Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Þriðjudagur, 15. apríl 2014
Helsti kosturinn við ESB aukinn aðgangur að klámi!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 14. apríl 2014
AGS hefur áhyggjur af efnahag ESB-landa
Í nýútkominni skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem kynnt var á vorfundi sjóðsins um helgina koma fram miklar áhyggjur af efnahagsástandinu á evrusvæðinu. Ein helsta hættan sem nú er talin steðja að heimsbúskapnum er verðhjöðnun á evrusvæðinu og misheppnaðar tilraunir stjórnvalda ESB-landa til að koma hagkerfinu aftur í gang.
Sjóðurinn hefur nokkrar áhyggjur af ríkisfjármálum í álfunni, en þó enn meiri af því að stöðnun verði viðvarandi með of lítilli verðbólgu, of lítilli eftirspurn og áframhaldandi miklu atvinnuleysi.
Skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er aðgengileg hér.
Ýmsir búast við því að ekki muni líða á löngu áður en Seðlabanki Evrópu fari að pumpa peningum í auknum mæli inn í evrópska banka til að koma hjólum atvinnulífsins í gang og til þess að verðbólgan nálgist tveggja prósenta verðbólgumarkmiðið neðan frá.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. apríl 2014
80 særast í mótmælum gegn ESB-sparnaði
Sparnaðaraðgerðir þær sem almenningur í París og Róm mótmæla í tugþúsundatali eiga rætur sínar í stefnu ESB. Svo harkaleg voru mótmælin í Róm að áttatíu slösuðust.
Það er ekki mikil gleði yfir ESB í þessum löndum.
80 særðust í mótmælum í Róm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 13. apríl 2014
Evrópuhraðlestin heldur áfram á 365
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 11. apríl 2014
Fréttamaður 365 hefur gefist upp á hlutleysinu
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 09:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 10. apríl 2014
Tálsýn um evru
Skýrsla Alþjóðamálstofnunar sýnir fram á að afnám fjármagnshafta og aðild að ESB og upptaka evru eru tveir aðskildir hlutir. Ísland getur ekki orðið hluti af ERM II-samstarfinu, formlegu aðlögunarferli að upptöku evrunnar, fyrr en höftin hafa verið afnumin. Þar er engin aðstoð í boði af hálfu Evrópska seðlabankans - nema það sé pólitískur vilji fyrir því að ríkið taki risalán í evrum til að hleypa út erlendum krónueigendum.
Í skýrslunni er fullyrt að Ísland ætti að geta tekið upp evru á aðeins 2-3 árum eftir að gengið er inn í ERM-II ferlið. Ekki er hins vegar gerð nein tilraun til þess að útskýra þann lærdóm sem evruríkin hafa dregið eftir fjármálakreppuna. Þá kom í ljós að mörgum evruríkjum var hleypt inn í ERM-II á fölskum forsendum. Engar líkur eru á að Íslandi yrði veitt heimild til að ganga inn í ERM-II á sama tíma og landið glímir við djúpstæða greiðslujafnaðarkreppu.
Fengi Ísland inngöngu í ERM-II þá er jafnframt ljóst að Seðlabanki Íslands þyrfti að bera hitann og þungann af því að verja gengi krónunnar innan 2,25% vikmarka gagnvart evru - að minnsta kosti í tvö ár. Slíkt yrði hægara sagt en gert og útheimtir talsvert handafl í formi gjaldeyrisforða. Skuldsettur forði Seðlabankans kæmi þar að litlu gagni.Upptaka evru við núverandi aðstæður á Íslandi er tálsýn - og beinir sjónum okkar frá óleystum vandamálum heima fyrir.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 9. apríl 2014
Staða og þróun Íslands og ESB mæla gegn aðild
Hvað þá með meginmálið sjálft, sem er það hvort það þjóni hagsmunum íslensku þjóðarinnar að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu. Eins og allir vita er það mál margslungið þótt helstu álitamálin séu nokkuð skýr.
B.1 Sjávarútvegsmál
Svo sem fram kemur í skýrslu Hagfræðistofnunar og fleiri skýrslum, meðal annars frá ESB og í yfirlýsingum æðstu embættismanna ESB þá flyttust formleg yfirráð yfir fiskveiðiauðlindinni frá Reykjavík til Brussel gerðist Ísland aðili að ESB. Sambandið lítur á lífverur hafsins á svæði ESB sem sameiginlega auðlind allra íbúa sambandsríkjanna og ljóst er að engar varanlegar undanþágur hafa fengist frá þeim meginreglum sem þar gilda. Jafnframt er ljóst að stofnanir ESB hafa vald til þess að setja afleidda löggjöf í fiskveiðimálum sambandsins í mjög víðtækum mæli.
Ljóst er að með aðild að ESB yrði að heimila erlendum aðilum fjárfestingu í sjávarútvegi hér á landi, en ljóst er að í því gæti falist mikil hætta fyrir efnahagslíf Íslendinga ef stórir erlendir aðilar næðu í krafti sterkrar fjárhagsstöðu að kaupa upp stóran hluta fiskveiðiheimilda hér við land.
Þá er ljóst að ástæðan fyrir því að kafli viðræðna við ESB um sjávarútvegsmál hefur ekki verið opnaður er sú að Íslendingar hefðu orðið að víkja frá þeim skilyrðum sem sett voru með þingsályktuninni frá 16. júlí 2009. Íslenska samninganefndin gat þar af leiðandi ekki komið með áætlun um aðlögun að stefnu ESB í sjávarútvegsmálum sem nauðsynleg var til að loka þeim kafla. Þetta sýnir klippt og skorið að það þjónar ekki hagsmunum Íslands að gerast aðili að ESB.
Auk þessa er ljóst að með aðild tæki ESB yfir gerð þjóðréttarlegra samninga við ríki utan sambandsins er snerta fiskveiðar sem og aðra samninga sem varða alþjóðleg hafsvæði.
Þá skal undirstrikað að með aðild að ESB tæki sambandið yfir forræði varðandi alla flökkustofna. Við hefðum því ekki getað veitt makríl í þeim mæli við höfum gert. Auk þess yrðum við að hætta öllum hvalveiðum ef Ísland gerðist aðili að ESB.
B.2 Landbúnaðarmál
Við það að Ísland verður hluti af innri markaði ESB munu tollar af búvörum frá ESB falla niður. Við það mun verð til bænda á afurðum lækka verulega frá því sem nú er, með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Þetta hefur komið fram í skýrslum sem unnar hafa verið um áhrif ESB aðildar á íslenskan landbúnað. Með óheftum innflutningi á búvörum, sem er krafa ESB, yrði fæðuöryggi og matvælaöryggi hér á landi minna, atvinna og byggðir hér á landi yrðu í hættu. Hætt yrði við því að aukinn innflutningur á landbúnaðarvörum myndi aðeins að óverulegu leyti skila sér í lægra vöruverði til neytenda. Reynsla erlendis frá bendir til þess að verðlækkun til neytenda sé aðeins lítill hluti af verðlækkun til bænda. Stuðningur við landbúnað er að auki byggður upp með allt öðrum hætti í ESB en á Íslandi. Upplýsingar um finnskan og sænskan landbúnað sýna að norrænar jaðarþjóðir í ESB njóta ekki ávinnings af sameiginlegri landbúnaðarstefnu sambandsins til jafns við þjóðir sunnar í Evrópu.
Íslenskir búfjárstofnar eru einstæðir í sinni röð og er þjóðin skuldbundin alþjóðlega til að varðveita þá. Fátt bendir til að með ESB-aðild verði hægt að tryggja sambærilega vernd gagnvart innflutningi á smitefnum, þekktum sem óþekktum, með banni við innflutningi á lifandi búfé.
B.3 Gjaldmiðlamál og efnahagsþróun
Hagfræðingar eru nú almennt sammála um að evrusvæðið uppfyllir ekki skilyrði um að teljast hagkvæmt gjaldmiðilssvæði, sem þó átti að vera forsenda þess að sameiginlegur gjaldmiðill var tekinn upp á svæðinu. Svæðið uppfyllir til dæmis ekki skilyrði um færanlegt vinnuafl frá svæðum með litla atvinnu til svæða þar sem eftirspurnin eftir vinnuafli er meiri. Þess vegna er atvinnuleysi nálægt þrjátíu prósentum á Spáni og í Grikklandi en aðeins nálægt fimm prósentum í Þýskalandi og Austurríki.
Innra ójafnvægi í hagþróun evrusvæðisins endurspeglar auk þess hversu ófullburða gjaldmiðilsbandalagið er þar sem Þjóðverjum hefur tekist að halda framleiðslukostnaði hjá sér í lágmarki og bjóða þannig upp á ódýrari vörur en ríkin í suðri með þeim afleiðingum að mikill viðskiptaafgangur er hjá Þjóðverjum og eignasöfnun á meðan viðskiptahalli hefur verið talsverður hjá jaðarþjóðunum með tilheyrandi skuldasöfnun, atvinnuleysi, ójafnvægi í búskap hins opinbera og vaxandi fátækt stórra hópa. Evrusamstarfið er sú spennitreyja sem tefur verulega fyrir bata vandræðaríkjanna sem stundum voru kennd við ákveðið húsdýr (PIGS-states: Portúgal, Ítalía, Írland, Grikkland og Spánn).
Skýrslur Seðlabanka Íslands og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hafa ítrekað bent á að hagsveiflur hér á landi séu það ólíkar hagsveiflum á evrusvæðinu að óhentugt væri að nota sama gjaldmiðil og sömu peningastefnu hér á landi og á evrusvæðinu. Hætt yrði við því að með sama gjaldmiðli, sem er ófrávíkjanleg stefna ESB fyrir aðildarlönd, gæti Ísland lent annað hvort í of miklum verðsveiflum og sveiflum í atvinnu þar sem hagsveiflur gerðu það að verkum að hér gæti verið niðursveifla þegar uppsveifla væri í evrulöndunum að meðaltali og því væru vextir hærri hér á landi en æskilegt væri út frá hagþróun hér á landi. Hið andstæða gæti þá átt sér stað þegar uppsveifla væri hér á landi, þ.e. að þá yrðu vextir of lágir miðað við ástandið hér á landi. Mismunandi aðstæður að þessu leyti gætu framkallað talsverðar sveiflur á vinnumarkaði, líkt og þekkist í Evrópusambandinu. Minna má á að Írar áttu í erfiðleikum af þessum sökum eftir að þeir gengu í Evrópusambandið og hliðstætt hefur gilt um fleiri lönd ESB. Þetta er vegna þess að vaxtastefna Seðlabanka Evrópu sem menn trúðu að myndi henta öllum hentar í raun engum svo vel sé.
Seðlabanki Evrópu (sem ætti náttúrulega að heita Seðlabanki evrusvæðisins) er einn hinn ólýðræðislegasti seðlabanki á heimssvæði okkar. Þar eru teknar ákvarðanir um stýrivexti út frá meðaltalsþróun á evrusvæðinu, fundargerðir frá ákvarðanatökufundum eru ekki birtar opinberlega og fulltrúum einstakra landa er óheimilt að tjá sig um eigin atkvæðagreiðslu eða skoðanir. Það má því segja að þar sé ákveðin skoðanakúgun í gangi. Gerðist Ísland aðili að ESB og tæki í fyllingu tímans upp evru þýddi lítið fyrir fulltrúa atvinnulífsins hér á landi að kvarta yfir vaxtaákvörðunum því á þá yrði ekki hlustað hvað þá að skoðanir þeirra yrðu eitthvert innlegg í næstu ákvarðanir. Aðstæður hér á landi myndu ekki skipta neinu máli hjá Seðlabanka evrusvæðisins vegna smæðar landsins.
Því skiptir máli að Íslendingar haldi sjálfir um efnahagsstjórn hér á landi og vandi vel til verka og betur en gert hefur verið hingað til. Eigin gjaldmiðill er miklu eðlilegri stuðpúði gegn mögulegum hagsveiflum en stórkostlegur niðurskurður í opinberum útgjöldum og miklar fjöldauppsagnir, svo vísað sé til þess sem gerst hefur í ESB-löndunum á síðustu árum.
B.4 Lýðræðismál
Í Evrópusambandinu er mikill lýðræðishalli og skortur á því sem kalla má lýðræðislegt lögmæti. Æ stærri hluti löggjafarvalds hefur verið færður frá þjóðþingum aðildarríkja til stofnana ESB. Mikil gjá hefur myndast á milli almennings í aðildarríkjum og stofnana ESB. Þátttaka í kosningum til ESB-þingsins er lítil og að jafnaði talsvert minni en í kosningum í viðkomandi löndum, og þingmenn og fulltrúar í framkvæmdastjórn þurfa lítið að standa reikningsskil gerða sinna gagnvart kjósendum.
Með aðild að ESB myndi forræði í einu stærsta hagsmunamáli Íslendinga, sjávarútvegsmálum, flytjast til ESB. Þar gætu ríflega 750 þingmenn frá ESB-löndunum sett lög um fiskveiðimál á Íslandi og þar hefðum við líklega fjögur sæti. Það er ansi hætt við því að boðleiðir yrðu torsóttari og seinfarnari en nú er. Bretar hafa ríflega sjötíu þingmenn en telja samt að ítrekað sé gengið fram hjá sjónarmiðum þeirra.
Svo er á það að líta að innan Evrópusambandsins sjálfs er valdinu að verulegu leyti komið fyrir hjá tiltölulega fámennri framkvæmdastjórn og nokkru fjölmennara ráðherraráði. Í framkvæmdastjórninni hefðu Íslendingar eitt sæti af um 30. Þessi tiltölulega fámenni hópur á mest frumkvæði að lagasetningu.
Niðurstöður og lokaorð
Samantekið er það niðurstaðan af þessari samantekt að það sé eðlilegt og rétt að samþykkja þá þingsályktun sem er kveikjan að þessari umsögn þar sem það þjónar illa hagsmunum Íslendinga að vera hluti af Evrópusambandinu. Við getum átt í eðlilegum og góðum samskiptum og viðskiptum við Evrópuþjóðir sem og aðrar þjóðir eftir sem áður. Það reyndist Íslendingum farsælt að gerast fullvalda þjóð og taka flest mál í eigin hendur árið 1918. Þá hófst hér á landi mikið framfaraskeið sem færði íslenska þjóð úr því að vera ein sú fátækasta í það að vera í hópi þeirra þjóða þar sem velmegun er hvað mest.
Það skiptir miklu máli að hafa forræði í eigin málum. Það veitir þá von að þjóðin geti sjálf breytt málum og komið þeim í farsælan farveg en slíkt blæs þjóðinni í brjóst það sjálfstraust og þann kraft sem hefur reynst okkur vel fram að þessu. Aðild að ESB myndi ekki aðeins vera hamlandi á ýmsa vegu heldur er hætt við að hún myndi smám saman draga úr þeirri framtakssemi sem hverri fámennri þjóð er nauðsyn, ekki síst þjóð sem býr við jafn erfiðar landfræðilegar aðstæður og Íslendingar hafa gert í gegnum aldirnar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 9. apríl 2014
Bretar óttast ungverskt ástand og vilja þess vegna yfirgefa ESB
Ýmsum þykir ástandið sérstakt, jafnvel ískyggilegt, í Ungverjalandi. Þar hafa hin niðurbrjótandi samrunaáhrif evrunnar haft þau áhrif að pólitísk öfl á ystu jöðrum hafa fengið gífurlegt fylgi og halda í raun um flesta stjórnartauma.
Ambrose Evans-Pritchard, alþjóðaviðskiptaritstjóri The Telegraph, skýrir ítarlega frá þessu í blaði sínu í fyrradag - sjá hér.
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Pia í pólitík
Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, og samstarfsmenn hennar eru á kafi í pólitík. Stofnunin beitir ekki venjulegum fræðilegum aðferðum heldur styður mál sitt að verulegu leyti með því að vísa til ónafngreindra embættismanna ESB sem eiga sér þá ósk heitasta að viðræðurnar verði kláraðar við Ísland. Pia og samstarfsmenn hennar telja svo fræðimannahlutverk sitt helst felast í því að hvetja til þess að viðræður verði kláraðar svo hægt verði að kíkja í pakkann - og byggja niðurstöður sínar að verulegu leyti með vísan til þessara ónafngreindu heimildarmanna sem vilja helst fá Ísland og íslenska lögsögu inn í ESB.
Það hlýtur hver maður að sjá að þetta eru óboðleg vinnubrögð. Alþjóðamálastofnun virðist vera stofnuð með það fyrir augum meðal annars að koma Íslandi inn í Evrópusambandið og nýtur milljónastuðnings ýmissa samtaka í þeim tilgangi eins sjá má á reikningum stofnunarinnar.
Það er sjálfsagt að fólk lýsi sínum skoðunum og jafnvel óskum. En menn eiga ekki að telja fólki trú um að það sé einhver fræðimennska sem liggur til grundvallar þegar allar athafnir fræðimannsins miða allar að því að reyna að ná fram því pólitíska markmiði sem hann eða hans stofnun hefur sett sér.
Smellið tvisvar til að sjá í fullri stærð:
Vitum hvað Evrópusambandið er | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Vinstri græn voru á móti aðild 2009
Eins og fram kemur í þessari frétt á mbl.is voru þingmenn Vinstri grænna á móti því að sækja um aðild að ESB en samþykktu samt umsókn.
Hér er ágæt lýsing á þessu.
Mikill þrýstingur á þingmenn VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 40
- Sl. sólarhring: 73
- Sl. viku: 2003
- Frá upphafi: 1176857
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 1825
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar