Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014
Þriðjudagur, 8. apríl 2014
Birgir Ármannsson segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar litlu breyta
Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður við Evrópusambandið ekki valda neinum straumhvörfum í umræðum. Óljós ummæli ónafngreindra heimildarmanna í skýrslunni veki athygli.
Ríkisútvarpið greinir svo frá:
Sérstök umræða verður um skýrslu Alþjóðamálastofnunar á Alþingi í dag. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, er málshefjandi og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra verður til andsvara. Fundur utanríkismálanefndar hefur staðið í allan morgun þar sem höfundar skýrslunnar hafa setið fyrir svörum.
Hún veldur engum straumhvörfum í þessari umræðu. Segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar.
Birgir segir ljóst að menn hafi jafnvel gefið sér niðurstöður út frá bjartsýni og jafnvel óskhyggjuforsendum en margt í skýrslunni gefi fullt tilefni til vandaðrar umræðu á næstunni.
Það vekur auðvitað athygli að það er mikið stuðst við ummæli ónafngreindra heimildamanna í þessari skýrslu. Nú þarf það ekkert að vera alslæmt og það geta verið rök fyrir því að hafa ónafngreinda heimildamenn í svona skýrslu. Hins vegar er ljóst að menn verða að fara mjög varlega í að draga miklar ályktanir af því sem ónafngreindir heimildamenn segja. Sérstaklega þegar ítrekað er verið að tala um óljós ummæli ónafngreindra heimildarmanna.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. apríl 2014
Skýrsla óþekkta embættismannsins
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður og formaður Heimssýnar, gagnrýnir skýrslu Alþjóðamálastofnunar HÍ um ESB-viðræðurnar, segir hálfsannleik koma þar fram og í raun sé þetta skýrsla óþekkta embættismannsins þar sem vitnað sé í nafnlausa embættismenn ESB og tveggja manna tal.
Það kemur manni í raun mest á óvart að ekkert nýtt kemur þarna fram. Týnd eru til fimm atriði sem eiga að skýra það af hverju frestur kom á vinnuna við aðildarviðræðurnar og þetta er að mínu mati hálfsannleikur. Hvorki makrílveiðar eða Icesave stoppuðu viðræðurnar. Það er viðurkennt í viðauka 1 úr skýrslu Hagfræðistofnunar að ríki ESB leggja ekki í aðlögunarferli við annað ríki nema að engar deilur séu uppi, það var fyrst og fremst það sem stoppaði þetta.
Vigdís bendir á að í skýrslunni sé talað um að ósamstaða hafa verið í fyrri ríkisstjórn og ekki verið hægt að opna einhverja viðræðukafla vegna fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Jóns Bjarnasonar.
Þá spyr ég á móti. Hvernig á þá ríkisstjórn, sem er á móti aðild að Evrópusambandinu, að geta haldið þessari för áfram? Sjávarútvegskaflinn er afar undarlegur, þar er ekki vísað í neinar heimildir að ráði, að öðru leyti en því að það eru óþekktir og andlitslausir embættismenn í Brussel virðist koma þarna inn með heimildir sem skýrsluhöfundar treysta sér ekki til að upplýsa hverjir eru. Þetta er ekki í boði í háskólasamfélaginu að koma fram með svona órökstuddar fullyrðingar í skýrslu af þeim gæðum sem svona skýrsla á að hafa. Það er engin heimildarskrá um það hver segir hvað. Þetta er eiginlega skýrsla óþekkta embættismannsins, segir Vigdís og bætir við að vitnað hafi verið í minnisblöð embættismanna sem ekki hafi verið lögð fram sem gögn í aðlögunarferlinu.
Skýrsla óþekkta embættismannsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 7. apríl 2014
Háskólinn staðfestir að viðræður strönduðu á sjávarútvegsmálum
Skýrsla Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands staðfestir það sem fram hefur komið, nefnilega að aðildarviðræður sigldu í strand þegar á árinu 2011 þegar ekki náðist saman í sjávarútvegsmálum. Eftir það runnu viðræður út í sandinn og þeim var svo í raun hætt að kröfu VG fyrir kosningar 2013.
Evrópuvaktin greinir svo frá skýrslunni í dag:
Úttekt Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið fyrir Alþýðusamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda og Viðskiptaráð Íslands var kynnt mánudaginn 7. apríl, daginn áður en umsagnarfresti utanríkismálanefndar alþingis vegna þingsályktunar um afturköllun ESB-aðildarumsóknar Íslands lýkur. Í skýrslunni er mjög byggt á viðtölum við nafnlausa heimildarmenn, einkum í Brussel, og er textinn að verulegu leyti í viðtengingarhætti um hvað hugsanlega kynni að gerast yrði ESB-aðildarviðræðunum haldið áfram. Er skýrslan að því leyti ólík skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem var samin að beiðni utanríkisráðherra og lögð fram 18. febrúar 2014.
Í inngangi skýrslunnar segir Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, að markmið verkefnisins hafi verið að leggja mat á stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, að greina þau álitaefni sem eru til staðar og þá kosti sem eru í stöðunni. Studdust höfundar skýrslunnar meðal annars við skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þá var leitað eftir sjónarmiðum hagsmunaaðila og sérfræðinga hér á landi auk þess sem viðtöl voru tekin við embættismenn aðildarríkja og stofnana Evrópusambandsins í Brussel í febrúar síðastliðnum. Pia segir:
Megináhersla úttektar Alþjóðamálastofnunar er á þá samningskafla sem hafa ekki verið opnaðir og sem mestur ágreiningur hefur verið um hérlendis, en þar ber helst að nefna efnahags- og peningamál, sjávarútvegsmál og landbúnaðar- og byggðamál. Einnig eru teknar saman upplýsingar um hvernig aðildarviðræður Íslands við ESB gengu fyrir sig áður en hlé var gert á þeim, og hvaða áhrif aðildarumsóknin hefur haft á hagsmunagæslu Íslands. Loks er fjallað um stöðu og framtíð EES-samstarfsins þar sem það er sú leið að tengingu við Evrópusambandið og innri markað þess sem Ísland myndi freista þess að byggja áfram á, ef ekkert skyldi verða af aðild Íslands að ESB.
Í skýrslunni er bent á þann mun sem er á því annars vegar að draga ESB-aðildarumsóknina til baka og hins vegar að leggja hana á formlegan hátt til hliðar og segir meðal annars um það efni (bls. 6):
Viðmælendum skýrsluhöfunda í Brussel bar öllum saman um að auðvelt myndi reynast að hefja viðræður að nýju, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka. Það sé í raun ekkert sem reki á eftir Íslendingum að taka ákvarðanir um framhald viðræðnanna nú þegar samninganefndirnar hafi verið leystar upp og vinnu hafi verið hætt hjá báðum samningsaðilum. Vari viðræðuhléið í mörg ár muni samningavinnan vitanlega úreldast hægt og bítandi þar sem lagasafn ESB tekur ýmsum breytingum með tímanum. Því væri viðbúið að það þyrfti að opna suma kafla aftur eftir langt hlé. Slík endurskoðun þyrfti þó í flestum tilvikum ekki að taka langan tíma þar sem kaflarnir sem um ræðir eru flestir á gildissviði EES-samningsins, og Ísland heldur áfram að innleiða EES-löggjöf, óháð því hvort aðildarviðræður eru í gangi eður ei. Hins vegar, ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit. Nýjar aðildarviðræður myndu krefjast þess að leita þyrfti aftur samþykkis allra aðildarríkjanna, kalla þyrfti saman nýja ríkjaráðstefnu og veita framkvæmdastjórninni nýtt samningsumboð. Síðan þyrfti að endurtaka öll fyrri skref viðræðuferlisins.
Fyrir utanríkismálanefnd alþingis liggur tillaga frá vinstri-grænum um að leggja aðildarumsóknina formlega til hliðar í stað þess að afturkalla hana eins og utanríkisráðherra vill að verði gert.
Á það er bent í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands að viðræður Íslands og ESB hafi í raun siglt í strand á árinu 2011 þegar fulltrúar ESB neituðu að afhenda rýniskýrslu um sjávarútvegsmál en íslenska viðræðunenfndin setti afhendinguna sem skilyrði fyrir því að hún kynnti samningsmarkmið Íslendinga. Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar segir (bls. 64):
Drög að samningsafstöðu [Íslands í sjávarútvegsmálum] voru lögð fyrir Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra Íslands, í febrúar 2012. Fram kemur í bók hans, Ár drekans (bls. 50) að íslenska samningsafstaðan hafi verið næstum tilbúin á þeim tíma en ESB hafi enn ekki boðið Íslendingum að leggja hana fram. Í lok október 2012 var síðasti fundur íslenska samningahópsins [um sjávarútvegsmál] haldinn. Á þeim tímapunkti hafði rýniskýrsla um íslenskan sjávarútveg ekki verið afgreidd af hálfu aðildarríkja ESB og íslenska sendinefndin þar af leiðandi ekki búin að leggja fram sína samningsafstöðu. Ísland kláraði því ekki vinnuna við samningsafstöðu sína og var hún aldrei birt. Ísland lagði ítrekað áherslu á mikilvægi þess að samningskaflinn yrði opnaður fyrir áramót 2012, sem varð þó aldrei. Drögin að samningsafstöðu, eins og þau litu út fyrir aðildarviðræðuhlé, voru yfir 50 bls. að lengd.
Í framvinduskýrslu framkvæmdastjórnarinnar frá 16. október 2013 er fjallað um stöðu samningskaflans (og komist að sömu niðurstöðu og árið áður). Í skýrslunni segir að Ísland beiti stjórnunarkerfi sem hafi svipuð markmið og framfylgt er innan ESB en að sumar reglur séu umtalsvert frábrugðnar. Í heildina sé sjávarútvegsstefna Íslands ekki í samræmi við réttarreglur ESB. Þá séu núverandi höft í sjávarútvegsgeiranum á staðfesturétti, frelsi til að veita þjónustu, frjálsum fjármagnsflutningum og stjórnun á sameiginlegum fiskistofnum ekki í samræmi við reglurnar.
Makríldeilan var ástæða þess að sjávarútvegshlutinn var ekki opnaður. Í bók Össurar Skarphéðinssonar (bls. 87) kemur fram að í mars 2012 hafi hann átt símtal við embættismann úr innsta hring sem vari hann við því að verði sjónarmið makrílþjóðanna undir muni þær ekki draga af sér þegar sjávarútvegskaflinn verði tekinn fyrir í ráðherraráðinu og ekki síst í COELA-nefnd ESB sem markar stefnu ESB í samningnum við Ísland. Þar eigi öll 27 ríkin fulltrúa. Þar verði reynt að smeygja inn skilyrðum fyrir opnun kaflans takist það ekki í framkvæmdastjórninni sjálfri. Áhyggjur embættismannsins reyndust réttmætar.
Í samtali skýrsluhöfunda við háttsettan fulltrúa frönsku sendinefndarinnar í Brussel kom fram að sjávarútvegsdeild ESB hefði lagt fram tvær tillögur að opnunarviðmiðum fyrir Ísland. Annars vegar að því er varðaði sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda með hliðsjón af alþjóðalögum. Hins vegar aðgerðaáætlun vegna innleiðingar réttarreglna ESB. Umræða innan framkvæmdastjórnarinnar sem og samþykki allra aðildarríkjanna er áskilið fyrir ákvörðun um framlagningu opnunarviðmiða. Frakkland, Írland, Portúgal og Spánn studdu tillögur sjávarútvegsdeildarinnar. Ísland setti sig alfarið á móti opnunarviðmiðum og þá sérstaklega þeim er tengdust makríldeilunni. Bent var á að árangur íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins væri mun betri en árangur sjávarútvegsstefnu ESB og opnunarviðmið því óþörf. Sjónarmið Íslands voru m.a. studd af Bretlandi og Norðurlöndunum (sem eru aðilar að ESB).
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. apríl 2014
Fátt nýtt í ESB-skýrslu þar sem embættismenn ESB eru helstu heimildarmenn
Fátt nýtt markvert kom fram í kynningu á skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræður við ESB. Athygli vakti hversu oft höfundar skýrslunnar vitnuðu til ónafngreindra embættismanna ESB í Brussel fyrir hinu og þessu mati á stöðu og þróun.
Skýrslan er aðgengileg hér.
Nánar verður fjallað um hana síðar.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 6. apríl 2014
ESB stöðvaði viðræðurnar - væri ekki nær að mótmæla í Brussel?
Talið um nýjan stjórnmálaflokk ESB-aðildarsinna sýnir að öfgar magnast í umræðum um ESB-málin hér eins og víða í Evrópu. Hér eru öfgamennirnir ekki andstæðingar ESB-aðildar heldur hinir sem vilja aðild að sambandinu.
Eftir því sem málefnafátækt aðildarsinna eykst leitast þeir við að beina umræðum að öðru en efni málsins. Um tíma var það þjóðaratkvæðagreiðsla nú er það nýr stjórnmálaflokkur, einskonar UKIP-flokkur með öfugum formerkjum.
Í dag flutti François Heisbourg erindi í Háskóla Íslands og áréttaði skoðun sína um að óhjákvæmilegt væri að losna við evruna til að bjarga ESB frá að splundrast. Hann ítrekaði einnig að Íslendingar ættu að gerast aðilar að ESB en ekki evru-samstarfinu, Ef þeir gætu ekki samið um að vera lausir við evruna samhliða ESB-aðild ættu þeir að skjóta sér undan henni í sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu að hætti Svía.
Heisbourg jarðaði helstu gulrót ESB-aðildarsinna og ekki er unnt að stimpla hann sem andstæðing ESB eða aðildar Íslands.
ESB stöðvaði aðildarviðræðurnar við íslensku viðræðunefndina árið 2011 með því að halda rýniskýrslunni um sjávarútvegsmál hjá sér. Hún er enn geymd í lokuðum skáp í Brussel, ESB-aðildarsinnar vilja ekki ræða þessa staðreynd, hún er þó ástæðan fyrir að ESB-viðræðurnar strönduðu en ekki afstaða núverandi ríkisstjórnar.
Sunnudagur, 6. apríl 2014
Ísland hefði verið mikið verra sett í ESB í kreppunni að mati Francois Heisbourg
- Reglur EES og ESB gerðu útþenslu bankanna mögulega.- Það hefði ekki komið í veg fyrir bankahrunið á Íslandi þótt Ísland hefði verið í ESB (með eða án evru).- Ísland var betur sett með krónuna eftir hrunið sem gerði efnahagslega aðlögun mýkri og sársaukaminni.- Ef Ísland hefði verið í ESB í hruninu hefði ESB séð til þess að íslenska ríkið, og þar með skattgreiðendur, hefðu tekið á sig mun stærri hluta af skuldum bankanna.- Eini jákvæði punkturinn sem Heisborg taldi að hefði getað fylgt ESB aðild væri sá að þá hefðu Bretar ekki sett íslensku bankana á svokallaðan hryðjuverkalista.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. apríl 2014
Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei haft það á stefnuskrá sinni að Ísland gangi í ESB
Afstaðan til ESB alltaf verið skýr
Það getur ekki komið neinum á óvart að þessi ríkisstjórn hafi ekki ætlað sér að standa fyrir viðræðum við Evrópusambandið enda í raun óhugsandi að ríkisstjórn, sem hefur svo einarða afstöðu í málinu, standi fyrir slíkum samningaviðræðum.
Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, á flokkráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöllinni í morgun.
Hann sagði að Sjálfstæðisflokkurinn hefði aldrei haft það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB. Þar hefði hann átt samleið með skýrum meirihluta þjóðarinnar.
Við höfum ávallt haldið þeirri stefnu skýrt fram að hagsmunum okkar sé betur borgið utan ESB.
Ríkisstjórnin sem tók við völdum eftir kosningar setti strax fram mjög skýra afstöðu og þegar síðasta sumar hóf utanríkisráðherra að rekja upp viðræður íslenskra stjórnvalda við ESB, sagði Bjarni jafnframt.
Oft deilt um ákvarðanir á sviði utanríkismála
Hann sagði þó að það væri alltaf slæmt þegar verulegur ágreiningur yrði innanlands um bæði utanríkisstefnu Íslands og önnur meiriháttar hagsmunamál.
Þó er það vel þekkt úr sögunni og í raun má segja að í hvert skipti sem íslensk þjóð hefur tekið mikilvægar ákvarðanir á sviði utanríkismála hafi skapast deilur og umræður hér heima. Hægt væri að taka fjölmörg dæmi um þetta, svo sem inngöngu Íslands í NATO, EES-samninginn og þorskastríðin.
Síðustu ár hafa þó kennt okkur að það er mikilvægt að hvert mál fái að þroskast og að málefnaleg umræða skapist í þjóðfélaginu um grundvallarmál, sagði hann.
Hann sagði einnig að vel mætti vera að Evrópuskýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hefði ekki hlotið næga almenna umræðu áður en tillagan um slit viðræðna var lögð fram.
Þetta er ekki einangrunarstefna
En hitt er mér ekkert síður hugleikið hvernig á því stendur að jafnvel þótt skýr meirihluti landsmanna vilji halda sig utan ESB, þá virðist stór hluti þjóðarinnar hafa áhuga á því að ljúka viðræðum, sem eru í raun aðlögunarviðræður um það að ganga í sambandið - eða í það minnsta fá að kjósa um hvort haldið skuli áfram, sagði hann.
Hann benti á að ákvörðun um að halda í fullveldið væri ekki ákvörðun um að hafna valkostum, heldur ákvörðun um að taka þátt í samskiptum og viðskiptum við helstu markaðssvæði heimsins á réttum forsendum.
Að taka fullan þátt í samstarfinu um innri markað Evrópusambandsins, vera virk í sameiginlegum hagsmunamálum, en halda sjálfsákvörðunarrétti í málum sem eru ekki sameiginleg með Evrópusambandinu, sagði hann.
Þetta er ekki einangrunarstefna.
Þetta er utanríkisstefna sem byggist á því að skipa okkur þar meðal þjóða sem þjónar hagsmunum okkar best.
Afstaðan til ESB alltaf verið skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 5. apríl 2014
Tugþúsundir mótmæla ESB í Brussel og Madrid
Síðustu daga og vikur hafa tugþúsundir íbúa ESB-ríkjanna farið út á götur til að mótmæla aðgerðum ESB gegn evrukreppunni. Í gær þustu tugþúsundir Belga út á götur Brussel til að mótmæla ESB og í síðasta mánuði streymdu tugþúsundir Spánverja til Madrídar dag eftir dag í sömu erindagjörðum.
Íbúar ESB-ríkjanna eru ekki sáttir við sparnaðaraðgerðir ESB-ríkjanna, sem eru meðal annars tilkomnar vegna þeirra vandræða sem ríkin hafa ratað í vegna evrusamstarfsins.
Sjá frétt um þetta m.a. hér.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 4. apríl 2014
Er evran að fara með ESB?
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 3. apríl 2014
Tveir af hverjum þremur Evrópubúum gagnrýnir á ESB
Tveir af hverjum þremur eru ósáttir við þá þróun sem er innan Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í könnun sem var gerð meðal átta þúsund íbúa í tíu ESB-ríkjum. Einna mest er óánægjan með ESB á Ítalíu og í Frakklandi þar sem þrír af hverjum fjórum telja að ESB hefur þróast í vitlausa átt. Í Bretlandi og Svíþjóð vilja einnig tveir af hverjum þremur annað hvort að landið yfir gefi ESB eða að völd ESB verði minnkuð.
Þetta sýnir að það er nokkuð almenn óánægja með ESB í löndum sambandsins. Jafnvel þótt nokkur hluti Evrópubúa vilji að völd ESB verði aukin þá sýna þessar tölur að lítil sátt er um ESB í aðildarríkjum.
Sjá nánar hér og enn fremur hér.
Búist er við því að flokkar sem eru gagnrýnir á ESB muni ná talsverðu fylgi í kosningum til ESB-þings í vor. Í Bretlandi, Hollandi og Svíþjóð gera um 56-60 prósent kjósenda ráð fyrir því að andstæðingar ESB muni sigra í kosningum til ESB-þingsins en kosningarnar verða haldnar 25. næsta mánaðar.
Nýjustu færslur
- Jólakveðja
- Friðarganga og Evrópusamband
- Nokkur hundruð milljarðar út um gluggann
- Við bíðum enn, Þorsteinn
- Skyggnigáfa Össurar?
- Villugjarnt á Kögunarhóli
- Tollabandalag eða tollfrelsi á grundvelli fríverslunarsamninga
- Nýtt örlagatímabil fer nú í hönd. Hver vinnur að þessu sinni?
- Eruð þið ekki örugglega staðföst í Flokki fólksins?
- Alltaf sama blíðan í Eyjum eða hvað?
- Mýtan um vexti
- Hörmungarsagan
- Vont, og versnar líklega
- Gott fyrir svefninn
- Lokuð leið
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Október 2010
- September 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 2
- Sl. sólarhring: 96
- Sl. viku: 1741
- Frá upphafi: 1176914
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 1579
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar