Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Hagkerfi evrusvæðisins enn í frosti

Verðbólgan er við hættustig á evrusvæðinu. Mæld verðbólga er 0,5% sem merkir að verðhjöðnun er í gangi á ýmsum svæðum og sviðum. Mæld verðbólga er að jafnaði talsvert hærri en raunveruleg verðbólga. Þetta merkir að allt of lítill gangur er í efnahgslífinu á evrusvæðinu og ekki líklegt að atvinna muni aukast verulega í bráð. Síðustu fréttir herma að atvinnuleysi sé að meðaltali rétt rúmlega 12% á evrusvæðinu - en nálægt 30% í Grikklandi og á Spáni og um 50% á vissum svæðum og meðal ungs fólks í þessum löndum. 
mbl.is Verðbólgan ekki lægri í fjögur ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir aukast hröðum skrefum í evrulandinu Frakklandi

Ekki er ástandið að skána í Frakklandi. Skuldir hins opinbera aukast enn og er nú 93,5% í lok síðasta árs en var 90,6 í lok árs 2012. Evruvandræðin eiga hér hlut að máli.
mbl.is Skuldir franska ríkisins aukast enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórarinn Einarsson: Krafan um að þjóðin eigi að ákvarða framhaldið er brella

ThorarinnEinarsson
Skrif Þórarins Einarssonar á netinu í gær hafa vakið talsverða athygli. Hann mætti á Austurvöll í gær og segir að margir sem þar voru hafi látið plata sig. Hann segir kveikjuna að þessum mótmælum vera gremju og örvæntingu aðildarsinna yfir því að það eigi að draga aðildarumsóknina til baka. Krafan um að þjóðin eigi að ákvarða framhaldið hafi verið brella til þess að útvega meira fallbyssufóður í mótmælin.
 
Pistill Þórarins, sem við höfum fengið leyfi til að birta, er svohljóðandi:

,,Ég mætti á Austurvöll í dag. Auðvitað samt ekki til að mótmæla heldur bara til að "skoða". Maður læddist þarna um eins og einhver 'Hannes Hólmsteinn' að tékka á fólkinu sem mætti. Eins og mér þykir nú almennt ánægjulegt að sjá fólk sameinast og standa á kröfum sínum, þá hef ég enga samúð með þessum málstað og þykir leitt að sjá hvernig margir hafa látið draga sig á Austurvöll á fölskum forsendum.
 
Kveikjan að þessum mótmælum er sú gremja og örvænting aðildarsinna að það eigi að draga aðildarumsóknina til baka. Krafan um að þjóðin eigi að ákvarða framhaldið var brella til þess að útvega meira fallbyssufóður í mótmælin. Áður var búið að draga stóran hlut óákveðna yfir til aðildarsinna með því að dáleiða það í trú á að það yrði að kíkja í einhvern pakka til þess að geta tekið afstöðu ('The Mystery Box Dumb Ass Trap').
 
Aðildarsinnar eru búnir að blekkja miklu fleiri en núverandi stjórnarflokkar hafa verið sakaðir um. Ennfremur tókst þeim að hindra þjóðaratkvæði um aðildarumsóknina sjálfa og ítrekað um áframhaldandi aðildarviðræður á síðasta kjörtímabili. Þá tókst þeim að hindra að þjóðin fengi að kjósa um fullveldisákvæðið í nýju stjórnarskránni. En sem betur fór, mistókst þeim að láta þjóðina borga Icesave og hindra þjóðaratkvæði um þá deilu. Það er þó fyrst nú að aðildarsinnarnir heimta lýðræðið - þegar ný ríkisstjórn er tekin við og ætlar að draga umsóknina til baka með sömu aðferð og hún var upphaflega send til Brussel, þ.e. með einföldum þingmeirihluta.
 
Aðildarsinnar eru búnir að pissa á lýðræðið í fimm ár en kalla nú andstæðinga sína andlýðræðissinna fyrir að styðja ekki kröfu þeirra nú um þjóðaratkvæði sem þeir voru þó sjálfir búnir að hafna ítrekað í tíð síðustu stjórnar. Ég vorkenni aðildarsinnum ekki neitt í þessari stöðu, en hef nokkra samúð með þeim sem voru hafðir að fíflum í blekkingarherferð aðildarsinna undanfarin ár. Megi þeir ranka við sér sem fyrst."
(Greinarskil Heimssýnar) 

Halldór Ármannsson: ESB og sjávarútvegur á Íslandi

HalldorArmannssonMynd

Halldór Ármannsson, formaður Landssambands smábátaeigenda á Íslandi, flutti áhugavert erindi á ráðstefnu Nei við ESB um síðustu helgi. Hann greindi í upphafi frá því að hann hefði svo sem enga fyrirfram mótaða skoðun og að hann hefði notað tækifærið þegar skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands kom út til þess að skoða málið gaumgæfilega.

Halldór rakti í erindi sínu nokkur mikilvæg atriði með hliðsjón af skýrslu Hagfræðistofnunar og setti fram fjölmörg efnisatriði sem máli skipta. Við höfum fengið leyfi Halldórs til þess að birta þessi efnisatriði og viljum hvetja lesendur til þess að skoða þau vegna þess að þau segja mikla sögu um þróun og stöðu mála. 

• Í heildina séð er sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB samkvæmt skýrslunum. Þá séu núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti, frelsi til að veita þjónustu og frjálsum fjármagnsflutningum ásamt stjórn á sameiginlegum fiskistofnum ekki í samræmi við réttarreglur ESB. 

• Sjávarútvegsstjórinn boðaði refsiaðgerðir í lok árs 2010 í kjölfar þess að samningaviðræður höfðu engan árangur borið.

• Margir viðmælendur skýrsluhöfunda telja að Evrópusambandið hafi viljað setja opnunarviðmið vegna sjávarútvegskaflans sem fram kæmi í rýniskýrslu.

Menn þorðu ekki að „kíkja í pakkann“

• Eins og kemur fram í skýrslunni þá hafa nokkrir kaflar ekki verið opnaðir ennþá og þar á meðal er kaflinn um sjávarútveg. Það hefur legið fyrir nokkuð lengi að það þyrfti að opna þessa kafla til þess að hægt yrði að „kíkja í pakkann“ eins og margir orða það en aldrei hefur komið að þeim tímapunkti að það væri gerlegt.

• Sé miðað við opnunarviðmið sem lögð voru fram vegna kafla um landbúnað og dreifbýlisþróun má ætla að slíkt hefði kallað á gerð tímasettrar aðgerðaráætlunar Íslendinga um hvernig og hvenær þeir hygðust aðlagast löggjöf og stefnu Evrópusambandsins.

Ísland gat ekki komið með áætlun um aðlögun að stefnu ESB í sjávarútvegsmálum 

• Óvíst er hvað það hefði haft í för með sér ef slíkt opnunarviðmið hefði verið sett fram, en ef haft er í huga hve ólíkar áherslur eru í stefnu Íslands og Evrópusambandsins er vandséð hvernig Ísland hefði getað komið með áætlun um aðlögun að stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum.

• Þá má nefna að í meirihlutaáliti utanríkismálanefndar Alþingis er sérstaklega fjallað um mikilvægi þess að halda þeim möguleika opnum að Íslendingar haldi áfram að veiða hvali.

Engar undanþágur vegna hvalveiða 

• Hjá Evrópusambandinu falla hvalveiðar undir kaflann um umhverfismál. Í ljósi þess að mikil andstaða er við hvalveiðar í Evrópusambandinu og að þýska þingið ályktaði sérstaklega að sett skyldi það skilyrði fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu að Íslendingar hættu að veiða hvali, er ljóst að litlar líkur eru til að hægt hefði verið að semja um undanþágur frá hvalveiðibanni.

• Mitt mat á þeirri stöðu er að heildstæð stefna í sjávarútvegsmálum hefur ekki legið fyrir hérna á Íslandi, vegna afstöðu stjórnvalda til þess hvernig haldið skuli á málum í þessum efnum. Það hafa verið lögð fram frumvörp á alþingi sem að ekki hafa náð fram að ganga og því er stefna stjórnvalda varðandi fiskveiðar við Ísland, í lausu lofti til lengri tíma litið.

• Líkt og ítarlega er fjallað um í Viðauka III eru heimildir Evrópusambandsins til að setja löggjöf í sjávarútvegmálum mjög víðtækar og fer sambandið með óskipt vald yfir varðveislu auðlinda í sameiginlegri fiskveiðistefnu. Varðveisla nær ekki einungis yfir reglur um leyfilegan hámarksafla og tæknilegar verndarráðstafanir, heldur til stjórnunar í víðari skilningi, s.s. til markaðsmála og skiptingu kvóta milli aðildarríkja.

ESB tæki yfir gerð þjóðréttarlegra samninga 

• Þá er ljóst að Evrópusambandið hefur eitt vald til að vera í fyrirsvari og gera þjóðréttarlega samninga við ríki utan sambandsins er snerta fiskveiðar, sem og aðra samninga er varða alþjóðleg hafsvæði.

• Reynsla af inngöngu annarra þjóða sýnir að erfiðlega hefur gengið að fá varanlegar undanþágur frá sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Hins vegar hafa fengist tímabundnar undanþágur.

• Hugsanlega væri hægt að hugsa sér að Ísland yrði skilgreint sem sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði innan sameiginlegrar fiskveiðistjórnunarstefnu Evrópusambandsins, en hvaða þýðingu það hefði fyrir stjórn fiskveiða hér við land er óljóst, m.a. vegna þess að stjórnunin sjálf væri þá háð Evrópureglum. Eftir stendur að þau lönd sem sækja um aðild að Evrópusambandinu gangast undir hina sameiginlegu fiskveiðistefnu og allar breytingar á henni í framtíðinni verða einungis ákveðnar á vettvangi sambandsins.

• Almennt má segja að stækkunarferlið sem Ísland gekk inn í einkennist af auknum skilyrðum fyrir inngöngu, sé miðað við það sem áður tíðkaðist. Þrátt fyrir bjartsýni um annað virðist hafa verið lítil ástæða til að ætla að Ísland fengi aðra meðferð í umsóknarferli en þau önnur lönd sem voru að sækja um aðild á sama tíma. Þegar hlé var gert á viðræðum við Evrópusambandið höfðu 27 kaflar verið opnaðir og 11 þeirra lokað til bráðabirgða. Þá höfðu 6 kaflar ekki enn verið opnaðir en samningsafstaða lá fyrir í tveimur þeirra, þ.e. kafla um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði og kafla um dóms- og innanríkismál.

• Samningsafstaða lá ekki fyrir í fjórum köflum, þ.e. landbúnaðarkafla, sjávarútvegskafla, kafla um frjálsa fjármagnsflutninga og kafla um staðfesturétt og þjónustufrelsi. Það verður að teljast óheppilegt við mat á stöðu viðræðnanna nú að ekki tókst að opna þessa kafla.

ESB hefur vald til að setja lög í fiskveiðimálum 

• Stofnanir Evrópusambandsins hafa vald til þess að setja afleidda löggjöf í fiskimálum sambandsins í mjög víðtækum mæli. Þá fer Evrópusambandið eitt með óskiptar valdheimildir yfir varðveislu auðlinda í sameiginlegu fiskveiðistefnu sambandsins.

Hefðum ekki fengið að veiða makríl í ESB 

• Þá er enn ósamið á milli ESB og Íslands um deilingu makrílstofnsins og óljóst hvernig hægt verður að ná samkomulagi þar um. Þar tel ég að við séum í betri stöðu vegna þeirrar sérstöðu sem að við erum í að makríllinn er að ganga í meira mæli inní okkar lögsögu og skapa þannig meiri gjaldeyristekjur fyrir okkur með auknum veiðum okkar á honum. Ef við hefðum verið komin inn í Evrópusambandið áður en makríllinn hefði verið farinn að ganga í þessu magni inn í okkar lögsögu þá værum við ekki að horfa á Íslensk skip veiða makrílinn fyrir framan bæjardyrnar hjá okkur. Þá stæðum við frammi fyrir því að vera með örlítið brot af þeim veiðiheimildum sem að við getum þó veitt í dag. Þar værum við smábátasjómenn í þeirri stöðu að þurfa að horfa á þennan fisk synda með ströndum landsins og sópa í sig æti og gætum ekkert gert í þeim efnum til þess að reyna að veiða þennan fisk.

• Orðin varðveisla auðlinda eru skýrð vítt og ná ekki aðeins til reglna um leyfilegan hámarksafla og tæknilegar verndarráðstafanir heldur einnig til reglna um markaðsmál og skiptingu kvóta milli aðildarríkjanna og fleiri atriða. Af því leiðir að aðildarríkin fara ekki með sjálfstætt vald á þessu sviði og nálægðarreglan gildir ekki.

• Samkvæmt ákvæðum sambandsréttarins hefur sambandið eitt vald til að vera í fyrirsvari og gera þjóðréttarsamninga við ríki utan þess, hvort sem um er að ræða rétt aðildarríkja sambandsins til fiskveiða í lögsögu þriðju ríkja eða rétt þriðju ríkja til veiða í lögsögu sambandsins.

• Þessu til viðbótar fer sambandið með vald til að gera samninga um alþjóðleg hafsvæði. Aðildarríkin fara almennt ekki með umræddar heimildir eftir inngöngu í sambandið.

Engar varanlegar undanþágur 

• Skoðun nokkurra helstu aðildarsamninga leiðir í ljós að nýjum aðildarríkjum hefur ekki tekist að fá varanlegar undanþágur frá hinni sameiginlegu stefnu Evrópusambandsins í fiskimálum þrátt fyrir tilraunir í þá átt.

• Sú staðreynd að stofnunum sambandsins hefur verið falið víðtækt vald til lagasetningar á tilteknu sviði útilokar að jafnaði vald aðildarríkjanna að sama skapi. Það leiðir því af almennum reglum sambandsréttar að lagasetningarvald um sjávarútveg er hjá sambandinu en ekki aðildarríkjunum en telja verður að þau hafi afsalað sér rétti til að setja reglur á þessu sviði, a.m.k. í öllum aðalatriðum. Varðveisla líffræðilegra auðlinda fellur undir óskiptar valdheimildir ESB. Orðasambandið, varðveisla líffræðilegra auðlinda er hins vegar túlkað vítt og nær t.d. til reglna um leyfilega hámarksafla, tæknilegra verndarráðstafana og skiptingu kvóta milli aðildarríkjanna.

Allir við sama borð og ESB ræður í sjávarútvegsmálum

• Ástæðan er einfaldlega sú að öll aðildarríkin eiga að mati Evrópusambandsins að sitja við sama borð. Með öðrum orðum eiga leikreglurnar að vera þær sömu fyrir þau öll. Það á auðvitað alveg sérstaklega við um málaflokka þar sem tekin hefur verið upp sameiginleg stefna og sambandið fer að verulegu leyti eitt með vald eins og í landbúnaðar- og fiskveiðimálum.

• Niðurstaða: Umræddur málaflokkur er í aðalatriðum á valdi ESB.


Þýskir menntamenn missa trúna á ESB

Vaxandi vantrú virðist vera að grafa um sig hjá ýmsum hópum í Þýskalandi á að ESB sé á réttri leið. Jafnframt eykst andstaðan við ESB meðal bæði hægrimanna og vinstrimanna í Evrópu. Hægrimenn telja að reglugerðarfargan ESB dragi úr samkeppnishæfni í álfunni á meðan vinstrimenn telja að ESB þvingi eins konar nýfrjálshyggju upp á íbúana, svona álíka og AGS er sagt hafa komið til framkvæmda í Suður-Ameríku.
 
Þetta segir Hans Kundnani í grein á vefnum EUobserver. Hans þessi er framkvæmdastjóri rannsókna í stofnun sem ber heitið European Council on Foreign Relations.
 
Í greininni lýsir hann þeim vanda sem ESB á í og andstöðu við aðgerðir sambandsins í ýmsum aðildarlöndum, allt frá Finnlandi til Grikklands. Þungamiðjan í umfjölluninni er óánægjan sem fer vaxandi meðal ýmissa hópa í Þýskalandi vegna þeirrar þróunar sem á sér stað í ESB. Sérstaka athygli vekur að ýmsir sem eru framarlega meðal fræði- og menntamanna í Þýskalandi, en sú stétt var helsta hreyfiaflið á bak við stofnun og þróun ESB, er að gerast afhuga þeirri vegferð. Það er einkum vegna þess að sambandið hefur vikið frá þeirri meginreglu sem var sett um að skattgreiðendur í einu landi ættu ekki að borga brúsann ef annað land lenti í efnahagslegum ógöngum. Þýskir fræðimenn telja margir að með yfirlýsingu Mario Draghi, aðalstjóra Seðlabanka Evrópu, um að evrunni verði bjargað, hvað sem það kostar, sé vikið frá þeim meginsjónarmiðum sem lágu til grundvallar stofnun ESB að hvert og eitt ríki yrði að fylgja viðmiðum um góðan rekstur og litla skuldasöfnun og að ríkin yrðu að standa á eigin fótum. Víst er að skattgreiðendur í Finnlandi, Þýskalandi og víðar, eru orðnir þreyttir á því nú þegar að bera byrðar annarra.
 


Samfylkingin rauf friðinn

Það var Samfylkingin sem rauf samfélagsfriðinn með því að keyra í gegn umsókn um aðild að ESB sumarið 2009 án þess að spyrja þjóðina álits fyrst - og án þess að meirihlutafylgi væri fyrir aðild í ríkisstjórninni, á Alþingi eða meðal þjóðarinnar.  Með því að afturkalla umsókn um aðild að ESB mun núverandi ríkisstjórn leiðrétta friðrof Samfylkingarinnar.

Evrópustofa og ESB halda áfram að dæla út peningum og áróðri

ESB veitir talsverðum fjármunum í upplýsingastríðið um ESB á Íslandi. Sambandið er með skrifstofu sem er á við stærstu sendiráð og hefur auk þess veitt hundruðum milljóna króna í áróðursstríð fyrir því að Ísland gerist aðili að ESB.

Jón Valur Jensson fjallar um þetta í nýlegum pistli á Fullveldisvaktinni. Hann segir:

 

Fjárhagur Evrópustofu margfaldur á við það sem sagt var í upphafi?! Styrkir hennar (ætlaðir til áróðurs) fara víða til að hafa áhrif á hugi manna!

Halldóra Hjaltadóttir stjórnmálafr.nemi og Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ, voru í viðtali á Útvarpi Sögu þennan mánudag. Þar kom fram, að "Evrópustofa" fær árlega (til brúks og dreifingar) 700.000 evrur. Þetta eru 109.942.000 kr. m.v. núv. gengi. Samt var í upphafi talað um, að Evrópustofa fengi í heild 230 millj. kr. En 110 millj. á hverju ári eru strax á 3. ári komnar fram úr þeirri upphæð!

Hér virðist ausið inn ómældu magni af áróðurs- og upphitunarfé úr sjóðum Evrópusambandsins, í miklu meiri mæli en menn töldu í upphafi. Takið eftir, að þar er ekki verið að ræða um IPA-styrki, aðeins fjárhagsveldi "Evrópustofu"!

Halldóra nefndi, að ungir jafnaðarmenn, ungir framsóknarmenn, ungmennafélög, stúdentaráð, skátarnir, tvær kirkjur o.fl. aðilar hefðu fengið styrki frá Evrópustofu!

Það er greinilegt, að allar leiðir eru reyndar til að kaupa sig inn á Íslendinga, og lík var einmitt reynsla fleiri þjóða sem hurfu inn í þetta stórveldi, oft á naumum meirihluta atkvæða í lokin, og þegar svo sumar þjóðirnar sáu sig um hönd eftir á (eins og Svíar), þá var ekki hægt að snúa til baka!

Þá er rétt, að fram komi, að hin sama "Evrópustofa" (= Evrópusambands-áróðursstofa) sendi fyrir skemmstu starfsmenn sína í vinnustaðaheimsókn í Samherja, til að kynna Evrópusambandið og nýja sjávarútvegsstefnu þess (sem hefur þó alls ekki verið samþykkt!) fyrir starfsfólki fyrirtækisins í Reykjavík. Ennfremur er Evrópustofa með "námskeið" fyrir meðlimi ASÍ og BSRB um ESB í samstarfi við Félagsmálaskólann, og ber það heitið "Hvernig starfar ESB?"

Allt er greinilega reynt til að útbreiða áróður til að mýkja veikgeðja Íslendinga til að gleypa við flugum ESB, en áður höfðu sendiherrar ESB og útþenslumálastjórinn fyrrverandi, Olli Rehn, reynt með afar gagnrýnisverðum hætti að hlutast til um íslenzk innanríkismál, eins og áður hefur verið frá sagt.

Í framhjáhlaupi má geta þess, að Halldóra Hjaltadóttir, sem er formaður Ísafoldar, félags ungs fólks gegn ESB-aðild, upplýsti m.a. í þættinum að hún sendiFréttablaðinu grein um ESB-mál til birtingar, en fekk hana ekki birta. Einnig hefur félag hennar sent 5 ályktarnir til fjölmiðla. Fjórar af þeim birtust í Morgunblaðinu, en engin í Fréttablaðinu! Þetta er dæmigert fyrir hlutdrægni og ESB-þjónkun þess fjölmiðils, sem í viku hverri er með margvísleg þókknunarskrif í þágu Evrópusambandsins. 

 


mbl.is Evrópustofa gæti starfað fram til 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB-lögum þvingað upp á Breta

Í þessari frétt er greint frá því að Bretar hafi neyðst til þess, þvert gegn eigin vilja, að taka upp lög ESB. Þeir greiða atkvæði gegn lagafrumvörpum í stofnunum ESB, verða þar undir, og þurfa svo að taka þessi lög upp hjá sér eftir að ESB-stofnanir hafa gert þau að sínum.

Ennþá hlálegra er að í einhverjum tilvikum hafa breskir stjórnmálamenn stöðvað lagatillögur breskra sérfræðinga heima fyrir, en sérfræðingarnir hafa samt náð að gera þær að lögum heima fyrir með því að fara með þær í gegnum ESB-stofnanir, gera þær þar að lögum sem Bretar verða síðan að taka upp. 

Hvað segir þetta um lýðræðið? 


mbl.is Höfnun Breta engu skilað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB tæki yfir sjávarútvegsauðlindina

GudlaugurThor
Þau svör sem Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður hefur fengið frá æðstráðendum í ESB er að Íslendingar myndu ekki halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni yrði Ísland aðili að ESB. 
 
Mbl.is greinir svo frá: 
 

Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í sambandið. Þetta kom fram í svari Thomas Hagleitner, fulltrúar stækkunardeildar Evrópusambandsins, við fyrirspurn frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Alþingis og Evrópuþingsins sem fram fór í Reykjavík í dag en hann er annar formaður nefndarinnar.

„Ég spurði hann að því hvort ríki gætu staðið fyrir utan sameiginlega stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og það kom alveg skýrt fram hjá honum að það sé ekki hægt. Það þýðir einfaldlega að okkar markmið að halda yfirráðum yfir sjávarútvegsauðlindinni okkar er ekki í boði. Það fer þvert á sjávarútvegsstefnu sambandsins,“ segir Guðlaugur.

Hann segist ennfremur hafa spurt Hagleitner að því hvort ríki sem hætti viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið gætu sótt um að nýja. Hagleitner hafi sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu 

mbl.is Þvert á sjávarútvegsstefnu ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erindi Josefs Motzfeldts á ráðstefnu Nei við ESB

Josef_Motzfeldt

Josef Motzfeldt, fyrrverandi ráðherra og fyrrverandi forseti grænlenska þingsins, hélt skemmtilegt erindi á ráðstefnu Nei við ESB um síðustu helgi um baráttu Grænlendinga við að komast út úr ESB. Hann lýsti sögu Grænlands og hvernig hún fléttaðist saman við sögu Norðurlanda og Evrópu. Enn fremur lýsti Josef því hve fiskveiðihagsmunir stórþjóða Evrópu höfðu mikil áhrif á gang mála. Grænlendingar voru þvingaðir inní EB með Dönum árið 1972 en þeim tókst að segja skilið við sambandið 1985.

 

Hér fer á eftir ræða Josefs Motzfeldts sem hann flutti á dönsku: 

 

 

 

Heimssýn – 22. marts 2014

Reykjavik

Josef Motzfeldt

Skeptikerne stiller gerne spørgsmål som, ’hvorfor skal Grønland nu ønske en større selvstændighed, eller det der i deres øjne er endnu værre, suverænitet?

Det bedste svar på den slags spørgsmål er, hvorfor ikke.

For ethvert individ og ethvert folk besidder trangen og behovet for selvstændighed.

Emnet i dag er os i nordatlanten og EU. Den politiske og økonomiske union af indtil nu 28 europæiske lande repræsenterende over 500 mio borgere.

Helt aktuelt synes først fællesskabets og nu unionens oprindelig mål om fællesskab i al fordragelighed til at være mere eller mindre at være under nedsmeltning, hvor ekstremt nationalistiske kræfter er under kraftig mobilisering på bekostning af de proklamerede fællesskab. Flere medlemsstater diskuterer nu hvorvidt unionen skal overrule medlemslandenes lovgivninger på flere og flere områder. Er det nu også så et attraktivt fællesskab?

Det vender jeg nok tilbage til senere.

For at forstå Grønlands flugt ud af det daværende EF over hals og hoved, har jeg tilladt mig at gå lidt tilbage i historien.

Grønlands historie i landets forhold til andre nationer er en spændende og absolut ingen kedsommelig historie.

I forhistorisk tid fra for ca 4000 år siden startede de første invasioner vestfra. Den sidste invasion vestfra er den nuværende befolknings forfædre som kom til landet næsten samtidig med Eirik den Rødes landnam. Det skete for ca 1200 år siden.

Da var der ikke tale om kolonister og koloniserede. De to grupper levede mere eller mindre hver for sig. Bønder og fangstfolk. Bofaste og nomader.

Mens den norrøne del af befolkningen kæmpede med strømninger fra fastlands Europa, både med de kristne overhoveder i Bremen, Hamburg, Lund og siden Nidaros og endelig Skálafos på den religiøse del, og med diverse konger her og der på den mere verdslige del,levede inuit befolkningen mere i isolerede små samfund med deres åndelige ledere og med deres tro på deres ’ledestjerner’ som nok ikke var langtfra landnamsfolkenes østfra.

Først omkring 1260 indtraf en begivenhed af større politisk rækkevidde – ja, som endog har fået betydning for situationen i dag. Den norske konge Håkon Håkonssøns saga beretter, at grønlændingene frivilligt gav ind under kongens overhøjhed. Da var kong Håkon i gang med sine bestræbelser på at samle alle norrøne nybyggerområder i Nordatlanten til et rige – Norgesvældet.

Den kulminerede i 1262, da den islandske Althingi hyldede kongen som herre, mod at han på sin side forpligtede sig til blandt andet at sende mindst seks skibe med forsyninger til Island hvert år.

Efter Islands kapitulation havde grønlændingene vel næppe noget valg. At holde sig uden for Norgesvældet ville være ensbetydende med at afskære sig fra alting.

Overgangen fra fristat til norsk ’skatland’ indebar næppe større omvæltning. Nu var også Grønland et ’skatland’ under Norgesvældet, og da Norge hundreder af år senere forenedes med i en union med Danmark, fulgte Grønland med for at forblive ved Danmark, også efter at unionen med Norge var ophævet efter Napoleonskrigene i 1814.

Se kære venner, så begrebet union er absolut næppe af gammel dato også her i vores region. Ser vi så om i regionen, er det efter min mening ikke alene vore landes, Norges, Føroyars, Islands og Grønlands beliggenhed, ved grænsen til det Arktiske Ocean, som afholder os fra at melde os under det blå flag med disse foreløbigt 28 stjerner.

Alle vore 4 lande kender til den situation at være og at have været underlagt en anden nations administration og forvaltning. Ganske vist har Norge ikke oplevet en egentlig status som koloni, men landets handlefrihed var stærkt begrænset. Norge var først i union med Danmark fra 1380-1814 og siden med Sverige frem til 1905, hvor Norge opstod som selvstændigt land som monarki.

Så bortset fra de efter murens fald i 1989 opståede republikker i øst- og mellemeuropa er Norge den yngste suveræn nation i fastlandseuropa. Efter dette hurtige blik i Norges historie indtil blot 89 år inden den hidtil sidste norske folkeafstemning om landets forhold til EU, er det højest sandsynligt, at begrebet union for mange nordmænd var en historisk belastet ord?

Det samme var sikkert tilfældet med erindringen fra anden verdenskrig, hvor modstanden mod besættelsesmagten kostede ikke færre end 10.000 borgere livet. Ved folkeafstemningsøjeblikkene er det sikkert at denne unge nation havde denne erindring som om det var i går, dette skete.

Nu er jeg så fremme ved Norges forhold til EU. Ved første folkeafstemning tilbage i 1972 stemte godt 53 % nei med en valgdeltagelse på 79,2 %. Så 22 år senere 1994 skulle nationen atter tage landets stilling i forhold til den europæiske union. Denne gang stemte faktisk den samme procentdel nei med en rekordhøj valg deltagelse på 89 %. Dette til trods for visheden om at blive det eneste land i fastlandeuropa udenfor unionen. Er dette en løben risiko i suverænitetens navn? Er det en reaktion mod risikoen for at stå i unionens randzone? Er det et forsvar for nærdemokrati og medbestemmelse?

Dette norske nei så umiddelbart efter nabolandedes, Sveriges og Finlands ja, har utvivlsomt affødt manges forundring. Man kan naturligvis forfalde til at spekulere over hvilke grunde der mon kunne være for dette nei for anden gang. Men de førnævnte kendsgerninger i Norges historie har uden tvivl haft deres indvirkning.

Når vi skal sammenholde Norges nei og Føroyars, Island og Grønlands fortsatte afstandtagen til direkte medlemskab til EU er der et par forhold vi skal have in mente.

For det første er alle fire lande stærke fiskerinationer med et stort havområde, som utvivlsomt virker stærkt dragende for visse EU medlemsstaters tidligere storhed på fiskeriet i Nordatlanten, DeutcheHochseeFleet samt portugisiske og spanske i Grønland velkendte torskefiskere på bankerne udfor Grønlands vestkyst blot for at nævne de største.

Efter dette, måske lidt langtrukne historiske sidespring, må jeg hellere komme til mit emne: Grønland og EF/EU:

Grønlands vej gennem historien er som bekendt først som rendyrket koloni fra 1721 frem til ændringen af den danske grundlov i 1953. Ved denne grundlovsændring blev Grønland indlemmet det danske rige - som en slags amt. Men dette var mere iscenesat politisk trick for at kunne tilfredsstille De Forenede Nationers interesse om hvordan det nu forholder sig med DK og kolonien Grønland.

Så fra 1953 gik forholdene fortsat deres skæve gang, med et landsråd uden lovgivningsmyndighed med den danske landshøvding som formand og to pladser i det danske folketing.

Danmark med Føroyar og Grønland gik til folkeafstemning 2. januar 1972.

I Grønland stemte knap 75 % i mod medlemskab, men grndet Grønlands fortsatte status i dette ingenmandsland, betød Danmarks medlemskab fra 1. januar 1973, at Grønland blev slæbt med ind i EF.

Det Færøske Hjemmestyre besluttede, at Færøerne ikke ønskede at være medlemmer af EF, så den danske tiltrædelse kom efter dette ønske ikke til at gælde for Føroyar.

Dette gav genlyd i det grønlandske samfund, ikke mindst blandt den yngre del af politikerne.

Så takket være EF kom der grøde om at følge Færøerne. Et udvalg blev nedsat som skal forberede det næste skridt mod større autonomi. Dette udvalgs arbejde fortsatte i et fælles grønlandsk/dansk Hjemmestyrekommission. Kommissionen nedkom så med sin betænkning 1978, som gik til folkeafstemning. Også denne gang stemte ca 75 % af befolkningen for Hjemmestyrets indførelse. Dette blev en realitet 1. maj 1979.

Hvad er så mere naturligt end at tage det næste skridt mod udmeldelse af EF. De mere borgerlige politikere var da stærkt opsat på Grønlands fortsatte medlemskab, med egnsudviklingsbevillinger som klingende lokkemad. Mens den mere venstreorienterede del gik i gang med at mobilisere arbejdet med at melde landet ud af EF. Dette var uset, uhørt og som ingen havde forestillet sig nogensinde skulle forekomme. Velvidende at kampen bliver som David mod Goliat, gik begge lejre, både for og imod, i gang med en kampagne med en rejseaktivitet til alle beboede steder, hvor der blev afhold stærkt besøgte folkemøder i alle beboede steders forsamlingshuse, skoler og biblioteker.

Fortalere for udmeldelse efter 3 års hjemmestyre ligesom allerede havde fået smag på egen lovgivningsmyndighed på ganske vist begrænsede hjemtagne forvaltningsområder. Fiskeriområdet fyldte meget, hvilket ikke var overraskende med de allerede indhøstede erfaringer med EF-medlemslandenes fiskeres boltren sig i Grønlands farvande.

Nejsiden havde den nyfødte situation i at være mere herre i eget hus og fiskeriet som deres væsentligste skyts. For fortsat medlemskab ville uvægerligt medføre ikke ubetydeligt bureaukrati med i stedet for egen lovgivningsmyndighed at skulle behandle direktiver fra Bruxelles og Strasbourg.

For allerede da var det tydeligt at fællesskabet bestod af to klasser. Tyskland, Frankrig og Benelux landene talte åbent om en stærk samling af europas forenede stater.

Styrke i fællesøkonomi og fællesforsvar i en stærk europæisk union var interessant for de stærke medlemslande. Mens de, mere eller mindre, nødtvungne medlemmer naturligt nok er bange for en mere tvivlsom tilpasser status i unionens randzone.

Efter en hektisk og stærkt engageret kampagne så var det den 23. februar 1982 atter en dag for en afstemning i spørgsmålet om Grønland skal fortsat bibeholde sit ganske vist ufrivillige medlemskab af EF som en del af det danske kongerige.

Der var spænding til det sidste, for der var naturligvis tydeligt at materielle lokkemidler havde gjort indtryk på menigmand, hvilket er da ganske naturligt reaktion for os mennesker i almindelighed.

Resultatet blev 47 % ja 53 % nej. Altså, et flertal tilkendegav, at der ikke var grund til et grønlandsk ja begrundet i de materielle lokkemidler. Et flertal følte derimod, at Grønland har råd til at stemme nej med hjertet.

Fiskeriet og fiskeindustrien, havde ingen grund til at begræde dette nej.

Vi følte at dette nej talte for et forstærket samarbejde i Nordatlanten. Flertallet i befolkningen talte om, at vi udmærket kunne starte med fiskeri, sæl- og hvalfangst samt arktisk forskning.

Umiddelbart efter folkeafstemningen igangsattes det helt store maskineri med forhandlingen med den kæmpe mastodont, kommissionen. Den danske regering så sig nødsaget til at sætte dele af sin administration med flere ministerier til rådighed for at assistere det unge hjemmestyre med forhandlingerne, som først og fremmest omfattede ændringer af traktater og besværlige ratifikationsprocedurer.

Begge sider af forhandlingsbordet tog arbejdet seriøst for at imødekomme Grønlands ønske om udtræden den 1. januar 1985, uden at nogen af parterne åbenbart viste udtryk for helt at kappe alle bånd for evigt.

Grønland havde fortsat interesse i EF’s pengetank i en vis overgangsperiode. Flere store medlemslande havde til gengæld fortsat interesse for en overgangsperiode at have fortsat adgang til at give medlemsstaternes fiskeriflåde i vore farvande.

Der blev indgået en fiskeriaftale fisk for penge og Grønland fik toldfrihed for sin eksport af fisk til EF. I starten af marts 1984 forelå et forhandlingsresultat til underskrift under et rådsmøde. Dette skulle så følges af en ratifikationsrunde i samtlige medlemslandenes regeringer

 Siden har de skiftende regeringer i Grønland og de skiftende kommissioner i EF/EU genforhandlet denne aftale. Mængden af kvoter for de forskellige arter har hele tiden været afstemt med Grønlands fiskerikapacitet og den løbende biologiske rådgivning. I dag udgør EU’s kvoteandele kun ca halvdelen af hvad der var i starten og det samme gælder for EU’s betaling for det stærkt nedsatte kvoteandele.

Jeg nåede så mens jeg sad som minister for udenrigs- og finansområdet at forhandle med kommissionen om et såkaldt budgetsamarbejde, det var tilbage i 2005-06. Det dengang opnåede resultat er fortsat gældende, hvor EU bevilger over 200 miokr årligt som fortsat er møntet på uddannelsesområdet.

I forbindelse med Grønlands udmelding fik vi så samtidigt status som oversøisk territorium, som omfatter medlemsstaternes tidligere kolonier, i Pacific Ocean, Atlanten, Carribien og det Indiske Ocean. Vi er i alt mellem 15 og 20 såkaldte OCT lande.

Under hele udmeldelses processen var jeg minister for handel og trafik. Vi fulgte ratifikationsprocessen med spænding. For selvom Tyskland havde fået meget af sine meget yderligtgående krav på vegne af sin Hochsee Flåde, var der fortsat vis uro og utilfredshed blandt medlemsstaterne. Men den største hindring for at opfylde vort krav om udtræden pr 1. januar 1985 blev forpurret fra helt uventet medlemsstat, Irland. Jeg husker ikke helt årsagen hertil. Så der var ikke megen jule- og nytårsfred vi fik dengang. Efter et vist tovtrækkeri kunne Grønland endelig slippe for sit medlemskab fra 1. februar 1985.

Taget Grønlands på daværende tidspunkt begrænsede fiskerikapacitet i betragtning, var det tilfredsstillende sejr, og endnu er der ingen andre, som har vovet at følge denne uforskammethed at forlade den højtprofilerede union.

Hvad var mere naturlig efter denne kamp, end at rette blikket mod det nordiske samarbejde, Nordisk Råd. Samme år 1985 blev Grønland indlemmet i Nordisk Rådets samarbejde. Dette blev Grønlands første spæde skridt i det internationale politiske samarbejde.

Europa er langtfra hele verden, slet ikke de 28 EU medlemsstater.

Flere lande i det fjerne østen stormer frem i vilde stormskridt. Island har indgået aftale med Kina. Færøerne har Rusland og flere afrikanske lande som gode afsætnings markeder for bl a makrellen, den kære fisk.

I henhold til Rio erklæringen kan lande i et nabolag stå for forvaltning af bl a havområdet i regionen. Her er vi forsamlet, som har denne myndighed takket være Heimssýns. Det ville være rart, hvis et nordatlantisk helhjertet samarbejde på forvaltning og udnyttelse af vore biologiske rigdomme kunne virkeliggøres, ikke blot som noget man blot tager frem ved højtidelige skåltaler. Norge, Føroyar, Island og Grønland.

Vi kunne udgøre en misundelsesværdig og attraktiv partnerskab af supermagts kaliber, ikke på grund af vores militære styrke, men snarere på grund af vores placering midt hele planetens spisekammer, takket være de store naturressourcer både til lands og til havs.

Den almindelige opfattelse i internationalteori er, at små stater eller isolerede samfund har små interesser.

Tja gode venner, nogle store stater eller store handelslande kan måske tillade sig at isolere sig selv.

Grønland har på den anden side ikke råd til at isolere sig selv og bygge barrierer mod resten af verden, slet ikke vore nærmeste naboer.

Det som Grønland har bygget op gennem tiden er ønsket om at være fri og gøre brug af denne frihed. I dag deltager Grønland som et ligeværdigt medlem af det internationale samfund. Det eneste som kan begrænse denne situation er vores egen svaghed.

Mit budskab er derfor, at man ikke lytter til de, som påstår, at vi er for små til at have internationale ambitioner eller er for små til at gøre en forskel.

Hvis vi selv begynder at tro, vi er for små og ubetydelige, så vil den tro snart være selvopfyldende, og vi bliver små og ubetydelige.

Jeg har i flere forskellige fora, som Nordisk Råd og Vestnordisk Råd talt for ideen om, at invitere alle nationer med kystlinie til det Arktiske Ocean for at oprette et fælles Ishavs Råd.

Dette Ishavs Råd skulle udgøre den autoritet, der træffer beslutninger omkring alle emner og aktiviteter, der er relateret til det Arktiske Ocean, som bliver mere og mere isfri.

Rådet skulle beslutte udnyttelsen af både de levende og ikke levende naturressourcer.

Rådet skulle beslutte søfartsveje i det nye isfrie ocean. Udgiften for rådet skulle dækkes af alle medlemslande.

Med den seneste dybt beklagelige udgang af konflikten i Ukraine specielt og Krim halvøen i særdeleshed, skal vi være yderst vågne for den store nabo mod øst. Når dette store land kan nedstirre NATO, USA og andre internationale organisationer for fred og sikkerhed i spørgsmål som Iran, Syrien og nu Ukraine. Er det svært at prøve på at udelukke at lignende også kan ske i vores region, Nordatlanten.

Vi har to veje, vi kan vælge, når det gælder internationale relationer.

Den ene vej er konkurrence- og konfliktvejen og den anden er samarbejde og diplomati.

Som det blev udtrykt for FN’s årti for oprindelige folk for ca 15 år siden, at det nu var på høje tid at introducere et Aktivt Partnerskab.

Nok udgør vi hver for sig små samfund. Men vi er ikke mindre end, at vi også bekymrer os om miljøet og for at sikre den biologiske mangfoldighed.

Vi er ikke for små til at gøre en forskel.

Jeg er klar over, at jeg i mit indlæg har jeg bevæget mig på forskellige niveauer og i alle mulige retninger. Men dette er blot et udtryk for min fortsatte glæde over at være sluppet for medlemskab af EU, den mere og mere skrøbelige union.

Jeg er stolt af at være medlem af den Vestnordiske familie.

Her har vore rødder slået sig ned og holder om muld, basalt og granit.

Her bor alle vore forfædres drømme og gør os stærke.

  


Næsta síða »

Heimssýn

Heimssýn

hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru þverpólitísk samtök þeirra sem telja hagsmunum Íslendinga best borgið með því að halda áfram að vera sjálfstæð þjóð utan Evrópusambandsins.

 

Sími 895 5334 (Haraldur Ólafsson, formaður)


Nánar um Heimssýn

Vertu með!

Frjáls framlög

Eldri færslur

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 297
  • Sl. viku: 1848
  • Frá upphafi: 1187075

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 1629
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband