra um það bil hálfu prósenti minni en mælingar sýna vegna þess að verðkannanir ná ekki að elta raunverulega neyslu. Niðurstöður rannsókna hafa ítrekað sýnt þetta.

Miðað við þetta hefur verðhjöðnun verið í gangi á Spáni síðasta árið. Hið mikla og viðvarandi atvinnuleysi er svo í takt við það.

 

 


mbl.is Verðbólga ekki minni í 50 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðild Íslands að fríverslunarsamningi Bandaríkjanna og ESB

Miðað við þessa frétt er ekkert því til fyrirstöðu að Ísland fái aðild að fríverslunarsamningi þeim sem unnið er að á vegum Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.
 
Það skyldi þó ekki verða svo að Richard North muni hafa rétt fyrir sér um að vægi ESB- og EES-samninga muni smám saman minnka að vægi og að víðtækari alþjóðlegir fríverslunarsamningar verði það sem kemur til með að skipta sköpum í framtíðinni.
 
Alltént fær þessi frétt bloggara til að leiða hugann að erindi Norths hér um daginn. 

mbl.is Fleiri fái aðild að samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 241
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 2272
  • Frá upphafi: 1210500

Annað

  • Innlit í dag: 219
  • Innlit sl. viku: 2044
  • Gestir í dag: 206
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband