- Við óskum launafólki til hamingju með hátíðisdag verkafólks.
- Á Íslandi teljum við það sjálfsagt að hafa vinnu.
- Í Evrópusambandinu eru yfir 27 milljónir manna án atvinnu.
- Við teljum hagsmunum verkafólks á Íslandi betur borgið utan Evrópusambandsins.
Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Miðvikudagur, 30. apríl 2014
Nei við ESB halda upp á fyrsta maí og bjóða í kaffi
Þriðjudagur, 29. apríl 2014
Öllu snúið á hvolf
Hálfum mánuði eftir kosningar, sama dag og nýir ráðherrar settust í stólana, var tilkynnt að Ísland ætlaði í Evrópusambandið. Þá hafði Alþingi ekki enn komið saman eftir kosningarnar. Tveimur mánuðum og sex dögum síðar var búið að samþykkja inngöngubeiðnina á Alþingi. Hvar voru þá ESB-sinnarnir með upphrópanir sínar um »óðagot«, »offors« og »flýtimeðferð«? Vinstrimeirihlutinn á þingi hafnaði tillögu um að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um það hvort Ísland yrði umsóknarríki að ESB. Hvar voru þá undirskriftasafnanir »lýðræðissinna«? Hvar voru þá útifundirnir og pistlahöfundarnir?
Sunnudagur, 27. apríl 2014
Reglufarganið í ESB stuðlar að spillingu
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 27. apríl 2014
Hrakspár íslenskra ESB-sinna falla dauðar
Þrjár hrakspár ESB-aðildarsinna falla dauðar
Á sínum tíma ráku ESB-aðildarsinnar mikinn hræðsluáróður vegna Icesave-samninganna. Ef Íslendingar færu ekki að einhliða kröfum Hollendinga og Breta yrðu þeir útilokaðir frá samskiptum við aðrar þjóðir, litið yrði á þá sem utangarðsmenn sem neituðu að borga skuldir sínar. Ekkert af þessu gekk eftir þegar á reyndi. Að loknum tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum þar sem samningum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var hafnað fór málið fyrir EFTA-dómstólinn þar sem málstaður þeirra sem voru andvígir undanlátsstefnu ríkisstjórnarinnar og ESB-aðildarsinna sigraði.
Annað mál svipaðs eðlis er makríldeilan. Í því hafa ESB-aðildarsinnar tiplað á tánum í kringum ESB og meira að segja sagt á fyrstu stigum málsins að líklega væri málstað Íslendinga betur borgið innan ESB en utan. Menn gætu séð það á stöðu Skota!
Þegar Færeyingar, Norðmenn og fulltrúar ESB gerðu makrílsamning til fimm ára á bakvið Íslendinga hinn 12. mars sl. tóku ESB-aðildarsinnar andköf. Nú hefði ríkisstjórnin ekki aðeins brotið allar brýr að baki sér gagnvart ESB heldur einnig gagnvart Færeyingum og Norðmönnum. Hinn 13. mars talaði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á alþingi um hin hrikalegu afglöp sem við verðum hér vitni að, að ríkisstjórnin missi algerlega sjónar á því að ná samningum um þetta brýna hagsmunamál og endi á að vera skilin eftir og afturreka.
Enn einu sinni hófst hræðslusöngurinn um að varðstaða um hagsmuni Íslendinga mundi gera þá að einangruðu viðundri meðal þjóða heims.
Sjávarútvegsráðherra tilkynnti einhliða þriðjudaginn 22. apríl að íslensk skip hefðu heimild til að veiða 147.574 lestir af makríl á vertíðinni 2014. Framkvæmdastjórn ESB fagnaði þessari ákvörðun í tilkynningu sem birt var fimmtudaginn 24. apríl og sagði hana jákvætt skref. Við hvetjum Íslendinga þess vegna til þess að setjast með hinum aðilunum þremur að samningaborðinu við fyrsta tækifæri til að unnt sé að leggja lokahönd á fjögurra strandríkja samning um makríl, sagði í tilkynningu frá Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB.
Þar með fauk hræðsluröksemd ESB-aðildarsinna um að varðstaða um markíl-hagsmunina yrði til að brjóta allar brýr að baki Íslendingum í samskiptum við aðra.
ESB-aðildarsinnar hafa ekki sýnt sérstakan áhuga á að losa Íslendinga úr gjaldeyrishöftum nema það gerist samhliða aðild að ESB. Þeir hafa látið eins og höftin séu annars vegar tilefni þess að Íslendingar séu litnir hornauga af ESB vegna brota á EES-samningnum og hins vegar að það þurfi sérstaka velvild af hálfu ESB til að viðhalda höftunum. Verði ekki gengið í ESB til að losna við höftin einangrist þjóðin ekki aðeins viðskiptalega heldur einnig pólitískt. ESB geti ekki þolað þessa stöðu.
Í vikunni birtist frétt um skriflegt svar sem Catherine Ashton, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, gaf hinn 14. apríl 2014 dönskum ESB-þingmanni, Morten Løkkegaard, frá danska Venstre-flokknum, sem vildi vita hvort höftin stæðust EES-samninginn að mati Ashton. Svarið var afdráttarlaust: Já, höftin eru tímabundin, þau standast EES-samninginn enda hefur EFTA-dómstóllinn staðfest að svo sé. Ekki sé nein ástæða að hrófla við EES-samningnum vegna þeirra.
Föstudagur, 25. apríl 2014
Ítalir gerast fráhverfir evrunni
Eftir því sem kosningar til ESB-þingsins nálgast fjölgar þeim röddum og þær gerast háværari sem ræða um möguleikann á því að Ítalía yfirgefi evrusvæðið. Kannanir benda til þess að frambjóðendur og flokkar sem eru gagnrýnir á evrusamstarfið muni fá um helming atkvæða í kosningunum í lok maí.
Það eru alls kyns hópar og flokkar sem hafa vantrú á evrunni, allt frá grínframboðum til hópa á ystu köntum. Flokkur grínistans Beppe Grillo vill að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn úr evrusamstarfinu. Þekktur hagfræðingur á Ítalíu, Alberto Bagnai, gaf árið 2012 út bók sem vakið hefur athygli en þar segir hann að Ítalir geti aðeins bætt samkeppnisstöðu sína gagnvart öðrum löndum með því að lækka laun og auka þannig á fátækt í landinu. Miklu betra væri ef Ítalía hefði líruna og gæti látið hana vera mýkri stuðpúða til að ná sama árangri.
Renzi forsætisráðherra Ítalíu vill ekki yfirgefa evrusvæðið, en hann hefur þó gagnrýnt Brusselvaldið harkalega fyrir að þvinga upp á ítalíu aðgerðum sem haldi fleiri Ítölum atvinnulausum en nauðsynlegt sé, en í því efni horfir Renzi m.a. til Bretlands sem hafa sitt pund fyrir gjaldmiðil.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 24. apríl 2014
ESB-þingmaður rekur mál kröfuhafa gegn Íslendingum
Höftin ekki brot á EES-samningnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 22. apríl 2014
Hagur Evrópubúa lítill af myntsamstarfinu
Sérfræðingur á vegum Seðlabanka Grikklands hefur unnið skýrslu sem bankinn heffur birt þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að heildarávinningur af Efnahags- og myntsamstarfinu (evrusamstarfinu) frá upphafi sé enginn þegar litið er til þróunar fjármálamarkaðar. Ástæðan er sú að ávinningurinn sem varð af samstarfinu fyrstu árin sé jafn kostnaðinum sem fjármálakreppan frá 2007 skapaði.
Fram kemur í skýrslunni að fram til 2007 hafi samþætting fjármálamarkaða, þ.e. hlutabréfamarkaða og skuldabréfamarkaða, haft talsverðan ávinning í för með sér m.a. í formi lægri kostnaðar og aukinnar skilvirkni, en eftir að kreppan hóf innreið sína hafi sundurleitni verið ríkjandi bæði innan hvers evrulands og eins yfir svæðið í heild, kostnaður aukist og heildarávinningur þar með orðið enginn.
Núverandi staða hljóti að vera alls óásættanleg.
Eina leiðin til bjargar evrusvæðinu, segir höfundurinn, George T. Palaiodimos, er að ríkisfjármál evruríkjanna verði samþætt og auk þess verði eitt sameiginlegt bankaeftirlit sett upp í allri álfunni. Aðeins þannig verði hægt að stuðla að raunverulegu gjaldmiðlabandalagi.
Víða um Evrópu eru menn að gera sér betri og betri grein fyrir því á hvílíkum brauðfótum evrusamstarfið hefur hvílt.
Hér á landi er hins vegar hópur sem virðist ekki fylgjast með því sem er að gerast í Evrópu og ætlar að stofna sérstakan flokk í kringum evruupptöku og annað sem því fylgir.
Því má svo bæta við að ef gerð yrði úttekt á heildarávinningi af veru okkar Íslendinga á EES-svæðinu er næsta víst að við kæmum út í mínus vegna þess mikla skaða sem varð mögulegur vegna þess að bankarnir gátu hreyft sig óhindrað innan EES-svæðisins og gátu þannig stækkað íslensku hagkerfi yfir höfuð með þekktum afleiðingum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 22. apríl 2014
Mannréttindamál í mikilli lægð í Evrópu
Spilling, mansal, kynþáttahyggja og misrétti eru alvarleg vandamál í Evrópu í dag samkvæmt nýbirtri skýrslu Evrópuráðsins.
Samkvæmt skýrslunni sem birt var á miðvikudag er ástandið nú hið versta í meira en 20 ár, en skýrslan nær til 47 landa, þar á meðal Úkraínu og Rússlands. Fram kemur að brot gegn þjóðarhópum eru alvarlegt vandamál í 39 löndum og að spilling sé útbreidd í 26 landanna.
Aukið atvinnuleysi og fátækt, svo sem í Grikklandi, er ein af ástæðunum fyrir því að öfgahópum í pólitík hefur vaxið fiskur um hrygg.
Rétt er að hafa í huga að það er almennt samkomulag meðal flestra nú um að efnahagsaðgerðir í boði ESB eiga stóran þátt í auknu atvinnuleysi og fátækt í ESB-löndunum.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. apríl 2014
Seðlabanki Evrópu erfiður Írum
- Lágir vextir sem fylgdu evrunni sem ýttu undir aukna skuldasöfnun.
- Krafa Seðlabanka Evrópu um opinbera ábyrgð á skuldbingingum bankanna.
- Krafa Seðlabanka Evrópu um ríkisábyrgð á neyðarlánum til bankanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 15. apríl 2014
Frakkar kvarta yfir evrunni
Frakkar kvarta æ ofan í æ að evran sé þeim erfið. Nú segir Michel Sapin, fjármálaráðherra Frakklands, að gengi evrunnar sé of hátt, hún standi útflutningi frá Frakklandi fyrir þrifum og stuðli þar með að litlum hagvexti en miklu atvinnuleysi.
Það þýðir þó líklega lítið fyrir ráðherrann að kvarta. Frakkland verður bara að lækka hjá sér verð á framleiðslunni ætli þeir að standast Þjóðverjum snúning.
Kvartar undan styrk evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 1
- Sl. sólarhring: 95
- Sl. viku: 1740
- Frá upphafi: 1176913
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1578
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar